Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI Viðskiptablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. BAUGSVELDIÐ, það er að segja Baugur Group og tengd félög, er umsvifamesta viðskiptablokk í ís- lensku atvinnulífi nú um stundir, og angar veldisins teygja sig reyndar til fleiri landa. Með þessu er ekki fullyrt að Baugsveldið sé það verð- mætasta hér á landi, en það snertir daglegt líf almennings tvímælalaust mun meira og oftar en önnur við- skiptaveldi og áhrif þess hér á landi eru mikil í samræmi við það. Þetta á ekki síst við eftir að þessi hópur fyr- irtækja hóf innreið sína á fjölmiðla- markaðinn og ræður nú stærsta fjöl- miðlafyrirtæki landsins, Norðurljósum. Meðal annarra fyrirtækja í Baugsveldinu eru Hagar, sem áður hét Baugur Ísland og segja má að sé kjarni starfseminnar hér á landi og það sem byggt hefur upp veldið. Í Högum er fjöldi verslana og verslanakeðja, svo sem Hagkaup, Bónus, 10-11, Lyfja og Útilíf. Baugsveldið á einnig drjúgan meiri- hluta í Fasteignafélaginu Stoðum, sem er stærsta fasteignafélag landsins. Af öðrum eignum hér á landi má nefna tæpan helming í Húsasmiðjunni, um fjórðung í Flugleiðum og Kaldbaki, um fimmt- ung í Smáralind og stærstan hluta Tæknivals, en nánar verður farið yfir þetta hér að neðan. Gaumur, sem er í eigu Jóhann- esar Jónssonar og fjölskyldu, á meirihluta í Baugi Group. Meðal annarra eigenda Baugs eru KB banki, Ingibjörg S. Pálmadóttir og Eignarhaldsfélagið ISP, og Vor, sem er í eigu Péturs Björnssonar, fyrrverandi eiganda Vífilfells. Auk þess að eiga meirihluta í Baugi á Gaumur 40% hlut í félagi sem á Pizza Hut-staðina hér á landi og í Svíþjóð, en sala á Pizza Hut-stöð- unum hér á landi er nú á lokastigi. Gaumur á einnig Hard Rock að fullu og 20% í Latabæ. Þessar þrjár síðastnefndu fjárfestingar eru smá- ar fyrir Gaum og helsta hlutverk félagsins er að vera eignarhalds- félag um hlutinn í Baugi Group. Á meðfylgjandi yfirlitskorti má sjá nánara yfirlit yfir helstu eignir Baugsveldisins, bæði hér á landi og erlendis, en þeirra á meðal eru leik- fangakeðjan Hamleys, meirihluti tískuverslanakeðjunnar Oasis og rúmur fimmtungur í matvörukeðj- unni Big Food Group, svo nokkuð sé nefnt. Meðal eigna sem farið hafa um hendur Baugsveldisins en hafa horfið þaðan aftur má nefna stóra hluti í Íslandsbanka, Straumi og Tryggingamiðstöðinni. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs og einn eigenda Gaums, reyndi ásamt fleirum, að hluta til hinum svokall- aða Orca-hópi þar sem forstjóri Samherja var meðal annarra innan- borðs, að ná yfirráðum í Trygginga- miðstöðinni, Íslandsbanka og Straumi á árunum 2001 og 2002. Óhætt er að segja að þetta hafi ver- ið metnaðarfull áform, en um leið voru þau umdeild og mættu veru- legri fyrirstöðu þeirra sem ráðið höfðu fyrirtækjunum. Áformin gengu ekki eftir þó að um tíma hefði litlu munað. 44 milljarða króna eignir í Bretlandi Hægt er að líta svo á að Baugs- veldið hafi orðið til við sameiningu Bónuss og Hagkaups árið 1998, en sagan er þó lengri. Pálmi Jónsson stofnaði Hagkaup árið 1959 og hann og síðar fjölskylda hans áttu fyrirtækið þar til árið 1998 þegar það var selt og stofnendur Bón- usverslananna eignuðust stóran hlut. Hagkaup rak 12 verslanir árið 1998, en meðal þess sem fyrirtækið hafði staðið fyrir og fjármagnað var bygging Kringlunnar, sem var einnig að stórum hluta í eigu þess. Feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson stofnuðu Bónus árið 1989 en fyrir má segja að eignir þeirra hafi nánast engar verið, nema að vísu viðskiptahug- mynd sem reyndist meðal þeirra allra ábatasömustu sem hrint hefur verið í framkvæmd hér á landi. Bónusverslunum fjölgaði á næstu árum og fyrirtækið var orðið nokk- uð áberandi á matvörumarkaðnum þegar Hagkaup keypti helming þess árið 1992. Ári síðar stofnuðu Hagkaup og Bónus saman inn- kaupafyrirtæki sem þá hét Baugur en heitir nú Aðföng. Bónus og Hag- kaup sameinuðust árið 1998 og var það fyrir milligöngu tveggja fjár- festingarbanka, FBA og Kaup- þings, sem keyptu Hagkaup og eignuðust svo hvor um sig 37,5% í sameinuðu félagi, en 25% voru í eigu Gaums. Um sameininguna var stofnað fyrirtækið Baugur sem var skráð á Aðallista Kauphallar Ís- lands, sem þá hét Verðbréfaþing Íslands, í apríl 1999. Um næstu áramót átti Gaumur tæpan þriðj- ung hlutafjárins og var langstærsti einstaki hluthafinn. Eins og áður segir má líta svo á að Baugsveldið hafi orðið til árið 1998, en þó að Baugur væri þá þeg- ar stórt fyrirtæki hefur