Tíminn - 03.12.1969, Qupperneq 16

Tíminn - 03.12.1969, Qupperneq 16
268. tbl. — Miðvikudagur 3. des. 1968. — 53. árg. 77 ára einleikari með Sinfóaíuaai KJ—Reykjavík, þriðjudag. Einleikari með Sinfóníuhljóm- sveit íslands á fimmtudaginn verð ur 17 ára gamall Suður-Afríku- maður Marc Raubenheimer, en stjórnandi verður landi hans Al- fred Walter. Rauberiheimer píanóleikari er fæddur í Durban í Suður-Afríku árið 1952. Hann hóf nám í píanóleik aðeins 12 ára .gamall og 13 ára að aldri l>ék hann í útvarp í Suður-Afríku. Hann hefur unnið til fjölda verð launa í samkeppnum og síðan 1966 hefur hann leikið reglulega með sinfóníuhljómsveitinni í Durb «>n, þ.á.m. pianckons'erta eftir Mozart, Kalabis, Sjostakovitsj og Bartok. Hann hefur og leikið með Sinfóníuhljómsveit útvarpsins í Jóhannesarborg og haldið sjálf- stæða tónleika í mörgum borgum Suður-Afríku. Á þessu ári fluttist hann til Evrópu og er um þessar mundir nemandi hins fræga píanó snillings Friedrioh Gulda, sem tel- ur Rauberiheimer meðal beztu nemenda sinna. Raubeniheimer mun leika með Sinfóníuhljóm- .sveitinni á tónleikum á fimmtudag 'inn píanókonserta __ eftir Schu- mann og Kalabis. Önnur verk á tónleikunum eru Sinfónía í G- dúr K 318 eftir Mozart og Meta morphosen (U-mmyndanir) eftir Hindemith. Skólatónleikar Fyrstu skólatónleikar starfsárs ins verða haldnir í Háskólabíói föstudaginn 5. desember kl. 14.00. Stjórnandi tónleikanna verður Al- fred Walter og einleikari Marc Raubenheimer. Á tónleikunum verða flutt þessi verk: Forleikur inn að Brúðkaupi Fígarós og Sin fónía nr. 38, Pragsinfónían, eftir Mozart, og Píanókon' ■'rt í a-moll eftir Schumann. Kynnir á tónleik un-urn verður Þorsteinn Hannesson söngvari og eru þessir tónleikar Framhald á bls. 14. Hægt að veiða hræðslu- fisk allt árið við landið? Loðna, spærlingur, sandsíli og kolmunni er hér við land, en hefur aldrei verið veiddur að nokkru ráði LL—Reykjavík, þriðjudag. Á fundi í sameinuðu Alþingi í dag mælti Vilhjálmur Hjálm- arsson fyrir þingsályktunartil- lögu, sem hann og 7 aðrir þing menn Framsóknarflokksins úr öilum kjördæmum flytja. Fjall- ar tillagan um leit að bræðslu fiski. Kom það fram í ræðu Vilhjálms, að vera kann, að veiða megi bræðslufisk, sem ekki hefur verið reynt að veiða áður, á ýmsum árstímum um- hverfis allt land. En áður en slíkt getur orðið verður að gera rannsóknir á hegðun þessara fisktegunda, sem ekki er mik- ið vitað um. Viihjálmur Iljálmarsson sagði, að svipuð tillaga hefði verið flutt á síðasta Alþingi, en hún hefði komið það seint fram, að hún hefði ekki náð afgreiðslu. Nú væri tillagan flutt nokkuð breytt, en hún er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að feia rík isstjórninni að láta hefja, að loknum nauðsynlegum undirbún Framh-'d á bls. 14. Rosen vill fá ísl. flugmenn til árásaflugs 6 Nígeríu OÓ-Reykjavík, þriðjudag. Augiýst var eftir íslenzkum flug mönnum í dag til að fljúga fyrir Von Rosén í Biafra. Er tilskilið að þeir flugmenn sem áhuga hafa á starfinu hafi samband við Von Rosén í París fyrir 5. des. Eins og kunnugt er skipulagði Von Rosén flugher Biafra, sem hefur yfir um 20 iitlum flugvélum að ráða og eru þær notaðar tii sprengjuárása á skotmörk í Níger íu. í þessum flugher eru flestir flugmennirnir frá Evrópu. Hefur flugvélakosturinn aukizt talsvert síðustu mánuði og er auðsjáanlegt að þörf er á fleiri flugmönnum til þátttöku í stríðinu. Eru boðin há laun fyrir að fljúga þessum árásarvélum. Tíminn hafði í dag samband við nokkra flugmenn og spurði þá álits á hvort nokkrir af starfsfélög um þeirra mundu hafa áhuga á að taka beinan þátt í styrjöldinni og gera árásir á Nigeríu. Sögðu flug mennirnir að talsvert hafi verið um þessa auglýsingu talað í dag, en töldu fráleitt að nokkrir ís- lenzkir flugmenn fengjust til þess arra starfa. Margir íslenzkir flugmenn starfa við matvæla- og lyfjaflutninga til Biafra og er þar eingöngu um að ræða áð aðstoða stríðshrjáða og sveltandi íbúa Biafra. Má búast við að Nigeríumerm líti það heldur óhýru auga ef íslendingar fara að taka beinan þátt í stríðinu og gera á þá sprengjuárásir og verði þá hætt við að þeim