Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 35 MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 1. mars var haldinn athyglisverður fundur á veg- um Félags kvikmyndagerðarmanna (FK) þar sem skipst var á skoðunum um innlenda dagskrárgerð Sjónvarpsins við tvo fulltrúa þess, Bjarna Guðmundsson fram- kvæmdastjóra og Rún- ar Gunnarsson dag- skrárstjóra innlendrar dagskrárdeildar. Sam- koman var merkileg ekki síst fyrir það að þetta var í fyrsta skipti í mjög langan tíma (ef undan er skilinn ágæt- ur FK-fundur sem Rúnar sótti á sl. ári) þar sem opin og hreinskiptin umræða fór fram milli kvikmyndagerðarmanna og fulltrúa Sjónvarpsins um innlenda dag- skrárgerð; markmið Sjónvarpsins og leiðir til að efla hana. Of lengi hafa aðilar dvalist í skot- gröfunum og sent hvor öðrum tóninn þegar þessi mál ber á góma. Á öðrum kantinum hafa kvikmyndagerð- armenn gagnrýnt ráðstöfun fjár til innlendrar dagskrárgerðar og viljað auka það, ekki síst með vísan til menningarhlutverks Ríkisútvarpsins. Á hinum kantinum hefur forsvars- mönnum RÚV oft fundist ómaklega vegið að störfum sínum og að skilning skorti á þeim margháttuðu skyldum sem RÚV þarf að uppfylla. Hagsmunir fara saman Fundurinn á mánudagskvöldið, sem haldinn var á veitingahúsinu Jóni forseta við Aðalstræti, var einnig sögulegur í þeim skilningi að í ljós kom með skýrum hætti að markmið Sjónvarpsins og kvikmyndagerð- armanna fara saman þegar kemur að málefnum innlendrar dagskrárgerð- ar. Báðir aðilar telja að Sjónvarpið eigi að standa að fjölbreyttri innlendri dagskrá. Í stuttu máli: málsaðilar eru samherjar, ekki mótherjar. Enn gleðilegra er svo að allt fer þetta saman við vilja og hagsmuni ís- lenskra sjónvarpsáhorfenda. Skógurinn og trén Ágreiningur virðist hins vegar nokkur um leiðir að markmiðinu. Það er vissulega skiljanlegt en þarf ekki að leiða til þess að upp komi vík milli vina. Byggja verður frekar á því upp- byggilega samtali sem hafið er. Ljóst er að stjórnendur Sjónvarps- ins þurfa að taka tillit til margra þátta varðandi starfsemina og spila að auki innan afar þröngs fjárhags- ramma þegar miðað er við þær skyld- ur sem lagðar eru á stofnunina í út- varpslögum. Slíkt er ekki auðvelt hlutskipti og aldrei verður hægt að gera öllum til hæfis – líklegra er að menn finni sig oftar í þeirri stöðu að hafa alla óánægða, bara mismikið. Kvikmyndagerðarmenn einbeita sér hins vegar eðli málsins samkvæmt að einum þætti starfseminnar – þeim allra mikilvægasta fyrir íslenskt sjón- varp, þ.e. innlendri dagskrá. Það er hins vegar til marks um hversu flókið og fjölþætt batterí ríkissjónvarp er, að þessi tiltekni þáttur skiptist svo í marga undirflokka þar sem tekist er á um áherslur og jafnvel einstök verkefni enda afkoman stundum í húfi. Þannig geta hagsmunir rekist á í hita leiksins og mönnum hættir til að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Þetta á reyndar við um báða aðila. Í grein í Morgunblaðinu hinn 2. mars sl. segir Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri kvikmyndagerðarmenn sundurleitan hóp með ólík sjónarmið. Er það svo þegar betur er skoðað? Hann stillir upp fjórum flokkum kvikmyndagerðarmanna sem hafi regluleg samskipti við Sjónvarpið. Í þeim fyrsta er að finna metnaðarfulla framleiðendur kvikmynda sem vilja að Sjónvarpið komi að fjármögnun verkefna sinna. Í öðrum flokknum er að finna nýliða sem falbjóða verk eða hugmyndir og standa sumir sig vel en aðrir síður. Þá nefnir hann til sögu flokk kvikmyndagerðarmanna sem tekst ekki af ýmsum ástæðum að fjármagna verk sín en Sjónvarpið bindi fé í vilyrðum til þessara aðila. Að síðustu eru svo dúx- arnir, þeir sem skili jafnan metnaðarfullum og vel unnum verkum. Markús gefur