Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 53
Brúðkaupssýningin Já Ljósmyndaverið Skugginn Tékk kristall Svefn og heilsa Egils Austurbakki Unika Gunni Magg - Úr og skartgripir Stúdíó Sissu Völusteinn Nordica spa Sigga og Timo Baðhúsið Pell & purpuri Secret Skútan Kristall og postulín Sandholtsbakarí Brilliant Langferðir Village candle Duka Tivoli Audio Brúðkaupsvefur.is Skraddarahúsið Konditori Kobenhagen Myndaalbúm Líf og list Radisson SAS Hótel Saga Áfram veginn Grafíklistamenn Hreyfing Brúðarkjólaleiga Katrínar Carat - Haukur gullsmiður Didrix spa Mosfellsbakarí Seating concept Brúðkaupsvefurinn.is Tvö Hjörtu VolksWagen Habitat Brúðurin.is Veislan Salka Anna S. Björnsdóttir Morgunblaðið Akkúrat Icelandair Gréta Ljósmyndari Skjár 1 Mæja Ég og þú Isis Biskupsstofa Já.is Minningar & meira Kokkar án bumbu Rs vín Draumasiglingar Minningar & meira Hótel Skógar Blómaval Kvartko gjafavörur Komdu og upplifðu brúðkaupsævintýrið í Vetrargarði Smáralindar helgina 5.-7. mars. Allt sem þarf til að fullkomna brúðkaupið þitt Fatnaður • blóm • gjafavörur • matur vín • kökur • ferðir • dekur FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 53 Á LÖNGUM laugardegi á morgun, 6. mars, munu þrjár verslanir við Laugaveginn bregða á leik með við- skiptavinum. Í útstill- ingargluggum þessara þriggja verslana er fal- inn einn Sparibangsi frá Landsbankanum. Þetta er lítill, hvítur bangsi með rauðan trefil sem leitar að sparsömum eiganda. Þeir sem finna bangsa fara inn í viðkomandi verslun, fylla út miða og í lok dagsins verður dregið út eitt nafn hjá hverri verslun. Hinn heppni fær þá gjöf frá versluninni að ákveðinni upphæð sem hann má leysa út þegar honum hentar næstu fjórar vik- urnar. Listamenn frá Götuleikhúsinu munu ganga um og gefa blöðrur og sælgæti frá kl. 14–16 en kaup- menn á Laugavegi hafa opið til kl. 17 og í mörgum verslunum eru tilboð á vörum. Þrír sparibangsar frá Landsbankanum verða faldir í útstillingar- gluggum þriggja versl- ana á Laugaveginum á laugardaginn. Langur laugardagur á Laugavegi FAGDEILD hjartahjúkrunar- fræðinga var stofnuð á vordög- um 1994 og er því 10 ára um þessar mundir. Þetta er fag- félag hjúkrunarfræðinga sem vinna með hjartasjúklinga eða hafa brennandi áhuga á málum hjartasjúklinga. Í tilefni afmæl- isins stendur fagdeildin fyrir mælingum á áhættuþáttum kransæðasjúkdóma og munu hjúkrunarfræðingar veita ráð- gjöf í Smáralind laugardaginn 6. mars nk. frá kl. 11 til 15. Hjarta- og æðasjúkdómar eru vaxandi vandamál hjá ís- lensku þjóðinni en með breytt- um lífsstíl og forvarnaraðgerð- um er hægt að draga verulega úr alvarleika sjúkdómsins og jafnvel koma í veg fyrir hann í einhverjum tilfellum, segir í fréttatilkynningu fagdeildar- innar. Hjúkrunarfræðingar munu bjóða upp á mælingar á nokkrum áhættuþáttum, svo sem blóðþrýstings- og blóðfitu- mælingar, auk ráðleggingar um reykleysi og fleira. Gestum í Smáralind gefst einnig tækifæri til að meta sína áhættu á að fá kransæðasjúk- dóma á næstu tíu árum í áhættureiknivél Hjartavernd- ar, sem hægt er að nálgast á vefnum www.hjarta.is. Fólki verður leiðbeint í gegnum þessa reiknivél þar sem mælingarnið- urstöður verða slegnar inn að loknum mælingum hjúkrunar- fræðinganna. Mælingar á áhættuþáttum kransæða- sjúkdóma Málþing um Rómönsku Ameríku AFS á Íslandi verður með opið mál- þing um Rómönsku Ameríku á morgun, laugardaginn 6. mars kl. 15–17.15 að Hverfisgötu 21, í sal Fé- lags bókagerðarmanna (við hliðina á Þjóðleikhúsinu). Á málþinginu verð- ur skyggnst inn í mannlíf og menn- ingu í þessum heimshluta. Frummælendur verða Hólmfríður Garðarsdóttir lektor og Stefán Guð- mundsson, stundakennari í heim- spekideild Háskóla Íslands, og Juan Luis Barrios frá Gvatemala, sem er