Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 58
ÍÞRÓTTIR
58 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
ÍSLANDSMEISTARAR KR og bikarmeistarar ÍA mæt-
ast í Meistarakeppni KSÍ í karlaflokki í Egilshöllinni í
kvöld klukkan 19. Þetta er í þriðja sinn sem þessi félög
mætast í keppninni en þau áttust við tvö ár í röð um
miðjan síðasta áratug, í bæði skiptin á Laugardalsvell-
inum rétt áður en Íslandsmótið hófst.
Ekki hefur verið keppt í Meistarakeppni KSÍ undan-
farin fjögur ár, eða 1999, 2000, 2001 og 2002.
Skagamenn léku KR-inga grátt árið 1995, sigruðu þá
5:0. Tveir núverandi leikmenn ÍA, Haraldur Ingólfsson
og Kári Steinn Reynisson, skoruðu í þeim leik, Sigurð-
ur Jónsson, núverandi þjálfari Víkings, gerði eitt og
Dejan Stojic skoraði tvö.
KR hefndi fyrir skellinn vorið eftir og vann 3:1.
Hilmar Björnsson skoraði tvö mörk og Guðmundur
Benediktsson eitt en þeir eru báðir enn í herbúðum KR
þótt þeir hafi ekki spilað knattspyrnu lengi vegna
meiðsla. Steinar Adolfsson skoraði mark ÍA en hann og
Einar Þór Daníelsson úr KR voru síðan báðir reknir af
velli og hófu því Íslandsmótið í eins leiks banni.
Þriðja viðureign
KR og ÍA
ÞÝSKA handknattleiksfélagið Kronau/Östringen fékk
í gær til liðs við hinn fræga rússneska markvörð And-
rej Lavrov og samdi við hann út þetta tímabil. Hann
verður í leikmannahópnum þegar liðið mætir toppliði
Flensburg í 1. deildinni á morgun. Guðmundur Hrafn-
kelsson var markvörður númer tvö hjá Kronau/
Östringen fram að jólum og fékk fá tækifæri. Þá sleit
aðalmarkvörðurinn, Maros Kolpak, krossband og Guð-
mundur hefur verið markvörður númer eitt að undan-
förnu.
Kronau/Östringen reyndi á dögunað fá Sören Hag-
en, fyrrum landsliðsmarkvörð Dana, til að vera Guð-
mundi til halds og trausts en nú er viðbúið að hinn
þrautreyndi Lavrov taki við aðalhlutverkinu af ís-
lenska landsliðsmarkverðinum.
Lavrov verður 42 ára síðar í þessum mánuði og hefur
þrívegis orðið Ólympíumeistari. Hann varði mark
Rússa á EM í Slóveníu á dögunum. Lavrov hefur ekki
leikið með neinu félagi í vetur en æft með rússnesku
liði.
Lavrov í markið hjá
Kronau/Östringen
Heiðar fór
holu í höggi
HEIÐAR Davíð Bragason,
kylfingur úr Kili Mos-
fellsbæ, lék vel á meistara-
móti spænskra áhugamanna
í golfi í gær og fór m.a. holu
í höggi. Heiðar Davíð og
Magnús Lárusson félagi
hans úr GKj. léku báðir á 78
höggum á fyrsta degi en
Heiðar Davíð bætti sig um 9
högg í gær og komst áfram í
32 manna úrslit þar sem
leikin verður holukeppni.
Heiðar Davíð fór holu í
höggi á 2. braut vallarins
þar sem að hann notaði 6
járn og náði draumahöggina
öðru sinni á ferli sínum.
Magnús lék á 77 höggum í
gær og komst ekki áfram.
Margir þekktir kylfingar
hafa sigrað á þessu móti og
má þar nefna Sergio Garcia,
Darren Clarke og Jose
Maria Olazabal.
EIN umferð er eftir af deildarleikj-
unum í 1. deild karla í körfuknatt-
leik og mikil spenna er fyrir síðustu
umferðina. Ljóst er hvaða fjögur lið
komast í úrslit og eiga þar með
möguleika á að tryggja sér sæti í
úrvalsdeildinni að ári. Skallagrím-
ur er í efsta sæti með 32 stig en síð-
an koma Fjölnir og Valur bæði með
28 stig og Ármann/Þróttur er með
20 stig í fjórða sæti.
