Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 39 HUGARAFL er hópur fólks sem átt hefur við geðsjúkdóma að stríða, en er í bata og starfar nú á vegum iðjuþjálfunar í heilsugæslunni. Þetta er tilraunaverkefni til tveggja ára sem Tryggingastofnun ríkisins í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið hefur sett á laggirnar til að styrkja heilsu- gæsluna. Dæmi um verkefnaval er útgáfa fræðsluefnis, tengla- þjónusta við geðsjúka, fyrirlestrar, námskeið, gæðaeftirlit og rann- sóknir. Íslendingar eru ekki fyrsta þjóðin sem farið hefur í gegnum þreng- ingar á heilbrigð- issviði. Í tengslum við geðsjúkdóma hafa víða erlendis ris- ið upp hagsmunahópar sem vilja sjá áherslubreytingar í sínum mála- flokki. Þannig geta aðsteðjandi þrengingar nýst ágætlega við end- urskoðun mála. Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin (WHO) leggur áherslu á að fjölga úrræðun fyrir geðsjúka úti í samfélaginu, utan stofnana, og í samvinnu við sjúklingana sjálfa þar sem markmiðið er aukin þátttaka í samfélaginu. Alþjóðabankinn lítur svo á að fjárfesting í mannauði og félagsauði skili mestum hagnaði til samfélagsins. Að vera virkur, eiga samstarf við aðra og hafa áhrif og hlutverk, eru allt þættir heilbrigðis og lífsgæða. Ef manneskjan upplifir tilgangs- og stefnuleysi og nánasta umhverfi hvetur ekki til þátttöku í iðju sem leiðir af sér jákvæða lífs- reynslu, visnar viðkomandi smám saman og deyr. Iðjusvipting verður í þeim hópum sem hafa takmarkað val á þátttöku í iðju, eins og gerist hjá fötluðum, föngum og útlend- ingum. Iðjusvipting er raunveru- leiki margra, einkum þeirra sem kljást við fátækt, ójafnræði eða króníska sjúkdóma. Þegar þrengir að eins og nú í heilbrigðiskerfinu er mikil hætta á að meirihluti fjár- magnsins fari í „gera við“ ein- staklinga með ýmsum lækn- isverkum eða að „treina“ líf þeirra. Einstaklingar sem á einhvern hátt eiga erfitt með að taka þátt í iðju sem þá langar eða þurfa að sinna til að öðlast tilgang hafa ekki verið of- arlega í forgangsröðinni. Afar mik- ilvægt er að þeir sem miðla fjár- magninu geri sér grein fyrir því að heilbrigði felst ekki eingöngu í hefð- bundinni lækningu eða svokallaðri bráðaþjónustu. Huga verður að þeim einstaklingum sem læknavís- indin hafa svo sannarlega bjargað þannig að líf þeirra verði þess virði að lifa því. Fjármagni er ekki bara misskipt í heilbrigiðiskerfinu heldur í samfélaginu öllu. Bilið hefur breikkað milli þeirra sem hafa mikið milli handanna og þeirra sem lítið hafa. Hlut- verkum í samfélaginu er líka misskipt og þar breikkar bilið einnig milli einstaklinga með mörg hlutverk og eru eftirsóttir í starfi og þeirra sem hafa fá eða engin hlutverk og er hafnað af atvinnulífinu. Atvinnuvegirnir eru líka að breytast í greinar sem eru ýmist of fjölþættar eða of einhæfar. Allir þessir þættir hafa neikvæð áhrif á heilsu, einnig takmarkaður aðgangur að þátttöku í verkefnum. Að vera sviptur tækifærum til þátt- töku eyðileggur sjálfsmyndina og brýtur niður mótstöðuafl líkamans. Störf okkar, sú iðja sem við stund- um, og hlutverk okkar í lífinu móta sjálfsmyndina. Þetta hefur áhrif á hæfileikann til að ráða við streitu og aðlagast kröfum daglegs lífs og er þar með undirstaða heilbrigðis. Jafnræði til þátttöku í samfélaginu er því heilbrigðismál og hápólitískt. Þegar unnið er með heilbrigði þarf að vinna með þætti eins og jafnræði, sjálfstraust, hlutverk og þátttöku. Heilbrigðiskerfið þenst út, kostn- aður eykst, sérfræðingum fjölgar, notkun