Morgunblaðið - 09.02.2004, Síða 10

Morgunblaðið - 09.02.2004, Síða 10
F jallað var um aukið valfrelsi í skóla- kerfinu, einkaskóla og meiri sveigj- anleika á öllum skólastigum á ráð- stefnu Sambands ungra sjálfstæðismanna um menntamál sem haldin var í Hafnarfirði á laugardaginn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra sagði að sú umbylting sem orðið hefði á háskólastiginu í kjölfar aukinnar samkeppni innan háskólastigsins gæti að hennar mati verið ákveðið fordæmi í umræðu um framhaldsskóla, grunnskóla og leikskóla. „Mín trú er sú að fjölbreytt rekstrarform í leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla leiði af sér það sem við erum að sækjast eftir, sem er öflugra skólastarf,“ sagði hún. Þorgerður Katr- ín sagði að með fjölbreyttara rekstrarformi, þar sem bæði einkaaðilar og hið opinbera kæmu að skólamálum, ykist valfrelsi foreldranna og það ýtti um leið undir að námið yrði einstaklings- miðað. „Það er óskandi að þeir sem stjórna sveitarfélögunum veiti þessari fjölbreytni tæki- færi innan sinna vébanda. Ég tel óskandi að sveitarfélögin fari að hugsa verulega um hvern- ig hægt er að auka fjölbreytni í rekstrarformi skóla innan sinna sveitarfélaga,“ sagði mennta- málaráðherra. Standi jafnfætis opinberu skólunum varðandi framlög „Ég sé fyrir mér að skólakerfið mæti þeim breytingum sem átt hafa sér stað og verða á næstu misserum og árum með auknum sveigj- anleika á öllum sviðum, einstaklingsmiðuðu námi og samvinnu nemenda. Mikilvægt er að kennarar fylgi eftir þessum breytingum. Þeir hafa sýnt að til þessa hafa þeir bæði metnað og getu, þótt á stundum hafi maður haft á tilfinn- ingunni að þeir lesi oftar kjarasamningana held- ur en námskrána,“ sagði Þorgerður Katrín. Menntamálaráðherra benti á að skv. grunn- skólalögunum er heimilt að stofna einkaskóla sem menntamálaráðherra löggildir. „Ráðuneyt- ið hefur útbúið vinnureglur um staðfestingu á skipulagsskrá einkaskóla og síðastliðið sumar reyndi á þessar vinnureglur við stofnun barnaskóla Hjallastefnunn- ar í Garðabæ. Þá komu ekki fram nein vandkvæði skv. grunnskólalög- unum. Hins vegar er skýrt tekið fram í grunnskólalögunum eins og þau eru núna, að einkaskólar eigi ekki kröfu til styrks af al- mannafé. Sveitarfélögunum er alveg í sjálfsvald sett með hvaða hætti þau hyggjast styrkja eða styrkja ekki starfsemi einkaskóla. Einkaskólar á grunnskólastigi eru hlutfallslega mjög fáir hér á landi miðað við nágrannalöndin og þeim hefur lítið fjölgað því miður á undanförnum árum en í þeim eru falin tækifæri eins og við vitum. Rétt er að rifja upp miklar deilur sem urðu vegna Ás- landsskóla, en Kennarasambandið hélt því fram að þáverandi ráðherra hefði ekki haft heimild í lögum til að leyfa rekstur hans. Við teljum að 33. grein grunnskólalaganna gefi svigrúm fyrir þetta tilrauna- og þróunarstarf, en öll þessi ákvæði í grunnskólalögunum, sem varða sjálf- stæði skóla og einkaskóla á einn eða annan hátt, eru orðin gömul að stofni til. Að mínu mati er því eðlilegt að fara yfir með hvaða hætti sé best að koma þessum málum fyrir í lögum. Ég hef nú þegar sett í gang vinnu innan ráðuneytisins til þess að yfirfara þessi mál með það fyrir augum að tryggja stöðu sjálfstæðu grunnskólanna, at- huga sjálfstæða leikskóla og síðan í kjölfarið að athuga betur framhaldsskólana, þannig að þeir, og þá sérstaklega grunnskólarnir, standi jafn- fætis opinberu skólunum hvað varðar framlög,“ sagði hún. Þorgerður Katrín sagði einnig mikilvægt að fjármunir verði bundnir við nemendur, sem stuðli að frjálsu vali