Tíminn - 03.12.1969, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.12.1969, Blaðsíða 6
6 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 3. desember 1969. Almenriar undanþágur Efta-saœningurinn gerir ráð fyrir því að til séu í hverju landi framleiðslugreimar, sem landsmenn telja Iífsnau3syn að halda áfram, án tillits til sam- keppnishæfni eða hagkvæmni. Þess vegna heimilar hann tíma bundina beitingu viðskiptahafta f ákveðnum tilvikum. Má þar nefha ýms öryggis- mál tengd landvörnum s. s. hömlur á vopnasöiu og fleira af því tagi sem ekki verður frekar rakið hér. Meira máli skipta þær ráð- stafanir sem heimilaðar eru til að sporna við óhagstæðum greiðslujöfnuði, en í því skyni heimOar Efta-'samningurinn túnabundin innflutningshöft. Skylt er þó að láta Efta-ráðið fylgjast með slíkum aðgerðum og getur ráðið bvenær sem er beint til þess aðiidarríkis, sem tekur upp höft, tilmælum um aðgerðir, sem stefna aið því að takmarka skaðleg áhrif haft- anna á önnur ríki. Ef slíkum höftum er beitt meira em átján mánuði í einu, og þau valda alvarlegum truflunum í starf- semi fríverzlunarsamtakanna, er ráðinu skylt að taka málið upp ti umræðu í því skyni að finna leiðir til að draga úr því tjóni, sem slík höft valda öðrum aðildarríkjum. Loks er því landi, sem höft tekur upp, skylt að leggja fram áætlanir um afnám þeirra strax og greiðslujöfnuðurinn hefur batn að. Þegar komin var upp hættu leg staða í greiðslujöfnuði Breta haustiið 1964, fóru þeir samt ekki þessa leið, sem þó var heimil bæði samkvæmt reglum EFTA og Gatt, heldur lögðu þeir á 15% innflutnings- toll á allan innflutning. Þetta var brot á samningnum, en Bretar töldu að þeir hefðu ekki getað komið innflutnings höftum við. 15% tollurinn var fljótt lækkaður í 10% en ekki aið fullu afnuminn fyrr en haust ið 1966 þegar hann hafði stað ið í tvö ár. Við gerð Eftasamningsins gerðu menn sér ljóst að afnám verndartolla og ininflutnings- markana gæti sett einstök aðild arlönd í þá aiðstöðu, að þau yrðu að víkja um sinn af hinni mörkuðu braut, og þar sem engu landi var ætlað að baka sjáilfu sér tjón með aðild að Efta, voru sett í samningimn undanþáguákvæði, sem grípa mætti til í ýmsum tilvikum. í fyrsta lagi er ákvæði um það, að ef vart verður atvinnuleysis eða aukningar þess í einhverri starfsgrein eða einhverjum landsihluta, sem rekja má til minnkaðrar eftirspumiar eftir innlendri framleiðslu af völd- um aukins innflutnings, þá er heimilt án tillits til annarra ákvæða samningsins að beita kröftum til aið takmarka þenn an innflutning. Ekkert land hefur enn beitt þessari heim- iid. í öðru lagi getur land, sem jerður fyrir því sem nú var lýst farið fram á það við ráðið að mega lækka toUana hægar en ráð var fyrir gert, og hefur þaið verið gert í nofckrum til- vikum. í þriðja lagi er gert ráð fyrir því, að ráðið setji (með sam- hlj. atkvæðum) frekari regLur til að auðvelda aðiWarríkjun um að ráða bót á erfiðleikum, sem upp koma á einstökum mið um í sambandi við afnám tolla og hafta. Öllum undanlþágum, sem heimilaðar eru samkvæmt þess um reglum er það, þó sam- merkt, að þær eru tímabundn ar. Þannig má ekki haldi uppi magntakmörkunum lengur en 18 mánuði í einu, nema leyfi ráðsins, sem það getur sam- þykkt með meirihluta atfcvæða, komi tiL Auglýsing SPÓNAPLÖTUR 10—25 mm. PLASTH. SPÓNAPLÖTUR i3—19 mm. HARÐPLAST. HÖRPLÖTUR 9—26 mm. HAMPPLÖTUR 10—20 mm. SIRKI GABON 12—25 mm. 5x10. BEYRj-GABON 16—22 mm. KROSSVIÐUR Birki 3—6 tmn. Beyki 3—6' mm. Furs 4—10 mm. Makore 4—12 mm. með rakaheldn limi. HARÐTEX með rakaheldu iími, V 4x9. HARÐVÍÐUR Eik 1”, 1—2”. Beyki 1”. 1—2”, 2— Teak 1—l—Vzu, 2” 2—Vz” Afromosia 1”, 1—Vz, 2“ Manognv 1—2”. IroLo 1—2“. Cordia 2” Paiisander 1”. 1—Vt, 1—2’ 2— Vt”. Oregon Pine. SPÓNN Eik — Teak Oregon Pine — Fura Guilálmur — Álmur Abakki — Beyki Askur — Koto Am. Hnota Afrcmosia — Mahogny Palasander — Wenge. FYRÍRLiGGJANDl OG VÆNTANLEGT. Nviar birgðir teknar heim vikulega. VERZLIÐ ÞAP SEM ÚR- VALiD EB MESl OG KJÖftlN BEZT ÍÖN LOFTSSON H.F HRÍNGBftAUl 121. SÍMl 10600. Vita Wrap Heimilisplast Sjálflímandi plastfilma . . til að leggja yfir köku- og matardiska og pakka inn mafvælum til geymslu í ísskápnum. Fæst í matvöruverzlunum. PLASTPRENT H/F. SNJÓKEDJUR Keðjuþverbönd — krókar í þverbönd. Keðjutangir og sjálflokaðir hlekkir í þverbönd. S M Y R I L L - Ármúla 7 - Súni 84450. Skrifstofustjórastaða Staða skrifstofustjóra í röntgendeild Landspítal- ans er laus til umsóknar frá 1. janúar 1970. Bók- haldsþekking nauðsynleg. Laun samkvæmt 16. flokki Kjaradóms. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist stjórnamefnd ríkisspítal- anna, Klapaprstíg 26, fyrir 10. desember n.k. Reykjavík 1. desember 1969. Skrifstofa ríkisspítalanna. %? SKAK Þeir, sem nú gerast áskrifendur að tímaritinu „Skák" öðlast yfirstandandi árgang ókeypis,en greiða fyrir næsta ár. „Skák" hóf göngu sína 1947 og eru flest tölublöðin fáanleg enn. Tímaritið „Skák" —- Pósthólf 1179 — Reykjavík. Áskriftarsími 15899 (á kvöldin). sKlippist hér mmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmMmmm■ Ég undirritaður óska hér með eftir að gerast áskrifandi að tímaritinu „Skák". □ Hjálagt sendi ég áskriftargjald næsta árs. kr. 500,00. □ Áskriftargjaidið greiðist gegn póstkröfu. Nafn Heimiiisfang © HAPPDRÆTTI SlBS 1969 DREGIÐ FÖSTUDAGINN 5. DESEMBER Umboðsmenn geyma ekki miSa viðskiptavina fram yfir dráttardag. ENDURNÝJM LÝKUR £ HADEGI DRATTARDSGS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.