lyfja eykst og lyfjakostnaður hækkar. Ætla mætti að árangur væri í samræmi við þetta, en sam- kvæmt niðurstöðum úr nýlegri rannsókn sem þeir félagar Tómas Helgason, Helgi Tómasson og Tóm- as Zöega birtu í British Journal of Psychiatry virðist ekki öll þessi þekking á geðheilbrigðismálum hafa skilað sér hér á þann hátt sem menn vilja, eins og fækkun öryrkja, göngudeildarsjúklinga, innlagna á geðdeildir og sjálfsvíga. Það er skiljanlegt að skattborgarar og valdhafar sem beina þurfa fjár- magninu á rétta staði, klóri sér í hausnum og spyrji hvort við séum á réttri braut. Hvað viljum við fá út úr kerfinu? Fyrir hvað erum tilbúin að borga úr sameiginlegum sjóðum? Svo verður líka að skilgreina í hverju árangur felist. Ætti að mæla árangur í betri líðan, auknu sjálfs- trausti, aukinni færni í daglegu lífi eða aukinni þátttöku í samfélaginu almennt? Eftir sameiningu stóru spítalanna hefur samkeppni nánast horfið. Núna hafa geðsjúkir sem og sérhæft starfsfólk ekkert val. Þú verður að velja Landspítala – há- skólasjúkrahús hvort sem þér líkar betur eða verr. Þegar að þrengir virðast einu sýnilegu bjargráðin þau að leita ásjár fjölmiðla og búa til góðar fyrirsagnir sem selja, og hræða valdhafa til undirgefni. Ný stétt hefur allt í einu risið og fengið mikilvægt hlutverk – fjölmiðla- fulltrúar. Þrátt fyrir fákeppni hér á landi, hefur úrræðum fyrir geðsjúka utan stofnana fjölgað. Margir hafa lagt málefninu lið, svo sem stofnanir, stjórnmálamenn, hagsmunaaðilar og einkafyrirtæki, auk ýmissa átaksverkefna á vegum hins op- inbera. Aukin úrræði ásamt öflugri fræðslu um geðsjúkdóma hafa haft það í för með sér að hópur fólks hér á landi sem náð hefur bata eða er á batavegi vill hafa áhrif á þjónustuna við geðsjúka. Tilkoma Hugarafls hefði aldrei orðið að veruleika ef ekki hefði komið til fjöldi fólks sem lagt hefur hönd á plóg og minnkað fordóma. Án þeirra hefði þessi litli vaxtarbroddur Hugarafl sem starf- ar í heilsugælsunni aldrei náð að vaxa. Félagsmálaráðuneytið og heil- brigðisráðuneytið hefur einnig hvatt hópinn til dáða með styrkjum til að halda áfram að þróa hugmyndir sín- ar. Markmið Hugarafls er að setja af stað atvinnurekstur í hringiðu mannslífins, fyrir þá sem einhverra hluta vegna hafa dottið út úr vinnu eða skóla, en vilja vera virkir, fá hlutverk, hafa áhrif og taka þátt í verðmætasköpun. Starfsemin mun byggjast á valdveitingu og sjálfsefl- ingu empowerment þar sem jafn- ræði ríkir milli fagfólks og notenda þjónustunnar. Hugarafl hvetur alla sem áhuga hafa á málefninu að mæta á kynn- ingarfund og fræðast um hug- myndir hópsins. Hópurinn vill fá sem flest sjónarmið frá öðru fag- fólki, stjórnmálamönnum, fjár- festum, aðstandendum og almenn- ingi. Hópurinn trúir því að með samvinnu ólíkra aðila; fjárfesta, fag- fólks, valdhafa og virkri þátttöku þeirra sem hafa reynslu af bata megi byggja upp þjónustu sem skil- ar auknum mannauði. Hagur sam- félagsins er í húfi og þú kæri sam- borgari ert hluti af því. Ég vil því eggja alla til þátttöku með því að mæta laugardaginn 6. mars á Kaffi Reykjavík kl. 13:00. Nýr atvinnuvegur í samvinnu við geðsjúka Elín Ebba Ásmundsdóttir skrif- ar um félagasamtökin Hugarafl ’Þrátt fyrir fákeppnihér á landi, hefur úr- ræðum fyrir geðsjúka utan stofnana fjölgað.