Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ LÁTIN er Franzisca Gunnarsdóttir, sálfræð- ingur og rithöfundur, 61 árs að aldri. Franzisca fæddist á Skriðu- klaustri í Fljótsdal 9. júlí 1942, dóttir Gunn- ars Gunnarssonar list- málara og Signýjar Sveinsdóttur. Franzisca ólst upp á Skriðu- klaustri til átta ára ald- urs og flutti stuttu síðar ásamt langafa sínum og langömmu, Gunnari Gunnarssyni skáldi og eiginkonu hans, Franz- iscu Antonie Josefine von Weenk Jörgensen, á Dyngjuveg í Reykjavík. Hún stundaði utanskóla- nám við Menntaskólann í Reykjavík í þrjú ár og útskrifaðist frá Háskól- anum í Minnesota í Bandaríkjunum með BA-próf í sálfræði 1968. Hún giftist Gunnari Birni Jónssyni árið 1963. Þau skildu. Franzisca starfaði hjá Sálfræðiþjónust- unni í Garðabæ um árabil og síðar hjá Blindrafélaginu og sem blaðamaður á Dagblaðinu. Seinustu ár starfaði hún við ritsmíðar, þýðingar og prófarkalestur. Hún skrifaði m.a. bókina Vandratað í veröldinni sem fjallar um uppvaxtarár hennar á Skriðu- klaustri. Franzisca átti stór- an þátt í að Gunn- arsstofnun var komið á fót á Skriðu- klaustri og hús Gunnars Gunnars- sonar skálds á Dyngjuvegi var gert að aðsetri Rithöfundasambands Ís- lands. Hún lætur eftir sig einn son, Gunnar Björn Gunnarsson við- skiptafræðing. Andlát FRANZISCA GUNNARSDÓTTIR Franzisca Gunnarsdóttir HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra og Jean-Francois Risch- ard, varaforseti Alþjóðabankans í Evrópu, skrifuðu í gær undir samning milli Íslands og Alþjóða- bankans vegna endurreisnar- og uppbyggingarstarfs í Írak. Samn- ingurinn gerir ráð fyrir því að ís- lensk stjórnvöld leggi til eina milljón Bandaríkjadala, eða sem nemur um það bil 70 milljónum ís- lenskra króna, í fjölþjóðlegan sjóð sem Alþjóðabankinn hefur umsjón með og er ætlað að fjármagna upp- byggingarverkefni í Írak. Halldór sagði á blaðamannfundi, sem haldinn var í tengslum við undirritun samningsins í gær, að samningurinn kvæði á um að fram- lagi Íslands yrði varið til uppbygg- ingar í heilbrigðisgeiranum. „Þar er þörfin einkar brýn,“ sagði hann. Halldór gerði ennfremur grein fyrir því að sjötíu milljónirnar væru hluti af því 300 milljóna króna framlagi sem ríkisstjórn Ís- lands hefði heitið til uppbygging- arstarfs og mannúðarmála í Írak eftir að meiriháttar hernaðarátök- um lauk í landinu í fyrra. Halldór var spurður að því á fundinum hvort íslensk stjórnvöld væru að fullu búin að ákveða hvernig þessum 300 milljónum yrði ráðstafað. Svaraði hann því til að auk framlagsins til sjóðsins, sem Alþjóðabankinn hefði með höndum, væri búið að eyrna- merkja um 70 milljónir íslenskra króna til verkefnis er unnið væri í samvinnu við stoðtækjafyrirtækið Össur. Væri markmið verkefnisins að hjálpa Írökum sem misst hefðu útlimi í átökum þar í landi. Ræddu þróunarmál Jean-Francois Rischard sér um samskipti Alþjóðabankans við Evrópuþjóðirnar og hefur hann af þeim sökum bækistöðvar í París, en höfuðstöðvar Alþjóðabankans eru í Washington í Bandaríkjun- um. Rischard vakti athygli á því í gær að Ísland hefði á árum áður fengið lánað úr sjóðum Alþjóða- bankans. Í dag væru Íslendingar hins vegar í hópi þeirra ríkja sem legðu fé af mörkum í sjóði Al- þjóðabankans. „Mér hefur þótt sérstaklega áhugavert að gefast tækifæri til að skiptast á skoðunum við íslenska embættismenn um það hvernig Ís- land geti helst varið framlagi sínu til þróunarmála á næstu árum, fari svo að þið aukið það úr þeim 0,19% af landsframleiðslu sem það er nú,“ sagði Rischard á fundinum í gær. „Aukning myndi þýða að þið gætuð varið meira fé til tvíhliða þróunarsamstarfs en einnig að þið gætuð eytt meira fé í fjölþjóðlega samvinnu. Þar eru ýmis verkefni sem mætti hugsa sér að Ísland kæmi að, s.s. í sjávarútvegsmálum. Þið búið yfir sérþekkingu á því hvernig nýta má auðlindina á sjálf- bæran hátt og veröldin þarfnast aðgangs að slíkri sérþekkingu, ekki síst ríki í Afríku.