Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 45 ✝ Elín H. Davíðs-dóttir fæddist á Litlu-Þúfu í Mikla- holtshreppi 16. nóv. 1922. Hún lést á Landakotsspítala 28. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Davíð Júlíus Björnsson, f. á Þver- felli í Lundarreykja- dal í Borgarfjarðar- sýslu 16.2. 1886, d. 27.9. 1971, og Sig- rún Guðmundsdótt- ir, f. á Bæ í Viðvík- ursveit í Strandasýslu, f. 28.8. 1890, d. 30.3. 1971. Foreldrar Elínar bjuggu á Litlu-Þúfu á árunum 1912–1918 og 1921–1923. Í millitíðinni bjuggu þau í Ytra-Skógarnesi í sömu sveit en frá 1923–1946 bjuggu þau á Þverfelli þar sem El- ín elst upp. Frá 1946–1971 bjuggu foreldrar Elínar á Nýbýlavegi 16 í Kópavogi. Systkini Elínar eru: Ásta Kristín, f. 1.9. 1912, d. 11.8. 1994, Björn, f. 20.12. 1917, d. 30.7. 1998, Sveinbjörg, f. 20.12. 1917, og Kristján, f. 24.7. 1920. Foreldr- ar Elínar eignuðust fjögur önnur börn sem öll létust í frumbernsku. Börn þeirra eru Erla. f. 4.3. 1987, Guðjón, f. 28.9. 1989, og Ingvar, f. 22.12. 1994. c) Gerður, f. 6.11. 1970, húsmóðir. Hún giftist Edw- ard Roger Kolbeini Andréssyni. Þau skildu, dætur þeirra eru: Am- anda Ösp, f. 6.1. 1992, og Kolbrún Ósk, f. 11.1. 1995. Sambýlismaður Gerðar er Ásgrímur Gísli Ás- grímsson vélvirki. Börn þeirra eru: Ásgerður, f. 26.5. 1997, og óskírð stúlka, f. 20.2. 2004. Seinni kona Guðjóns Hafsteins er Maj- Britt Kolbrún Hafsteinsdóttir, f. 5.5. 1944. 2) Hilmar, f. 15.11. 1950 í Reykjavík, blikksmiður og kaup- maður. Kona hans er Sveinbjörg Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 14.10. 1949. Dætur þeirra eru: a) Unnur, f. 14.10. 1971, d. 22.2. 1998. Sambýlismaður hennar var Stefán Ingi Guðmundsson. Sonur þeirra er Hilmar Jökull, f. 24.7. 1995. b) Sigrún Heiða, sjúkraliði og kennari, f. 8.11. 1973. Sam- býlismaður hennar var Stefán Þór Felixson. Sonur þeirra er Heiðar Þór, f. 10.1. 1997. Maður Sigrúnar er Kristján Viðar Bergmannsson kaupmaður, f. 19.6. 1972. Sonur þeirra er Bergmann Davíð, f. 11.12. 2000. c) Elín, f. 28.8. 1976, sjúkraliði og ferðamálafræðingur. Sambýlismaður hennar er Rúnar Örn Felixson bakari. Dóttir þeirra er Unnur Ósk, f. 30.11. 2002. Útför Elínar verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Fósturdóttir þeirra var Eygló Magnús- dóttir, f. 26.9. 1925, d. í mars 1977. Hún var búsett í Bandaríkjun- um. Elín giftist Guð- birni Eggerti Guð- jónssyni kaupmanni, f. 1.12. 1921. Foreldr- ar hans voru: Guðjón Þorbergsson, f. 13.6. 1884, d. 9.12. 1962, og Eggertsína Þorbjörg Eggertsdóttir, f. 3.9. 1890, d. 5.5. 1976. El- ín og Guðbjörn skildu. Þau eignuðust tvo syni. Þeir eru: 1) Guðjón Hafsteinn, f. 8.12. 1944 í Reykjavík, blikksmíðameistari og kaupmaður. Fyrri kona hans er Guðbjörg Kolbrún Hlöðversdóttir kennari, f. 12.6. 1946. Dætur þeirra eru: a) Elín, f. 20.3. 1965, bóndi og kennari. Sambýlismaður hennar er Guðmundur Kristinn Guðnason, bóndi á Þverlæk í Holt- um. Börn þeirra eru Berglind, f. 27.6. 1985, og Hafsteinn, f. 29.12. 1987. b) Esther, f. 1.3. 1966, bóndi. Maður hennar er Jóhann Brynj- ólfur Kormáksson, bóndi á Sól- heimum í Hrunamannahreppi. Það var fyrir meira en hálfri öld að ég sá hana Elínu fyrst. Þá var ég lítil stelpa í Sogamýrinni og Elín var konan í næsta húsi, sem átti stærsta manninn sem átti stærsta bílinn. Þvotturinn á snúrunum hjá henni var sá hvítasti, drengirnir hennar þeir prúðustu, alltaf eins og ný- komnir úr freyðibaði, nýpóleraðir og fínir. Hún lá ekki á skoðunum sínum en þeir sem minna máttu sín áttu stuðning hennar vísan. Seinna – löngu seinna – lágu leiðir okkar saman á ný, þá báðar fráskild- ar, það var þegar við Hafsteinn eldri sonur hennar rugluðum saman reyt- um okkar. Þá fann ég að hún hafði ekkert breyst, ennþá sama snyrtimennskan í fyrirrúmi, ennþá lá hún ekki á skoðunum sínum og ennþá áttu þeir sem minna máttu sín stuðning henn- ar vísan. Fór sonur minn ekki var- hluta af því, það var sama hversu lasin og gleymin hún var orðin, hún spurði alltaf um hann og er ég henni ævinlega þakklát fyrir það. Það var oft gaman að hlusta á El- ínu og móður mína (sem lést fyrir þremur mánuðum) tala um liðna tíð, sveitina, gömlu Reykjavík, stríðsár- in, lífið í Sogamýrinni, tilveruna yf- irleitt. Gaman væri ef þær gætu nú gengið saman um græna grundu eða jafnvel Laugaveginn og rifjað upp gamla tíma. Guð blessi minningu þeirra beggja. Kolbrún. Þá er amma í Hlunnó látin