Morgunblaðið - 09.02.2004, Page 21

Morgunblaðið - 09.02.2004, Page 21
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 21 ✝ Gísli Sigurjóns-son fæddist á Lindargötu 1B í Reykjavík 19. des- ember 1923. Hann lést á Landspítala í Fossvogi hinn 3. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Sigur- jón Gíslason, verkamaður, f. 27. nóvember 1890, d. 18. september 1964, og Anna Ágústa Halldórs- dóttir húsmóðir og saumakona, f. 2. nóvember 1890, d. 24. apríl 1964. Systkini Gísla voru Halldór, f. 4. desem- ber 1917, d. 6. mars 1981, Ólaf- ur Hafsteinn, f. 31. ágúst 1919, d. 15. desember 1981, Hanna Friðrikka, f. 28. desember 1921, d. 12. febrúar 1989, og Gunnar, f. 11. júní 1925, d. 12. sept- Einari Sumarliðasyni. Börn þeirra eru: a) Gísli Þór, f. 7. nóvember 1976, kona hans er Birna María Sigurðardóttir. Sonur þeirra er Einar Már, f. 7. október 2002. b) Ragna Björg, f. 24. júlí 1986. c) Margrét Eva, f. 6. október 1988. d) Eyrún Harpa, f. 31. mars 1994. 2) Edith Sigríður, þjónn, f. 8. júní 1957. 3) Þóra Íris, læknaritari, f. 23. nóvember 1968, maki Jón Árnason. Dóttir þeirra er Vinný Dögg, f. 5. apríl 2001. Dóttir Jóns er Hrefna Ósk. Gísli hóf störf hjá Loftleiðum hinn 1. maí 1945, sem aðstoð- armaður í flugskýli. Hann stundaði flugvirkjanám hjá bróður sínum Halldóri og lauk prófi. Gísli öðlaðist réttindi flugvélstjóra 1955. Um árabil var hann þjálfunarflugvélstjóri. Hann lét af störfum hjá Flug- leiðum árið 1990 vegna aldurs eftir 45 ára farsælt starf. Gísli bjó lengst af á Þórsgötu 6 í Reykjavík. Útför Gísla verður gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ember 1978. Föður- foreldrar voru Gísli Erlendsson, bóndi í Arakoti á Skeiðum, f. 17. febrúar 1838, d. 1. október 1912, og Þórey Magnús- dóttir, húsmóðir, f. 24. maí 1848, d. 13. febrúar 1927. Móð- urforeldrar voru Halldór Þórðarson, verkamaður, f. 4. nóvember 1850, d. 23. mars 1913, og Jóhanna Guðmunds- dóttir, húsmóðir, f. 1. apríl 1856, d. 8. janúar 1933. Hinn 22. maí 1955 kvæntist Gísli Wennie Schubert, f. 27. janúar 1933, d. 30. júlí 1977. Foreldrar hennar voru Otto og Edith Schubert. Þau eru bæði látin. Dætur Gísla og Wennie eru þrjár: 1) Ásdís Marion flug- freyja, f. 16. október 1955, gift Það kom eins og reiðarslag, þeg- ar hún Ásdís frænka mín hringdi í mig á laugardagsmorguninn og sagði mér að pabbi sinn hefði verið fluttur á sjúkrahús kvöldið áður mjög veikur og að vonir um bata væru litlar. Hann lést svo á Land- spítalanum í Fossvogi aðfaranótt þriðjudagsins 3. febrúar. Hann var síðastur að kveðja þennan heim af Þórsgötufólkinu. Eins og reiðarslag, því hann Gísli var alls ekki áttræður í huga mín- um, hvorki líkamlega né í hugsun. Hann þekkti ekki kynslóðabilið. Hann var mjög glaður og hrókur alls fagnaðar í áttræðisafmælinu sínu fyrir stuttu. Gísli Sigurjónsson fæddist á Lindargötu 1B í Reykjavík þann 19. desember 1923. Hann var næst yngsti sonur heiðurshjónanna Önnu Ágústu Halldórsdóttur og Sigur- jóns Gíslasonar, en þau byggðu Þórsgötu 6. Í gamla daga vorum við yngsta kynslóðin oft hjá ömmu okkar og afa