‘ Elín Ebba Ásmundsdóttir Höfundur er forstöðuiðjuþjálfi geðsviðs LHS og lektor við HA. FORSETI bæjarstjórnar Vest- urbyggðar, Jón B.G. Jónsson, skrif- ar grein í Morgunblaðið 28. febrúar sl. Þetta var góð grein og ánægju- legt fyrir okkur íbúa Reykhóla- hrepps að heyra að landið er að rísa hjá nágrönnum okkar í vestri. Við Austur- Barðstrendingar fylgjumst vel með því hvernig gengur hjá vinum okkar Vestur- Barðstrendingum og með bættum sam- göngum um Gufudals- sveit á næstu miss- erum munu samskiptin vonandi aukast eitthvað, en þau eru lítil sem engin af eðlilegum ástæðum (gríðarlegar fjar- lægðir og lélegir veg- ir). Við höfum þó reyndar sama sýslu- manninn, okkar ágæta Þórólf Halldórsson. Okkur í austursýsl- unni finnst oft að þeim sem búa í norðurhluta Vestfjarða hætti til að gleyma okkur í Aust- ur-Barðastrand- arsýslu (sem er öll eitt sveitarfélag, þ.e. Reykhólahreppur). Það er eins og þeir telji okkur ekki með Vest- fjörðum. Í Orðabók Menningarsjóðs eru þó Vestfirðir skilgreindir þann- ig að um sé að ræða norðvest- urhluta landsins að Gilsfirði og Hrútafirði. Austur-Barðastrand- arsýsla er því óumdeilanlega hluti Vestfjarða. Ég hélt þó að Vestur-Barðstrend- ingar áttuðu sig á því að nágrannar þeirra í austri, Austur-Barðstrend- ingar, tilheyrðu Vestfjörðum. Þess vegna varð ég hissa þegar ég las eftirfarandi í grein Jóns B.G.: „Á næstu misserum verðum við að taka til alvarlegrar athugunar sameiningu við Tálknafjarðarhrepp. Þá yrði eitt sveitarfélag á öllum sunnanverðum Vestfjörðum.“ Þarna er Jón B.G. að tala um sameiningu sveitarfélaganna tveggja í Vestursýslunni, þ.e. Vest- urbyggðar og Tálknafjarðar. Hann virðist líta svo á að austursýslan til- heyri ekki sunnanverðum Vest- fjörðum. Sé hins vegar litið á landa- kort sést að hún nær reyndar enn lengra suður (Reykhólar) en vest- ursýslan, fyrir nú utan allar eyj- arnar, Flatey og fleiri sem tilheyra austursýslunni og ná miklu lengra í suðurátt. Auðvitað er þetta sjálfsagt fljótfærni og gleymska hjá forseta bæjarstjórnar Vest- urbyggðar. Þessi at- hugasemd er því ekki annað en vinsamleg áminning um að menn gleymi okkur ekki hér í suðausturhluta Vest- fjarða. Ég get ekki ímyndað mér að Austur- og Vestur-Barðastrand- arsýslur sameinist nokkru sinni í eitt sveitarfélag, þrátt fyrir vegabætur. Til þess eru vegalengdir of miklar. Bara Reykhóla- hreppur (austursýslan) er 1.150 ferkílómetrar að stærð og vegalengd- ir eftir því. Fámenni mikið og stór eyðisvæði á milli sýslnanna tveggja. Í nýlegu viðtali við einn af bæjarstjór- unum á Snæfellsnesi sem birtist í Skessuhorni, ræddi hann um sameiningu sveitarfélaga á Vesturlandi og taldi Reykhólahrepp í Austur-Barðastrandarsýslu þar upp eins og ekkert væri sjálfsagð- ara. Auðvitað er hugsanlegt að sam- eina einhvern tíma það sveitarfélag á Vestfjörðum sem næst liggur Vesturlandi (þ.e. Reykhólahrepp) við Vesturland, þ.e. Dalina. Um það eru þó skiptar skoðanir og slík sam- einingartillaga var felld fyrir tveim- ur árum. Það landsvæði sem Reyk- hólahreppur nær yfir mun þó ávallt tilheyra Vestfjörðum, burtséð frá sveitarfélagamörkum. Að auki er enginn landshluti á Íslandi eins skýrt afmarkaður frá öðrum lands- hlutum sem Vestfirðir og nægir að líta á landakort til þess að átta sig á því. Vesturbyggð: örstutt athugasemd Einar Örn Thorlacius skrifar um sveitarstjórnarmál Einar Örn Thorlacius ’Það landsvæðisem Reykhóla- hreppur nær yf- ir mun þó ávallt tilheyra Vest- fjörðum, burt- séð frá sveitar- félagamörkum.