Morgunblaðið - 05.03.2004, Síða 68

Morgunblaðið - 05.03.2004, Síða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. www.sveit.is erlenda r sÉrferÐ ir HÖNNUN rafskautaverksmiðju í landi Kataness í Hvalfirði er nánast lokið og vinna við gerð umhverf- ismats og tilboða í vélbúnað langt komin. Skipulagsstofnun hefur sam- þykkt matsáætlun á umhverfisáhrif- um og búist við að matsskýrsla verði tilbúin í vor. Fram kom á alþjóðlegri ál- og orkuráðstefnu hér á landi í gær að vonir stæðu til að hefja framleiðslu í lok árs 2006 en að sögn fram- kvæmdastjóra KAPLA hf., félags sem vinnur að undirbúningi verk- smiðjunnar, ættu öll leyfi að vera komin í hús í lok þessa árs og fram- kvæmdir gætu hafist á næsta ári. Áður hafði þýska fyrirtækið RAG Trading hætt þátttöku í verkefninu en KAPLA hélt því áfram. Eigendur félagsins eru flestir starfsmenn svissneska fyrirtækisins R&D Carbon og fyrrverandi yfir- menn hjá Alusuisse, stofnanda ál- versins í Straumsvík. Framkvæmda- stjórinn, Age J. de Vries, sagði við Morgunblaðið að undirbúningurinn gengi vel og nú væri verið að leita fleiri fjárfesta til að koma að verk- efninu. Búið væri að ræða við álfyr- irtækin Alcan, Norðurál og Alcoa og þar hefðu viðbrögð verið jákvæð. Sagðist de Vries vera bjartsýnn á að rafskautaverksmiðja ætti eftir að rísa við Katanes. Fram hefur komið í blaðinu að stjórnvöld styðja gerð umhverfismats en fjárfesting í verk- smiðju sem þessari er upp á 17 millj- arða króna og gæti hún skapað um 140 störf. Meðal frummælenda á ráðstefn- unni í gær var Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. Hann sagði Landsvirkjun líta svo á að enn væri rúm fyrir eitt nýtt álver hér á landi á næsta áratug, frá 2012 til 2020, og ef ekkert yrði af fyrirhug- aðri stækkun Alcan í Straumsvík gæti fyrsti áfangi nýs álvers risið næsta áratuginn. Friðrik sagði Ís- lendinga standa frammi fyrir tveim- ur kostum, að láta staðar numið í nýtingu orkugjafa til stóriðju til að ógna ekki stöðugleika í efnahagslífi eða að nota þá hreinu og endurnýj- anlegu orku sem landið hefði upp á að bjóða. Spurning væri hvort Ís- lendingar gætu setið hjá. Hönnun á rafskautaverksmiðju að ljúka Líkan af Katanesverksmiðjunni.  Rúm fyrir/34–35 SVARTIR svanir eru sjaldgæf sjón hér á landi en þessi sást á svamli á tjörnunum við Fagradal í Mýr- dal síðdegis í gær. Á Vísindavef HÍ segir að sex tegundir núlifandi svana séu þekktar, fjórar á norðurhveli jarðar og tvær á suðurhveli og allar séu þær gráleitar á fyrsta ári. Norðlægu tegund- irnar verði alhvítar á fiður eftir það en í sunn- anverðri S-Ameríku sé að finna svanstegund sem er svört um höfuð og háls en hvít að öðru leyti og í Ástralíu tegund sem er svört að lit á hausi, háls og bol, en vængirnir hvítir, líkt og fuglinn sem hér um ræðir. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Á svamli við Fagradal VONAST er til að formlegur samning- ur milli Flugmálastjórnar og Lands- símans um kaup Flugmálastjórnar á fjarskiptamiðstöðinni í Gufunesi af Landssímanum geti legið fyrir eftir nokkrar vikur. Að sögn Heimis Más Péturssonar hjá Flugmálastjórn var að tillögu sam- gönguráðherra samþykkt í ríkisstjórn heimild til Flugmálastjórnar til að stofna hlutafélag um kaup á fjarskipta- miðstöðinni í Gufunesi af Landssíman- um. Formlegur samningur milli Símans og Flugmálastjórnar liggur þó ekki fyrir en Heimir Már segir að vonast sé til að hann klárist á næstu vikum. Ekki sé stefnt að öðru en að fjarskiptamið- stöðin verði áfram í Gufunesi Þá segir Heimir Már þessu nýja fé- lagi vera heimilt að stofna til viðræðna við flugmálayfirvöld á Írlandi um sam- starf í fjarskiptaþjónustu. „Þegar er búið að rita undir viljayfirlýsingu um samstarf sem mun leiða til þess að þetta nýja félag mun sinna ákveðnum verkefnum fyrir írsku flugmálastjórn- ina við stjórn flugumferðar yfir Atl- antshafið með langbylgjufjarskiptum.“ Flugmála- stjórn kaupi Gufunes- stöðina SJÓMAÐUR af netabátnum Fylki KE 102 drukknaði í gærmorgun er hann féll útbyrðis við netalögn eina sjómílu norðaustur af Keil- isnesi. Sjómenn af nærstöddum báti, Ósk KE, komu til aðstoðar við að ná manninum úr sjónum og var hann þá meðvitundarlaus. Sigldu þeir með hann til Keflavíkur og reyndu lífgunartilraunir á leiðinni sem báru ekki árangur. Við komuna til Keflavíkur fór læknir um borð í bátinn og úrskurðaði mann- inn látinn. Að sögn lögreglunnar í Keflavík voru tveir menn á Fylki KE, sem er 11 tonna bátur. At- vikið varð klukkan 11.50 og var komið með manninn til Keflavíkur klukkan 12.30. Loftskeytastöð Reykjavíkur tilkynnti at- burðinn til Landhelgisgæslunnar sem fylgd- ist með framvindu mála en ekki var talin ástæða til að senda björgunarþyrlu á vett- vang vegna nálægðar slysstaðar við land. Lögreglan í Keflavík rannsakar tildrög slyss- ins. Hinn látni var á sjötugsaldri. