Vísir - 02.04.1981, Blaðsíða 4

Vísir - 02.04.1981, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 2. april, 1981. med FLUGLEIÐUM fyiir VlSIS-krakka Allir b.laðhurðar- og sölukrakkar Visis geta tekið þátt i leiknum þvi að vinna sér inn lukkumiða. með LUKKUMIÐA Hvernig þá? Til þess eru þrjár leiðir. •Sérhver Visiskrakki, sem selur blaöið í lausasölu l'a-r EINN LUKKUMIÐA fyrir Iiver 2« bliiö. sem hann selur. Leid 1: Sala Leid 2: DreifmgI Visiskrakki, scm ber út blaðið fær 6 LL'KKUMIDA |á viku fyrir kvartanalausan blaöburð. Sá sem befur hreinan skjöld eftir eins mánaðar blaöburð á Visi fær (i LUKKUMIDA ibónus. Og sá sem hefur selt 500 blöö eða meira í lausasöiu yfir mánuöinn fær 6 LUKKUMIÐA I bónus. Leiö 3: Bánus Aukavinningur: STARNORD 10. gira reið- hjól að verðmæti kr. 2.200 frá versluninni /R\ /V14RKHÐ Suðurlandsbraut 30 Dregið út 5. september. Sölu- og dreif ingaleikur CT7 ____ Laufásvegur Amtmannstigur Laufásvegur Grettisgata Njálsgata Grettisgata Sel II Fifusel Fjarðasel Flúðasel LAUGATEIGUR Laugateigur Hofteigur Sigtún VlSIR Allt er mest og stærst i Brasiliu og bilanotkun slik, að hugsanlega þarf 2% landnæðis I BrasiIIu til þess að framleiða sykur I alkóhólgerð til eldsneytis á bila. Brasilískir bílar brenna alkðhóli Ókunnugir á ferð i fyrsta sinn i Brasiliu reka upp stór augu, þeg- ar þeir lesa stærðar auglýsinga- spjöld á bensínafgreiðslustöðum, sem á stendur: „Við seljum alkóhól”. Undrun þeirra vex samt enn til muna, þegar þeir sjá bila i röðum að biða eftir áfyll- ingu,og alkóhólinu dælt á bensin- geyma bilanna. Við eftirgrennslan eru þeir fræddir á þvi, að Brasiliumenn hafi gripið til þess i þvi skyni að lækka oliu- og bensinkostnað sinn að gera eldsneyti á bila úr alkó- hóli, sem þeir brugga úr sykur- reyr, ræktuðum á viðáttumiklum plantekrum. Hrikalegur eldsneytiskostn- aður eftir þreföldun bensinsverðs upp úr oliukreppunni — og æði- margar bensinhækkanir siðan — vakti þessa hugmynd fyrir sex árum. Henni var hrundið i framkvæmd og mikið kapp lagt á þaö siðustu fimm árin, aö drýgja bensinið með þessu hætti i Brasiliu. Er svo komiö að algengt er að mæta á vegum i Brasiliu bil- um sem bera á sér stoltar áletr- anir um, að þessi bill sé knúinn áfram af alkóhól. Svo eru aðrir sem nota „gasóhól”, eins og blanda af bensini og alkóhóli er kölluð. Landfrek áætlun Þetta sýnist bráðsnjöll hug- mynd og öðrum til eftirbreytni, en sérfræðingar i orkuvandamál- um hafa samt sinar efasemdir um, hversu hagkvæm þessi lausn væri öörum þjóðum. Það eru nefnilega ekki margir, sem hafa slikt ofboðslegt landrými. og Brasiliumenn. Brasilia er hrikaleg viðátta. Það dugar að yrkja 2% þess lands til þess að framleiða nóg alkóhól til að koma algerlega i stað alls innflutts bensins. Slikt prósentutal segir mönnum kannskiekki mikið. Þeir mega þá hafa i huga, að 2% landsvæðis Brasiliu er á stærð við allt Portú- gal. Skilst þá kannski betur, hvað það er, sem stendur i orkusér- fræðingunum. I janúar siðasta boðuðu Frakk- ar ráðagerðir um að nota gasóhól og nýta sér landbúnað sinn til þess að minnka um helming oliu- innflutninginn fyrir samgöngur þessa áratugs. Samtök sykur- rófu-framleiðenda Frakklands kölluðu þá ráðagerð skýjaborgir, óraunhæfar. í Bandarikjunum eru spekingar efins i, að takast megi að fram- leiða nógan sykur til þess að búa til gasóhól sem árið 1990 gæti sparað USA 10% bensinneyslunnar miðað við, hvernig hún er i dag. Minnkandi bilanotkun, hlutfallslega, mikil vakning um bensinsparnað og fleira hefur dregið úr áhuga rikis- stjórnarinnar i Washington til þess að styrkja tilraunir og uppbyggingu gasóhóls-iðnaðar. Eitt