‘ Höfundur er sveitarstjóri Reykhólahrepps. SÍÐUSTU daga hefur farið fram undarleg umræða um nýju raf- orkulögin. Eitilharðir Evrópubandalagssinnar eru allt í einu farnir að tala um vondu kallana í Bruss- el sem eru að troða einhverjum reglugerð- um á okkur Íslend- inga. Sannfærðir krossfarar frelsis og samkeppni, væla um hvað einokun geti ver- ið góð. Ungur jafn- aðarmaður skrifar um ríkið sem höfuðand- stæðing íslensku þjóð- arinnar og verkalýðs- leiðtogar lýsa því yfir að allir samningar séu í uppnámi. Nú eru lífeyrismálin ekki lengur aðalatriðið, nú er það verðið á raforku sem er aðalatriði næstu kjarasamninga. Ástæður þessarar undarlegu hegðunar er sú að forkólfar tveggja einokunarfyrirtækja í orkuiðnaði flytja hræðsluáróður um gífurlega hækkun á raforkuverði til neyt- enda. Í staðinn fyrir að athuga hvort þessar ágiskanir um hækkun á raforkuverði séu réttar eru þær teknar sem heilagur sannleikur. Það er ekkert gert til þess að at- huga hvort forsend- urnar séu réttar og raunhæfar. Ekkert at- hugað hvort einok- unarfyrirtækin geti verið að verja aðra hagsmuni en hags- muni almennings. Fyrirtæki með einok- un reyna alltaf að halda í sín forréttindi og þess vegna ættu það að vera eðlileg viðbrögð allra, að hafa gát á upplýsingum frá einokunarfyrirtækjum um hagsmuni almennings. Það virðist algerlega hafa farið fyrir ofan garð og neðan að til- gangur nýju raforkulaganna er að brjóta niður einokun í raforkuiðn- aði og koma á virkri samkeppni til hagsbóta fyrir neytendur. Afleið- ingar virkrar samkeppni eru að fyrirtækin verða að hagræða í eigin rekstri til þess að vera samkeppn- isfær. Núna geta orkufyrirtækin hækkað orkuverðið eins og þeim sýnist og hafa gert það. Þrátt fyrir að sumir haldi að ís- lensk orkufyrirtæki séu best reknu fyrirtæki í heimi og geti engan veg- inn hagrætt, þá leyfi ég mér stór- lega að efast um það. Íslendingar eru heppnir með orkulindir og ættu að geta framleitt raforku á töluvert lægra verði en flestar aðrar þjóðir. Þetta þýðir að raforkuverð á Ís- landi ætti að vera það lægsta í heimi og ekki að liggja, eins og það gerir núna, nálægt toppnum. Það er engin ástæða til þess að ætla annað en að lágt orkuverð til neytenda skili sér í virkri sam- keppni. Og alveg örugglega frekar en ef núverandi einokun fær að halda áfram. En virk samkeppni verður ekki tryggð nema með því að allir raforkuframleiðendur hafi sama aðgang að viðskiptavinunum. Þess vegna gengur það ekki að raf- orkuframleiðandi, sem er stað- settur nálægt þéttbýli, geti ein- angrað og eignað sér þá viðskiptavini. Það er ekki virk sam- keppni, það er einokun. Í íslenskum orkulindum liggja mikil auðæfi og engu minni en auð- lind sjávar. Hér eru auðæfi upp á ótalda milljarða sem orkufyr- irtækjum landsins er ætlað að ávaxta fyrir þjóðina alla. Það er því sérstaklega mikilvægt að stjórn- endur lands og sveita kynni sér málin, horfi á staðreyndir, hlusti á óháða sérfræðinga og nái þjóð- arsátt um þessar mikilvægu breyt- ingar. Flestir nú á dögum eru sammála um að virk samkeppni sé af hinu góða og hafi bætt hagi allra Íslend- inga mikið. Það er fráleitt að ætla sér að hætta við þessar tímabæru breytingar, einungis vegna þess að tvö einokunarfyrirtæki í orkuiðnaði hóta að hækka orkuverðið. Hættan á því að ný raforkulög skili sér ekki til neytenda liggur að mestu leyti í því að núverandi orkufyr- irtæki haldi sinni einokun og með samráði hindri aðra í að nálgast markaðinn. Richard Úlfarsson skrifar um raforkumál Richard Úlfarsson ’Núna geta orkufyr-irtækin hækkað orku- verðið eins og þeim sýn- ist og hafa gert það.‘ Höfundur er verkfræðingur búsettur í Danmörku. Raforkurugl Húsgögn Ljós Gjafavara Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.