Morgunblaðið - 09.02.2004, Page 4

Morgunblaðið - 09.02.2004, Page 4
arnir segja, þjálfa heimamenn meira og fara fram yfir þær kröfur sem gerðar eru. Þeir eru að skila frábæru starfi á skömmum tíma. Þegar þeir tóku við slökkviliðinu var enginn tækjabúnaður, þeir komu að tómum kofunum og þurftu því að útvega allan búnað í upp- hafi,“ segir Guðmundur. „Ég er ekki í neinum vafa að þeir eru fullfærir um að taka við því slökkvistarfi sem þarna þarf, því þetta virstist vera úrvalsmann- skapur sem þarna er,“ segir Guð- mundur. Einnig hafa flugumferð- arstjórar unnið við að þjálfa heimafólk og eru Íslendingarnir í Kosovo nú að gera handbækur fyrir flugumferðarstjóra og leiðbein- ingar fyrir flugmenn sem hafa fast- ar ferðir um flugvöllinn. „Það er mjög jákvæður andi í garð Íslend- inga þarna í Kosovo. Fólkið gerir sér grein fyrir því að það er verið að byggja það upp,“ segir Guð- mundur. „ÍSLENDINGAR hafa lyft grett- istaki þarna í Kosovo,“ segir Guð- mundur Haraldsson, fyrrverandi skólastjóri Brunamálaskólans og starfsmaður Brunamálastofnunar, sem fór nýlega til Pristina í Kosovo til að gera úttekt á þeirri fræðslu og þjálfun sem heimamenn hafa fengið í slökkviliðsstarfi. Íslenska friðargæslan fer með stjórn flug- vallarins og starfa íslenskir slökkvi- liðsmenn og flugumferðarstjórar á vellinum við þjálfun heimamanna. Stefnt er að því að heimamenn taki við flugvellinum sem alþjóða- flugvelli 1. apríl næstkomandi. Sex íslenskir slökkviliðsmenn hafa starfað á flugvellinum í Pristina fyrir hönd Íslands. Alls eru 50 manns í slökkviliði flugvallarins, 16 á vakt hverju sinni. Hafa heima- menn, sem flestir eru Albanar, fengið þjálfun og kennslu frá Ís- lendingunum. Guðmundur fór á Balkanskagann til að taka kennsl- una út og fylgjast með því að námið hafi verið samkvæmt stöðlum Okla- homa State University, en Ísland hefur samninga við háskólann um að hann megi nýta námsefni þaðan. „Ég myndi segja að þetta hafi verið eins gott og það getur verið. Að mínu mati unnu þeir frábært starf, þeir gerðu meira en staðl- Íslendingar hafa lyft grettistaki í Kosovo Georg Arnar Þorsteinsson, Fróði Jónsson, Guðmundur Haraldsson og Jón Emil Árnason fara vandlega yfir árangur nemenda í Pristina. FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sérflug Heimsferða Ótrúlegt tækifæri á síðustu sætunum til þessarar fegurstu eyju Karíbahafsins. Þú bókar síðustu sætin og tryggir þér 2 sæti á verði eins. Að auki getur þú valið um úrval hótela hjá Heimsferðum. Jamaica hefur ekki aðeins að bjóða stórkostlega náttúrufegurð og veðurfar, heldur einnig andrúmsloft og menningu sem á sér fáa líka í Karíbahafinu. Hér eru drifhvítar sandstrendur með þeim fegurstu í heimi. Má þar nefna strendurnar við Ocho Rios og Negril. Náttúruperlur eins og Dunn's fossana, sem hlutu heimsfrægð í James Bond myndunum - og allir ferðamenn verða að klífa a.m.k einu sinni. Þá er fegurð Blue Mountains fjallanna einstök með stórkostlegu útsýni yfir eyjuna, YS fossarnir í hjarta Jamaica og Port Antonio eða Discovery Bay, sem hlaut nafn sitt frá landnámi Kolumbusar árið 1494. Og reggie tónlistin ómar allsstaðar, taktur Bob Marleys frægasta sonar Jamaica. Síðustu 18 sætin Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Verð kr. 39.950 M.v. 2 fyrir einn. Flugsæti kr. 72.000/2 = 36.000. Flugvallarskattur kr. 3.950. Netverð. 