Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. www.sveit.is erlenda r sÉrferÐ ir HÖNNUN rafskautaverksmiðju í landi Kataness í Hvalfirði er nánast lokið og vinna við gerð umhverf- ismats og tilboða í vélbúnað langt komin. Skipulagsstofnun hefur sam- þykkt matsáætlun á umhverfisáhrif- um og búist við að matsskýrsla verði tilbúin í vor. Fram kom á alþjóðlegri ál- og orkuráðstefnu hér á landi í gær að vonir stæðu til að hefja framleiðslu í lok árs 2006 en að sögn fram- kvæmdastjóra KAPLA hf., félags sem vinnur að undirbúningi verk- smiðjunnar, ættu öll leyfi að vera komin í hús í lok þessa árs og fram- kvæmdir gætu hafist á næsta ári. Áður hafði þýska fyrirtækið RAG Trading hætt þátttöku í verkefninu en KAPLA hélt því áfram. Eigendur félagsins eru flestir starfsmenn svissneska fyrirtækisins R&D Carbon og fyrrverandi yfir- menn hjá Alusuisse, stofnanda ál- versins í Straumsvík. Framkvæmda- stjórinn, Age J. de Vries, sagði við Morgunblaðið að undirbúningurinn gengi vel og nú væri verið að leita fleiri fjárfesta til að koma að verk- efninu. Búið væri að ræða við álfyr- irtækin Alcan, Norðurál og Alcoa og þar hefðu viðbrögð verið jákvæð. Sagðist de Vries vera bjartsýnn á að rafskautaverksmiðja ætti eftir að rísa við Katanes. Fram hefur komið í blaðinu að stjórnvöld styðja gerð umhverfismats en fjárfesting í verk- smiðju sem þessari er upp á 17 millj- arða króna og gæti hún skapað um 140 störf. Meðal frummælenda á ráðstefn- unni í gær var Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. Hann sagði Landsvirkjun líta svo á að enn væri rúm fyrir eitt nýtt álver hér á landi á næsta áratug, frá 2012 til 2020, og ef ekkert yrði af fyrirhug- aðri stækkun Alcan í Straumsvík gæti fyrsti áfangi nýs álvers risið næsta áratuginn. Friðrik sagði Ís- lendinga standa frammi fyrir tveim- ur kostum, að láta staðar numið í nýtingu orkugjafa til stóriðju til að ógna ekki stöðugleika í efnahagslífi eða að nota þá hreinu og endurnýj- anlegu orku sem landið hefði upp á að bjóða. Spurning væri hvort Ís- lendingar gætu setið hjá. Hönnun á rafskautaverksmiðju að ljúka Líkan af Katanesverksmiðjunni.  Rúm fyrir/34–35 SVARTIR svanir eru sjaldgæf sjón hér á landi en þessi sást á svamli á tjörnunum við Fagradal í Mýr- dal síðdegis í gær. Á Vísindavef HÍ segir að sex tegundir núlifandi svana séu þekktar, fjórar á norðurhveli jarðar og tvær á suðurhveli og allar séu þær gráleitar á fyrsta ári. Norðlægu tegund- irnar verði alhvítar á fiður eftir það en í sunn- anverðri S-Ameríku sé að finna svanstegund sem er svört um höfuð og háls en hvít að öðru leyti og í Ástralíu tegund sem er svört að lit á hausi, háls og bol, en vængirnir hvítir, líkt og fuglinn sem hér um ræðir. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Á svamli við Fagradal VONAST er til að formlegur samning- ur milli Flugmálastjórnar og Lands- símans um kaup Flugmálastjórnar á fjarskiptamiðstöðinni í Gufunesi af Landssímanum geti legið fyrir eftir nokkrar vikur. Að sögn Heimis Más Péturssonar hjá Flugmálastjórn var að tillögu sam- gönguráðherra samþykkt í ríkisstjórn heimild til Flugmálastjórnar til að stofna hlutafélag um kaup á fjarskipta- miðstöðinni í Gufunesi af Landssíman- um. Formlegur samningur milli Símans og Flugmálastjórnar liggur þó ekki fyrir en Heimir Már segir að vonast sé til að hann klárist á næstu vikum. Ekki sé stefnt að öðru en að fjarskiptamið- stöðin verði áfram í Gufunesi Þá segir Heimir Már þessu nýja fé- lagi vera heimilt að stofna til viðræðna við flugmálayfirvöld á Írlandi um sam- starf í fjarskiptaþjónustu. „Þegar er búið að rita undir viljayfirlýsingu um samstarf sem mun leiða til þess að þetta nýja félag mun sinna ákveðnum verkefnum fyrir írsku flugmálastjórn- ina við stjórn flugumferðar yfir Atl- antshafið með langbylgjufjarskiptum.“ Flugmála- stjórn kaupi Gufunes- stöðina SJÓMAÐUR af netabátnum Fylki KE 102 drukknaði í gærmorgun er hann féll útbyrðis við netalögn eina sjómílu norðaustur af Keil- isnesi. Sjómenn af nærstöddum báti, Ósk KE, komu til aðstoðar við að ná manninum úr sjónum og var hann þá meðvitundarlaus. Sigldu þeir með hann til Keflavíkur og reyndu lífgunartilraunir á leiðinni sem báru ekki árangur. Við komuna til Keflavíkur fór læknir um borð í bátinn og úrskurðaði mann- inn látinn. Að sögn lögreglunnar í Keflavík voru tveir menn á Fylki KE, sem er 11 tonna bátur. At- vikið varð klukkan 11.50 og var komið með manninn til Keflavíkur klukkan 12.30. Loftskeytastöð Reykjavíkur tilkynnti at- burðinn til Landhelgisgæslunnar sem fylgd- ist með framvindu mála en ekki var talin ástæða til að senda björgunarþyrlu á vett- vang vegna nálægðar slysstaðar við land. Lögreglan í Keflavík rannsakar tildrög slyss- ins. Hinn látni var á sjötugsaldri. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu. Sjómaður féll útbyrðis og drukknaði SÁTTAFUNDUR milli forsvars- manna Heilsugæslunnar í Reykja- vík og formanna stéttarfélaga fyrr- verandi starfsmanna heimahjúkr- unar verður haldinn í dag. Til fundarins var boðað í gær að frum- kvæði stéttarfélaganna. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Elsa B. Frið- finnsdóttir, hitti hjúkrunarfræð- inga sem hætt hafa störfum við heimahjúkrun á fundi í gær þar sem farið var yfir stöðuna. Síðdegis í gær hittust svo forsvarsmenn allra stéttarfélaganna sem hlut eiga að máli, Kristín Á. Guðmunds- dóttir, formaður Sjúkraliðafélags- ins, og Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB, auk Elsu. Eftir þann fund var ákveðið að fara þess á leit við forsvarsmenn Heilsugæslunnar að komið yrði á sáttafundi í deilunni um akstursgreiðslur starfsmanna heimahjúkrunar. Heimahjúkrun hefur verið í uppnámi á höfuðborg- arsvæðinu eftir að 37 starfsmenn hættu störfum sl. mánudag. Álag á þá starfsmenn sem eftir eru er mik- ið og því er vonast til að deilan leys- ist fljótt. Heimahjúkrunardeila Sátta- fundur boðaður NÝRNAVEIKI hefur komið upp í fjórum seiðaeldisstöðvum hér á landi síðastliðið miss- eri og hefur þurft að farga hundruðum þús- unda seiða af þeim sökum. Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma, telur að ekki skýr- ist endanlega fyrr en í sumarbyrjun hvort frekara smit finnst í stöðvunum, en náið er fylgst með þeim seiðum sem enn eru þar. Hann segir að gripið hafi verið til allra var- úðarráðstafana strax og telur ekki líkur á að smit komi upp í fleiri stöðvum. Gísli sagði að smitið hefði komið upp í ágúst í fyrra og þeir hefðu verið að glíma við það í vetur. Smitkveikjan væri villt seiði úr Eystri- Rangá og hefði veikin fyrst komið upp í seiða- eldisstöðinni Fellsmúla í Landsveit, en seiðin hefðu áður verið í stöðinni á Hallkelshólum. Þar hefði frá árinu 2000 verið villtur fiskur úr Rangánum, en í fyrrasumar hefði allur fiskur þar, sem ekki hefði verið sleppt út, verið færð- ur yfir í Fellsmúla og að Laugum í Landsveit. Gísli sagði að nýrnaveikin væri lúmskur sjúkdómur og meðgöngutíminn langur eða allt að nokkrir mánuðir og því hefðu þeir haft var- ann á sér vegna þessa. Um hefði verið að ræða lítinn hóp sýktra seiða úr Eystri-Rangá. Þau hefðu verið í nánu sambýli við seiði úr Breið- dalsá og seiði úr Hrútafjarðará og það hefði komið á daginn að þau hefðu einnig verið sýkt. Þurft hefði að farga öllum seiðunum úr Breið- dalsá um áramótin og seiðunum úr Hrúta- fjarðará hefði verið fargað núna í vikunni. Gísli sagði að allt hefði verið drepið niður í stöðinni á Hallkellshólum í fyrrahaust til ör- yggis og sótthreinsað og þar væri starfsemi aðeins að hefjast aftur. Þá hefði komið í ljós að fiskur hefði farið norður í land í Silfurstjörn- una. Komið hefði í ljós að hann hefði verið sýktur og væri búið að farga honum. Gísli sagði að stöðvarnar sem verst hefðu orðið úti í þessum efnum væru stöðvarnar á Fellsenda og á Laugum. Það þyrfti til dæmis að farga öllum seiðum á Laugum og það væru seiði sem hefðu átt að fara í Eystri-Rangá í sumar, eitthvað á fjórða hundrað þúsund seiði. Landlæg í villtum laxi Nýrnaveiki er landlæg hér í villtum laxa- stofnum og hefur komið upp öðru hverju í fiskeldisstöðvum hér á landi síðustu áratug- ina. Gísli sagði að um 700 villtir klaklaxar hefðu verið teknir í vetur og kreistir og sýni tekin úr þeim öllum. Fjórar hrygnur hefðu reynst sýktar af nýrnaveiki, þrjár úr Eystri-Rangá og ein úr Ytri-Rangá, og hefði hrognunum frá þeim verið hent. „Það er afar sjaldan að við fáum þessa veiki í fiskeldisstöð, en þegar það kemur upp er smitkveikjan úr villta fiskinum,“ sagði Gísli. Hann sagði að þær stöðvar sem fengjust við seiðaeldi væru alltaf í einhverri hættu þar sem smitið væri viðvarandi í náttúrunni. Nýrnaveiki í fjórum seiðaeldisstöðvum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.