Morgunblaðið - 09.02.2004, Page 20

Morgunblaðið - 09.02.2004, Page 20
MINNINGAR 20 MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ GuðbjörgBjarndóttir fæddist í Auðsholti í Biskupstungum (nú Hrunamannahreppi) 16. júní 1915. Hún lést á Sólvangi 3. febr. síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson, f. 20. nóv. 1876, d. 22. nóv. 1938, og Vigdís Pálsdóttir, f. 29. júní 1880, d. 6. mars 1917. Bræður Guðbjargar voru: Jón, f. 15. okt. 1906, d. 7. febr. 2000; Páll, f. 24. júlí 1908, d. 23. nóv. 1992; Hermann, f. 16. febr. 1910, d. 15. júní 1997. Uppeldisbróðir þeirra er Ásgeir Hafliðason, f. 10. des. 1925. Jón og Hermann voru bændur í Auðs- holti, en Páll í Langholtskoti í ur Sif Cortes, f. 12. nóv. 1966, þau eiga dæturnar Söru Björgu og Söndru Ósk; Sigurður Júlíus, f. 27. jan. 1967, maki Ester Höskulds- dóttir, f. 15. júní 1967, þau eiga þrjú börn, Bergþór, Bjarndísi Rúnu og Gunnar Örbekk. Hulda er gift Friðþjófi Einarssyni, f. 6. mars 1946, þeirra börn eru Högni, f. 7. apríl 1972, maki Matthildur Rúnarsdóttir f. 21. jan. 1972 og eiga þau tvær dætur, Huldu Sif og Hrefnu sem fæddist 10. jan. sl, Vigdís Hlín, f. 22. nóv. 1974, unn- usti Tómas Bergþórsson. Vigdís á soninn Þorstein Erik Geirsson. Helga Guðrún, f. 2. febr. 1981, unnusti Halldór Arnar Karlsson, og eiga þau son fæddan 28. jan. sl. óskírðan. Guðbjörg vann í mjólkurbúðum Mjólkursamsölunnar þar til þær voru lagðar niður. Síðan vann hún sem starfsstúlka á Landspítalan- um, lengst af á bæklunardeild, þar til hún varð að hætta vegna ald- urs, og var þá komin yfir sjötugt. Útför Guðbjargar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hrunamannahreppi. Guðbjörg flutti ung til Reykjavíkur og bjó þar og síðar í Hafn- arfirði. Maður hennar var Júlíus Schiöth Lárusson, bifreiða- stjóri, f. 24. nóv. 1907, d. 28. nóv. 1995. Þau eignuðust tvær dæt- ur, Bjarndísi, f. 3.2. 1939, og Huldu, f. 24.5. 1950. Fyrir átti Júlíus dótturina Ernu, f. 19. sept. 1931. Bjarndís var gift Gunnari Kristjáni Sig- urðssyni, f. 16.6. 1937, og eiga þau þrjú börn, Guðbjörgu, f. 30. mars 1959, maki Karl Sigfús Lauritz- son, f. 3. ágúst 1959, þeirra sonur er Lauritz Freyr og dóttirin Sunna Ólafsdóttir Wallevik; Krist- ján, f. 10.5. 1961, hann var kvænt- Þá er komið að kveðjustund. Þreytt og þrotin að kröftum kvaddi hún mamma þennan heim. Einmitt á þeim degi 3. febrúar fyrir 65 ár- um hafði hún eignast fyrri dóttur sína. Þar með var móðurhlutverkið hafið og gegndi hún því af kost- gæfni alla tíð upp frá því og stund- um svo að okkur fannst bara nóg um og sögðum að hún hefði átt að starfa í rannsóknarlögreglunni. En þannig tók hún eftir smáatriðunum sem við hin vorum bara sofandi yf- ir. Hún var alla tíð næm fyrir líðan okkar, barna okkar og barnabarna. Allan sinn búskap bjó hún á möl- inni, en ræturnar lágu í sveitinni, nánar til tekið í Auðsholti í Hruna- mannahreppi, þeirri fallegu sveit. Þar ólst hún upp hjá föður sínum og bræðrum og stjúpu, en móður sína missti hún tæpra tveggja ára og saknaði þess alla tíð að hafa ekki notið