Fjögur efstu liðin mætast í úr-
slitakeppninni, liðið í fyrsta sæti
mætir því sem er í fjórða sæti og lið
númer tvö liði númer þrjú. Það er
því ljóst að Skallagrímur mætir Ár-
manni/Þrótti í tveimur leikjum í
það minnsta og Fjölnir og Valur í
hinum leikjunum. Þau lið sem sigra
í þessum viðureignum leika í úr-
valsdeildinni næsta vetur en leika
síðan hreinan úrslitaleik um sigur í
deildinni.
Fjölnir tekur á móti Skallagrími í
síðustu umferðinni á meðan Vals-
menn fá Selfyssinga í heimsókn.
Nokuð örugg stig þar hjá Val sem
færi þá í annað sætið tapi Fjölnir
stigi og þar með heimaleikjarétt-
inn.
Heimaleikjabarátta
Aðalfundur Fram
Aðalfundur knattspyrnudeildar Fram
verður haldinn mánudaginn 15. mars kl. 20
í íþróttahúsi Fram við Safamýri.
FÉLAGSLÍF
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, RE/MAX-deildin:
Ásgarður: Stjarnan - Fram ..................19.15
Seltjarnarnes: Grótta/KR - HK ...........19.15
Ásvellir: Haukar - ÍR .................................20
Hlíðarendi: Valur - KA ..............................20
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild karla:
Grindavík: ÍG - ÍS..................................19.15
Laugardalsh.: Árm./Þróttur - Þór A. ..19.15
KNATTSPYRNA
Meistarakeppni KSÍ, karlar:
Egilshöll: KR - ÍA ......................................19
Deildabikarkeppni
Neðri deild karla, B-riðill:
Fífan: Númi - Breiðablik ...........................21
Í KVÖLD
KÖRFUKNATTLEIKUR
Haukar – Keflavík 90:88
Ásvellir, Hafnarfirði, úrvalsdeild karla,
Intersportdeildin, fimmtudaginn 4. mars
2004.
Gangur leiksins: 0:7, 3:9, 4:15, 10:16, 16:20,
20:25, 22:27, 27:29, 31:31, 36:35, 40:37,
42:41, 42:49, 44:53, 49:57, 51:65, 63:65,
65:71, 70:73, 74:78, 78:83, 82:86, 88:88,
90:88.
Stig Hauka: Mike Mancier 26, Sævar Har-
aldsson 14, Ottó Þórsson 13, Whitney Rob-
inson 13, Predrag Bojovic 11, Þórður Gunn-
þórsson 11, Sigurður Einarsson 2.
Fráköst: 22 í vörn – 13 í sókn.
Stig Keflavíkur: Derrick Allen 30, Nick
Bradford 30, Fannar Ólafsson 14, Magnús
Gunnarsson 5, Hjörtur Harðarson 3, Arnar
Jónsson 2, Jón Hafsteinsson 2, Sverrir
Sverrisson 2.
Fráköst: 25 í vörn – 13 í sókn.
Villur: Haukar 17 – Keflavík 17.
Dómarar: Erlingur Erlingsson og Björg-
vin Rúnarsson.
Áhorfendur: Um 170.
Tindastóll – Njarðvík 96:99
Íþróttahúsið Sauðárkróki:
Gangur leiksins: 5:3, 9:12, 19:17,
25:25,30:29, 32:31, 38:35, 48:35, 48:42,
48:47, 52:55, 56:59, 58:61, 63:66, 67:68,
70:73, 76:76, 77:80, 82:82, 85:85, 88:89,
92:93, 96:99.
Stig Tindastóls: Nick Boyd 28, Clifton
Cook 24, David Sanders 20, Axel Kárason
15, Svavar Birgisson 5, Óli Barðdal 3, Helgi
Rafn Viggósson 1.
Fráköst: 27 í vörn – 17 í sókn.
Stig Njarðvíkur: Brandon Woudstra 31,
Brenton Birmingham 28, Will Chavis 27,
Páll Kristinsson 6, Friðrik Stefánsson 4,
Halldór Karlsson 3
Fráköst: 27 í vörn – 13 í sókn.
Villur: Tindastóll 23 – Njarðvík 23.
Dómarar: Georg Andersen og Kristinn
Óskarsson.
Áhorfendur: Um 330.
Grindavík – Breiðablik 101:78
Íþróttahúsið Grindavík:
Gangur leiksins: 6:6, 14:13, 23:22, 35:24,
49:33, 59:43, 67:52, 75:58, 82:62, 87:67,
95:73, 101:78.
Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson
25, Darrel Lewis 20, Anthony Jones 16,
Jackie Rogers 14, Davíð Páll Hermannsson
10, Steinar Arason 7, Jóhann Ólafsson 5,
Þorleifur Ólafsson 4.
Fráköst: 25 í vörn – 17 í sókn.
Stig Breiðabliks: Mirko Virijevic 28, Kyle
Williams 20, Loftur Einarsson 13, Þórarinn
Andrésson 6, Ólafur Guðmundsson 6, Ólaf-
ur Long 3, Einar Hannesson 2.
Fráköst: 22 í vörn – 22 í sókn.
Villur: Grindavík 19, Breiðablik 18.
Dómarar: Helgi Bragason og Einar Skarp-
héðinsson.
Áhorfendur: Um 100.
KFÍ – Snæfell 93:90
Íþróttahúsið Ísafirði:
Gangur leiksins: 7:4, 13:14, 23:20, 28:26,
38:28, 49:42, 58:50, 66:57, 71:57, 79:67,
84:80, 91:86, 93:90.
Stig KFÍ: Troy Wiley 29, Bethuel Fletcher
28, Baldur Ingi Jónasson 17, JaJa Bey 11,
Pétur Már Sigurðsson 8.
Fráköst: 30 í vörn – 9 í sókn.
Stig Snæfells: Corey L. Dickerson 44,
Dondrell L. Whitmore 15, Hlynur Bær-
ingsson 13, Sigurður Þorvaldsson 11, Ed-
mund Dotson 3, Andrés M. Heiðarsson 2,
Hafþór I. Gunnarsson 2
Fráköst: 29 í vörn – 14 í sókn.
Dómarar: Leifur Garðarsson og Rögnvald-
ur Hreiðarsson, stóðu sig ágætlega
Áhorfendur: Um 220.
KR – ÍR 114:90
DHL-höllin, Reykjavík:
Gangur leiksins: 2:0, 9:6, 15:6, 22:12, 28:16,
40:24, 40:32, 45:37, 45:44, 48:44, 52:46,
52:51, 60:51, 66:60, 80:65, 86:65, 95:74,
103:83, 114:90.
Stig KR: Joshua Murray 33, Elvan Mims
21, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 18,
Skarphéðinn Ingason 13, Magnús Helga-
son 9, Jesper Sörensen 8, Steinar Kaldal 6,
Baldur Ólafsson 6.
Fráköst: 24 í vörn – 19 í sókn.
Stig ÍR: Maurice Ingram 27, Fannar
Helgason 16, Eugene Christopher 12, Ei-
ríkur Önundarson 10, Ómar Sævarsson 9,
Ryan Leier 6, Kevin Grandberg 6, Ólafur
Þórisson 4.
Fráköst: 20 í vörn – 22 í sókn.
Villur: KR 22 – ÍR 17.
Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson og Guð-
mundur Stefán Maríasson.
Áhorfendur: Um 140.
Þór Þ. – Hamar 83:75
Íþróttamiðstöðin Þorlákshöfn:
Gangur leiksins: 5:5, 13:7, 19:16, 22:21.
23:25, 25:31, 32:35, 36:39. 40:44, 47:46,
54:51, 60:59. 70:63, 72:65, 78:69, 83:75.
Stig Þórs: Robert Dean Hodgson 19, Leon
Brisport 18, Grétar Ingi Erlendsson 15,
Sigurbjörn I Þórðarson 11, Nate Brown 10,
Ágúst Örn Grétarsson 6, Finnur Andrés-
son 4.
Fráköst: 27 í vörn – 18 í sókn.
Stig Hamars: Lárus Jónsson 17, Faheem
Nelson 14, Hallgrímur Brynjólfsson 12,
Marvin Valdimarsson 12, Adrian Owens 8,
Svavar P. Pálsson 8, Bragi Bjarnason 4.
Fráköst: 28 í vörn – 17 í sókn.
Villur: Þór 18 – Hamar 25.