á Þórsgötunni. Þar var gott að koma og þar gát- um við frændsystkinin leikið okkur í stórum garði. Auk ömmu og afa, bjó þar ömmusystir okkar, Gísli og Hanna systir hans. Á þeim árum tókst með okkur Gísla mikil og góð vinátta. Árið 1945 hóf Gísli störf hjá Loftleiðum undir stjórn bróður síns Halldórs og nam hjá honum flug- virkjun. Árið 1955 varð hann flug- vélstjóri og stundaði það starf til ársins 1983 er hann varð að hætta vegna veikinda. Hann gekkst undir uppskurð í London um vorið 1984, náði bata og hóf vinnu sem flugvirki hjá Flug- leiðum. Því starfi gegndi hann þar til hann lét af störfum vegna aldurs 1990, eða eftir 45 ára farsælt starf. Gísli var flugvélstjóri á öllum milli- landaflugvélum Loftleiða, DC-4, DC-6, CL-44, DC-8 og DC-10. Árið 1951, er þeir Loftleiðamenn björg- uðu skíðaflugvélinni af Vatnajökli í kjölfar Geysisslyssins, eins og frægt er, var Gísli valinn til þátt- töku í björgunarleiðangrinum, ásamt tveimur öðrum flugvirkjum. Þetta var mikil erfiðisferð, en endaði vel. Ég hafði gaman af frá- sögn hans af þessum leiðangri, en Gísli sagði skemmtilega frá. Árið 1955 giftist Gísli Wennie Schubert, danskri stúlku, sem starfaði hjá Loftleiðum og kynntist Gísla þar. Wennie var vinsæl hjá okkur frændsystkinum. Þau eign- uðust þrjár dætur, barnabörnin eru orðin fimm og eitt barnabarnabarn. Þau fluttu aftur á Þórsgötu 6 er móðir Gísla lést. Wennie lést árið 1977, langt um aldur fram. Þá kom sér vel að syst- ir Gísla, Hanna, bjó hjá þeim á Þórsgötunni og gat sinnt yngstu dóttur þeirra er Gísli var erlendis vegna vinnu sinnar. Á áttunda og níunda áratugnum, kom Gísli oft í heimsókn til mín þar sem ég bjó í Lúxemborg. Ég hlakk- aði ávallt til að fá hann í heimsókn. Þá spjölluðum við um heima og geima en þó mest um flugið. Þessar minningar eru mér mikils virði. Fjölskyldan hefur alltaf átt alla hans athygli. Ekki einungis nán- asta fjölskylda, heldur einnig við bræðrabörn hans. Hann hefur fylgst með okkur og ráðlagt heilt. Gísli var hlédrægur, en sam- viskusamur, handlaginn og mjög vandvirkur maður. Þeir bræðurnir áttu mörg sameiginleg áhugamál, sem tóku hug þeirra allan. Þetta voru gönguferðir, skátarnir, flugið, fluguhnýtingar, stangaveiði, ljós- myndun, og svona mætti lengi telja. Nú þegar ég kveð hann frænda minn, bið ég um styrk til handa hans nánustu. Blessuð sé minningin um Gísla Sigurjónsson. Kristinn Halldórsson. GÍSLI SIGURJÓNSSON Úr djúpum brunnum him- insins fellur skúr eftir skúr á þyrsta vorfrjóa jörð, - skúr eftir skúr á tún bóndans og laufkvik heimkynni þrastarins, á bert andlit öræfalands og hár lítilla barna. Þér guðir sem ráðið brunnum og geislum: ég kýs ekki að glóa og leiftra, þrái ekki að líkjast sólum yðar, logandi hjólum á óendanlegum blávegum, né tunglum yðar í náttfölri kyrrð, EINAR MÁR GUÐVARÐARSON ✝ Einar Már Guð-varðarson fædd- ist 9. febrúar 1954 í Reykjavík. Hann lést á heimili sínu í Hafn- arfirði 24. júní síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Frí- kirkjunni í Hafnar- firði 3. júlí 2003. né stjörnum yðar, titrandi sindri í hljóðum