í skyn að heppilegast væri að ein- beita sér að síðast- nefnda hópnum en þó segir hann mikilvægt „að jafnfræðisreglu og réttsýni í þágu sem flestra sé gætt við út- deilingu þeirra tak- mörkuðu fjármuna sem úr er að moða“. Undir tilvitnunina skal heils hugar tekið. Íslenskir kvikmynda- gerðarmenn draga tel ég almennt ekki í efa að Markús og aðrir yf- irmenn Sjónvarpsins hafi þessi sjón- armið að leiðarljósi í starfi sínu eftir fremsta megni. Umrædd tilvitnun vísar til mikilvægis fjölbreytninnar og þar liggur kjarni málsins. Sé lík- ingin um skóginn og trén notuð áfram standa þessir hópar sem Markús fjallar um, sem og einstakir kvik- myndagerðarmenn, fyrir mismun- andi tré – sem saman mynda skóg. Skógurinn í heild sinni þarf frjóan svörð eigi hann að þrífast. Áður en ég kem að því hvernig það gæti orðið vil ég tæpa á nokkrum at- riðum í annars ágætri grein útvarps- stjóra. Samanburður við BBC Markús segir samanburð við BBC út í hött enda ráðstafi sú stofnun ár- lega jafngildi fjárlaga íslenska rík- isins í rekstur sinn. Hér gætir mis- skilnings. Þegar RÚV og BBC eru bornar saman er verið að vísa í hlut- verk og skyldur. Báðar eru sjón- varpsstöðvar í almannaþágu og starfa því eftir sambærilegum grundvall- arsjónarmiðum, sem felast m.a. í því að leggja rækt við menningu, sögu og tungu á sem fjölbreyttastan máta, vera vettvangur lýðræðislegrar um- ræðu og gæta óhlutdrægni í hvívetna, m.a. í fréttaflutningi. RÚV bendir t.d. ekki ósjaldan á að það njóti trausts þjóðarinnar í fréttaflutningi – líkt og BBC nýtur um heim allan. Þá er BBC sömuleiðis sérlega traustvekjandi merki á sviði annarrar dagskrár. Af hverju skyldi samanburðurinn ekki ná þangað líka? RÚV var á sínum tíma lögð upp sem sambærileg stofn- un og BBC og Danmarks Radio. Samanburðurinn við BBC snýst um að bjóða sambærilegt dagskrár- inntak, ekki að jafna dagskrár- mínútur og enn síður dagskrárfé. Og dagskrárlegt inntak BBC felst fyrst og fremst í innlendu efni. Starfsfólk Sjónvarps virt að vettugi? Þá segist Markúsi mislíka ákaflega hve hlutur starfsfólks Sjónvarpsins sé virtur að vettugi í umræðunni. Undir þetta er engan veginn hægt að taka. Flestir starfsmenn Sjónvarps- ins tilheyra kvikmynda- og sjón- varpsgeiranum. Þetta eru félagar okkar í bransanum. Engum blöðum er um það að fletta að innan stofn- unarinnar starfa afar hæfir ein- staklingar sem vinna um margt prýð- isgott íslenskt sjónvarpsefni. Markús segir kvikmyndagerðarmenn einnig hafa talað ógætilega með því að halda því fram að Sjónvarpið eigi ekki að hafa húsnæði, tæki og starfslið til eig- in dagskrárgerðar. Hér er einnig ákveðinn misskiln- ingur á ferðinni. Þessar hugmyndir og fleiri snúast í raun um markmið og tilgang stofnunarinnar. Verið er að velta upp ýmsum hugmyndum sem m.a. eru byggðar á vísunum í reynslu og starfshætti annarra sjónvarps- stöðva í almannaþágu. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að velta því fyrir sér á hverjum tíma hvernig RÚV þjóni sem best markmiðum sínum sem stofnun í almannaþágu. Að tak- ast á um ýmsar hugmyndir í þá veru getur, ef vel er á haldið, orðið til þess að skerpa sýnina á hlutverk RÚV í samfélaginu. Sýn á framtíðina Brýnt er að umræðan snúist ekki fyrst og fremst um smáatriðakryt og þjark um krónur hér og aura þar, heldur beinist fyrst og fremst að hin- um stóru málum. Hvernig getur Sjónvarpið sinnt sem best því meg- inhlutverki sínu að færa áhorfendum vandaða og fjölbreytta innlenda dag- skrá? Í þeim efnum verða stjórnvöld og RÚV, auk kvikmyndagerð- armanna og annarra listamanna, að taka höndum saman og lyfta menn- ingarlegu grettistaki. Á fyrrnefndum fundi FK benti Rúnar Gunnarsson á að taka þyrfti pólitíska ákvörðun um að veita