Dómarar: Sigmundur M. Herbertsson og
Karl Friðriksson
Áhorfendur: Um 400
Lokastaðan:
Snæfell 22 18 4 1884:1765 36
Grindavík 22 18 4 2001:1859 36
Keflavík 22 15 7 2170:1942 30
Njarðvík 22 14 8 2027:1885 28
Haukar 22 13 9 1763:1746 26
Tindastóll 22 12 10 2038:1941 24
KR 22 11 11 2015:1939 22
Hamar 22 10 12 1834:1887 20
ÍR 22 6 16 1893:2014 12
KFÍ 22 6 16 1991:2265 12
Þór Þorl. 22 5 17 1844:2051 10
Breiðablik 22 4 18 1792:1958 8
KNATTSPYRNA
Deildabikar karla
Efri deild, A-riðill:
Haukar – Njarðvík ...................................4:1
Goran Lukic 2, Sævar Eyjólfsson 2 – Guðni
Erlendsson.
Staðan:
KA 2 2 0 0 9:2 6
KR 2 1 1 0 6:2 4
Haukar 2 1 0 1 6:5 3
Þór 1 1 0 0 2:1 3
Grindavík 3 1 0 2 6:8 3
Fylkir 2 1 0 1 5:7 3
Víkingur R. 1 0 1 0 1:1 1
Njarðvík 3 0 0 3 4:13 0
Reykjavíkurmót kvenna
Neðri deild:
Þróttur R. – Fylkir....................................3:1
HK/Víkingur – Fjölnir..............................3:2
BLAK
1. deild karla:
Stjarnan – Þróttur R.................................3:1
BORÐTENNIS
Karlalið Íslands í borðtennis tapaði fyrir
landsliði Malasíu í gær á HM í Katar, 2 :3.
Guðmundur E. Stephensen sigraði Choo
Sim Guam 3:0 , Markús Árnason tapaði fyr-
ir Shakrn, 1:3, í þriðja leik tapaði Matthías
Stephensen fyrir Chan Koon Wah 0:3, Guð-
mundur sigraði Chan Koon Wah 3:0, og
Matthías tapaði fyrir Guam 0:3.
Leikur Tindastóls og Narðvíkurhófst með sannkallaðri flug-
eldasýningu, þar sem leikinn var
mjög hraður og
skemmtilegur bolti
og liðin skiptust á að
skora og hittni
beggja liða var ágæt,
hvort sem var inni í teig eða utan
þriggja stiga línunnar. Um það bil
helmingur stiga liðanna var skorað-
ur úr þriggja stig skotum og voru
þeir Nick Boyd og Clifton Cook iðn-
astir við kolann hjá heimamönnum
en Brandon Woudstra, Brenton
Birmingham og Will Chavis hjá
gestunum, og höfðu heimamenn eins
stigs forystu eftir þennan leikhluta.
Eftir hálfleikshlé léku Njarðvík-
ingar mun betri vörn en áður og
náðu heimamenn ekki að skora stig
fyrstu fjórar mínúturnar en gestirn-
ir breyttu stöðunni sér í hag 48:50 og
tóku þá heimamenn leikhlé. Nú jafn-
aðist leikurinn en Njarðvíkingar
höfðu lengstum frumkvæðið, en
náðu þó aldrei að skapa sér neitt
svigrúm. Þrjú stig skildu liðin við lok
þriðja hluta.
Þegar í fyrstu sókn jafnaði Sand-
ers með fallegri þriggja stiga körfu
og þennan leikhluta skiptust liðin á
að hafa frumkvæðið og munaði aldr-
ei nema þrem stigum. Þegar örfáar
sekúndur voru til loka og staðan var
75:76 og heimamenn með boltann
var brotið á Cook, og skoraði hann
úr öðru skotinu og jafnaði
Nú var barist um hvern bolta en
einnig ljóst að leikmenn voru orðnir
þreyttir og því meira um mistök,
frumkvæðið var Njarðvíkinganna en
Tindastólsmenn jöfnuðu jafnharðan
og enn var jafnt 85:85. Ljóst var að
gestirnir ætluðu þeim Woudstra og
Birmingham að klára leikinn og léku
eingöngu upp á að þeir næðu að
skora, enda fór svo eftir gífurlega
baráttu að sigurinn var gestanna.
Þórsarar falla með sæmd
Þór Þorlákshöfn sigraði HamarHveragerði sannkölluðum
grannaslag, 83:75. Það var mikil bar-
átta í leiknum frá
upphafi til enda og
hvorugt liðið sætti
sig við það að tapa.
