Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 41 ÉG finn mig knúna til að skrifa opið bréf til Menntamálaráðuneytis vegna lítils skilnings þar á bæ á stöðu heyrnarlausra hér á Íslandi. Í fyrsta lagi vil ég nefna þau orð sem menntamálaráðherra lét falla í morgunblaðinu 2. mars um að í Há- skóla Íslands væri ekkert túlkanám í gangi né neinir túlkanemar. Það er alrangt. Í Háskóla Íslands eru 7 nemar í fullu túlkanámi og munu út- skrifast núna í vor sem táknmáls- túlkar. Nám í táknmálsfræðum hef- ur verið starfrækt í Háskólanum síðustu 3 ár og mér finnst ótrúlegt að leggja eigi þetta nám niður ein- göngu vegna sparnaðar á vegum Háskólans. Hvers vegna að leggja niður nám sem brýn nauðsyn er fyr- ir? Hvernig eiga 17 túlkar að geta sinnt þörfum allra heyrnarlausra? Í öðru lagi vil ég gagnrýna menntamálaráðuneytið fyrir að líta algerlega fram hjá leikhúsi heyrn- arlausra sem árlega sækir án árang- urs um styrk til að geta sett upp leiksýningu á vegum Draumasmiðj- unnar. Þess má geta að Drauma- smiðjan tekur þátt í fjögurra landa Evrópusamstarfi leikhúsa heyrn- arlausra. Þessi aðildarlönd eru Austurríki (sem leiðir samstarfið), Þýskaland, Ísland og Pólland. Sam- starfið felur í sér að byggja upp tengslanet leikhúsa heyrnarlausra og að efla samstarf leikhúsanna inn- byrðis, meðal annars með árlegri al- þjóðlegri leiklistarhátíð í Vín. Þetta samstarf er okkur afar mikilvægt því þarna fáum við tækifæri til að mynda tengsl og kynnast persónu- lega öðrum listamönnum sem eru að vinna að samskonar sýningum og við. Við fáum tækifæri til að sjá aðr- ar sýningar sem unnar eru að alúð og þekkingu sem aftur gefur okkur hugmyndir til að þróa áfram hér heima Á seinasta ári fór leikhús heyrn- arlausra á Íslandi út með sýninguna „Trúðarnir“ sem var styrkt af leik- skólum Reykjavíkur og var í sjálfu sér ekki ætluð heyrnarlausum þar sem hún miðaði að því að kenna heyrandi börnum táknmál. Þrátt fyrir þennan annmarka var sýning- unni vel tekið, en ekki fékkst styrk- ur til að vinna sýningu ætlaða heyrnarlausum. Við vildum gjarnan fara með fullunna sýningu ætlaða heyrnarlausum en þurfum til þess fjárveitingu. Þetta Evrópusamstarf er okkur óhemju mikils virði því hér á Íslandi getum við ekki skoðað aðr- ar sýningar ætlaðar heyrnarlausum. Þær eru ekki til staðar! Í ár munum við fara með sýningu sem lítur út fyrir að verða unnin í sjálfboðavinnu. Við munum gera okkar besta til að útbúa sýningu sem við getum verið stolt af, en eitt er öruggt að hún verður mjög ein- föld. Það er bara eitt vandamál. Há- tíðin er ætluð atvinnuleikhúsum heyrnarlausra og þó að Drauma- smiðjan sé án alls efa atvinnuleik- hús þá er spurning hvort sýning unnin í sjálfboðavinnu geti talist til atvinnuleikhúss. Heyrnarlausir mega teljast mjög heppnir að fagfólk skuli hafa áhuga á að vinna við leikhús heyrnarlausra og á þessu leikhúsformi. En ef eng- in fjárveiting fæst til að halda þessu leikhúsi uppi og veita heyrn- arlausum þá list og menningu sem ætti að vera sjálfsögð og aðgengileg öllum dugir áhuginn einn ekki til. Mér er bæði ljúft og skylt að nefna að þegar menntamálaráðu- neytið styrkti „Ég sé“ árið 2001 og við fórum með þá sýningu út á há- tíðina þá slógum við hreinlega í gegn og þóttum vera að nálgast leikhús heyrnarlausra á alveg nýjan hátt sem skapaði okkur sérstöðu í röðum leikhúsa heyrnarlausra. Menntamálaráðuneytið gerði mikið með þeim styrk, ekki bara til að setja upp þá sýningu, heldur opnaði menntamálaráðuneytið dyr sem lengi hafa verið lokaðar heyrn- arlausum hér á Íslandi. Mér er spurn, ekki vill mennta- málaráðuneytið loka þeim dyrum aftur og gleyma eina leikhúsinu sem heyrn- arlausir á Íslandi geta notið góðs af? Er mennta- málaráðherra ljóst að meðan almenningur getur farið á um það bil tuttugu mismunandi leiksýningar á einni viku og jafnvel rúmlega 100 mismunandi sýn- ingar á einu ári geta heyrnarlausir á sama tíma ekki sótt neina af þeim sýningum? Árið 2006 verður menningarhátíð heyrnarlausra haldin hér á Íslandi og munu þá vænt- anlega margar þjóðir heimsækja Ísland. Hefð hefur verið fyrir því að bjóða upp á sýningar, listir og fyr- irlestra svo fátt eitt sé nefnt. En allt útlit er fyrir að við hér á Ís- landi getum ekki boð- ið upp á jafn veiga- mikla né skemmtilega menningarhátíð og hin Norðurlöndin hafa gert síðustu ára- tugi. Mér finnst að menntamálaráðu- neytið þurfi að fara að taka tillit til heyrnarlausra og jafnvel forgangs- raða upp á nýtt. Ég vænti þess að menntamálaráðherra eða mennta- málaráðuneytið komi með rökstutt svar við þessu bréfi. Elsa G. Björnsdóttir skrifar um málefni heyrnarlausra Elsa G. Björnsdóttir ’Mér finnst að menntamálaráðuneytið þurfi að fara að taka tillit til heyrnarlausra og jafnvel forgangsraða upp á nýtt.‘ Höfundur er heyrnarlaus. Opið bréf til menntamálaráðuneytis www.thjodmenning.is Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900 poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is Bahco og skandia verkfæri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.