nemenda og foreldra á milli ólíkra skóla „og þá hugsanlega eins og margir hafa bent á, m.a. bæjarstjórnin í Garðabæ, að við reynum að rífa niður þessa múra og veggi sem oft á tíðum eru á milli sveitarfélaganna, þannig að við getum valið á milli skóla fyrir börnin okkar líkt og t.d. Hollendingar hafa gert, en 70% skóla sem reknir eru í Hollandi eru á vegum einkaaðila,“ sagði Þorgerður. Menntamálaráðherra fjallaði einnig um hug- myndir um styttingu námstíma til stúdents- prófs og sagði að um þessar mundir stæði yfir mikil undirbúningsvinna vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs. Margir hefðu bent á að ekki ætti bara að beina sjónum að framhalds- skólunum, skoða þyrfti allt nám í heild frá leik- skólanámi, grunnskólann og framhaldsskólann. „Ég vil taka undir þessar raddir. Ég tel mik- ilvægt að við skoðum skólagönguna sem eina heild frá leikskóla að lokum framhaldsskólans og miðum aðgerðir næstu ára við þá meginsýn að þetta sé allt ein heild. Stytting námstímans til stúdentsprófs er einungis einn liður af mörgum í þessu starfi,“ sagði Þorgerður Katrín. Þorgerður Katrín minnti á að í landsfund- arályktun Sjálfstæðisflokksins um tengsl leik- skóla og grunnskóla sé hvatt til þess að komið verði á formlegum tengslum á milli þessara skólastiga. „Ég tel að sjálfsögðu það vera eitt af mínum hlutverkum sem mennta- málaráðherra að skoða vel hvernig þessum formlegu tengslum geti verið komið á,“ sagði hún. „Ég spái því að á næstu árum eigum við eftir að upplifa enn sveigjanlegra skólakerfi, sjálf- stæðari skóla. Líklega þvert á allar bæjarlínur og bæjarmörk og mun fjölbreyttara rekstrar- form þessara skóla en það er í dag. Þessi veru- leiki kemur til með að skila okkur ánægðari fjöl- skyldum, betri nemendum og auknum lífsgæðum út í samfélaginu en til þess þarf skýra stefnu sem hlúð er að og hana höfum við sjálfstæðismenn,“ sagði Þorgerður Katrín. Foreldrar velja skóla og fjármagnið fylgir nemandanum Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garða- bæ, lagði í erindi sínu áherslu á að auka þyrfti valfrelsi íbúanna til að velja um skóla óháð hverfamörkum og sveitarfélagamörkum og til að velja á milli opinberra skóla og einkaskóla, þar sem fjármagnið fylgdi hverjum nemanda. „Við þörfnumst ekki múra,“ sagði Ásdís Halla. Hún sagði að einstaklingarnir ættu að fá Miklar umræður um breytt rekstrarform skóla og aukinn sveigjanleika í námi á ráðstefnu SUS Auka þarf valfrelsi um skóla og nám Rætt var um einkarekstur skóla og aukinn sveigjanleika í skóla- starfi á ráðstefnu Sambands ungra sjálfstæðismanna um helgina. Morgunblaðið/Þorkell „Ég spái því að á næstu árum eigum við eftir að upplifa enn sveigjanlegra skólakerfi,“ segir Þorgerð- ur Katrín Gunn- arsdóttir mennta- málaráðherra. jöfn tækifæri til að velja sér opinbera þjónustu óháð búsetu. Þannig ætti foreldri sem býr t.d. í Hafnarfirði og starfar í Reykjavík að geta valið sjálft hvort það vill senda barn sitt í skóla í Reykjavík. Þetta er mjög einföld leið en það eina sem þarf að tryggja er að fjármagnið fylgi nemandanum,“ sagði hún. Ásdís Halla sagði frábæran árangur hafa náðst á umliðnum áratug, m.a. með raunveru- legri samkeppni á háskólastiginu og auknum sveigjanleika í framhaldsskólanáminu þar sem hverfaskipting hefur verið afnumin. Hún sagði að boltinn væri núna hjá sveitar- félögunum og benti á að nemendur væru í 15 ár undir verndarvæng sveitarfélaganna áður en þeir hæfu framhaldsnám. Fjárframlög til allra skólastiga hefðu aukist mikið frá því sem áður var og ljóst væri að ekki yrði