Morgunblaðið - 05.02.2004, Síða 58
EINN þekktasti tökumaður Evrópu, sem
einkum hefur orðið brautryðjandi í þróun staf-
rænu tökutækninnar er væntanlegur til Ís-
lands undir lok mánaðarins og mun halda nám-
skeið með íslenskum kvikmyndagerðarmönn-
um. Hann heitir Anthony Dod Mantle, er
breskur en hefur unnið mikið í Danmörku með
dogmaleikstjórunum við myndir á borð við
Festen, Mifunes sidste sang og nú síðast tók
hann m.a. Dogville von Triers, It’s All About
Love Winterbergs og ekki síst breska smellinn
og framtíðarhrollinn 28 Days Later eftir
Danny Boyle.
Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvik-
myndamiðstöðvar Íslands, segir að námskeiðið
verði haldið síðustu helgina í febrúar og þetta
sé mikill fengur fyrir íslenskt kvikmyndagerð-
arfólk. Laufey segir að heimsókn hans
sé að miklu leyti til komin fyrir tilstilli
Valdísar Óskarsdóttur klippara, sem
hefur unnið með honum að gerð nokk-
urra áðurnefndra mynda. „Þessi töku-
maður er fremstur í álfunni í dag og
kannski víðar. Hann fékk verðlaun,
sem besti tökumaður hjá Evrópsku
kvikmyndaakademíunni í desember.
Hann hefur nýtt sér stafræna upptökutækni
mjög meðvitað og markvisst,“ segir Laufey um
Mantle.
Hún segir að námskeiðið byrji föstudaginn
27. febrúar með myndum sem hann hafi tekið.
„Þær verða sýndar þátttakendum og verða
grunnur að umfjöllun,“ segir hún og verður
dagskránni síðan haldið áfram um helgina.
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu í gær verða fjölmargir Ís-
lendingar með framlag á Kvik-
myndahátíðinni í Berlín, sem hefst í
dag. Ber þar hæst Kaldaljós, sem
valin hefur verið til þátttöku á sér-
stakan Panorama-hluta. Laufey seg-
ir þetta ánægjulegt en hún sækir
sjálf hátíðina og fylgist náið með.
„Það eru óvenjumargir sem eru
þarna í dagskrá sem er skipulögð af
Berlínarhátíðinni og sérstaklega val-
ið inn á hátíðina. Það er ekki hver sem
er sem kemst þarna inn.“
Laufey bætir að lokum við tvennu sem ekki
kom fram í gær. Sólveig Arnarsdóttir fer með
eitt aðalhlutverkanna í þýsku myndinni á Milli
nætur og dags (Zwischen Nacht und Tag) og
María Sólrún Sigurðardóttir, sem hefur verið
búsett í Berlín lengi vel, leikstýrir unglinga-
myndinni Jargo. Hátíðinni lýkur 15. febrúar.
Verður með námskeið
Brandon Hickman/WireImage.com
Anthony Dod Mantle er breskur en hefur
unnið mikið í Danmörku með dogma-
leikstjórum. Þessi mynd er úr It’s All About
Love eftir Thomas Vinterberg með Joaquin
Phoenix og Claire Danes í aðalhlutverkum.
Anthony
Dod Mantle
Hinn þekkti kvikmyndatökumaður Anthony Dod Mantle til landsins
Námskeiðið verður haldið síðustu
helgina í febrúar. Nánari upplýsingar
má fá með því að senda tölvupóst á
valdis@kvikmyndamidstod.is.
58 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14
Sýnd kl. 6. Síðasta sýning!
Kvikmyndir.com
Tilnefning til
óskarsverðlauna1
Sannkölluð kvikmyndaperla í anda
Forrest Gump. Í leikstjórn Tim Burtons.
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20.
SV Mbl.
HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 3.45 og 5.50.
Stórskemmtileg gamanmynd
með Brittany Murphy
(8 Mile og Just Married) sem
fer að passa ríka litla stelpu
eftir að hún stendur uppi
peningalaus. Með hinni
frábæru Dakotu Fanning.
