Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 9 Bankastræti 14, sími 552 1555 Ný sending af sportlegum fatnaði frá Í sólina Stutterma og ermalausir bolir Stuttbuxur - kvartbuxur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Úrval af buxum Síðar og kvart, str. 36-56 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 FRÁBÆRIR TILBOÐSDAGAR VERSLUNIN PAUL & SHARK Bankastræti 9, sími 511 1135 BUXUR - TOPPAR - BOLIR Try Me buxur í 5 sniðum Hallveigarstíg 1, s. 588 4848 Nýjar vörur Útsala Góðar yfirhafnir enn meiri lækkun - síðustu dagar Mörkinni 6, sími 588 5518. Veltu þér ekki upp úr vandamálunum. Finndu lausnir. Taktu þér tíma. Námskeið byrjar 8. mars og stendur í fjögur mánudagskvöld milli kl. 17.30 og 19. Kvennakirkjan, Laugavegi 59, sími 551 3934. VERTU ÞÚ SJÁLF! HELGI Ágústsson, sendiherra Ís- lands í Bandaríkjunum, opnaði sl. mánudag kynningu á íslenskum mat í höfuðstöðvum Alþjóðagjald- eyrissjóðsins í Washington. Kynn- ingin, sem stendur í einn mánuð, er samstarfsverkefni Iceland Sea- food, Iceland Naturally og Ara- mark, sem rekur alla veitingastaði í byggingu Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. Auk sjávarafurða verður boðið upp á íslenskt vatn frá Iceland Spring Water. Í veitingastöðum Aramark í byggingunni eru af- greiddir um fjögur þúsund máls- verðir á dag. Þetta er þriðja kynningin á ís- lenskum mat sem Iceland Seafood, Iceland Naturally og Aramark standa að í sameiningu á und- anförnum mánuðum. Undirbúningur og framkvæmd er í höndum Iceland Seafood og aðalræðisskrifstofu Íslands í New York fyrir hönd Iceland Naturally. Kynning á íslenskum mat hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum Ljósmynd/Pétur Óskarsson Á myndinni eru frá vinstri: Christopher Burr, framkvæmdastjóri veit- ingastaða Aramark í höfuðstöðvum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, Johnnie Khaoung, yf- irkokkur Aramark, og Chuck Spencer, sölustjóri Iceland Seafood. BREYTT fyrirkomulag í raforku- málum hefur almennt ekki leitt til umtalsverðra hækkana á raforku- verði hjá öðrum Norðurlandaþjóð- um. Þetta kom m.a. fram á málstofu sem Orkustofnun stóð fyrir í vikunni í tengslum við fund norrænna eftirlits- aðila með raforkumálum. Þorkell Helgason orkumálastjóri stýrði umræðum á málstofunni og að hans sögn kom skýrt fram hjá frum- mælendum að raforkuverð til fyrir- tækja hefði lækkað og verðið lækkað minna, staðið í stað eða hækkað lítils- háttar í einhverjum tilvikum til al- mennra notenda. Síðan hefðu ýmsar ytri aðstæður haft áhrif á verðið, s.s. eldsneytisverð, skattlagning og vatnsbúskapur, sem yllu sveiflum á markaði. Norrænir eftirlitsaðilar með raf- orkugeiranum hafa nýlega stofnað með sér samtök (FNER), en fyrir eru evrópsk samtök af sama tagi. Þorkell segir að norrænu samtökin hafi hist hér á landi til að bera saman gjaldskrár og annað fyrirkomulag á flutningi og dreifingu raforku á Norðurlöndum. Mikilvægt hafi verið að fá þetta inn í umræðuna hér á landi vegna nýrra raforkulaga og kynnast reynslu nágrannaþjóðanna. „Það sem fram kom á málþinginu styrkir okkur í þeirri trú að við séum í takt við aðrar Norðurlandaþjóðir, bæði hvað varðar þá löggjöf sem við erum að innleiða og hvernig við ætl- um sem eftirlitsstofnun að framfylgja lögunum,“ segir Þorkell og bendir á að fyrirkomulagið hér á landi sé að miklu leyti að norskri fyrirmynd. Þorkell segir að í Svíþjóð og Finn- landi hafi eftirlitið falist í því að taka á kærum frá neytendum en í Noregi og Danmörku, auk Íslands með gildis- töku breyttra raforkulaga, sé eftirlit- ið meira fyrirbyggjandi með fyrir- fram settum starfsreglum og skömmtuðum tekjum. Þetta fyrir- komulag sé meira að ryðja sér til rúms, m.a. vegna þrýstings frá Evr- ópusambandinu. Svíar og Finnar muni færa sig að því fyrirkomulagi sem tíðkist á hinum vestari Norður- löndum. Lítill hluti háður samkeppni