Vísir - 26.06.1981, Page 9
Föstudagur 26. júni 1981
AuOarbók Auðuns. Lands-
samband sjálfstæOiskvenna og
Hvöt gáfu út 1981. Elina Pálma-
dóttir, Hannes H. Gissurarson
og Ragnhildur Helgadóttir sáu
um útgáfuna.
Auður Auðuns er einn helsti
brautryðjandi islenskra
kvenna. Hún fæddist árið 1911 —
árið sem lögin um rétt kvenna
til náms og embætta voru sett.
Þau lög voru áfangi i jafnréttis-
baráttu kvenna og voru sett um
leið og lögin um Háskóla Islands
sem var einn lokaáfanginn i
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.
Auður varð einna fyrst is-
lenskra kvenna til að notfæra
sér löggjöfina frá 1911 þvi hún
var fyrsta konan sem lauk laga-
prófi frá Háskóla íslands (1935).
Hún var eini kvenlögfræðingur-
inn i mörg ár — en nú á dögum
þykir ekki tiltökumál þótt kona
ljúki háskólaprófi. Það er dæmi
um hve langan tima það hefur
tekið að lifga við lifvana laga-
bókstaf.
En Auður Auðuns braut isinn
á fleiri sviðum, hún var borgar-
fulltrúi i Reykjavik um aldar-
fjórðungsskeið, átti sæti i borg-
arráði i nær tvo áratugi, hún var
forseti borgarstjórnar um langt
árabil, borgarstjóri var hún á-
samt Geir Hallgrimssyni 1959--
1960, þingmaður i fimmtán ár og
dóms- og kirkjumálaráðherra i
ráðuneyti Jóhanns Hafstein
1970-1971.
Auðarbók Auðuns
Auður hefur lengi verið einn
helsti leiðtogi sjálfstæðiskvenna
og þvi vel við hæfi af þeim að
gefa út Auðarbók Auðuns i til-
efni sjötugs afmælis hennar á
þessu ári. 1 bókinni eru ritgerðir
eftir 8 karla og 8 konur.
Höfundar greinanna eru:
Agnar Kl. Jónsson sem fjallar
um veru sina i lagadeild Há-
skólans fyrir fimmtiu árum, Ás-
laug Friðriksdóttir ,ritar um
þróun fræðslumála i Reykjavik,
Baldur Möller f jallar um rikis-
borgararéttinn, Bessí Jóhanns-
dóttir skrifar um Ingibjörgu H.
Bjarnason alþingismann, Esth-
er Guðmundsdóttirritar um ný
viðhorf i jafnréttismálunum,
Friðrik Friðriksson fjallar um
þá spurningu hvort markaðs-
sósialismi sé framkvæmanleg-
ur, GeirHallgrimssonrifjar upp
borgarstjórnarkosningarnar i
Reykjavik 1946, Gisli Jónsson
skrifar um sjöunda júli 1915
(þegar því var fagnað að konur
fengu full stjórnmálaréttindi),
Halldór Guðjónsson ritar um
menntun framtiðarinnar, Ingi-
björg Kafnar fjallar um réttar-
hjálp án endurgjalds, Kjartan
Gunnarsson skrifar um það
hvernig Islendingar geti best
gætt öryggis sins, Kristin Norð-
fjörðritarum merkisbera frels-
is í Ráðstjórnarrikjunum, Matt-
hias Johannessen skrifar um
frelsi listamannsins og heildar-
hyggjuna, ólafur Björnsson
ræðir aðdragandann að við-
reisnarstjóminni, ólöf Bene-
diktsdóttir ritar um Þorbjörgu
Sveinsdóttur, Sigriður Snævarr
fjallar um kenningu Hönnu Ar-
endt um alræðisstefnuna, Stein-
unn Margrét Lárusdóttir ritar
um nýlega lagasetningu um
upptöku ólöglegs sjávarafla og
grein ÞórisKr. Þórðarsonarber
yfirskriftina „Frá framfærslu
til endurhæfingar”.
Einangrun kvenna
Eins og að framan sést eru
höfundar bókarinnar á öllum
aldri og hafa ólikan bakgrunn.
Sumir eru með mikla reynslu af
ritstörfum og fræðimennsku en
aðrir að stiga sin fyrstu spor.
Vitaskuld sjást þessa merki i
mismunandi efnistökum en i
heild er bókin mjög frambæri-
leg og útgefendunum til sóma.
Ragnhildur Helgadóttir, fyrr-
verandi alþingismaður, ritar
formála að bókinni og segir þar
á einum stað: „Stefnt var að
þvi, að greinarnar i bókinni
yrðu ekki stjórnmálagreinar,
heldur um ýmis efni er höfund-
arnir hafa sérþekkingu á og rit-
uðu um, til heiðurs Auði. Grein-
arnar eru þvi fjölbreyttar að
efni og tengjast hugðarefnum
hennar og viðfangsefnum”.