það vaxið mikið. Í árslok 1998 voru eignir Baugs samtals rúmir 6 milljarðar króna, en samkvæmt síðasta árs- reikningi voru eignirnar orðnar rúmir 46 milljarðar króna í lok febrúar í fyrra og höfðu því nær áttfaldast. Mikið vatn er runnið til sjávar frá þeim tíma og Baugur hefur aukið umsvif sín í Bretlandi svo um munar auk þess sem verð- mæti eignarhluta félagsins þar í landi hafa vaxið mikið. Eignir Baugs í Bretlandi voru fyrir tæpu ári innan við 9 milljarða króna virði, en eru nú um 44 milljarða króna virði. Þar við bætist meðal annars nýlegur hlutur í Norðurljósum, sem er með eignir upp á 11 milljarða króna og þar á Baugur 37% beinan og óbeinan hlut. Fall er fararheill Þó að Baugsveldið hafi vaxið mikið hér á landi frá stofnun Baugs hefur vöxturinn verið mun meiri erlendis eins og sjá má af tölunum hér að of- an. Útrás Baugs hófst í árslok 1999 með kaupum á helmingshlut í lág- vöruverðskeðjunni Bonus Dollar Stores í Flórída í Bandaríkjunum, auk þess sem félagið samdi þá við verslanakeðjuna Debenhams um að opna fyrstu Debenhams-verslunina á Norðurlöndum, nánar tiltekið í Stokkhólmi, á árunum 2002–2003. Áður hafði Bónus reyndar sótt út til Færeyja árið 1994 og opnað þar verslun og í dag á Baugur helm- ingshlut í SMS í Færeyjum sem á fimm verslanir. Þar sem segja má að útrás Baugs hafi hafist í alvöru með Bonus Doll- ar Stores í Bandaríkjunum má ef til vill halda því fram að fall sé far- arheill. Forstjóri Baugs hefur orðað það þannig að starfsemin í Banda- ríkjunum hafi verið Baugi dýr skóli, en fyrirtækið tapaði um eða yfir 3 milljörðum króna í Bandaríkjunum. Umsvifin í Bandaríkjunum voru talsvert mikil og ráku fyrirtæki Baugs um tíma yfir fjögur hundruð verslanir þar í landi. Í fyrra hætti fyrirtækið við að reyna að koma rekstrinum í Bandaríkjunum í lag, seldi fjárfestingar sínar þar og ákvað að einbeita sér að fjárfest- ingum í Bretlandi og á Norðurlönd- unum. Þegar þessi ákvörðun var tekin höfðu fjárfestingar Baugs í Bret- landi þegar skilað miklum hagnaði. Arðbærasta fjárfestingin var fimmtungshlutur í Arcadia-versl- anakeðjunni. Baugur hafði haft hug á að eignast það fyrirtæki, eða að minnsta kosti að kaupa ákveðnar verslanir út úr því. Það gekk ekki, en hagnaður Baugs af fjárfesting- unni var verulegur, eða um 7,4 milljarðar króna. Salan fór fram haustið 2002, en kaup á hlutnum hófust um tveimur árum áður og þá í félagi við aðra. Baugur eignaðist þennan Arcadia-hlut að fullu vorið 2001. Sá mikli ágóði sem Baugur fékk af hlutabréfaeigninni í Arcadia hef- ur ráðið miklu um það svigrúm sem félagið hefur haft til fjárfestinga síðasta rúma árið, enda hefur at- burðarásin verið hröð á þeim tíma. Fjárfestingar í eigu Baugs í Bretlandi skiptast í tvennt, í stefnu- mótandi fjárfestingar þar sem Baugur tekur þátt í að stjórna fyr- irtækjunum, og sjóðsfjárfestingar Umsvifamesta viðskiptaveldið Eignir sem Baugur og tengd félög eiga eða stýra í Bretlandi eru yfir 50 milljarða króna virði. Eignirnar hér á landi eru enn meiri en vöxturinn er mun hraðari erlendis. Baugur Group hefur vaxið úr nánast engu upp í mesta viðskiptaveldi lands- ins á 15 árum. Fyrirtækið hefur komið að margvíslegum rekstri bæði hér á landi og erlendis. Yfirleitt hefur gengið vel, en þó ekki alltaf. Haraldur Johannessen rekur sögu og umsvif Baugsveldisins.  BAUGUR JÓHANNES Jónsson og börn hans, Jón Ásgeir og Kristín, stýra mesta viðskiptaveldi landsins og eiga meirihluta í helsta fyrirtæki þess, Baugi Group. Jó- hannes og Jón Ásgeir stofnuðu Bónus fyrir fimmtán árum og þá hófst eignamyndun fjölskyldunnar, en það sem hér er kallað Baugsveldið varð til þegar Bónus og Hagkaup voru sameinuð árið 1998 undir nafninu Baugur. Jón Ásgeir er forstjóri Baugs og Jó- hannes og Kristín sitja í stjórn félagsins, en Kristín er auk þess framkvæmdastjóri Gaums, sem er eign- arhaldsfélag fjölskyldunnar. Pálmi Haraldsson er meðal annars aðaleigandi fyrirtækisins Græns markaðar, sem er heildsala á sviði blóma og tengdra vara, og hefur verið at- kvæðamikill á grænmetismarkaðnum. Pálmi er aðaleigandi Fengs og annarra félaga sem hafa oft fjárfest í sömu fyrirtækjum og Baugs- fjölskyldan. Félög Pálma eiga til að mynda stóran hlut í Högum og Norðurljósum. Í dag eru eigna- tengslin orðin það mikil að fyrirtæki Pálma eru í þessari umfjöllun höfð með í því sem kallað er Baugsveldið. Jón Ásgeir JóhannessonJóhannes Jónsson Pálmi Haraldsson Baugsfjölskyldan og Fengur Kristín Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.