stór- aukið fé til gerðar leikins sjónvarps- efnis. Undir þetta skal tekið, enda hníga að þessu fjölmörg menning- arleg rök. Einnig er mikilvægt að Sjónvarpinu verði gert kleift að koma að gerð annars konar efnis með mun hærra þátttökuhlutfalli en verið hef- ur. Það gengur ekki til lengdar að byggja íslenska kvikmyndagerð á því að framleiðendur dagskrárefnis nið- urgreiði verk sín að stórum huta, eins og staðan hefur verið um langa hríð. Gera þarf samning til nokkurra ára milli framleiðenda og ríkisvalds um uppbyggingu Sjónvarpssjóðs í áföng- um, þar sem byggt verður á þeim upplýsingum sem fram koma í ítar- legri skýrslu Aflvaka frá árinu 2002 um stöðu leikins sjónvarpsefnis. Efl- ing slíks sjóðs myndi ekki aðeins valda byltingu í gerð leikins sjón- varpsefnis heldur einnig færa mikla peninga inn í landið og skapa fjöl- mörg ný störf. Að auki vil ég leyfa mér að fullyrða að ekkert sé því til fyrirstöðu að íslenskir kvikmynda- gerðarmenn geti gert leikið íslenskt sjónvarpsefni að öflugri útflutnings- vöru. Danir og Svíar hafa náð miklum árangri á þessu sviði á undanförnum árum með markvissum stuðningi rík- isins. Þó að það yrði á minni skala höfum við alla burði til að gera slíkt hið sama. Einnig mætti hugsa sér að RÚV gerði nokkurs konar sáttmála við stjórnvöld, t.d. til tíu ára í senn, líkt og raunin er með BBC. Í slíkum sátt- mála yrði meðal annars kveðið á um skyldur stofnunarinnar gagnvart framboði hvers kyns innlends sjón- varpsefnis, leiknu sem öðru, auk þess sem gert yrði ráð fyrir ákveðu fram- lagi ár hvert til bíómynda líkt og flestar evrópskar stöðvar á borð við Sjónvarpið leggja fram. Á móti yrði RÚV tryggðar ákveðnar tekjur á þessu tímabili með eðlilegum hækk- unum á fyrirfram skilgreindan máta, þannig að stofnunin gæti mætt skyld- um sínum með sannfærandi hætti. Kvikmyndagerðarmenn og Banda- lag íslenskra listamanna telja eflingu innlendrar dagskrár og sérílagi leik- ins sjónvarpsefnis brýnasta úrlausn- arefni íslenskra menningarmála í samtímanum. Ef dæma má af um- ræðum fyrrnefnds fundar eru stjórn- endur Sjónvarpsins sama sinnis. Og eitthvað segir mér að nýr mennta- málaráðherra skilji einnig um hvað málið snúist. Er eftir nokkru að bíða? Sáttmáli um RÚV og efl- ingu innlendrar dagskrár Eftir Ásgrím Sverrisson Kvikmyndagerðarmenn og Bandalag íslenskra listamanna telja eflingu innlendrar dagskrár og sérílagi leikins sjón- varpsefnis brýnasta úr- lausnarefni íslenskra menningarmála í sam- tímanum. Ásgrímur Sverrisson Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og ritstjóri Lands & sona, málgagns kvikmyndagerðarmanna (www.logs.is). ætt þá r hér á á meðan ri til að tið r fór í irkjana- a. Hún m hefði oma Ís- valkosti ðar- og hugi á nu væri sagðist ví verk- búningi hf. að smiðju í við hlið ndiverk- ð því að n í árs- g eftir- fskaut á aðarráð- æmi um bjóða í forstjóri ludeild- á helstu Alcoa á rirtækið festing- ú 28 ál- ver víðs vegar um heim og auk Ís- lands eru uppi áform um stærri verksmiðjur eða nýjar í átta lönd- um í Kanada, S-Ameríku, Mið- Austurlöndum, Asíu og Ástralíu. Alls er Alcoa með um 350 fyr- irtæki í rekstri með 127 þúsund starfsmönnum í 41 landi. Tekjur Alcoa árið 2002 námu rúmum 20 milljörðum dollara eða 1.400 millj- örðum króna, sem eru fimmföld fjárlög íslenska ríkisins. 