hennar lengur. Barnæskan og unglingsárin mótuðust af vinnu- semi og leikjum, en mannmargt var í Auðsholti á þeim tíma. Hópur ungmenna ólust upp á bæjunum þremur. Það voru systkinin í Vest- urbænum, systkinin í Miðbænum og systkinin í Austurbænum, þar sem mamma okkar bjó. Þarna myndaðist vinátta sem entist út ævina. Við minnumst móður okkar, konu sem var nægjusöm og krafð- ist ekki mikils fyrir sig en dekraði þeim mun meira við aðra og var alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd. Síðustu sex árin hefur mamma dvalið á Sólvangi og notið þar umönnunar. Við systurnar þökkum öllum þar fyrir vináttu og hlýhug í hennar og okkar garð og öllum þeim sem hafa orðið samferðamenn hennar þar. Við kveðjum móður okkar með þökk í huga. Blessuð sé minning hennar. Bjarndís og Hulda. Með nokkrum orðum langar okk- ur að minnast ömmu okkar, Guð- bjargar Bjarnadóttur. Okkar fyrstu minningar um ömmu eru síð- an við fórum í heimsókn til ömmu og afa á Bergstaðastræti og þegar hún kom með vagninum til Hafn- arfjarðar og í heimsókn til okkar. Við munum enn hvað okkur þótti spennandi að sjá hvernig mola hún átti handa okkur í töskunni. Eftir að amma og afi fluttu í Hafnarfjörðinn var alltaf gott fyrir okkur að leita til þeirra. Amma var þannig að hún hafði áhyggjur af sínu fólki. Hægt var að sjá á milli hússins þar sem amma bjó og húss- ins þar sem við bjuggum og þegar við vorum ein heima þá leit hún reglulega upp eftir og ef eitthvað virtist óeðlilegt þá hringdi hún strax til þess að vita hvort ekki væri allt í sómanum. Eftir að hafa sjálf eignast börn og vera farin að gefa upp lægri ald- ur á afmælisdögum þá erum við einmitt líka komin í þá stöðu að hafa áhyggjur af okkar nánustu. Þessar áhyggjur eru upp runnar af því hvað okkur þykir vænt um okk- ar nánustu og sýna okkur hvað ömmu þótti greinilega vænt um okkur. Síðustu árin hefur amma búið á Sólvangi í Hafnarfirði. Þessi ár hef- ur runnið upp fyrir okkur hversu náin tengsl amma okkar átti við dætur sínar. Þær hafa heimsótt mömmu sína nánast daglega og gert hennar síðustu ár eins góð og mögulegt var. Vonandi gefst okkur slíkur þroski og slík virðing ef for- eldrar okkar þarfnast þessa á elli- árunum. Með þessum orðum kveðjum við þig, amma, og þökkum fyrir að þú skyldir hafa áhyggjur af okkur. Högni, Vigdís og Helga. Elsku amma. Það er komið að kveðjustund, þú hefur kvatt þenn- an heim eftir nokkurra ára veikindi en fram að því að þú veiktist varst þú mjög heilsuhraust. Það var erf- itt að horfast í augu við veikindi þín því við vissum að það átti ekki við þig að vera upp á aðra komin, þú sem hafðir alla tíð verið sjálfstæð og hörkudugleg. Það er margt sem fer í gegnum hugann þegar þín er minnst því samvistirnar við þig eru hluti af okkar æskuminningum. Þú varst frábær amma og langamma og fylgdist vel með því sem var að ger- ast hjá öllum þínum afkomendum, þú lést þig virkilega varða velferð okkar og við fundum að við skipt- um þig máli. Þú sást líka til þess að fjölskyldan hittist reglulega en það var þér mikilvægt. Þú sast aldrei auðum