íslenzku flugvélum og flugmönnum sem starfa við matvælaflutninga verði gert erfitt fyrir og verði fremur fyrir árásum orrustuvéla Nígeríu manna. Raubenheimer til vinstrl og Walter tll hægri (Tímamynd GÆ.) byggingamanna út EJ—Reykjavík, þriðjudag. Sambandsstjórn Sambands Bygg ingarm. sem kom saman til fundar um helgina, gerði m. a. ályktun um atvinnu- og kjaramál þar sem vakin er athygli „á þeirri alvar- Iegu staðreynd, að kjaraskcrðing, atvinnuleysi, og landflótti hafa í vaxandi mæli orðið hlutskipti ís- lenzkra byggingarmanna en land- flótann má rekja beint til sívax- 40 milljónir dregnar út í Háskólahappdrættinu í des. Miðvikudaginn 10. des. fer fram dráttur í 12. flokki Happ- drættis Háskóla slands. Út verða dregnir 6,500 vinningar að fjárhæð 39,860,000 krónur, eða tæpar fjörutíu miUjónir króna. Er þetta langstærsta fjárupphæð sem dregin hefur verið út í einum drætti hér á landi. Vinningarnir skiptast þannig: Tveir vinningar á eina milljón krónur og tveir á eitt hundrað búrund krónur. Þá eru 2,206 vinningar á 10.000 krónur, 2,276 á 5,000 krónur og 2,010 vinningar á 2,000 krónur. Auk þess eru fjórir 50,000 króna aukavinningar, sem falla á næsta númer fyrir ofan og fyr ir neðan hæsta vinninginn. Það er tíu til tólf klukku tíma verk áð draga úr allan þennan fjölda af vinningum, svo drætti mun ekki verða lok ið fyrr en eftir miðnætti. Von andi verður hægt að ljúka lestri prófarka að vinninga- skránni á fimmtudag. Ætti þá vinningaskráiu að koma út á fösbudagskvöldið. Vinningarnir verða svo af- greiddir á Aðalskrifstofunni 1 Tjarnargötu 4, daglega eftir 17. desember. Verða þeir greiddir frá 10 til 11 og 1,30 ‘U 4. Munu tniargar þúsundir Reykvíkinga eiga létt spor á skrifstofu Happ drættisins nú fyrir jólin til að sækja sér jólaglaðning. Um- boðsmennirnir úti á landi greiða vinningana, sem falla í þeirra umdæmi. andi kjaraskerðingar og atvinnu ieysis. Því ályktar fundurinn að verði kjör byggingamanna ekki stórbætt frá því sem nú er og þeim tryggð örugg og fuil atvinna, vofi sú hætta yfir, að æ stærri hluti stéttarinnar leiti atvinnu er- lendis til langframa, bar sem þeim býðst fuU atvinna, mun betri kjör og störf þeirra eru metin að verðleikum". Síðan segir: „Sambandsstjórnarfundurinn var- ar mjög ákveðið við afleiðingum slíkrar þróunar og krefst þess, að nú þegar verði af ríkisvalds Reykjaneskjör- dæmi Aðalfundur kjördæmissam- bands Framsóknarmanna í Reykja- nesikjördæmi verður í Aðalveri í Keflavík sunnudaginn 7. desember bl. 9.30 árdegis. Stjórnin. ins hálfu, gerðar ráðstafanir, sem duga til útrýmingar á atvinnuleys inu, og sem tryggi stöðuga at- vinnu í framtíðinni. Það verður hinsvegar ebki tryggt með sfend urteknum bráðabirgðaúrræðum. Til að tryggja framtíðaratvinnu- öryggi verður að hverfa frá þeirri happa- og glappastefnu, sem nú rikir, og í stað glundroðans að taka upip fyrirfram skipulagða upp byggingu íbúðahúsnæðis og ann- arra byggingaframkvæmda, er miðiist við þörfina á hverjum tíma, og hagkvæma nýtingu fjár magns. Fundurinn hvetur öll aðildar- samtök sambandsins til að segja upp gildandi kaup- og kjarasamn ingum sínum við atvinnurekendur, strax og aðstæður leyfa og felur framkvæmdastjórn að vinna að aukinni samstöðu og samræmdum aðgerðum samtakanna til leið- réttingar á því þjóðhættulega ástandi, sem nú ríkir í atvinnu- og kjaramálum byggingamanna.“ Harpa félag Framsóknarkvenna í Hafn- arfirði Garða- og Bessastaðahreppi Fundur verður haldinn að Strandgötu 33, fimmtudagin.n 4. des. kl. 20:30. Fundarefni: 1. Fé- lagsmál, 2. Magnús Guðmundsson blómaskreytingamaður hefur sýni- kennslu í jólaskreytingum. Kaffi Stjórnin. -4- Framsóknarvist á Hótel Sögu Spilu'ð verður Framsóknarvist á Hótel Sögu fimmtudaginn 4. des. Byrjað verður að spila kl. 8.30 og síðan verður dansað við undir- | leik hljómsveitar Ragnars Bjarnasonar til kl. 1 eftir miðnætti. — Stjórnandi Markús Stefánsson. — Góð verðlaun. — Aðgöngu- } miða má panta á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hringbraut 30, sími 24480 og afgreiðslu Tímans, Bankastræti 7, sími 12323.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.