Kvikmyndir.com
Tilnefning til
óskarsverðlauna1
Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára.Sýnd kl. 4, 6 og 8. B.i. 12.
kl. 5 og 9.
Yfir 90.000 gestir
TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE-VERÐLAUNA. M.A. SEM BESTA MYNDIN OG BESTI AUKALEIKARI
11 Tilnefningar til óskarsverðlauna
Sýnd kl. 4. Með ísl. tali.
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40.
Sannkölluð kvikmyndaperla í anda
Forrest Gump. Í leikstjórn Tim Burtons.
„Glæsilegt ævintýri. Hreinn
unaður frá upphafi til enda.“
Fréttablaðið
SV Mbl.
Á DÖGUNUM fékk
söngkonan Guðrún
Gunnarsdóttir Íslensku
tónlistarverðlaunin fyrir
plötu sína Óður til Ellyj-
ar, hljómleikaplötu sem
tekin var upp í Salnum í
Kópavogi. Guðrún mun
flytja lög af plötunni í
kvöld á Hótel Borg í
Gyllta salnum og einnig
næsta fimmtudag.
Sérstakur gestur verð-
ur Stefán Hilmarsson en
hljómsveit Guðrúnar
skipa Eyþór Gunnars-
son, píanó, Sigurður Flosason,
saxófónar, klarinett,
þverflauta og slagverk,
Birgir Bragason,
kontrabassi, Erik Qvick,
trommur og Eyjólfur
Kristjánsson, gítar.
Platan Óður til Ellyj-
ar var tekin upp í Saln-
um, Kópavogi, hinn 14.
nóvember 2002. Platan
kom hins vegar út í
fyrrasumar. Hún fékk
lofsamlega dóma en þar
heiðrar Guðrún minn-
ingu söngkonunnar Ell-
yjar Vilhjálms. Platan
er fyrsta sólóplata Guðrúnar.
Guðrún Gunnarsdóttir á Hótel Borg
Óðurinn endurtekinn
Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00. Forsala er hafin á Hótel Borg.
Guðrún Gunnars-
dóttir.
BANDARÍSKA
rokksveitin Korn
mun leika í Laug-
ardalshöll 30. maí næstkomandi.
Korn, sem stofnuð var í Kaliforníu
árið 1992, reyndist áhrifamesta
rokksveit tíunda áratugarins. Hún
er forvígissveit í hinu svokallaða
ný-þungarokki (nu-metal, hip-hop
massive) þar sem hipp-hoppi og
þungarokki er blandað saman með
djúpstæðum textum.
Korn mun hefja Evrópuferð sína
vegna nýútkominnar plötu sem
ber nafnið Take a Look In the
Mirror í Reykjavík. Platan kom út
í nóvember síðastliðnum.
Korn hefur gefið út sex breið-
skífur sem hafa selst í tugum
milljóna eintaka um allan heim.
Korn (’94), Life Is Peachy (’96) og
Follow the Leader (’98) þykja allt
skotheldar smíðar. Sveitin brást
svo við æ meiri vinsældum ný-
þungarokksins (og útvötnun) með
hinni innhverfu en níðþungu Issu-
es árið 1999 og sýndu þar og
sönnuðu hverjir væru
leiðtogarnir. Plata
þeirra Untouchables,
frá 2002, er þá talin dýrasta rokk-
plata sem gerð hefur verið, en
þeir félagar lágu yfir smíðinni í
þrjú ár.
Take a Look In the Mirror hef-
ur þá verið að fá mjög góða dóma
og segja rokkspekingar að Korn
hafi enn og aftur náð að end-
urskapa sig án þess þó að tapa
niður því sem gerir Korn að Korn.
Upphitunaratriði á tónleikunum
verða kynnt er nær dregur.
Korn í Laugardalshöll 30. maí 2004
Áhrifamesta rokksveit síðustu ára
Miðasala hefst í verslunum Skíf-
unnar á Laugavegi 26, Smára-
lind og Kringlunni sunnudaginn
29. febrúar klukkan 21.00.