Morgunblaðið - 05.02.2004, Síða 60
60 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HJ. MBL
ÓHT. Rás2
Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára.
Sýnd kl. 6 og 8.
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12 ára.
Roger Ebert
Erótísk og örgrandi.
Leikur Óskarsverðlaunahafanna er magnþrungin.
Byggð á verðlaunaskáldsögu eftir Philip Roth.
í i
i l f i .
l l f i ili .
6
Tilnefningar til
óskarsverðlauna
m.a. besta mynd ársins
Sýnd kl. 10. B.i. 16.
4 Tilnefningar tilóskarsverðlauna
Kvikmyndir.is
DV
ÓHT Rás2
Sýnd í Stóra Salnum kl. 6 og 8.
Heimur farfuglanna
Roger Ebert
Skonrokk
FM909
AE. Dv
EPÓ
Kvikmyndir.com
The Rolling Stone
SV. Mbl
„l´auberge espagnole“ -
Evrópugrautur
Sýnd kl. 10
„l´adversaire“ - Óvinurinn
Sýnd kl. 10,15
„Étre et avoir“ - Að vera og hafa
Sýnd kl. 6
„Mademoiselle“ - Fröken
Sýnd kl. 8
KRINGLAN
Sýnd kl. 6, 8 og 10. b.i. 14 ára.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6, 8 og 10. b.i. 14 ára.
Sannkölluð stórmynd
sem hlotið hefur
frábæra dóma og
viðtökur um allan heim.
Tom Cruise hefur aldrei
verið betri!
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 8.
Kvikmyndir.is
DV
ÓHT Rás 2
i i .i
Stórskemmtileg og sprenghlægileg
gamanmynd með Eddie Murphy sem
kemst í hann krappann ásamt fjölskyldu
sinni þegar þau gista á gömlu
draugasetri!
AKUREYRI
Sýnd kl. 10.
4 Tilnefningar tilóskarsverðlauna
sem jafnframt er sögumaður kvik-
myndarinnar (og skáldsögunnar) er
veitt innsýn í þá valkosti og hindranir
sem Coleman stóð frammi fyrir sem
ungur maður.
Í samanburði við bókina skortir
kvikmyndina þá herskáu gagnrýni á
siðferðislegan tvískinnung og yfir-
borðsmennsku í bandarísku sam-
félagi, sem náði sögulegu hámarki í
Clinton-Lewinsky fjölmiðlafárinu, en
sá atburður er nokkurs konar út-
gangspunktur í siðferðisumræðu sög-
unnar. Kvikmyndin er því ekki nærri
eins háðsk og skáldsagan og vissulega
tapast stór hluti af þeirri samfélagsá-
drepu sem skáldsagan miðlar. Engu
að síður skilar kvikmyndin nægileg-
um upplýsingum til þess að hægt sé
að vega og meta þá umdeilanlegu leið
sem Coleman velur til þess að hefja
sig yfir þær samfélagslegu skorður
sem honum eru settar og höggva sér
leið í gegnum lífið á sínum eigin for-
sendum. Þá nýtur kvikmyndaaðlög-
unin góðs af því að einbeita sér af
sterkustu þáttum bókarinnar, s.s.
sambandi Colemans og Fauniu sem
og afturhvarfinu til æskuára Colem-
ans. Sturlaði Víetnamhermaðurinn
Les Farley verður ekkert síðri í leik-
rænni tjáningu Ed Harris en um-
fangsmiklum lýsingum bókarinnar og
sú skopfígúra sem franski og kynferð-
BANDARÍSKI rithöfundurinn
Philip Roth er af mörgum álitinn einn
merkasti höfundur síns heimalands
og samtíma, en á löngum ferli hefur
hann tekist á við bandarískt samfélag
og sögu á máta sem er í senn djúp-
hugull, heiftúðugur og hispurslaus.
