Morgunblaðið - 05.02.2004, Page 64

Morgunblaðið - 05.02.2004, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 BETRI INNHEIMTUÁRANGUR Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga TVÆR sýningar verða haldnar á söngleiknum Abba forever í Broad- way 2. og 3. apríl nk. en sýningin kemur hingað frá Bretlandi þar sem hún hefur notið mikilla vin- sælda síðustu ár. Sjö breskir lista- menn taka þátt í sýningunni sem byggð er á sögu Abba-flokksins sænska, allt frá því hann skaust fram á sjónarsviðið með laginu Waterloo og þar til hópurinn leyst- ist upp. Að sögn Stefáns Sturlu á sölu- og markaðsdeild Broadway hefur verið unnið að því í nokkurn tíma að fá sýninguna hingað til lands en á föstudag fékkst það loks staðfest. Miðasala er hafin í Broadway og er miðaverð 2.500 kr. á sýninguna. Abba forever til Íslands STÓRU olíufélögin þrjú, Olíufélagið (ESSO), Skeljungur og Olís, hafa verið að hækka sjálfsafgreiðsluverð á bensínstöðvum sínum á ný eða lækka þann afslátt sem veittur er. Almennt hefur lítrinn af bensíni þeg- ar menn dæla sjálfir hækkað úr 93,70 í 96,90 krónur eða um 3,20 krónur eða 3,4% en dæmi eru um lægra verð á einstaka stöðum, t.d. á Akranesi. Dísilolían kostar nú 41,80 og hefur verðið hækkað um 16,4%. Talsmenn olíufélaganna segja verðið hafa verið komið niður fyrir það sem viðunandi sé til lengri tíma og því hafi ekki verið komist hjá því að hækka verðið. Þeir benda aftur á móti á að verðið hafi haldist óbreytt á alsjálfvirku stöðvunum, þ.e. hjá Esso Express, ÓB og Orkunni. Samkvæmt verðlista, sem birtur er á heimasíðum félaganna, kostar lítrinn af 95 oktana bensíni 96,90 krónur í sjálfsafgreiðslu á stöðvum Skeljungs á höfuðborgarsvæðinu og einnig á flestum stöðvum ESSO. Hjá Olís kostar lítrinn 96,90 krón- ur á höfuðborgarsvæðinu þegar kaupendur dæla sjálfir og 95,70 krónur á svonefndum ÓB-stöðvum. Verð hjá Bensínorkunni er óbreytt eða 92,40 kr. bensínlítrinn. Atlants- olía selur bensínlítrann á 92,50 kr. Bensínið hækkaði um 3 kr. Verð á dísilolíu hefur hækkað um 16,4% YFIRMENN Landspítala eru 252 samkvæmt samantekt spítalans, eða um 6,6% af heildarfjölda starfs- manna, en ekki 1.089 eða 28,7% af starfsmannafjölda eins og fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar um mat á árangri sameiningar sjúkrahúsanna í Reykjavík er kom út í nóvember síðastliðnum. Mis- muninn má m.a. rekja til þess að í hópnum „rekstri og umsýslu“ eru t.d. teknir með starfsmenn við ræstingar, þvottahús og eldhús auk annarra, en þessi störf eru að jafn- aði boðin út á breskum sjúkrahús- um sem tekin voru til samanburðar í skýrslunni. Fjölgun starfsmanna LSH um 116 á síðasta ári má að þriðjungi rekja til þess að Sjúkra- húsapótekinu var breytt úr hluta- félagi í deild innan spítalans þannig að starfsmennirnir færðust á launa- skrá hans. Hitt skýrist að mestu af aukinni starfsemi, aðallega á skurð- sviðum, sem hefur orðið til þess að biðlistar eftir slíkum aðgerðum hafa styst stórlega. Í umræðu um skýrslu Ríkisend- urskoðunar hefur ekki komið fram að greiðsla fyrir S-merkt lyf var ekki færð til sjúkrahússins fyrr en árið 2001 sem gerir samanburð á heildarlyfjakostnaði áranna 1999 og 2002 óraunhæfan. Í skýrslu segir að útgjöld LSH hafi aukist um tæpa sjö milljarða eða 36,1% á milli áranna 1999 og 2002 en sé kostn- aður vegna S-merktra lyfja árið 2002, sem var tæplega 1,4 millj- arðar, dreginn frá í heildarlyfja- kostnaði kemur í ljós að útgjalda- aukning sjúkrahússins var 