höndum, varst alltaf með eitthvað á prjónunum, og það voru mörg sokkapörin og vettlingarnir sem yngsta kynslóðin fékk frá þér. Það er söknuður að þessum send- ingum. Þú varst trúuð kona og sást til þess að uppfræða okkur þegar við dvöldum hjá þér sem börn. Það var þér mikilvægt að við kynnt- umst átthögum þínum og fórum við margar ferðirnar með þér austur að Auðsholti. Þaðan eigum við margar góðar minningar. Þegar horft er til baka sér maður ýmislegt sem er frá þér komið og er og verður okkur fyrirmynd í framtíðinni. Elsku amma og langamma, við munum aldrei gleyma þér. Megi guð geyma þig. Guðbjörg og Sunna. Í einum af sálmum Davíðs standa þessar ljóðlínur: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Þessi sálmur Davíðs um hinn mikla og góða hirði kemur í huga minn þegar ég minnist í þökk og af virðingu frænku minnar Guðbjarg- ar Bjarnadóttur en við vorum systrabörn. Sálmurinn hefur verið mörgum styrkur á dimmum skeið- um lífsins. Hann hefur komið sem ljós inn í myrkrið sem stundum rík- ir í huga okkar. Sálmurinn gefur okkur ljós og gleði vegna fullvissu um nálægð Guðs á öllum æviskeið- um okkar. Í honum birtist fullvissa um nálægð Guðs, hvort sem við er- um ung að árum sem ómálga börn eða svo háöldruð að við varla get- um mælt. Þá ríkir nálægð Drottins, þegar styrkur okkar sjálfra er minnstur. Drottinn er hirðir okkar og gætir okkar frá öllu illu, sem í heimi þessum leynist. Sú trú, að við hvílum örugg í hendi Drottins gef- ur okkur öryggi og traust í þessum heimi. Já, ég óttast ekkert illt, því að þú ert hjá mér, segir sálma- skáldið og síðar sagði Jesús Krist- ur, sem sjálfur er Guð, og hinn góði hirðir, um sjálfan sig og okkur, sem honum tilheyra: „Ég gef þeim eilíft líf og þeir skulu aldrei að eilífu glatast og enginn skal slíta þá úr hendi minni.“ Vegna þessara orða Jesú, þá er- um við Drottins hvort sem við lifum eða deyjum. Og ekkert er til í þess- um heimi, sem getur gert okkur viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú, ekki sjúkdóm- ar, ekki ellihrumleiki, ekki einu sinni dauðinn. Hann er okkar Drottinn og við erum börn hans fyrir trúna á hann og samfélag okk- ar við hann. Orð Jesú um hina eilífu vernd hirðisins og um að ekkert geti tekið okkur burt úr hendi hans fylla okkur öryggiskennd, þegar við komumst í snertingu við dauð- ann eða þegar vinir okkar og ætt- fólk fellur frá. Orð Davíðsálmsins um að í húsi Drottins búum við langa ævi eiga einnig vel við á kveðjustundu, þegar aldurhnigin kona hefur fengið hvíld og frið Guðs. Guðbjörg Bjarnadóttir eða Bagga frænka nýtur þeirrar náðar að skilja eftir sig þakklæti mitt, eiginkonu og barna okkar fyrir samfylgdina. Við sendum dætrum hennar þeim Bjarndísi og Huldu, tengdasyni, barnabörnum og lang- ömmubörnum innilegustu samúð- arkveðjur. En þakklæti er besta gjöf, sem við getum hlotið að lokn- um ævidegi. Þá mun fyrirheit sálmaskáldsins í upphafsorðum sálmsins sannarlega rætast. Drott- inn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Fyrirheit Guðs um að hann muni gefa okkur eilíft líf