Sá sem ræðst í kvikmyndaaðlögun á
skáldsögu eftir Roth, í þessu tilfelli
The Human Stain (lokahluta „banda-
ríska þríleiksins“ svokallaða) tekst á
við bitastæðan efnivið, þar sem hug-
leiðingar um kynþátta- og stétt-
bundna lagskiptingu þjóðarinnar, og
siðferðislegan tvískinnung, speglast í
lífi margræðra sögupersónanna. Þó
svo að nokkuð hafi óneitanlega tapast
af þeirri ögrandi bersögli sem ein-
kennir höfundarrödd Roth, hefur
leikstjóranum Robert Benton og
handritshöfundinum Nicholas Meyer,
tekist að búa til vandaða kvikmynd
sem teflir fram persónum sem fáir
gætu jafnað hvað áhugaverða fleti
varðar.
Í The Human Stain, eða Mennsk-
unnar smán, segir af Coleman Silk,
prófessor og skólastjóra virts háskóla
á Nýja Englandi sem verður fyrir
barðinu á misbeittri pólitískri rétt-
hugsun er hann er sakaður um kyn-
þáttafordóma, ásökun sem Coleman
telur svo grófa að hann segir starfi
sínu lausu. Eiginkona Colemans fell-
ur sviplega frá í kjölfar hneykslisins
og stendur hinn 71 árs gamli mennta-
maður þá á miklum tímamótum í líf-
inu, sem síðustu fjörutíu árin hafði
verið skólabókardæmi um hina beinu
og breiðu braut í landi tækifæranna.
Sviptur ærunni og útskúfaður úr því
samfélagi sem hann hefur lifað og
hrærst í síðustu áratugi, uppgötvar
Coleman þó löngu gleymdar tilfinn-
ingar, er hann hefur ástarsamband
við unga konu, Fauniu Farley, sem
hrakist hefur um margan skerjagarð-
inn í lífinu. Í gegnum kynni Colemans
við rithöfundinn Nathan Zuckerman,
islega ófullnægði femínistinn Delph-
ine Roux var gerð að í bókinni hverfur
blessunarlega í bakgrunninn í mynd-
inni.
Í samskiptum Colemans og Fauniu
tekst á áhrifaríkan hátt að endur-
spegla samband tveggja manneskja
með ólíkan bakgrunn, sem reynast
eiga það sameiginlegt að vera utan-
garðsmenn sem bæði þekkja bæði
hærri og lægri stig samfélagsins, og
hafa kynnst hræsni og mennskunnar
smán af eigin raun. Þó svo að deila
megi um val á Anthony Hopkins í
hlutverk Colemans Silk eldri á útlits-
legum forsendum, miðlar hann frá-
bærlega þeim krafti og lífsþrótti sem
einkennir persónuna, auk þess sem
Coleman fær í hans meðförum þá vigt
sem persóna með hans fortíð þarf að
hafa. Nicole Kidman á eftirminnileg-
an leik í hlutverki Fauniu Farley og
er áhugavert að fylgjast með því
hvernig hún kafar dýpra ofan í per-
sónuna eftir því sem fleiri lögum er
flett af fortíð hennar og tilfinninga-
legum skráp í frásögninni. Kidman
gefur Fauniu jafnframt reisn og styrk
sem nauðsynleg er til að sjá samband
þeirra Colemans í réttu ljósi.
Mennskunnar smán er vel þess
virði að sjá, vegna þess að hún fjallar
um manneskjur af holdi og blóði, og
veitir áhorfandanum, eins og einn
gagnrýnandi komst að orði, þá tilfinn-
ingu (sem er alltof sjaldgæf núorðið)
að um sé að ræða kvikmynd fyrir full-
orðið fólk.
Nicole Kidman og Anthony Hopkins fara með aðalhlutverkin í Mennskunar
smán.
Innan og utan
garðs
KVIKMYNDIR
Háskólabíó
Leikstjórn: Robert Benton. Handrit:
Nicholas Meyer, byggt á skáldsögu eftir
Philip Roth. Kvikmyndataka: Jean Yves
Escoffier. Aðalhlutverk: Anthony
Hopkins, Nicole Kidman, Ed Harris,
Gary Sinise, Wentworth Miller og Jacinda
Barrett. Lengd: 106 mín. Bandaríkin/
Þýskaland/Frakkland.
Miramax, 2003.