sérlegur gestur AFS af þessu tilefni, en hann er í alþjóðastjórn samtak- anna. Þau munu fjalla um stjórn- málaþróun í Rómönsku Ameríku sl. áratug, daglegt líf í Gvatemala í ljósi efnahagsmála og pólitískra að- stæðna og bókmenntir Rómönsku Ameríku frá sjónarhóli kvenna. Að málþingi loknu verða í boði fyrir gesti léttar veitingar með rómansk– amerísku ívafi og suðrænni tónlist. VG fundar um málefni framhalds- skólans Vinstrihreyfingin – grænt framboð í Reykjavík heldur fund á morgun, laugardaginn 6. mars, um málefni framhaldsskólans og fyr- irhugaða styttingu náms til stúd- entsprófs. Fundurinn verður á 3. hæð í Hafn- arstræti 20, gengið inn frá Lækj- artorgi, og hefst kl. 14. Frummæl- endur verða Elna Katrín Jónsdóttir og Katrín Jakobsdóttir. Boðið verð- ur upp á kaffi. Í DAG Alþjóðlegt þýskupróf í Tungu- málamiðstöð HÍ Alþjóðlega þýsku- prófið TestDaF verður haldið í Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands 20. apríl nk. Prófið er ætlað þeim, sem ætla að fara í nám í Þýskalandi. Prófgjaldið er 9.000 kr. Umsjón með prófum hefur Carsten Thomas, lekt- or í þýsku við HÍ, og skráning fer- fram í Tungumálamiðstöð HÍ, Nýja Garði, ems@hi.is. Umsóknir eiga að berast ekki síðar enn 15. mars nk. kl. 12 á hádegi. Nánari upplýsingar eru að finna á eftirfarandi heimasíðu: www.testdaf.de Fyrirlestur hjá Líffræðistofnun verður í dag, föstudaginn 5. mars kl. 12.20, í stofu 132, Náttúrufræðihúsi Háskólans. Herborg Hauksdóttir flytur erindi er nefnist, Retinsýru- viðtakar: áhrif bindingar við DNA og meðbæli (Corepressor) á umrit- un. Retinsýruviðtakar eru umrit- unarþættir sem hafa víðtæk áhrif á fósturþroskun, frumuþroskun og frumusérhæfingu í hryggdýrum. Stökkbreyttir viðtakar geta stuðlað að hvítblæði og kynntar verða rann- sóknir sem sýna að stökkbreyttu við- takarnir hafa aðra DNA-bindieig- inleika en eðlilegir viðtakar o.fl. Sama gjald á sama veitusvæði Ranghermt var í blaðinu í gær í umfjöllun um breytt raforkulög að sama raforkuverð verði á öllu land- inu, eins og t.d. á Gjögri og í Garða- bæ sem dæmi var tekið um, heldur verður sama gjaldskrá innan sama veitusvæðis, líkt og fram kom í blaðinu. Þannig munu íbúar á Hvammstanga og Hvolsvelli greiða sama verð, þar sem báðir staðir eru innan veitusvæðis Rarik. Gjögur og Garðabær eru á sitt hvoru svæðinu og er beðist velvirðingar á þessu ranghermi. LEIÐRÉTT UNGIR jafnaðarmenn vilja að fjár- málaráðherra fresti að veita Decode Genetics ríkisábyrgð þangað til ítar- legri upplýsingar um hlutabréfavið- skipti koma fram. „Ungir jafnaðarmenn, ungliða- hreyfing Samfylkingarinnar, vilja staðfestingu fjármálaráðherra á því að 200 milljóna dollara ríkisábyrgð til handa Decode Genetics verði ekki veitt meðan óvissa ríkir um hver fékk 400 milljónir, sem greiddar voru sem þóknun vegna sölu á hluta- bréfum í félaginu til íslenskra banka. Ungir jafnaðarmenn efast ekki um að eðlileg skýring sé á málinu en því að sækjast eftir ábyrgð skattgreið- enda á feiknafjárhæðum fylgja mikl- ar skyldur. Þar sem Decode Genet- ics hefur leitað eftir ríkisábyrgð hefur fyrirtækið jafnframt tekist á hendur auknar skyldur um gegnsæi og ábyrga rekstrarhætti. Ungir jafnaðarmenn voru og eru reyndar enn mótfallnir því að ríkið gangist í ábyrgð fyrir Decode en fyrst lög um heimild fjármálaráð- herra til að gefa fyrirtækinu ríkis- ábyrgð hafa verið samþykkt á Al- þingi er það lágmarkskrafa að það leiki enginn vafi á því að staðið sé rétt að öllum málum innan fyrirtæk- isins. Ungir jafnaðarmenn skora því sem fyrr segir á fjármálaráðherra að veita ekki ríkisábyrgðina nema fyrir liggi frekari upplýsingar um þetta efni.“ Ungir jafnaðarmenn Vilja að ráðherra fresti að veita ríkisábyrgð ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.