geimhvelfingum. Þér guðir sem ráðið brunnum og geislum: megi líf mitt líkjast þessu niðandi regni, tæru og svölu, þessum smáu dropum sem brynna vorfrjóum dal og laufkvikum hlíðum, falla á tún bóndans, væta bert andlit öræfa- lands og glitra um stund í hári lítilla barna. Með þessu fallega ljóði eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson viljum við minn- ast látins æskuvinar okkar, Einars Más Guðvarðarsonar, sem hefði orðið fimmtugur í dag. Blessuð sé minning hans. Vigdís Esradóttir, Einar Unnsteinsson. Útför elskulegrar móður okkur, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR ERMENREKSDÓTTUR, Grýtubakka 22, Reykjavík, hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Hrafnhildur Vera Rodgers, Arnór Sveinsson, Ingunn Olsen, Eric Olsen, barnabörn og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, EMILÍA BJÖRNSDÓTTIR Bæjargili 96, Garðabæ, andaðist á líknardeild Landspítalans laugar- daginn 7. febrúar s.l. Jóhann Ingi Einarsson, Þóra Stefánsdóttir, Sigurður Hansen, Lovísa Stefánsdóttir, Jón Björnsson, Anna Margrét Jóhannsdóttir, Svanur Elísson, Einar Jóhannsson, Hildur Erlingsdóttir og barnabörn. Elsku amma, það er svolítið skrýtin til- finning að setjast nið- ur og skrifa um þig minningagrein, því það er eiginlega ótrú- legt að hugsa til þess að þú sért farin fyrir fullt og allt. En ég var svo heppin að fá að hafa þig hjá mér í 24 ár og það eru margar góðar minningar sem hafa skilið eftir sig spor á þeim tíma. Þú reyndist mér alltaf vel og varst mér alltaf yndisleg amma og gott að vera hjá þér og hafa þig í kring- um sig. Þú sagðir stundum við mig að örugglega ætti enginn eins skrýtna ömmu eins og ég og þá varstu oft að vísa til þess að þú sast oft við og smíðaðir. Það voru ótrúlegir hlutir sem þú gast búið til og sérstaklega þykir mér vænt um kistilinn sem þú smíðaðir handa mér og gafst mér þegar ég fermdist, algert meistaraverk og það var rétt hjá þér að það er eng- BERGLJÓT ÓLAFSDÓTTIR ✝ Bergljót Ólafs-dóttir fæddist á Vindheimum í Tálknafirði 30. júní 1916. Hún lést á Landspítalanum 20. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 27. janúar. inn sem á svona eins og ég og það væru ekki margar ömmurn- ar sem gætu gert svona hluti. En mér fannst þú aldrei skrýtin, mér fannst þú bara yndisleg og ótrúleg kona að geta gert svona hluti og orðin svona gömul. Og einnig sast þú við og perlaðir úr svo pínu- litlum perlum að þær varla sáust en það aftraði þér ekki, þér tókst að gera ótrúleg- ustu hluti úr þessum perlum á meðan maður stóð og horfði á þig og hugsaði með sér, hvernig fer hún eiginlega að þessu? Þú fylgd- ist líka alltaf vel með því sem ég var að gera í lífinu, spurðir mig alltaf hvað ég væri að gera þessa dagana og hvernig gengi í skól- anum og varst stolt af mér þegar ég sagði þér að ég væri komin í Háskólann að læra. Þú fylgdist líka með því þegar ég var í dans- inum og saumaðir á mig 2 fallega kjóla til að vera í og svo þegar ég fór í fótboltann komstu með pabba til að horfa á mig spila. Þegar ég hugsa til baka, kemur uppí hugann glerhús á