THE HUMAN STAIN / MENNSKUNNAR
SMÁN Heiða Jóhannsdóttir
TÖKULAGAHLJÓMSVEITIN Die Herren er
komin til landsins og heldur tvenna tónleika á
dag og morgun á NASA. Hljómsveitin er dönsk
og hefur spilað U2 lög um allan heim. Söngvari
sveitarinnar kallar sig Mono: „Það er mikið af
U2-aðdáendum um allan
heim. Það er að minnsta kosti
mín reynsla,“ segir hann en
sveitin hefur margoft ferðast
út fyrir landsteinana með tón-
list U2. „Við ferðumst oftast
einu sinni eða tvisvar sinnum
á ári og þá ekki lengi í hvert
sinn. Flesta tónleika okkar
höldum við í Danmörku. En til dæmis fórum við
í fyrra til Kirgistan, nálægt Kína, til að spila fyr-
ir bandaríska og danska hermenn,“ segir Mono,
sem segir hermennina hafa verði mjög ánægða
að sjá þá.
„Tónlist U2 virðist hafa alþjóðlega skírskot-
un,“ segir hann og hefur sínar skýringar á því af
hverju svo sé. „Í fyrsta lagi af því að þeir eru
mjög góðir með ótrúlega góð lög. Svo er þetta
líka tónlist sem er mjög flott þegar hún er flutt
lifandi. Hún virkar mjög vel þannig og virkar
um allan heim,“ segir Mono, sem hefur séð U2
spila þrisvar sinnum og var eins og gefur að
skilja ánægður með fyrirmyndirnar.
„Þeir eru ótrúlega góðir tónlistarmenn og ég
kann virkilega að meta hæfi-
leika þeirra,“ segir hann.
Hvernig er þá að feta í
fótspor þeirra?
„Við höfum gert þetta í
þrettán ár núna og spilum
oftar en U2! Það hefur gefið
okkur mikla reynslu. Ég lít á
okkur sem gott tónleika-
band. Við erum líka góðir tónlistarmenn eftir að
hafa spilað saman svona lengi og meira en þús-
und tónleika.“
Komið þið með eitthvað nýtt í tónlistina eða
reynið þið að gera allt nákvæmlega eins og U2?
„Við reynum ekki að flytja allt nákvæmlega
eins og U2. Ég tel að við getum komið með eitt-
hvað nýtt inn í tónlistina; við komum með góðan
lifandi fíling inn í tónlistina. Þeir sem koma á
tónleika verða ekki sviknir. Þeir þekkja lögin vel
og við gefum þeim nýja orku.“
Hvaða lög vekja mestu viðbrögðin?
„Það eru „Sunday Bloody Sunday“ og „One“
sem eru alþjóðleg lög og svo má nefna „With or
Without You“ og af nýju plötunni, „Stuck in a
Moment“ og „Elevation“. „Beautiful Day“ virk-
ar líka alls staðar,“ segir Mono og bætir við að-
spurður að íslenskir áhorfendur megi vel búast
við því að heyra einmitt eitthvað af þesum lög-
um. „Við spilum marga af stærstu smellum
þeirra en svo bætum við við lögum sem eru ekki
spiluð eins oft.“
Spilið þið þá blöndu af gamalli og nýrri tón-
list frá U2?
„Við spilum bestu lögin af öllum tíu plötunum
frá 1980 til 2000. Það er úr miklu að velja.“
Er þetta í fyrsta skipti sem þú kemur til
landsins?
„Já, þetta er í fyrsta skipti, allir segja mér að
það sé mjög fallegt hjá ykkur. Konan mín kemur
með og við ætlum í Bláa lónið, jeppaferð og líka
sleðaferð með hundum. Ég hlakka mjög til.“
Tökulagasveitin Die Herren með tvenna tónleika á NASA
Tónlist U2 virkar
um allan heim
Morgunblaðið/Heiðar Þór
Die Herren voru vel upplagðir fyrir tónleikana og ánægðir með að vera komnir til Íslands.
Mono er lengst til vinstri.
ingarun@mbl.is
Die Herren spilar á NASA í kvöld
og föstudagskvöld. Kalli Bjarni
hitar upp. Forsala aðgöngumiða
er í Skífunni, Laugavegi og
Kringlunni.