“ Sjóðurinn tekur senn til starfa Sá sjóður Alþjóðabankans, sem Ísland hefur nú samið um að leggja 70 milljónir íslenskra króna til, var settur á fót í tengslum við ríkjaráðstefnu sem haldin var í Madríd seint á síðasta ári um upp- byggingarstarfið í Írak. Kom fram í máli Rischards í gær að heildarloforð um framlög til uppbyggingarstarfsins hefðu þar numið 33 milljörðum Banda- ríkjadala, þar af kæmu 18,6 millj- arðar frá Bandaríkjunum sjálfum. Á framhaldsfundi sem haldinn var í Abu Dhabi í vikunni hefði síðan safnast 1 milljarður Bandaríkja- dala til þessa tiltekna sjóðs, þar af myndi Alþjóðabankinn hafa umsjón með um 400 milljónum Bandaríkja- dala en stofnanir Sameinuðu þjóð- anna um sex hundruð milljónum dollara. Erfitt öryggisástand „Sjóðurinn tekur því senn til starfa, fyrst þurfti þó að tryggja að loforð um framlög skiluðu sér og það er það sem var tryggt á fund- inum í Abu Dhabi,“ sagði Rischard. En öryggisástandið í Írak gerir mönnum hins vegar erfitt fyrir. Fram kom í máli Rischards að ekki hefði reynst mögulegt að halda úti skrifstofu af hálfu Alþjóðabankans í Írak sjálfu heldur er skrifstofa bankans vegna þessara verkefna í Amman í Jórdaníu. Er síðan notast við fjarfundabúnað til að vinna með aðilum í Írak sjálfu, en þar hafa verið ráðnir nokkrir heimamenn til starfa. „Eftir því sem ástandið í örygg- ismálum fer batnandi munum við hins vegar geta sent fleira fólk á vettvang,“ sagði Rischard á blaða- mannafundinum í gær. Fer til verkefna í heilbrigðisgeiranum Morgunblaðið/Sverrir Jean-Francois Rischard og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra skrif- uðu undir samning milli Alþjóðabankans og Íslands í gær. Skrifað undir samning milli Íslands og Alþjóðabankans vegna uppbyggingarstarfs í Írak BENNETT Singer er annar tveggja framleiðenda og leikstjóra heimildamyndarinnar Brother Outsider, The Life of Bayard Rust- in, sem sýnd er á Hinsegin bíódög- um í Regnboganum. Singer er staddur hér á landi og tekur m.a. þátt í málstofu í hátíðarsal Háskóla Íslands á laugardag sem er hluti af ráðstefnu Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum um karla- rannsóknir. Í skugga King Í heimildamynd Bennetts sem hlotið hefur fjölda verðlauna, m.a. á Sundance-kvikmyndahátíðinni og kvikmynda- hátíðinni í Berlín, segir frá nánasta ráðgjafa Martins Luthers King, Bayard Rustin, sem var blökku- maður og sam- kynhneigður. Rustin, sem lést árið 1987, starf- aði alla tíð í skugga dr. King og þótti samkyn- hneigð hans mikil ögrun við hreyf- ingu bandarískra svertingja. Rust- in er án efa þekktastur fyrir að vera einn af forvígismönnum göng- unnar miklu til Washington sem markar þáttaskil í sögu svartra í Bandaríkjunum. Að sögn Bennetts var kynhneigð Rustins notuð gegn honum af andstæðingum hans og í sumum tilfellum af öðrum mann- réttindafrömuðum. Í einu tilfelli gekk bandarískur þingmaður svo langt að hóta að ljúga því að Rustin ætti í ástarsambandi við Martin Luther King, sem átti við engin rök að styðjast. „Þetta varð til þess að King fjarlægðist Rustin um tíma,“ segir Bennett. Myndin Brother Outsider verður sýnd í kvöld kl. 18 og 11. mars nk. kl. 22. Verðlaunuð mynd um Bayard Rustin sýnd í Regnboganum Barðist fyrir réttindum við hlið Martins Luthers King Bennett Singer DÓMSTÓLL Skáksambands Íslands hefur fellt úr gildi úrskurð móts- stjórnar Íslandsmóts skákfélaga þar sem þrjár skákir skáfélagsins Hróks- ins voru úrskurðaðar tapaðar og úr- skurðað þær unnar. Hrókurinn er því kominn með 2,5 vinninga forskot á Helli. Lið félaganna mætast í upp- gjöri efstu liða í kvöld. Mótsstjórn úr- skurðaði í október að a-sveit Hróks- ins hefði verið ólögleg. Hrókurinn tefldi fram fimm er- lendum ríkisborgurum í átta manna sveit sinni, en mótsstjórn taldi að að- eins hefði verið heimilt að helmingur liðsmanna sveita væri skipaður er- lendum ríkisborgurum. Í úrskurðinum er hrundið frávísun- arkröfu SÍ og felldur úr gildi úrskurð- ur stjórnar Íslandsmóts skákfélaga frá 30. desember 2003. Telst Faruk Tairi hafa sigrað í skákum sínum í 1., 3. og 4. umferð. Dómur Skáksam- bandsins er fjölskipaður og komst meirihluti hans að þessari niðurstöðu en einn dómari skilaði sératkvæði. Úrskurðað Hróknum í vil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.