Þetta er i góðu samræmi við það
sem Ragnhildur segir á öðrum
stað i formálanum og er þá að
VÍSIR
Auöarbók Auöuns
lýsa Auði Auðuns: „Auður er
vissulega fulltrúi allra sjálf-
stæðismanna, kvenna sem karla
og einskorðaöi störf sin engan
veginn við kvenréttindamál-
efni”.
Hér held ég að Ragnhildur
tæpi á mikilvægum þætti jafn-
réttismálanna — hvort sumar
kvenréttindakonur einangri sig
ekki um of i málaflokkum sem
einkum hafa verið taldir til á-
hugamála kvenna en láti önnur
Hreinn
Loftsson
skrifar:
keppa á jafnréttisgrundvelli við
karlmenn. Kommúnistar hafa
sýnt andlit sitt og um það er
ekkert meira að segja. Konur
eiga að skipa sér á bekk með
frjálshyggjumönnum, þvi hvað
eru kvenréttindi annað en við-
urkenning á sjálfsögðum rétti
einstaklinga?
Frelsi þjóðar og ein-
staklings
Eg minntist á að kommúnist-
mál sig litlu varða. Að minnsta
kosti eru þær konur ekki marg-
ar sem kvatt hafa sér hljóðs á
opinberum vettvangi til að
fjalla um önnur mál en dagvist-
unarmál, menntamál,, heil-
brigðis- og tryggingamál og svo
auðvitað jafnréttismál. Vita-
skuld eiga konur ekki að hætta
að fjalla um þessa tiltekn'u
málaflokka en er ekki vandinn
að einhverju leyti sá hver fáar
hafa sýnt áhuga á öðrum mál-
efnum svo sem efnahagsmál-
um, iðnaðar- og orkumálum og
málefnum atvinnuveganna?
Auðar kom fram að á þvi tima-
bili náðu aðeins tólf konur kosn-
ingu til Alþingis. Þær skiptust
þannig milli flokka að sex hlutu
kosningu fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn, þrjár fyrir kommúnista, ein
fyrir Framsóknarflokkinn, ein
fyrir Alþýðuflokkinn og ein var
kjörin utan flokka. Sömu sögu
er að segja af öðrum sviðum
þjóðlifsins: hlutur kvenna er á
flestum sviðum of rýr.
Þrátt fyrir allt þetta mega
konur ekki gefast upp — miklu
fleiri þurfa að fylgja brauðryðj-
endum eins og Auði Auðuns og
ar — sem reynt hafa að eigna
sér kvennabaráttuna — hefðu
sýnt sitt sanna eðli i jafnréttis-
málunum. I Auðarbók Auðuns
er grein sem lýsir lifi tveggja
sovéskra skáldkvenna undir
kommúnisku skipulagi og þar er
að finna skýringu á þvi hvers
vegna skilja ber orð kommún-
ista um „jafnrétti” og „kven-
frelsi” sem innantóm vigorð.
Grein þessi nefnist „Merkis-
berar frelsis i Sovétrikjunum”
og er eftir Kristinu Norðfjörð.
Sú grein sýnir vel að tómt mál
erað tala um kvenréttindi undir
Timabundin forrétt-
indi?
Sú hugmynd hefur nýlega
skotið upp kollinum að rétt sé að
veita konum timabundin for-
réttindi til að flýta fyrir þróun-
inni iátt til fulls jafnréttis. Um-
ræður um þetta urðu miklar á
siðastliðnum vetri einkum
vegna þess að kommúnisti i rik-
isstjórn sýndi sitt rétta andlit i
jafnréttismálunum. Esther
Guðmundsdóttir tekur þessi
nýju viðhorf til umfjöllunar i
grein sinni og rekur helstu rök
með og á móti. Niðurstaðan i
grein hennar er á þá leið að ekki
eigiað veita konum timabundin
forréttindi.
Orðrétt segir Esther um þetta
efni: Ég tel það andstætt jafn-
réttishugsjóninni að veita öðru
kyninu forréttindi. Ef slik á-
kvæði yrðu sett i lög, gæti það
jafnvel orðið til þess aö vekja
andúð manna á jafnréttismál-
um og eyðileggja eitthvað af
þeim árangri sem náðst hefur i
baráttunni fyrir jafnrétti kynj-
anna. Ég held að konur verði á-
fram að berjast fyrir jafnrétti
við hlið karla á jafnréttisgrund-
velli, sýna og sanna, að þær eru
þeim jafnokar á nær öllum svið-
um og reyna þannig að breyta
rótgrónum viðhorfum manna á
verkaskiptingu kynjanna innan
heimilis sem utan”.
Auður Auðuns komst að svip-
aðri niðurstöðu i grein sem hún
ritaði i bókina Fjölskyldan I
frjálsusamfélagi( 1980). í þeirri
grein rakti Auður árangurinn af
jafnréttisbaráttunni i tilefni af
þvi að 65 ár voru þá liðin frá
setningu stjórnskipunarlaga nr.