af oliufyrirtækjum Banda- rikjanna, sem hafði á prjónunum ráöagerðir um stofnun sliks framleiðslufyrirtækis, hefur nú þegar aflýst þeim. stefna að 10.7 milljöröum litra árið 1985 Brasilia er eitt af fáum rikjum sem ræður yfir yfrið nógu landrými og heppilegu loftslagi til þess að fá sykuruppskeru þris- var á ári. En jafnvel þar hafa runnið á menn tvær grimur um hversu hagkvæmt það sé að ráð- stafa verðmætu ræktunarlandi til þess að framleiða eldsneyti á bila fremur en ræða fólk eða afla gjaldeyris. — Af öllum þróunar- rikjum heims er Brasilia i stærstri skuld við útlönd eða um 54 milljarða dollara. Alkóhól-framleiðsla Brasiliu- manna var orðin 2.7 milljarðar litra 1978. Hún er nú orðin fimm milljarðar og stefnt er að þvi, að hún verði 10.7 milljarðar litra árið 1985. Bílvélunum breytt Stjórnin hefur mjög hvatt bændur til að planta sykurreyr og cassava og styrktþá peningalega til þess. Eins hún hefur örvað bil- eigendur til þess að kaupa alkhól- knúna bila i miklum mælimeð þvi að hafa alkóhól 40% ódýrara en bensin. Með kaupleigusamning- um er kaupendum gert auðveld- ara að greiða slika bila á lengri tima með 36 afborgun i stað 12 af bensinknúnum bilum. Bensinaf- greiðslustöðvum hefur ennfrem- ur verið bannað að afgreiða bensin um helgar, en alkóhólsala leyfð á meðan. Verslunarmálaráðuneytið gerði samkomulag við bilafram- leiðendur um að koma 1.2 milljón alkóhólknúnum bilum á vegina, áður en næsta ár er á enda. 1 fyrra runnu 250 þúsund alkóhólknúnir bilar, rútur, sendi- bilar og einkabilar út af færibönd- um Volkswagen, Fiat, Ford og General Motors i Brasiliu. Þar til viðbótar var um 50 þúsund bensinvélum breytt i alkóhól- hreyfla, en kostnaðurinn af þeirri breytingu er um 1420 krónur. En vél, sem ekki er breytanleg, getur þó gengið á blöndu,sem er 20% alkóhól og 80% bensin, eða sem sé gasóhól. Brasiliustjórn stefnir hinsvegar að þvi að alkóhól leysi bensin alveg af hólmi sem elds- neyti bifreiða. Áætlaður kostn- aður af þeirri breytingu er um 5 milljarðar Bandarikjadala. Manioc í stað reyrs Það er einhvern veginn svo, að i Brasiliu verðiír allt svo ofboðs- lega mikið og stórt og allt hleður utan á sig eins og snjóboltinn. Skýrt dæmi þar um er Sao Paulo, iðnaðarmiðstöð Brasiliu, sem upphaflega var byggð fyrir tvær milljónir manna, en er nú að kafna undan tólf milljónum ibúa. Þvi er nokkur kviði fyrir þvi, að alkóhólbrennslan og alkó- hólframleiðslan geti farið úr böndum. Til greina þykir koma að styðj- ast ekki einungis við sykurreyr- inn til framleiðslu á „biomass”, eins og efnið heitir, sem alkóhól er unnið úr. Miklar fjárfestingar eru i rannsóknum á notkun „maniox” og „cassava” i þessu skyni. — Brasilia er stærsti fram- leiðandi ,,manioc”s, sem þykir taka sykurreyrnum i ýmsu fram. Það skilar af sér tvöfalt meiru alkóhóli per tonn og er ræktanlegt i næringarsnauðari jarðveg og allt árið i kring. Orkuvandamálið Hvað sem þvi öllu liður, þá mun þessi áætlun, þegar hún hefur verið framkvæmd til hlitar, kosta Brasiliu um Smilljarða dollara en skapa 350 þúsund manns nýja at- vinnu. Orkugildi þessara 10.7 milljarða alkóhóllitra (sem stefnt er að fyrir 1985) jafngildir 180 þúsund tunnum af bensini á dag, sem er einmitt eigin oliu- framleiðsla Braziliu i dag. Oliu- reikningur Braziliu árið 1980 var um 10.5 milljarðar dollara, sem samsvarar helmingi af útflutn- ingstekjum þjóðarinnar. Til enn frekari sparnaðar á inn- fluttri orku hafa Brasiliumenn i bigerð þróun kjarnorku, sólar- orku, vatnsorku, rafvirkjunum, meiri notkun kola og uppsetningu á vindmyllum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.