30 milljarða tekjur hjá Fjarðaáli Reitan sagði Alcoa hafa valið Ís- land af fjölmörgum ástæðum. Við- tökur hefðu verið mjög góðar hér á landi og ferlið aðeins tekið átta mánuði frá fyrstu fyrirspurnum þar til búið var að skrifa undir samninga. Hann sagði atvinnulífið á Austurlandi styrkjast verulega með 450 störfum í álverinu sjálfu, auk fjölda annarra starfa í tengslum við verksmiðjuna. Reit- an sagði Alcoa hafa talið þörf fyrir endurnýjun, enda væri álverið í Reyðarfirði hið fyrsta í 20 ár hjá fyrirtækinu sem væri reist frá grunni. Verkefnið á Íslandi hjálp- aði Alcoa að mæta þeim kröfum sem fyrirtækið hefði sett sér varð- andi gróðurhúsaáhrif þar sem vatnsorka ylli minni losun koldíox- íðs í andrúmsloftinu en jarðefna- eldsneyti. Þá sagði Reitan að Alcoa væri í góðu samstarfi við verktaka og hönnuði álversins, Bechtel og ís- lenska hópinn HRV. Leitað yrði fanga um allan heim, mörg útboð myndu fara fram á verkefnum í tengslum við byggingu álversins en Alcoa myndi reyna að nýta magninnkaup og birðasamninga á heimsvísu sem þegar væru til staðar. Hann sagði um 1.500 störf skapast á byggingartímanum og þegar í dag væru á annað hundrað manns að störfum við undirbúning verkefnisins, þar af 80–100 manns í hönnunarvinnu í Kanada og 20– 30 manns hér á landi við marg- víslegan undirbúning. Álver Alcoa í Reyðarfirði, Fjarðaál, mun geta framleitt 322 þúsund tonn á ári og sagði Reitan að um hágæðaframleiðslu yrði að ræða sem gæti gefið um 450 millj- ónir dollara í árlegar útflutnings- tekjur, eða fyrir ríflega 30 millj- arða króna. Spennandi tímar hjá Norðuráli Kenneth Peterson kom næstur í pontu. Hann rifjaði upp með hvaða hætti Ísland hefði orðið fyr- ir valinu hjá Columbia Ventures Corporation, CVC, þegar ákveðið var að hætta rekstri álvers í Washington. Í fyrstu hefði Venes- úela frekar verið inni í myndinni en Ísland orðið ofan á á endanum, ekki síst fyrir þær góðu viðtökur sem talsmenn fyrirtækisins hefðu fengið hér á landi. Samningavið- ræður hefðu aðeins tekið tvo mán- uði. Petersen fór fögrum orðum um Íslendinga og þó að borið hefði á andstöðu við byggingu Norður- áls á sínum tíma hefði fyrirtækið fundið fyrir miklum stuðningi. Sagðist hann telja fullvíst að stuðningurinn væri meðal stórs meirihluta þjóðarinnar. Petersen sagði spennandi tíma framundan hjá Norðuráli. Framleiðsla fyrir- tækisins yrði skipulögð og þróuð með þeim hætti að áhrifin á efna- hagslífið yrðu jákvæð. Í erindi sínu fjallaði Rannveig Rist, forstjóri Alcan, aðallega um hvernig framleiðslan í Straumsvík hefði þróast og hvernig áherslur í stjórnun fyrirtækisins hefðu breyst og aukið hagkvæmni í rekstri. Í máli hennar kom m.a. fram að allt frá árinu 1985 hefði framleiðslumet verið slegið á hverju ári. Framleiðsla síðasta árs nam 175 þúsund tonnum og benti Rannveig á að þetta væri töluvert umfram hámarkið við hönnun ál- versins þegar það var stækkað 1997, sem væri 150 þúsund tonn. Þetta næðist með straumhækkun- um og jafnari rekstri á kerunum. Með þessu móti hefði umfram- framleiðsla síðustu tíu ára verið 171 þúsund tonn. Meira framleitt hjá Alcan með færri starfsmönnum Rannveig sagði að tekist hefði að bæta starfsumhverfi álversins, auka menntun starfsmanna og ör- yggi. Nefndi hún sem dæmi stór- iðjuskólann sem væri búinn að út- skrifa 124 nemendur og að jafnaði væru þar 40 manns við nám hverju sinni. Einnig væri búið að breyta skipuriti álversins þannig að boðleiðir á milli stjórnenda og almennra starfsmanna væru styttri. Reglulega væri fundað með starfsmönnum og þeim haldið vel upplýstum um reksturinn. Vakti Rannveig ennfremur athygli á því að með aukinni tækni og breyttri stjórnun hefði framleiðsl- an á undanförnum áratug aukist um 100 þúsund tonn um leið og starfsmönnum hefði fækkað um nærri því 100. Þeir eru nú um 480 en voru um 570 talsins árið 1990. eitt álver hér á landi Morgunblaðið/Þorkell mleiða nú um 270 tonn af áli á ári en með eiðslan orðið 680 þúsund tonn árið 2008. Morgunblaðið/Sverrir rra, talið frá vinstri, Kenneth Peterson, Rann- r Rachel Carnac frá Metal Evants Ltd. bjb@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.