Tíminn - 03.12.1969, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.12.1969, Blaðsíða 9
MHSVIKUDAGUR 3. desember 1969. TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ristjómar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur 1 Bddu húsinu, símaT 18300—18306 Skrifstofur' Bankastræti 7 — Afgreiðsluslmi: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofUT sími 18300. Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði. mnanlands — ____í lausasölu kr. 10.00 eint, — Prentsmiðjan Edda h. t._ Flutningur afla af miðum og milli hafna Fyrir Alþingi liggur nú tillaga frá Vilhjálmi Hjálmars syni og þremur þingmönnum öðrum, þar sem lagt er til, að Alþingi feli ríkisstjóminni að láta rannsaka, hversu skipuleggja megi flutning á sjávarafla af fiskimiðum og hafna á milli með það fyi’ir augum að nýta sem bezt afkastagetu veiðiskipa og fiskvinnslustöðva og stuðla að betri meðferð aflans og jafnari atvinnu. í greinargerðinni er vakin athygli á því, að það eigi oft mikinn þátt í lélegri afkomu frystihúsa og annarra fiskvinnslustöðva, að árlegur rekstrartími þeirra er of stuttur. Þá skerði það einnig veiðitíma og afköst fiski- skipa stórlega að þurfa að sigla til hafnar með hvern farm, stóran eða lítinn, eftir atvikum, þegar veitt er á fjarlægum miðum. Þá er bent á, að hérlendis hafi þegar verið gerðar nokkrar tilraunir til úrbóta með útgerð flutningaskipa. En þær hafa að mestu eða öllu leyti verið tengdar síld- veiðunum og þá fyrst og fremst flutningi bræðslusíldar. Sums staðar erlendis hefur slík flutningastarfsemi verið færð yfir á víðara svið. Norðmenn hafa t.d. á þessu ári beitt 7—8 þús. lesta flota flutningaskipa af mismun- andi stærðum við flutning loðnu suður á bóginn frá hin- nm norðlægu miðum. Og þeir halda einnig uppi skipu- lögðum flutningum á öðrum fisktegundum, svo sem þorski og makríl. Flutningakerfi Norðmanna lýtur sameiginlegri yfir- stjórn. Fylgt er þeirri meginreglu að landa afla sem næst veiðisvæði, flutningar lengra til koma því aðeins til greina, að vinnslustöðvar nálægra staða anni eigi því, er að berst. Flutningsmenn tillögunnar telja tímabært, að stjórnarvöld taki þessi mál til rækilegrar skoðunar. Rejmsla sú, sem hér er þegar fengin af síldarflutning- um, getur komið að gagni við þá athugun. Eðlilegt virðist einnig að gefa gætur að reynslu Norðmanna, sem um margt búa við líkar aðstæður og við. Fiskikassar í skipum í greinargerð tillögu Vilhjálms Hjálmarssonar og þriggja þingmanna annarra, um flutning afla af miðum og milli hafna, er m.a. vakinn athygli á því, að jafn- hliða athugun á möguleikum fyrir slíka flutninga, þurfi eigi síður að íhuga, hvað unnt er að gera til þess að bæta meðferð fisksins frá fyrstu hendi. Hér mun einnig mega margt af Norðmönnum læra, en þeir hafa um áraraðir notað fiskikassa í veiðiskipum sínum. Er áreið- anlega fyllsta ástæða til þess að taka það mál fastari tökum en gert hefur verið til þessa. Úrbætur kosta vitan- lega fé, en þær eru óhjákvæmilegar vegna samkeppn- innar á erlendum mörkuðum. Sjávarútvegsmálaráðherra hefur fyrir nokkru skipað nefnd til að íhuga þennan þátt málsins. Má því vænta þess, að hann sé þegar kominn á nokkurn rekspöl. En notkun fiskikassa í fiskiskipun- um er sennilega í mörgum tilfellum undirstaða þess, að verulegir flutningar aflans séu framkvæmanlegir með viðunandi árangri. Það er vissulega til mikils að vinna, ef takast mætti með viðráðanlegum kostnaði að skipuleggia flutn- ing afla af miðum og staða á milli með þeim árangri, að betur nýttist allt í senn. veiðifl(/ti, vinnslustöðvar og vmnuafl, og jafnhliða yrði meðferð aflans bætt. Þ.Þ James Reston: Er minni sök að drepa sakiaust fðlk með sprengjum en rifflum? Spurning, sem Nixon og Agnew þurfa að svara. Um heim allan er nú rætt um hryðjuverkin, sem Bandaríkjamenn frömdu í Song My, þegar á annað hundrað óbreyttir borgara á öllum aldri voru myrtir. Víða hefur verið bent á það — og það ekki sízt í Bandaríkjunum siálf um — að daglega eru óbreyttir borgarar myrtir í tugatali, þegar Bandaríkja- menn gera loftárásir eða stórskotaárásir á varnarlaus þorp. Morðin á varnar- Iausum gamalmcnnum, kon um og börnum, muni því halda áfram á ábyrgð Banda ríkjamanna meðan þeir taki þátt í stríðsaðgerðum í Viet nam. Þessi skoðun kemur óbeint fram í eftirfarandi grein James Restons. FJÖLDAMORÐ kvenna og barna, sem bandarískir her- menn frömdu í þorpinu Song My í Quang Ngai héraði í Suð ur-Vietnam, vekur mjög mik- ilvægar spurningar. Hver ber sökina,. mennirnir, sem drápu fóliið í þorpinu, foringjarnir, sem skipuðu fyrir um drápin eða