29–30% milli áranna tveggja, eða um 6% minni en segir í skýrslu Ríkisend- urskoðunar. Þetta sagði Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala, í samtali við Morgunblaðið en í grein hans og Önnu Lilju Gunnarsdóttur, fram- kvæmdastjóra fjárreiðna og upplýs- inga sjúkrahússins, í blaðinu í dag eru hraktar ýmsar niðurstöður skýrslu Ríkisendurskoðunar. Við sameiningu sjúkrahúsanna fækkaði yfirmönnum þvert á það sem haldið hefur verið fram, segir í greininni. Þar kemur fram að frá árinu 1997 til 2002 fækkaði árs- verkum um 280, mest 2001 og 2002, þ.e. fyrstu tvö árin eftir sameiningu spítalanna. Ýmislegt kemur til, t.d. samdráttur í yfirvinnu. Þá kemur fram í greininni að sérstakar greiðslur vegna þjónustu við utan- spítalasjúklinga hafa verið felldar niður og öllum yfirmönnum gert að starfa eingöngu við LSH og H.Í. Allir starfsmenn eru nú krafðir um viðveruskráningu og getur van- ræksla á henni leitt til skerðingar á réttindum. Stjórnendur LSH gera athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar Yfirmenn Landspítalans eru 252 en ekki 1.089                          !" #$% #  Landspítalinn/Miðopna „Hvern þremilinn ert þú að trufla mig við mikilvæg störf,“ gæti þessi köttur hafa verið að hugsa þegar ljósmyndarinn smellti af. Að minnsta kosti virðist ekki hægt að lesa nein vinalegheit úr augnaráði veiðidýrs- ins sem líklega hefur þó ofmetið eigin veiðigetu nokk- uð því að engan óttasvip var að sjá á öndunum á Tjörninni sem svömluðu í makindum aðeins kippkorn frá. Truflun á draumi veiðidýrs Morgunblaðið/Rax EIN áhrifaríkasta þungarokks- sveit síðustu ára, bandaríska hljómsveitin Korn, heldur tón- leika hér á landi í Laugardalshöll í endaðan maí. Þetta verða upp- hafstónleikar Evrópureisu sem farin er til að fylgja eftir nýjustu plötu sveitarinnar, Take a Look In the Mirror. Korn-menn hafa verið kallaðir feður nýþunga- rokksins og hafa plötur þeirra selst í milljónum eintaka um heim allan. Korn kemur  Áhrifamesta/58 ÁRNI BJARNASON, forseti Far- manna- og fiskimannasambands Ís- lands og formaður nýstofnaðs fé- lags, Félags skipstjórnar- manna, telur að vænlegasta leiðin til að skapa frið milli sjómanna og útgerðar- manna sé að tengja fiskverð við afurðaverðið líkt og gert er á frystitogurum og í uppsjávarfiskinum. Hann segir að þar með hverfi erfiðasti hluti samn- ingamálanna, verðmyndunin, og menn geti snúið sér að öðrum mik- ilvægum málum. Árni segir í viðtali í Morgun- blaðinu í dag að í kjaraviðræðum sjómanna og útvegsmanna á und- anförnum árum hafi ýmis mikilvæg mál orðið út undan vegna þess hve umræðan um verðmyndun á fiski hefur verið fyrirferðarmikil. Þessu þurfi að breyta og að hans mati sé bezta lausnin að laun sjómanna verði í framtíðinni reiknuð af af- urðaverði þess afla sem að landi kemur. Hann segir marga útgerð- armenna sama sinnis. Fiskverð verði tengt afurðaverði  Leið til/C2–C3 Árni Bjarnason ♦♦♦ ÁRNI Gautur Arason, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, átti stóran þátt í sigri Manchester City á Tottenham, 4:3. Árni stóð á milli stanganna og sýndi frábær tilþrif á köflum þegar lið hans lagði Totten- ham í hreint mögnuðum bikarleik. Tottenham hafði yfir í leikhléi, 3:0, og lék að auki manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Árni og félagar mæta Manchester United á Old Trafford í 16-liða úrslitum bikars- ins. Árni Gautur átti stórleik með Man. City  Árni Gautur/54 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.