2 fyrir 1 til Jamaica 22. febrúar frá 39.950 Munið Mastercard ferðaávísunina MIKILL ferðahugur er í Íslending- um fyrir komandi sumar, að mati forsvarsmanna ferðaskrifstofanna, sem keppast nú við að kynna sum- arbæklinga sína og höfðu söluskrif- stofur opnar um helgina. Þannig hafa 45% fleiri bókanir verið gerðar hjá Heimsferðum nú en á sama tíma í fyrra og bókuðu 2.000 manns ferð hjá Úrvali-Útsýn um helgina, þar af helmingurinn á Netinu. Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, segir að viðtökur hafi verið ótrúlegar, en sumarbæklingur fyrirtækisins var kynntur á laugar- dag. „Það er miklu meiri ferðahugur núna en fyrir ári. Við erum ákaflega kát með það. Það er greinilegt að í fyrra voru margir sem ákváðu að slá ferðalögum á frest, en það er breytt. Við höfum fundið það alveg frá ára- mótum vegna þess að það er búið að bóka núna 45% meira en á sama tíma í fyrra. Það er ansi hressileg aukning.“ Andri Már segir að 1.200 sæti hafi verið bókuð um helgina. „Ég held að það hjálpi auðvitað líka að við erum að kynna lægra verð núna en nokk- urn tímann áður, það hefur aldrei verið jafn ódýrt að ferðast til út- landa frá Íslandi og núna,“ segir Andri Már. Sífellt fleiri bóka ferð á Netinu „Netbókun er að sækja mjög í sig veðrið. Þrátt fyrir að það hafi bara verið opið í [gær] og bæklingurinn kom út í [gær] er búið að bóka mikið á Netinu. Það er alveg ljóst að þessi markaður er mikið að færa sig þang- að. Um helgina höfum við bókað um 2.500 manns, þar af um helminginn á Netinu,“ segir Helgi Eysteinsson, sölu- og markaðsstjóri Úrvals-Út- sýnar. Mikið óveður gekk yfir landið um helgina og komst fólk sumstaðar á Norður- og Austurlandi ekki út úr húsi. Aðspurður hvort hann telji að stórhríðin hafi átt hlut að máli og menn pantað ferð á tölvunni á með- an vindurinn gnauðaði úti segir Helgi að það geti vel verið. „Það er aldrei að vita, fólk komst ekki ann- að,“ segir hann. Helgi segir að sala sumarferða hafi breyst mikið, áður hafi alltaf verið röð út úr dyrum þegar ferða- bæklingarnir voru gefnir út. Nú sé þeim dreift í hús og neytendur séu mjög vel upplýstir og viti hvað þeir vilja þegar þeir koma til að bóka ferðina. „Við erum afskaplega ánægð með helgina og sjáum að það er vel tekið í þær ferðir sem við bjóð- um á þessu verði og við lítum björt- um augum til þessa ferðasumars.“ Fjölmargir bókuðu sumarleyfisferð um ný- afstaðna óveðurshelgi Nú hafa 45% fleiri en á sama tíma í fyrra bókað ferð hjá Heimsferðum fyrir komandi sumar en 1.200 flugsæti voru í boði hjá skrifstofunni um helgina. Morgunblaðið/Þorkell Í nógu var að snúast í höfuðstöðvum Úrvals-Útsýnar um helgina en þá bók- uðu um 2.500 manns flugsæti, þar af helmingurinn á Netinu. Sífellt fleiri bóka í gegnum Netið „ÞETTA er ekkert sem háir okkur hérna, maður verður ekkert var við þetta,“ segir Kjartan L. Pálsson, far- arstjóri Úrvals- Útsýnar í Taí- landi, þar sem fuglaflensa