styrjaldar-„vélin“, sem hafði þá á valdi sínu? Auk þessa er svo önnur spurning, sem Agnew varafor seti hefir vakið máls á: Ber að segja í blöðum, sjónvarpi og útvarpi frá fjöldamorðunum, hvernig svo sem þeim var hátt að, þar sem fregnir um, að bandariskÍT hermenn hafi myrt óbreytta borgara, hljóta að vera óvinunum í hag, valda sundrungu meðal þjóðarinnar og spilla þeirri hugmynd, sem umiheimurinn gerir sér um Bandaríkjamenn? STAÐREYNDIR harmleiks- ins eru ekki umdeilanlegar. Forsetinn og varnarmálaráð- herrann ræddu málið í síma fyrir skömmu og kom saman um, að þeir kæmust efcki hjá að taka til meðfarðar: „Her- menn úr C-deild fyrsta her- fylkis 20. herdeildar fótgöngu liðsins drápu að yfirlögðu ráði hinn 16. marz 1968 eða þar um bil ótilgreinda tölu Aust-ur- landabúa í My Lai 4 (þorpinu Song May) í Quang Ngai hér- aði, eigi færri en 70 ónafn- greinda af báðum kynjum og á mismunandi aldri,------með riffilskotum“. Suimir hermannanna úr C- deild hafa fyrir skömmu sagt frá atburðum í blöðum og sjón varpi, bæði menn, sem skutu, og a'ðrir, sem neituðu að skjóta. Öll er sagan hræðileg og sýnir bæði ringulreið og grimmd. Bandarískir hermenn skjóta konur og börn, sumir gátu þetta ekki, aðrir töldu skyldu sína að framkvæma gefnar skipanir, sumir voru orðnir svo samdauna grimmd inni, ringlaðir eða frávita, að þeir gerðu sér ekki grein fyrir. hvað þeir voru að gera eða voru beðnir að gera. FRÁ HRYÐJUVERKUM í SONG MY FRÓÐLEGT er, með hliðsjón af fi’amburði þeirra, sem af byssunum hleyptu, að rifja upp opinberar tilkynningar um atburðina við þorpið í Quang Ngai héraði. Opinber tilkynn- ing bandaríska hersins 16. marz 1968 er á þessa leið: „Quang Ngai hérað. Til þessa hafa fallið af óvinunum 128 manns í bardögum 11. her deiildar fótgönguliðsins við ó- vinaher af óþekktri stærð“. . . . Styttri útgáfa hinnar sömu tilkynningar hljóðaði svo: „Bandarísk herdeild hefir í dag fellt 128 óvini í námunda við borgina Quang Ngai Skothríðar úr smábyssum á íbúa téðrar borgar er ekki get ið. Harmsagan við Song My fór framhjá fréttariturunum, og er ekki að furða. Þeir voru undir áhrifum áróðursmeistara her- stjórnarinnar í Saigon, en Bandaríkjamenn eru bæði mál gefin og siðgóð þjóð og sann- leikurinn kom fram a<ð lokum. Geta ber þess, að tekin er til starfa aftur í borgaralegu lífi milljón Bandarikjamanna, sem barizt hefir í Vietnam, og sum ir þessarra manna hafa nú sagt frá því, sem fyrir augu bar, þegar harmsagan var að ger- ast í þorpinu i Suður-Vietnam. ÞEIR sáu „óvinina" og af- máðu þá „samkvæmt skipun“, ekki aðeins Vietcong-menn heldur einnig konur og börn. Allir, sem hlut eiga að máii, eru skelfdir og í varnarstöðu, einnig forsetinn og varnar- málaráðherrann. En þorpið Song My eða My lai 4 var á „hernaðarsvæði“ að sögn herstjórnarinnar banda rísku og Abrams hershöfðingja í Saigon. með öðrum orðum þorp, sem óvinirnir höfðu á valdi sínu og þess vegna talið réttmætt skotmark stórskota- liðsins og sprengjuflugvéla at gerðinni B-52. Sprengjuflugvélarnar vörp- uðu sífelt sprengjum á slík þorp, sem á hernaðarsvæði voru, og ullu dauða hvers og eins, sem fyrir varð. Sama er um stórskotaliðið að segja. Munurinn á þessum hernaðar aðförum og framferði hermann anna úr fótgönguliðinu er sá einn, að þeir sáu fólki'ð í þorp inu og drápu það með rifflum sínum og hafa nú sagt frá því í sjónvarpi. AF ÞESSU er sú spurning sprottin, sem nú verður lögð fyrir herréttinn: Er Paul Meadlc frá Terre Haute í Indíana sekur? Eða er William L. Calley yngri sekur, harðleiti undirforing- inn. sem skipaði fyrir? Eða ber að kenna um hærra sett um foringjum, sem horfðu á blóðbaðið en stöðvuðu þa® ekki? Eða ber „kerfið" sjálft alla sökina? Hver er munurinn á stjórnanda sprengjiuflugvélar- innar eða stjórnanda í stór- skotaliði, — sem báðir granda konum og börnum í þorpunum, — og hermanninum, sem hleyp ir af riffli sínum samkvæmt skipun? Annar aðilinn hefir mannlega skelfingu fyrir aug unum áður en hann hleypir af — og munar þar miklu að almennú mati, — en dauði þorpsbúa er samur og jafn hvort heldur er. Forsetinn og varnarmálaráð herrann vérða nú að glíma við þessa spurningu. Staðreyndirn ar eru orðnar hljóðbærar og skaða ríkisstjórnina og þjóð ina, eins og Agnew varaforseti segir, en hvað ber að gera? Á að leyna staðreyndunum, eða á að hengja hermennina, sem skjóta úr návígi á jörðu niðri, lofsyngja flugmenn B- 52 vélanna, sem þó drepa mikhi fileiri? Fróðlegt væri að heyra for sétann og varaforsetann svara þessum spurningum, en þeir eru furðu þögulw enn sem komið er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.