og vekja okkur upp á efsta degi til að lifa í hans náðarríka faðmi. Það er stór- kostlegt fyrirheit og gefur okkur von, birtu og yl. Birtu, sem við sem eftir lifum hér í heimi getum treyst og byggt líf okkar á, þannig að við þurfum ekkert að óttast, jafnvel þó við förum um dimman dal og lífið virðist okkur þungt í skauti. Við getum treyst fyrirheitinu sem Jes- ús gaf Mörtu eftir dauða bróður hennar. Þá sagði hann við hana: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi. Og hver, sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja.“ Þetta er stórkostlegt fyrirheit, sem okkur er öllum er gefið. Þetta er orð eilífs lífs. Guðmundur Kr. Jónsson, Sesselja G. Sigurðardóttir og fjölsksylda. GUÐBJÖRG BJARNADÓTTIR ✝ Óskar Nikulás-son fæddist í Króktúni í Hvol- hreppi 25. ágúst 1926. Hann lést á elliheimilinu Grund hinn 4. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin María Þórðardóttir, f. 13. feb. 1899, d. 18. sept. 1978, og Niku- lás Jónsson bóndi, f. 18. sept. 1892, d. 8. okt. 1930. Systkini Óskars eru Þórdís Nanna, f. 14. maí 1922, Nikulás Már, f. 8. ág. 1923, Helga, f. 16. apr. 1929, d. 31. ág. 1998, Sigþór, f. 15. mars 1938, Arnar Barri, f. 13.11. 1989, Hauk- ur Barri, f. 28.5. 1991, Jóhann Bernhard, f. 18.5. 1994, og Guðný Bernhard, f. 17.11. 1995. 3) María, f. 13.11. 1967, maki Andrés Magn- ússon, eiga þau tvö börn, Viktor Örn, f. 15.9. 1984, og Lindu Dögg, f. 13.2. 1990. Óskar byrjaði ungur að árum að vinna sem sendill en fór síðar í Bretavinnuna svokölluðu sem hon- um varð tíðrætt um. Mest af starfs- ævi sinni starfaði hann hjá Raf- veitunni og seinna hjá Blikksmiðjunni Gretti. Síðustu ár- in starfaði hann svo hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Óskar og Íris hófu búskap sinn á Kleppsvegi, síðan í Hátúni. Lengst af bjuggu þau á Háaleitisbrautinni en síðustu árin bjuggu þau á Grett- isgötu. Síðasta hálfa árið hafa þau dvalist á Elliheimilinu Grund. Útför Óskars fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Gylfi Kristinn, f. 8. ág. 1940, Una, f. 1.mars 1920, d. 8. apr. 2002. Hinn 12. október 1956 giftist Óskar eft- irlifandi eiginkonu sinni, Írisi Ingibergs- dóttur, f. 1. feb. 1935. Börn þeirra eru: 1) Ingibergur, f. 28.2. 1957, maki Anette Mogensen, f. 4.11. 1961, eiga þau þrjú börn; Jóhann Thor, f. 8.11. 1989, Sif Önnu, f. 23.7. 1993, og Emma Björk, f. 10.8. 1998. 2) Oddfríður Ósk f. 17.3. 1960, og börn hennar eru Jana Maren, f. 16.11. 1977, Íris Ósk, f. 14.3. 1981, Elsku pabbi minn, nú hefur þú fengið hinstu hvíldina, ég sem sá ekki sólina fyrir þér. Við áttum margar ánægjulegar stundir sam- an. Mér er það sérstaklega minn- isstætt þegar við vorum saman á Pílu á skaki bak við Engey þegar ég veiddi Maríu-fiskinn minn. Þér leið best úti á sjó. Svo var ég svo stolt að geta boðið þér á sjóinn á Flórída. Þá sat ég við stjórnborðið eftir að hafa verið á skútu- námskeiði. Við sigldum létt á tví- bytnu, þá var gaman. Svo tók ég þig með á sjóinn fyrir rúmu ári síð- an á Calsbergbátnum. Það fannst þér líka mjög gaman. Við fiskuðum ágætlega