en hún átti lengst af heima í Hlunnavogi 10. Okkur fannst mikið ævintýri að heimsækja hana þegar við vorum yngri því það var svo gaman að fá að leika sér inni í búri undir súðinni hjá henni og gramsa í dótinu sem þar var geymt. Seinna á unglingsárun- um þegar við vorum orðnar of stórar til að geta leikið okkur þar var setið og spjallað í staðinn. Amma náði góðu sambandi við okkur ung- lingana og gat flissað og hlegið með okkur að öllum sköpuðum hlutum því henni fannst hún ekki vera orðin eins gömul og árin sögðu til um. Hún bakaði bestu skonsur og pönnukökur í heimi. Hún hafði oft orð á því hvað hún væri stolt og rík að eiga svona mörg barnabörn og barnabarnabörn en síðasta lang- ömmubarnið fæddist viku áður en hún lést. Amma hafði mjög gaman af að rifja upp gamla tíma þegar hún var að alast upp á Þverfelli í Lundar- reykjadal og þar unir hún núna. Guð geymi þig. Elín, Esther og Gerður. Elsku amma, það var sárt að heyra að þú værir dáin en þó hugg- un að vita að nú hafi þjáningum þín- um linnt. Upp í hugann koma margar minn- ingar um þær gleðistundir sem við systurnar áttum með þér. Ósjaldan fengum við að gista hjá þér um helg- ar og var þá margt brallað. Ávallt var glatt á hjalla, íbúðin var oft sett á hvolf, heilu hljómsveitirnar stofn- aðar með heimatilbúnum hljóðfær- um og tískusýningar haldnar með fötunum þínum og skarti og þú tókst þátt í leiknum af lífi og sál. Það var alltaf vinsælt að fara í heimsókn til ömmu þegar farið var í sunnudagsbíltúrinn. Ýmist heim til hennar og bakaði hún þá pönnukök- ur eða í ísbúðina þegar hún vann þar. Okkur langar að kveðja þig með bæn sem þú fórst gjarnan með ásamt okkur á kvöldin þegar við gistum hjá þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Prestshólum.) Sigrún Heiða og Elín. ELÍN HALLFRÍÐUR DAVÍÐSDÓTTIR Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, SVANHVÍT ÁGÚSTA GUÐMUNDSDÓTTIR, dvalarheimilinu Lundi, Hellu, verður jarðsungin frá Oddakirkju, Rangár- völlum, laugardaginn 6. mars kl. 13.00. Gunnar Kr. Guðmundsson, Kristín Lúðvíksdóttir, Guðmundur I. Guðmundsson, Elísabet Jónsdóttir, Páll A. Guðmundsson, Lynn Guðmundsson og fjölskyldur. Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNASÍNU BJARNADÓTTUR, Þyrli, fer fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ laugar- daginn 6. mark kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, láti dvalar- heimilið Höfða, Akranesi, njóta þess. Kristján Þorsteinsson, Guðríður Sveinsdóttir, Böðvar Þorsteinsson, Ásrún Jóhannesdóttir, Bjarni Þorsteinsson, Sigríður Þorsteinsdóttir, Örn Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður míns, stjúpföður, tengda- föður, bróður og afa, EÐVARÐS P. ÓLAFSSONAR blikksmiðs, Túnbraut 5, Skagaströnd. Anna Eðvarðsdóttir, Höskuldur Stefánsson, Ólöf Sæmundsdóttir, Sigurður Jón Björnsson, Jóhanna L. Árnadóttir, Magnea Á. Árnadóttir, Ólafur Árnason, Sigurlaug Árnadóttir, Jón Ingi Árnason, Hermann V. Árnason, Þórunn Árnadóttir, og barnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGVELDAR SIGURÐARDÓTTUR, Sogavegi 182, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítala Landakots fyrir góða umönnun. Áslaug Jóhannesdóttir, Þorfinnur Þórarinsson, Thelma Jóhannesdóttir, Ólafur Guðnason, Ásrún Jóhannesdóttir, Böðvar Þorsteinsson, Ingveldur Björk Jóhannesdóttir, Ingi Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. Útför elsku litlu dóttur okkar, systur og barna- barns, SUNNU ÞÓRSDÓTTUR, verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánu- daginn 8. mars klukkan 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Fyrir hönd allra aðstandenda, Þór Sigurjónsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Hrund Þórsdóttir, Freyr Þórsson, Gunnar H. Pálsson, Sesselja G. Kristinsdóttir, Sif Aðils, Sigurjón Jónsson, Þórunn Jónsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, sambýlis- maður, afi og langafi, SIGURPÁLL AÐALGEIRSSON, Baðsvöllum 19, Grindavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mið- vikudaginn 3. mars sl. Ólafur Sigurpálsson, Rúnar Geir Sigurpálsson, Ingunn Sigurpálsdóttir, Fernando Sabido, Erla Sigurpálsdóttir, Vigdís Ámundadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar elskulegi, JÓN STEFNIR HILMARSSON hárskeri, andaðist á heimili dóttur sinnar þriðjudaginn 2. mars. Jarðarför auglýst síðar. Aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.