Morgunblaðið - 09.02.2004, Síða 24

Morgunblaðið - 09.02.2004, Síða 24
24 MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Risaeðlugrín framhald ... EN HVAÐ ÞETTA ER FALLEGT © DARGAUD © DARGAUD - SORRY GULLKOLLUR, NÚ ER KOMIÐ AÐ LEIÐARLOKUM! NEIII! ÁÁÁÁ HREYFIÐ YKKUR EKKI! MÁ ÉG LÍKA! VÁÁ, ALGJÖRT ÆÐI!! ÞETTA VERÐUR NÆSTA TÍSKUBYLGJA ÚÚ, ALVEG RÉTT! MÉR FINNST ÞÚ VERA MEÐ YNDISLEG AUGU SVONA LÍKAR YKKUR ÞETTA STELPUR! Í RAUN ER ÉG AÐ PRÚFA NÝTT TÆKI SEM GERIR OKKUR KLEIFT AÐ SJÁ BETUR JÁ! MEÐ ÞVÍ AÐ NOTA BETUR PUSSAÐA KRISTALLA ER HÆGT AÐ BÆTA SJÓNINA EN BETUR AUÐVITA ER ÞETTA EKKI ALVEG TILBÚIÐ, EN ÍMYNDIÐ YKKUR HVAÐ ÞETTA GETUR HJÁLPAÐ MÖRGUM SEM SJÁ ILLA EN DÍNÓ ERT ÞÚ EKKI MEÐ AFBRAGS SJÓN! ÁN ÞESSARA FJÁRANS KRISTALLA FYRIR AUGUNUM, ... JÁ!! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Á FUNDI sem haldinn var nýlega í félaginu „Betri umferð“ var ákveðið að sæma gatnamálastjórann í Reykjavík sæmdarheitinu ljósa- meistari Íslands, útnefningin var gerð í tilefni þess að honum tókst að bæta við sjöttu umferðarljósunum á 900 metra kafla á Snorrabrautinni milli Miklubrautar og Hverfisgötu, sem sagt að meðaltali ein ljós á hverja 150 metra, geri aðrir betur. Nú má gera ráð fyrir að embættis- maðurinn vilji ekki gera upp á milli borgaranna og gatnanna og má þá gera ráð fyrir að fljótlega verði kom- in upp 23.456 ljós á eldri hluta borg- arinnar. Þetta hlýtur að vera mikið gleðiefni fyrir ökumenn í Reykjavík og stórbæta umferðarmenninguna, þar sem gera má ráð fyrir að flestir bílar í Reykjavík muni vera kyrr- stæðir við ljós allan daginn. Þetta sama embætti afrekaði það fyrir nokkrum árum að afnema prýð- is gott hringtorg á mótum Miklu- brautar og Snorrabrautar þar sem umferðin um hringtorgið gekk þá hægt og rólega, lítil bið og lítið um stórslys. Ljósameistarinn setti upp mikið af umferðarljósum í staðinn, sem orsakaði að margir þurftu að bíða lengi. En verra var að nú jókst hraðinn, bílarnir komu æðandi á fullu að reyna að ná græna ljósinu, stundum úr gagnstæðum áttum með skelfilegum afleiðingum, sem sagt stórslysum fjölgaði, úrræði embætt- isins var að setja upp myndavélar til að hegna þeim sem sluppu yfir. ÞORSTEINN BALDURSSON, Snorrabraut 85, 105 Reykjavík. Um ljósameistara Íslands Frá Þorsteini Baldurssyni BOLABRÖGÐ stjórnvalda í samn- ingum við hjúkrunarkonur sem hlynna að ellimóðum og aka eigin bifreiðum í starfi sínu vekja furðu. Sagt er að fjár- málafurstar ríkis- ins hafi þegar gert samning við bílaleigu um 40 bíla sem ætlaðir eru hjúkrunar- konum og greiðir ríkið nú þegar leigugjald. Á sama tíma og hjúkrun- arkonum er neitað um sjálfsagða greiðslu þá greiðir ríkisstjórnin 300 milljónir króna vegna vopnaflutn- inga og hergagna með flugvélum til Afganistan. „Hin dýpsta speki boðar líf og frið“ segir í ljóði Davíðs Stef- ánssonar sem sungið er við hátíðleg tækifæri. Sér er nú hvert samræmið. Það er vinsamleg ábending til hjúkrunarkvenna að þær tali um fjölda sjúklinga en hætti að tala um „magn“ sjúklinga. Það minnir á kola- tonn eða salt. PÉTUR PÉTURSSON þulur. Hjúkrunarkonur og bílastyrkir Frá Pétri Péturssyni FYRIR um það bil ári síðan vorum við aldraðir töluvert mikils virði, við vorum verðmæt atkvæði fram að kosningum. Ríkisstjórn skipaði nefnd til að koma með tillögur til að bæta kjör okkar, en í þessari nefnd mátti ekki tala um skattamál og var henni því þröngur stakkur skorinn. Nefnd- in skilaði tillögum, sem ríkisstjórn féllst á og sagði að þetta myndi kosta ríkisstjóð fimm milljarða króna og var þetta undirritað sem samningur og töldu margir að þarna væri upphaf betri tíma í samskiptum við stjórn- völd og batnandi afkomu þeirra okk- ar sem lifa við og undir hungurmörk- um. Þessi samningur okkar við ríkisstjórnina, sem margir segja að hafi bjargað henni frá falli í síðustu kosningum, var um smáaurahækkan- ir á greiðslum til smáhluta eftirlauna- fólks og svo ótal mörg og fögur loforð. Lítið hefur farið fyrir efndum, utan að smáaurahækkanirnar hafa skilað sér, og má geta þess að ellilífeyrir hækkaði nú um síðustu áramót um nálægt 20 krónum á dag. Það voru haldnar ráðstefnur og fundir um mál- efni okkar, skipaðar nefndir, sem við fengum ekki sæti í, talað um framtíð- ina eftir 15 til 20 ár, en ekkert talað um tillögur eða úrbætur strax til þeirra sem hafa vart til hnífs og skeiðar, þeirra sem eru með tekjur langt undir lágmarksframfærsluþörf. Enginn talar núna um að bæta hag þeirra ellilífeyrisþega, sem þurfa að teysta á greiðslur frá Trygginga- stofnun sér til framfæris, það er að- eins talað um hvernig þetta verður eftir 15 til 20 ár, þegar allir verða komnir með fullar greiðslur úr lífeyr- issjóðum. Þetta er kannske alveg skiljanlegt, því við erum aðeins vafa- söm atkvæði í augum stjórnmála- manna og töluverður hluti okkar verður ekki atkvæði í næstu kosning- um og því ekki þess virði að hugsa til okkar. Við verðum að sæta hverri skattahækkuninni á fætur annari og má þar nefna bensínskatt og þunga- skatt, en þessar hækkanir kom veru- lega illa við aldraða, sem margir kom- ast ekki leiðar sinnar nema í bifreið. Þá hafa orðið miklar hækkanir á lyfja- og læknakostnaði aldraðra, og biðlistar aldraðra eftir sjúkra- og dvalarrými hafa lengst. Eins og staðan er í dag er stór hluti okkar aðeins ómerkileg og einskisnýt atkvæði, sem ekkert þarf að hugsa um því langt er í næstu kosningar og þá verða mörg þessara atkvæða horf- in af sjónarsviðinu. KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON, eftirlaunamaður, Kópavogsbraut 97. Aldraðir, einskisverð atkvæði Frá Karli Gústaf Ásgrímssyni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.