12/1915 (sem meðal annars
kváðu á um kosningarétt og
kjörgengi kvenna). 1 samantekt
9
ráöstjórn einfaldlega vegna
þess að þar þrifst ekkertfrelsi.
Gildir þá einu hvort svo sé látið i
veðri vaka að allir séu jafnir i
réttlevsinu!
Ævisaga Nadezhdu Mandel-
stam („Merkisbera hinna of-
sóttú skálda”) sem Kristin rek-
ur I stórum dráttum, er átakan-
legt dæmi um réttleysi einstakl-
inga i kommúnisku skipulagi.
Hún er dæmi um konu sem ekki
lét bugast og verk hennar munu
bera ævarandi vitnisburð um
eymd kommúnista. Verk henn-
ar munu halda á lofti minning-
unni um alla þá sem „dóu i
þögn” eins og eiginmaður henn-
ar skáldið Osip Mandelstam.
Nadezhda lést i desember sið-
astliðnum og voru þá liðin 42 ár
frá andláti eiginmanns henn-
ar sem lést I þrælkunarbúðum
kommúnista. Áratugum saman
geymdi hún i minningu sinni
ljóð eiginmannsins sem aldrei
höfðu fengist birt á prenti og
hefðu að öðrum kosti glatast að
eilifu.
Það er sárt til þess að hugsa
að hópur Islendinga gengur
(stundum milli Keflavikur og
Reykjavikur) erinda böðlanna
sem myrtu Osip Mandelstam og
marga fleiri. Heimsfriðnum
stafar hætta af alræðiseggjun-
um i Kreml og sem betur fer eru
þeir íslendingar i miklum
meirihluta sem vilja taka þátt i
varnarstarfi vestrænna lýöræð-
isrikja og vernda þannig bæði
frelsi þjóðar sinnar og frelsi ein-
staklinganna — jafnt kvenna
sem karla. En þar kemur ein-
mitt að grein Kjartans Gunn-
arssonar sem nefnist: „Hvernig
eiga Islendingar að gæta örygg-
is sins?”
Aukið landvarnastarf
Kjartan bryddar i grein sinni
á nýstárlegum hugmyndum
sem við fyrstu sýn gætu virst
djarflegar en eru við nánari
skoðun bæði eðlilegar og sjálf-
sagðar. Þannig leggur Kjartan
til að íslendingar taki mun
meira frumkvæði I eigin vörn-
um en verið hefur. „Við eigum
að gera okkar eigin tillögur um
varnirnar, meta varnarþörfina
og fyrirkomulag varnanna”,
segir Kjartan. Hann telur lik-
legt að slikt mat myndi leiða i
ljós að ekki ætti aðeins að heim-
ila smiði þriggja sprengju-
heldra flugskýla sem nú þegar
hefur verið - heimilað að reisa
heldur allra þeirra niu sem
varnarliðið hafi farið fram á.
Jafnframt þvi sem reisa þurfi
sprengjuhelda stjórnstöð fyrir
varnarliðiðen stjórnstöðin er nú
i gömlu flugskýli. Kanna þurfi
staðsetningu varnastöðvarinnar
og hvort nauðsynlegt sé að
koma upp fleiri ratsjárstöðvum
til dæmis á Langanesi til að
fylgjast betur með umsvifum
sovétmanna við landið.
Þá telur Kjartan Islendinga
ekki nógu virka i störfum At-
lantshafsbandalagsins og segir
að ekki væri óeðlilegt að herafli
sá sem hafa eigi afnot af landinu
i ófriöi æfði hér hlutverk sitt:
þar á meðal liðs- og birgðaflutn-
inga til landsins. í niðurlagi
greinar sinnar segir Kjartan:
„Við höfum kosið vegna fá-
mennis og annarra aðstæðna að
vera i gagnkvæmu bandalagi
við aðrar þjóðir til tryggingar á
öryggi okkar. Framlag okkar til
þessa bandalags er margþætt
og mikilvægt. Okkur ber skylda
til að standa við skuldbindingar
okkar bæði gagnvart öðrum og
ekki sist gagnvart sjálfum okk-
ur. Við höfum tekið afstöðu og
valið leið, hana skulum við
ganga upprétt og með opin aug-
un”.
Hér kveður vissulega við nýj-
an og hressilegan tón i umfjöll-
un um varnarmál. Andstæðing-
ar landvarna eru háværir og
þeim hefur tekist of lengi að
yfirgnæfa alvarlegar umræöur
um öryggis- og varnarmál.
Margoft hefur þó komið i ljós að
mikill meirihluti þjóðarinnar er
hlynntur aðildinni að Atlants-
hafsbandalaginu og þvi óþarfi
að þjarka fram og aftur — eins
og gert hefur verið undanfarna
þrjá áratugi — um þaö hvort
varnarliðið eigi að vera eða
vera ekki. Miklu fremur ætti að
ræða hvernig varnarsamstarf-
inu verði best háttað i framtið-
inni þvi ekkert bendir til friöar-
vilja rússneska bjarnarins.