Þórsarar mætti
mjög vel stemmdir og byrjuðu leik-
inn af miklum krafti og náðu um
miðjan fyrsta fjórðung sex stiga for-
ustu en gestirnir voru ekki á því að
gefast upp og settu miður hverja
þriggja stiga körfuna af annarri og
fór þá Hallgrímur Brynjólfsson,
fyrrum Þórsari, mikinn bæði í vörn
og sókn. Jafnræði var á með liðunum
í þriðja fjórðungi en heimamenn
unnu þá upp muninn og náðu eins
stigs forskoti 60:59.
Heimamenn hófu síðasta fjórð-
unginn með gífurlegum krafti og nú
skildi leikurinn kláraður með stæl
og náðu þeir mest ellefu stiga for-
skoti um miðjan fjórðunginn og réðu
gestirnir ekki við þann mun þó að
þeir reyndu hvað þeir gátu og verð-
ur ekki um þá sagt annað en þeir
hafi barist eins og ljón en réðu ekki
við fríska Þórsarana sem unnu sann-
gjarnan sigur, 83:75.
„Það er vissulega ljúft að vinna
Hamar en það skyggir á að hafa fall-
ið um deild. Það þýðir ekki að gráta
Björn bónda nú er að safna liði og
taka stefnuna á að vinna sig strax
upp aftur,“ sagði Kristinn Kristins-
son formaður Þórs.
KFÍ lagði deildarmeistarana
Ísfirðingar bundu enda á sigur-göngu Snæfellinga í gær með
góðum sigri, 93:90 í Jakanum á Ísa-
firði. Fyrir leikinn
var vitað að þessi
leikur skipti hvorugt
liðið máli, Ísfirðing-
ar búnir að tryggja
sæti sitt í úrvalsdeild og áttu ekki
möguleika á að komast í úrslita-
keppnina og Snæfellingar búnir að
tryggja sér deildarmeistaratitilinn.
Í öðrum leikhluta var Corey L.
Dickerson maður vallarins og
stjórnaði liði sínu vel en átti erfitt
með að koma boltanum ofan í körf-
unna. Í þriðja leikhluta voru það
Bethuel Fletcher og Corey L. Dick-
erson sem að voru bestu menn vall-
arins en þeir stjórnuðu liðum sínum
af mikilli ákveðni og skoraði sá síðar
nefndi 44 stig í leiknum. JaJa Bey
tryggði heimamönnum svo sigurinn
með vítaskoti og sigurinn í höfn,
93:90.
,,Mér fannst dómararnir dæma
erfiðan leik og gerðu jafnmörg mis-
tök á bæði lið, sagði Hrafn Krist-
jánsson, þjálfari KFÍ. ,,Markmið
liðsins var að halda sér uppi og það
tókst sagði hann aðspurður hvort
hann væri sáttur við tímabilið að
hálfu KFÍ.
Öruggur sigur Grindavíkur
Það var aldrei spurning um þaðhvorum megin sigurinn lenti í
Grindavík, þegar heimamenn í tóku
á móti Blikum og
unnu öruggan sigur,
101:78. Blikarnir
byrjuðu ágætlega,
en eftir fyrsta leik-
hluta, sem var jafn, settu Grindvík-
ingar í gírinn með nýjan liðsmann,
Anthony Jones, innanborðs. Hann
féll vel inn í leik Grindavíkurliðsins,
sem sást best á því að leikur liðsins
tók stakkaskiptum.
Bestir í liði Grindvíkinga voru þeir
Davíð Páll Hermannsson og Páll Ax-
el Vilbergsson, en hjá Blikum var
Mirko Virijevic allt í öllu – besti
maður vallarins.
„Hvorugt liðið hafði að einhverju
að keppa en við vorum þó ákveðnir í
að fá eitthvað út úr leiknum. Mér líst
vel á Jones hjá okkur. Hann er bæði
lipur og sérlega duglegur, þannig að
ég er sáttur við hans framlag,“ sagði
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari
Grindvíkinga.
Tvíframlengt
í „Síkinu“
NJARÐVÍK hafði betur gegn Tindastól í úrvalsdeild karla í körfu-
knattleik í gær, 99:96, en tvívegis þurfti að framlengja leikinn. Á
Ísafirði lögðu heimamenn Snæfell, Þór kvaddi deildina með sigri á
grannaliðinu Hamri og í Grindavík lét Anthony Jones að sér kveða í
fyrsta leik sínum með liðinu.
Björn
Björnsson
skrifar
Jón
Sigurmundsson
skrifar
Gunnar Atli
Gunnarsson
skrifar
Garðar
Vignisson
skrifar