haldið áfram á sömu braut. Hið opinbera hefði ekki fjárhags- lega burði til að auka enn frekar fjárveitingar til skólanna. Hún sagði að svarið við þeirri spurningu hvað hægt væri að gera til að auka gæði náms og bæta þjónustuna við nemendur væri að auka frjálsa valmöguleika hvers og eins. Gerði hún grein fyrir þeim árangri sem náðst hefði í skóla- málum í Garðabæ t.d. með starfsemi fyrsta einkarekna grunnskólans í Garðabæ, Barna- skóla Hjallastefnunnar. „Við höfum verið að stíga fyrstu skrefin í Garðabæ á undanförnum misserum. Við tókum t.d. þá ákvörðun fyrir um þremur árum að fjármagnið fylgdi leikskóla- nemum. Afleiðingin er sú að einkaaðilar fara að sýna áhuga á að reka leikskóla í Garðabæ. Á síð- astliðnum fjórum árum hefur ekkert pláss bæst við í leikskólum Garðabæjar á vegum sveitarfé- lagsins. Öll plássin eru á vegum einkaaðila og þriðjungur leikskólanema er nú í einkaskólum. Fyrsti einkarekni grunnskólinn, Barnaskóli Hjallastefnunnar, var tekinn í notkun síðastliðið sumar og með hverjum nemanda fylgir sama upphæð og nemendurnir fengju með sér ef þeir færu í Flataskóla, sem er sá skóli í Garðabæ sem er rekinn með hagkvæmustum hætti. Við tókum þá ákvörðun fyrir jólin að þessa reglu ætluðum við að nota gagnvart öllum einkarekn- um skólum, hvar sem þeir eru, óháð því hvort þeir eru utan bæjarfélagsins eða innan. Þannig fengi t.d. barn sem kýs að fara í Ísaksskóla sömu upphæð frá Garðabæ og barn sem kýs að fara í okkar skóla,“ sagði Ásdís Halla. Sveitarfélögin þurfa að gera skólastigin mun sveigjanlegri en nú er að mati hennar, til að ná því markmiði að hver einstaklingur geti nýtt sér tímann sem best. Auka þarf sveigjanleika innan leikskóla, á milli leikskóla og grunnskóla, í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla og markmiðið ætti að vera að nemendur gætu t.d. lokið námi 18 eða 19 eða 20 ára eftir því sem hverjum og einum hentar best. „Það skiptir langmestu máli að þarfir einstak- linganna séu hafðir að leiðarljósi en ekki þarfir kerfisins. Einstaklingarnir eiga að fá tækifæri til að njóta menntunar á þeim forsendum sem þeim hentar best og að þeim líði vel í skólanum,“ sagði Ásdís Halla. Einkareknum skólum hefur fækkað Fram kom í máli Sigríðar Á. Andersen, lög- fræðings Verslunarráðs Íslands, að innan við tíu einkaskólar á grunnskólastigi störfuðu á höf- uðborgarsvæðinu og sagði hún að nemendum við einkarekna grunnskóla í Reykjavík hefði fækkað á seinustu árum, enda hafi það verið stefna borgaryfirvalda að auka ekki umsvif einkarekinna skóla. Sagði hún einnig nauðsyn- legt að auka fjölbreytni í kennaranámi. Tölu- verðar umræður urðu á fundinum um andstöðu kennarasamtaka við breytt rekstrarform skóla og að fjölga þyrfti skólum sem önnuðust kenn- aramenntun hér á landi. Menntamálaráðherra benti á við umræðurn- ar að Kennaraháskólinn þyrfti að vísa frá tveim- ur þriðju allra umsækjenda um skólavist á hverju ári. „Það er lag til þess að koma með fleiri kennaraháskóla. Ég held að það sé einfald- lega tímaspursmál og spái ég því að við eigum eftir að sjá fjölbreyttara nám á sviði kennara- náms. Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir okk- ur,“ sagði Þorgerður Katrín. Magnús Gunnarsson, fyrrv. bæjarstjóri í Hafnarfirði, sagði við umræður á fundinum að bæjaryfirvöld í Hjafnarfirði hefðu ótrúlega víða mætt mótstöðu þegar einkaaðilum var veittur aðgangur að skólastarfi. Sagði hann kennara- samtökin einhver forpokuðustu samtök sem hann hefði kynnst þegar kynna ætti nýjungar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, sagði grundvallaratriði að efla sjálfstæði skóla og til þess þyrfti að breyta grunnskólalögunum. Sagðist hún taka undir það sjónarmið að breyta þyrfti menntun kennara. „Ég fagna þeirri hugmynd að Háskólinn í Reykjavík vilji koma inn á það því einokun í menntun kennara getur aldrei verið af hinu góða,“ sagði hún. Miklar umræður urðu um fjölbreyttari rekstrarform og aukinn sveigjanleika í skólakerfinu á ráðstefnu SUS um menntamál um helgina. Menntamálaráð- herra lýsti stuðningi við aukið valfrelsi foreldra og nemenda með fjölbreyttara rekstrarformi skóla. Ómar Friðriksson fylgdist með umræðunum. Fjölga þarf kennara- skólum omfr@mbl.is FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ FJÁRHAGSSTAÐA Ísaksskóla var orðin svo slæm á síðasta ári að engu mátti muna að skólastarfið yrði lagt niður. Voru stjórn- endur farnir að skoða möguleika á að selja húsnæði skólans en skuldir hans námu þá rúmlega 70 milljónum kr. Þetta kom fram í erindi Árna Péturs Jónssonar, formanns skólanefndar Ísaksskóla, á ráðstefnu SUS. Gagnrýndi hann borgaryfirvöld þar sem fjárframlög til skólans hefðu engan veginn staðið undir kostnaðarhækkunum við rekstur hans. „Í það stefndi í alvöru að skólanum yrði lokað ef ekkert yrði að gert. Skólanefndin var farin að ræða af fullri alvöru að hefja ekki núverandi skólaár. Þessi staða átti ekki að koma neinum á óvart, allra síst borgaryf- irvöldum,“ sagði hann. Neyddust til að hækka skólagjöld Fram kom í máli hans að Ísaksskóli hefði neyðst til að hækka skólagjöldin þegar svona var komið, sem leiddi til þess að foreldrar fjölmargra nemenda hefðu tekið börn sín úr skólanum og nemendum við Ísaksskóla því fækkað. Árni Pétur rakti reynsluna af starfsemi Ís- aksskóla frá stofnun hans 1926 og sagði eng- an hafa efast um að faglega væri að öllu skólastarfi staðið og athuganir sýndu að börnum úr Ísaksskóla farnaðist sérstaklega vel í námi fram eftir öllum aldri, en í Ísaks- skóla eru börn á aldrinum 5 til 8 ára. Þegar skólamál heyrðu undir ríkið hefði styrkur frá ríkinu til skólans verið með þeim hætti að ríkið greiddi öll laun kennara við skólann. Breyting varð á þegar sveitarfélög tóku við rekstri grunnskólanna og fljótlega varð Ísaksskóli var við afstöðubreytingu borgaryfirvalda til hlutverks skólans. Sagði hann að sú afstöðubreyting hefði síð- an komið fram í verki 1998 þegar Reykjavík- urborg breytti samningi sínum við skólann á þann veg að styrkja skólann með því að greiða fast framlag með hverjum skólaskyld- um nemanda. „Framlag þetta var að okkar mati ákveðið verulega lágt,“ sagði hann. Kostnaðarliðir skólans fóru vaxandi m.a. vegna einsetningar grunnskóla en framlag Reykjavíkurborgar hækkaði mun minna en sem nam kostnaðarhækkunum og fór því fljótlega að halla undan fæti í rekstri skólans. „Skólanefndin ákvað, sem algert neyð- arúrræði, að hækka skólagjöldin vegna þess að skólinn var einfaldlega að fara í þrot,“ sagði hann en skólagjöldin hækkuðu um 40%. Skv. skýrslu starfshóps í maí í fyrra var bágborin rekstrarstaða skólans slík að hann átti rétt fyrir vikuútgjöldum. Hækkaði borg- in síðan framlag til Ísaksskóla á hvern nem- anda úr 220 þúsundum í 302 þús. á ári. Sagði hann að talið væri að meðalkostnaður við nemanda í almenna skólakerfinu í Reykjavík væri á bilinu 420–450 þúsund kr. á ári. Hér muni því 120–130 þús. kr. á hvern nemanda ár hvert. Auk þessa lagði borgin til 50 millj- ónir kr. til skólans vegna uppsafnaðs vanda. Mátti engu muna að Ísaksskóli kæmist í þrot

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.