hefur geisað. Alls er á fjórða tug Íslend- inga í Taílandi að spila golf. „Ég fann svona aðeins á fólkinu sem kom í dag [gær] að það var að spyrja svolítið, en málið er ósköp einfalt. Ef maður er hræddur við þetta lætur maður kjúklinga og egg vera og er ekkert að flækjast innan um fiðurfé, enda er kannski lítil hætta á því. Við erum náttúrulega ekkert á slíkum stöðum,“ segir Kjartan. Hann segir að enginn hafi hætt við að fara í ferð til Taílands vegna veik- innar og vestrænar ferðaskrifstofur hafi ekki hætt við ferðir. Veikin hafi ekki haft áhrif á ferðaiðnaðinn nema Asíubúar ferðist minna á milli landa. Kjartan segir að kjúklingur og egg séu ekki á boðstólum á hótelinu þar sem Íslendingarnir búa en þó séu erlendar skyndibitakeðjur sem selja kjúklinga með opið. „Það eru náttúrulega hundruð íbúa hérna þar sem engin sýking hefur komið fram og það er bara í nokkrum sýslum þar sem hafa komið fram sýktir kjúk- lingar.“ Hann segir að áróður til að hvetja fólk til að halda áfram að borða kjúk- linga sé mikill. „Maður sér varla mynd af forsætisráðherranum án þess að hann sé að éta kjúkling. Hann ætlar að borga aðstandendum þeirra sem deyja úr þessari veiki 6 milljónir í slenskra króna í skaða- bætur.“ Kjartan segir að menn vonist til að hættan líði hjá eftir því sem hita- stigið hækkar, en nú sé kaldasta tímabil ársins á Taílandi og um 30 stiga hiti. Á fjórða tug Íslendinga í golfferð í Taílandi þar sem fuglaflensa geisar „Þetta er ekkert sem háir okkur“ Kjartan L. Pálsson ÍSLENSK erfðagreining hefur einangrað erfðavísi sem tengist algengustu gerð hjartaáfalls og tengist einnig hættu á heila- blóðfalli. Skýra vísindamenn fyrirtækisins frá þessum niður- stöðum í grein í vísindatímarit- inu Nature genetics sem vænt- anlegt er í marsmánuði. Frá þessu er sagt á heimasíðu fyr- irtækisins. Þar segir að um sé að ræða einangrun fyrsta erfða- vísisins sem sýnt hafi verið fram á að tengist algengustu gerð hjartaáfalls, en þetta er niðurstaða umfangsmikilla erfðafræðirannsókna á orsök- um hjartaáfalls. Sýna niður- stöðurnar að ákveðinn breyti- leiki í erfðavísi sem segi til um gerð ákveðins prótíns (FLAP) tengist um það bil tvöfaldri hættu á hjartaáfalli og álíka aukinni hættu á heilablóðfalli. Hópur vísindamanna undir stjórn Önnu Helgadóttur hefur starfað að þessum rannsóknum í samvinnu við lækna og annað starfsfólk á Landspítala og Hjartavernd. Geta valdið bólgum og rofi æða „Rannsóknir vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar á virkni erfðavísisins og fyrri rannsóknir sem gerðar hafa verið á FLAP og 5-lípóoxýgen- asa-ferlinu gefa til kynna að aukin virkni FLAP geti valdið bólgum og rofi æða við fituút- fellingar (e. athersclerotic plaq- ues) sem er vitað að er algeng orsök bæði hjartaáfalls og heilablóðfalls. Þessar niður- stöður benda því til þess að með því að hemja virkni FLAP-prót- ínsins sé mögulegt að minnka bólgur í æðum og minnka þann- ig líkur á hjartaáfalli og heila- blóðfalli,“ segir meðal annars á vef Íslenskrar erfðagreiningar. Erfðavísir sem teng- ist hjarta- áfalli ein- angraður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.