Morgunblaðið - 09.02.2004, Síða 14

Morgunblaðið - 09.02.2004, Síða 14
DAGLEGT LÍF 14 MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna Öryrkjabandalags Íslands Aðgengi að upplýsingasamfélaginu Grand hótel Reykjavík, 12. febrúar 2004. Ráðstefnustjóri Kristján Kristjánsson sjónvarpsmaður Dagskrá 09:00 Mæting 09:15 Setning ráðstefnu. Afhending viðurkenningar Öryrkjabandalags Íslands fyrir störf að upplýsingamálum. Garðar Sverrisson formaður Öryrkjabandalags Íslands. 09:30 Þróun fjölmiðla í náinni framtíð og lausn á þörfum ólíkra hópa. Stefán Jökulsson lektor í upplýsingatækni og miðlun hjá Kennaraháskóla Íslands. 10:00 Kaffi hlé 10:20 The Information Society and people with disabilities. Karin Bendixen yfirmaður samskiptatækni Dansk Center for Tilgængelighed. 10:40 Aðgengi að breskum heimasíðum. Sigrún Þorsteinsdóttir notendaviðmótsfræðingur. 11:00 Prófun heimasíðna með aðgengi í huga. Sirrý Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Sjá ehf. 11:20 Vandinn við að hanna aðgengilegar síður. Már Örlygsson vefhönnuður. 11:40 Stjórnarráðsvefurinn og hönnun hans. Sigurður Davíðsson, vefstjóri stjórnarráðsvefsins. 12:00 Hádegisverðarhlé 13:00 Hjal-verkefnið og þróun talgervils. Helga Waage, tæknistjóri Hex. 13:30 Upplýsingasamfélagið og heyrnarskertir. Sigurlín Margrét Sigurðardóttir varaþingmaður. 13:40 Fólk með þroskahömlun og upplýsingasamfélagið. Sigurður Fjalar Jónsson framhaldsskólakennari. 13:50 Lesblindir og upplýsingasamfélagið. Snævar Ívarsson varaformaður Félags lesblindra á Íslandi. 14:00 Aðgengi fatlaðra að vísindaritum og æðri menntun. Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður. 14:20 Nýtt upplýsingakerfi Strætó BS og bætt aðgengi. Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri Strætó bs. 14:40 Rafræn þjónusta Landsbankans. Viggó Ásgeirsson forstöðumaður vefsviðs Landsbanka Íslands. 15:00 Kaffi hlé 15:20 Microsoft og bætt aðgengi. Elvar Þorkelsson framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi og Gísli Rafn Ólafsson sérfræðingur Microsoft Íslandi. 15:40 Hvernig vinna skjálesarar? Hartmann Guðmundsson forstöðumaður Örtækni og Hlynur Már Hreinsson leiðbeinandi í Örtækni. 16:10 Umræður 17:00 Ráðstefnuslit Ráðstefnugjald: kr. 5000. Kaffi veitingar í fundarhléum og hádegisverður innifalinn. Skráning og upplýsingar: www.obi.is // bsj@obi.is sími: 530 6700 Bára Snæland, upplýsingafulltrúi 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Spurning: Mig langar að vita hvað eru náttúrulyf og hvaða munur er á nátt- úrulyfjum og fæðubótarefnum. Eru öll náttúrulyf hættulaus? Svar: Árið 1997 var sett reglugerð um náttúrulyf sem heitir Reglugerð nr. 684/1997 um markaðsleyfi nátt- úrulyfja. Í reglugerðinni eru nátt- úrulyf skilgreind á eftirfarandi hátt: „Náttúrulyf innihalda eitt eða fleiri virk efni sem unnin eru á einfaldan hátt (t.d. með þurrkun, mölun, úr- hlutun, eimingu, pressun) úr plöntum, dýrum, örverum, stein- efnum eða söltum. Hrein efni ein- angruð úr náttúrunni teljast ekki náttúrulyf. Náttúrulyf eru eingöngu ætluð til inntöku eða staðbundinnar notkunar á húð eða slímhúðir. Ekki má blanda í náttúrulyf lyfseð- ilsskyldum efnum. Hómópatalyf telj- ast ekki til náttúrulyfja. Nátt- úrulyf geta verið ætluð mönnum eða dýrum. Reglugerð þessi tekur ekki til náttúruvara, vítamína, steinefna og fæðubótarefna.