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu. Sjómaður féll útbyrðis og drukknaði SÁTTAFUNDUR milli forsvars- manna Heilsugæslunnar í Reykja- vík og formanna stéttarfélaga fyrr- verandi starfsmanna heimahjúkr- unar verður haldinn í dag. Til fundarins var boðað í gær að frum- kvæði stéttarfélaganna. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Elsa B. Frið- finnsdóttir, hitti hjúkrunarfræð- inga sem hætt hafa störfum við heimahjúkrun á fundi í gær þar sem farið var yfir stöðuna. Síðdegis í gær hittust svo forsvarsmenn allra stéttarfélaganna sem hlut eiga að máli, Kristín Á. Guðmunds- dóttir, formaður Sjúkraliðafélags- ins, og Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB, auk Elsu. Eftir þann fund var ákveðið að fara þess á leit við forsvarsmenn Heilsugæslunnar að komið yrði á sáttafundi í deilunni um akstursgreiðslur starfsmanna heimahjúkrunar. Heimahjúkrun hefur verið í uppnámi á höfuðborg- arsvæðinu eftir að 37 starfsmenn hættu störfum sl. mánudag. Álag á þá starfsmenn sem eftir eru er mik- ið og því er vonast til að deilan leys- ist fljótt. Heimahjúkrunardeila Sátta- fundur boðaður NÝRNAVEIKI hefur komið upp í fjórum seiðaeldisstöðvum hér á landi síðastliðið miss- eri og hefur þurft að farga hundruðum þús- unda seiða af þeim sökum. Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma, telur að ekki skýr- ist endanlega fyrr en í sumarbyrjun hvort frekara smit finnst í stöðvunum, en náið er fylgst með þeim seiðum sem enn eru þar. Hann segir að gripið hafi verið til allra var- úðarráðstafana strax og telur ekki líkur á að smit komi upp í fleiri stöðvum. Gísli sagði að smitið hefði komið upp í ágúst í fyrra og þeir hefðu verið að glíma við það í vetur. Smitkveikjan væri villt seiði úr Eystri- Rangá og hefði veikin fyrst komið upp í seiða- eldisstöðinni Fellsmúla í Landsveit, en seiðin hefðu áður verið í stöðinni á Hallkelshólum. Þar hefði frá árinu 2000 verið villtur fiskur úr Rangánum, en í fyrrasumar hefði allur fiskur þar, sem ekki hefði verið sleppt út, verið færð- ur yfir í Fellsmúla og að Laugum í Landsveit. Gísli sagði að nýrnaveikin væri lúmskur sjúkdómur og meðgöngutíminn langur eða allt að nokkrir mánuðir og því hefðu þeir haft var- ann á sér vegna þessa. Um hefði verið að ræða lítinn hóp sýktra seiða úr Eystri-Rangá. Þau hefðu verið í nánu sambýli við seiði úr Breið- dalsá og seiði úr Hrútafjarðará og það hefði komið á daginn að þau hefðu einnig verið sýkt. Þurft hefði að farga öllum seiðunum úr Breið- dalsá um áramótin og seiðunum úr Hrúta- fjarðará hefði verið fargað núna í vikunni. Gísli sagði að allt hefði verið drepið niður í stöðinni á Hallkellshólum í fyrrahaust til ör- yggis og sótthreinsað og þar væri starfsemi aðeins að hefjast aftur. Þá hefði komið í ljós að fiskur hefði farið norður í land í Silfurstjörn- una. Komið hefði í ljós að hann hefði verið sýktur og væri búið að farga honum. Gísli sagði að stöðvarnar sem verst hefðu orðið úti í þessum efnum væru stöðvarnar á Fellsenda og á Laugum. Það þyrfti til dæmis að farga öllum seiðum á Laugum og það væru seiði sem hefðu átt að fara í Eystri-Rangá í sumar, eitthvað á fjórða hundrað þúsund seiði. Landlæg í villtum laxi Nýrnaveiki er landlæg hér í villtum laxa- stofnum og hefur komið upp öðru hverju í fiskeldisstöðvum hér á landi síðustu áratug- ina. Gísli sagði að um 700 villtir klaklaxar hefðu verið teknir í vetur og kreistir og sýni tekin úr þeim öllum. Fjórar hrygnur hefðu reynst sýktar af nýrnaveiki, þrjár úr Eystri-Rangá og ein úr Ytri-Rangá, og hefði hrognunum frá þeim verið hent. „Það er afar sjaldan að við fáum þessa veiki í fiskeldisstöð, en þegar það kemur upp er smitkveikjan úr villta fiskinum,“ sagði Gísli. Hann sagði að þær stöðvar sem fengjust við seiðaeldi væru alltaf í einhverri hættu þar sem smitið væri viðvarandi í náttúrunni. Nýrnaveiki í fjórum seiðaeldisstöðvum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.