Að sögn Þorkels kom einnig fram að samkeppnin, sem hefur verið inn- leidd á Norðurlöndunum, nái aðeins til hluta af endanlegu verði raforku til notenda hennar, þ.e. til framleiðslu- og söluþáttarins. Afgangurinn eru sérleyfisþættir, þar sem samkeppni verður ekki við komið. Til viðbótar séu lagðir á sérstakir orkuskattar, sem ekki er gert hér á landi. „Menn spyrja sig þeirrar spurn- ingar af hverju Evrópusambandið er að reyna að koma á samkeppni í raf- orkusölu þegar að í ljós kemur að samkeppnin snúist um lítinn hluta af orkureikningunum. Því er annars vegar til að svara að þessi litli hluti er miklu stærri hjá fyrirtækjum en fyrir almenning og í sölu til fyrirtækjanna er samkeppnin virk. Þá fannst mér skýrt koma fram hjá hinum, sem hafa meiri reynslu en við, að þetta þýðir að hið opinbera eftirlit verður að vera vandað og markvisst og þrýsta á fyr- irtækin í flutningi og dreifingu um hagræðingu,“ segir Þorkell og bendir á að Svíar hafi búið til tölvulíkan af rekstri dreifingarfyrirtækis á raf- orku. Hægt sé að setja staðhætti inn í líkanið sem reikni síðan út hver eigi að vera eðlilegur kostnaður við dreif- ingu á viðkomandi veitusvæði. Þann- ig fáist samanburður. Um nokkurs konar sýndarsamkeppni sé að ræða sem raunveruleg fyrirtæki geti „keppt við“. Norrænir eftirlitsaðilar í raforkumálum á fundi hér á landi Verð ekki hækkað með breyttu fyrirkomulagi LÆGSTA verð í sjálfsafgreiðslu eða sjálfsölum á 95 oktana bensíni og díselolíu sem neytendum stend- ur til boða á höfuðborgarsvæðinu er hvergi það sama hjá olíufélögunum skv. verðskrám á vefsíðum félag- anna í gær. Sjálfsafgreiðsluverð á sölustöðv- um Orkunnar á 95 oktana bensíni er 92,40 kr. lítrinn. Lítrinn af díselolíu kostar 34,80 kr. hjá Orkunni. Verðið er örlitlu hærra hjá Atl- antsolíu en á sölustöðum félagsins við Óseyrarbraut í Hafnarfirði og við Kópavogsbraut kostar lítrinn af 95 oktana bensíni 92,50 kr. og 35 kr. lítrinn af díselolíu. Lægsta verð á 95 oktana bensíni sem boðið er á einni af sjálfsaf- greiðslustöðvum ÓB við Háaleiti er 93,30 kr. lítrinn en á öðrum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu er verðið 93,50 kr. Lítrinn af díselolíu kostar 35,90 kr. á flestum sölustöðum. Algengasta sjálfsafgreiðsluverð á 95 oktana bensíni á útsölustöðvum Esso er 94,70 lítrinn en boðið er lægra verð á Esso express-stöðvum á Salavegi, Hæðarsmára, Smára- lind og í Vatnagörðum eða 93,50 kr. lítrinn og þar kostar díselolían 35,90 kr. Hækkuðu eldsneytisverð eftir mánaðamótin Hjá Olís er bensínverð, bæði í sjálfsafgreiðslu og með fullri þjón- ustu, breytilegt eftir stöðvum á höf- uðborgarsvæðinu og á er bilinu 93,70–95 kr. lítrinn af 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu, lægst er í Mjódd, 93,70 lítrinn. Lægsta verð á díselolíu sem í boði er á stöðvum fé- lagsins er 36,40 kr. lítrinn. Hjá Skeljungi er sjálfsafgreiðslu- verðið það sama á öllum útsölustöð- um á höfuðborgarsvæðinu eða 94,70 lítrinn af 95 oktana bensíni og 37,10 kr. á díselolíunni skv. verðlista. Olíufélagið hækkaði verð á elds- neyti um eina krónu á öllum ESSO- og ESSO Express-stöðvum á land- inu sl. mánudag og á þriðjudag breyttist einnig verð á bensíni og dí- sel hjá Skeljungi. Verð á 95 oktana bensíni í fullri þjónustu eftir hækk- unina hjá báðum félögunum er 100,70 og verð á díselolíu með fullri þjónustu er 43,10 kr. Eldsneytis- verð breyttist einnig hjá Olís eftir mánaðamótin en er breytilegt eftir stöðvum eins og áður segir og er verð á 95 oktana bensíni með fullri þjónustu yfirleitt um 4 kr. hærra á lítrann en verð sem boðið er í sjálfs- afgreiðslu á hverri stöð skv. upplýs- ingum félagsins. Engar breytingar urðu á eldsneytisverði um mánaða- mótin hjá Atlantsolíu. Sjálfsafgreiðslur olíufélaganna á höfuðborgarsvæði Félögin eru hvergi með sama lágmarksverðið AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.