Laugarnes- veginum þar sem laumað var uppí mann jarðarberjum, gönguferðir uppá horn í sjoppuna þar sem ég fékk alltaf Siríus-lengju og þegar þú svo fluttir í Álfheimana var æð- islegt að fá að vera inní sauma- herberginu þínu og tína saman títuprjóna af gólfinu með segli. En það var alveg sama hvenær maður kom til þín, alltaf hafðir þú áhyggjur af því hvort maður vildi ekki eitthvað hjá þér, og ef þú átt- ir ekki eitthvað var því bara redd- að með ferð í búðina, alveg sama þó maður segði við þig að mann langaði ekki í neitt. Svo keypti maður auðvitað alltaf handa þér vindla í leiðinni og sjálfsagt á lykt- in af Bagatello-vindlum ávallt eftir að minna mig á þig. Það var stundum erfitt að koma til þín undir það síðasta því að þú áttir ekki svo auðvelt með að muna hver ég væri, en það skipti samt engu máli því það var alltaf gott að sitja hjá þér þó svo að maður fengi stundum að heyra sömu hlutina nokkrum sinnum. Ég var glöð að fá að sitja hjá þér og fá að halda í hendina á þér og kveðja þig, en það var alveg rosalega erfitt og þegar pabbi hringdi svo í mig morguninn eftir og sagði mér að þú værir farin þá var skrýtið að hugsa til þess að sjá þig ekki aftur á lífi. En ég veit að þú varst sátt við að fá að fara og ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna. Elsku amma, takk fyrir þann tíma sem þú varst hjá mér, þú reyndist mér vel, varst yndisleg í alla staði og ég mun sakna þín sárt. Þín Rut. Elsku amma. Ég er þakklát fyrir þær stundir sem við áttum, einkum þótti mér gaman að flækjast um ætt- fræðina með þér í tölvunni, rekja GUÐBJÖRG MARÍA SIGFÚSDÓTTIR ✝ Guðbjörg MaríaSigfúsdóttir fæddist á Stóru- Hvalsá í Hrútafirði 5. júní 1929. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 13. jan- úar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju 22. jan- úar. ættina fram og til baka og bæta nýjum ættingjum við. Eftir að þú hættir að geta notað tölvuna varstu enn iðnari við að búa til eitthvað fallegt og brást það ekki að við fengum öll eitthvað handunnið frá þér og afa á jólunum. Þú varst alltaf jafn glöð og kát og sást það sérstaklega eftir heila- blóðfallið þegar þú sagðir allt sem kom upp í hugann. Þegar ég var nýkomin frá útlöndum í haust sagði mamma mér að þú hefðir sagt að ég hefði nú átt að kaupa eitthvað fyrir þig og þegar ég færði þér skeið næst þegar ég hitti þig ljómaðir þú eins og barn af gleði. Stundum vantaði þig réttu orðin eða mundir þau ekki ná- kvæmlega eins og þegar þú ætlaðir að kalla á mig en nafnið kom ekki fram á varirnar, þá sagðirðu bara: „Æi, þú þarna nafna“ og brostir. Einhverju sinni var Kristján að segja þér að hann og bróðir hans væru flugmenn og þá svaraðir þú: „En þið eruð svo litlir!“ Þú hafðir miklar áhyggjur af því í haust að þú fengir ekki að sjá litla lang- ömmubarnið sem ég bar undir belti en sem betur fer fékkstu það og komst á spítalann til að hitta mig og Arnar Pál þegar hann var ný- fæddur og svo í skírnina hans í des- ember. Hvíldu í friði elsku amma mín. Þín nafna, Guðbjörg Helga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.