“ Reglugerðin er að erlendri fyr- irmynd og var einkum tekið mið af Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Unnið er að því að koma betra skipulagi á þessi mál í Evrópusambandinu, Kan- ada og víðar en það mun taka langan tíma. Ein leið til að skipa þessum efn- um í flokka er að tala um náttúruefni sem skiptast í náttúrulyf annars veg- ar (dæmi: Jóhannesarjurt, valeríana) en náttúruvörur (dæmi: ginseng, sól- hattur) og fæðubótarefni (dæmi: kreatín, amínósýrublöndur) hins veg- ar. Skilin á milli náttúruvara og fæðu- bótarefna eru oft óljós og algengt er að vörur séu blanda af náttúruvörum, fæðubótarefnum, vítamínum og steinefnum. Einnig má segja að skilin milli náttúrulyfja og lyfja séu ekki alltaf ljós og má þar nefna að a.m.k. fjórðungur lyfja inniheldur virk efni sem unnin eru úr náttúruefnum. Það sem gerir náttúrulyf sérstök eru ákvæði reglugerðarinnar sem nefnd var í upphafi en þar eru gerðar strangar kröfur um gæði og gæðaeft- irlit. Neytendur eiga að geta treyst því að náttúrulyf séu gæðavara sem innihaldi nákvæmlega það sem stend- ur á umbúðunum og ekkert annað. Þetta gildir ekki um náttúruvörur og fæðubótarefni þar sem engar slíkar kröfur eru gerðar og ekkert reglulegt eftirlit er með innihaldi. Bannað er að auglýsa að fæðubótarefni og nátt- úruvörur lækni eða fyrirbyggi til- tekna sjúkdóma enda hefur næstum aldrei verið sýnt fram á slíkt með rannsóknum. Náttúrulyf má hins vegar auglýsa á þann hátt enda verða að liggja fyrir upplýsingar sem stað- festa verkun þó ekki séu gerðar jafn strangar kröfur eins og gilda um lyf. Hugmyndin um náttúrulyf kom fram sem liður í neytendavernd þar sem neytendur gætu keypt vöru sem upp- fyllti strangar gæðakröfur. Það eru talsverð vonbrigði hve lítinn áhuga framleiðendur og seljendur hér á landi hafa sýnt og einungis fá nátt- úrulyf eru hér á markaði (milli 10 og 15 talsins). Til samanburðar eru um 100 náttúrulyf á markaði í Svíþjóð. Sumir virðast halda að náttúruefni séu eðli sínu samkvæmt hættulaus og án aukaverkana en það er mikill mis- skilningur og ætti að nægja að minna á náttúruefnin nikótín, ópíum, kókaín og dígitalis til að eyða þeim misskiln- ingi. Í stuttu máli má segja að öll náttúrulyf, náttúruvörur og fæðubót- arefni geti haft aukaverkanir og milli- verkanir við lyf og þekktur er fjöldi slíkra vandamála. Mikilvægt er að fólk segi lækni sínum frá notkun nátt- úruefna og gildir það sérstaklega um þá sem taka einhver lyf. Hér á landi eru það Lyfjastofnun og Umhverf- isstofnun sem hafa eftirlit með sölu náttúruefna og þar er unnið með neytendavernd í huga. Með þessu eft- irliti er reynt að tryggja að hér séu ekki á markaði vörur með efnum sem gætu verið skaðleg. Hvað eru náttúrulyf?  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Heilsa. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhanns- sonar: elmag@hotmail.com. Öll náttúrulyf, nátt- úruvörur og fæðubót- arefni geta haft auka- verkanir .  MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Tilvonandi brúðirkomu saman íBrúðarkjóla- leigunni Tveimur hjörtum um helgina og horfðu á brúðar- tískusýningu sem verslunin, í sam- vinnu við vefinn Brúðkaup.is, stóð að. Sýndir voru breskir brúðarkjólar og gátu hinar tilvonandi brúðir einnig bragðað á kransaköku til að fá for- smekkinn að því sem koma skal á sjálfan brúðkaupsdag- inn.  TÍSKA Morgunblaðið/Eggert Verðandi brúðir skoða kjóla Nýjustu rannsóknir benda tilað rauðvín geti virkað á lík-an hátt og fúkkalyf og drep- ið hinar svæsnustu bakteríur. Rannsóknin sem um ræðir var framkvæmd af hópi vísindamanna og lækna við Háskólann í Illinois og var greint frá niðurstöðum hennar í tíma- ritinu New Scientist Magazine fyrir skemmstu. Í ljós kom að virk efni í rauðvíninu drógu verulega úr bakt- eríuvexti. Haft er eftir Gail Mahady, sem var í rannsóknarhópnum, að við- líka magn og reikna mætti með að væri í einu rauðvínsaglasi dugi til að halda niðri bakteríum. Vísindamenn- irnir benda þó á að margt eigi eftir að skoða betur í þessum efnum. Rauðvín gegn bakteríum  HEILSA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.