og þig langaði strax að fara aftur út. Þú varst mikill sómamaður, ég var alltaf svo stolt að eiga þig sem pabba, þú varst traustur, tryggur og það lék allt í höndunum á þér, sannkallaður þúsundþjalasmiður, það eru ekki allir sem geta smíðað bát upp á eigin spýtur. Mín heitast ósk var að þú gengir með mér inn kirkjugólfið og gæfir mig manni mínum. Sú ósk rættist ’94 og ég þakka þér fyrir það, elsku besti pabbi minn. Þú gafst mér líka brúnu fallegu augun og svo margt annað. Útlit þitt bar af, meira að segja voru vin- konur mínar skotnar í þér og ég var svo stolt. Það er svo gott að þú fékkst hvíldina miklu því síðustu mánuð- irnir hafa verið svo erfiðir en nú er það búið og þú ert búinn að hitta Gulla vin þinn og Þrúði og mömmu sálugu og pabba sáluga eins og þú kallaðir þau alltaf og mér fannst það svo fallegt og nú ert þú orðinn pabbi sálugi minn. Ég kveð þig nú, elsku pabbi minn, við munum hittast aftur en það verður þó einhver bið á því. Þín elskandi dóttir María. Kæri Óskar. Nú ertu farinn, fékkst loks hvíldina eftir veikindi sem voru farin að hrjá þig ansi mikið síðustu misserin, og sofnaðir svo vært. Ekki datt mér í hug að það yrði svona stutt á milli ykkar mömmu, pabba og þín. Ég vissi að þú saknaðir pabba mikið og þau taka svo sannarlega vel á móti þér, Óskar minn. Minningarnar streyma um hugann, þú og pabbi voruð æskufélagar og unnuð meira segja saman hjá Rafveitunni í gamla daga. Mamma og Íris æsku- vinkonur. Íris, heimagangur hjá afa og ömmu, og var ein af börn- unum. Þannig kynntust þið Íris. Öllu sem gert var í fjölskyldunni tókuð þið þátt í, það tilheyrði. Öll ferðalögin og alltaf í tjaldi, alveg sama hvernig viðraði, annars held ég að það hafi alltaf verið gott veð- ur þá, allavega í minningunni. Ferðirnar í Þjórsárdalinn á hverju sumri voru fastur liður og við krakkarnir að sjálfsögðu alltaf með, ég, Beggi, Ósk og María, þið áttuð þá Willys-jeppann R-499 sem ég held að þú hafið smíðað að mestu leyti upp, og allar ferðirnar sem voru farnar á jeppanum, til dæmis inn í Hvanngil, Ferðin á Strandirnar og þú og afi að eltast við nautin og við hlógum okkur máttlaus, sumarbústaðurinn á Ill- ugastöðum og öll hin ferðalögin. Þetta var yndislegur tími. Þú og pabbi ákváðuð að taka pungapróf í Sjómannaskólanum og þú smíðaðir bát það þýddi ekkert minna og allt gert af vandvirkni eins og ævinlega hjá þér. Þú varst svo hægur og ró- legur ég sá þig aldrei skipta skapi, lést ekkert slá þig út af laginu og svo sagðirðu svo skemmtilega frá. Ég held það fylgi Óskars nafninu. Hin síðari ár var það orðinn fast- ur liður hjá ykkur pabba, mömmu, þér og Írisi að fara í Kaffivagninn, fá ykkur kaffi og rabba saman. Svo hittust þið reglulega og borðuðuð saman og ekki má gleyma öllum símtölunum. Í mínum huga er Ósk- ar og Íris eitt orð, þið voruð svo samrýnd og yndisleg. Elsku Íris mín, Beggi, Ósk og María og fjölskyldur ykkar, ég, Óskar og Hanna Þrúður vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Þrúður Ólöf. ÓSKAR NIKULÁSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.