Tíminn - 03.12.1969, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.12.1969, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. desember 19«9. TÍMINN 8 íarseöil til Nome. Fallega gert a£ þeim, finnst þér það ekki, sagði Stampade gamli og nuddaði ánægjulega saman höndunum. — Þetta fór allt virðulega fram. Ég\ vissi, að Koph félagi minn var heiðvirður maður, og þess vegna tiníði ég honum fyrir páningum mínum. Það var ekki hans sök, að þeir glötuðust. — Auðvitað ekki, svaraði Alan. — Mér fellur það dálítið illa, að ég skildi leika hann svo grátt vegna þess. Já, mér fellur það sannarlega illa. — Þú drapst hann? — Nei, ekki alveg. En ég skar af honurn eyrað til minningar um þetta. Það var í Ohink Holleran. Það var fantaskapur. Ég hugsaði ekki út í það þá, hvað það var hugulsamt .af honum að láta mig hafa farseðil til Nome. Ég sval- aði mér aðeins í augnabliks bræði. Ég skildi ekki þá, Alan, hvað hann gerði mér mikinn greiða mcð því að losa mig við alla peningana. Það var mér mik- ið lán, það veit sá, sem allt veit. Ini skitur ekki, hvað allt í heim- inum er frjálst, fagurt og auð- velt, fyrr en þú ert búinn að tapa öllum þínum peningum. Ljiifmannleg't og drengilegt bros lék um varir hans milli úfinna skeggbartanna. En augu Aláns voru hvoss og hörð, og hann tók þétt í handlegg «amla mannsins. — Jú, mér er þetta fullkomin alvara. Alac, sagði gamli maður- inn. — Og það er þess vegna, sem ég álít að peningar séu skað- ræðisgripir. Að eiga peninga og eyða þeim færði mér aldrei neina hamingju. Það er að finna gullið og grafa eftir því 1 fjöllun- um, sem gefur mér gleði og fær blóðið til að renna örar í æðum mínum. Þegar ég er bú- inn að fá peningana í hendur, veit ég aldrei. hvað ég á að gera með þá. Þá er mér rauðsynlegt að tapa þeim. Annars mundi ég verða latur og feitur og fá alls konar sjúkdóma, og svo mundi einhver vitlaus og klaufskur lækn ir skera mig upp. og ég mundi deyja. Það kernnr ekki svo sjald- an fyrir : Friskó, Alan. Einu sinni fékk ég einhverja innanskömm, og þeir sögði.. að það þyrfti að skera eitthvað innan úr mér, en ég þakkaði nú fyrir gott boð. Al- an, það er svo margt illt, sem get- ur komið fyrir mann, sem á mikla peninga. — Er þér alvara með þetta allt, Stampade? — Já, mér er bláköld alvara. Ég vil aðeins lifa frjálsu og ó- háðu lífi undir skýjum himinsins, Alan. Ég vil dvelja í fjöllumim, og gula duftið mun verða eins konar leikfélagi minn, unz ég dey, og þá mun einhver husla mig í Nome. — Nei, það verður ekki gert, sagði Alan. — Ekki, ef ég ræð nokkru þar um. Stampade, ég þarf einmitt á þér að halda. Þú verð- ur að koma með mér upp í Endi- cott-fjöllin. Þar á ég tíu þúsund hreindýr. Það er allt ónumið land, og við getum gert þar alilt, sem sem okkur þóknast. Ég er ekki að leita effir gulli. Ég hef meiri áhuga á öðru. En samt getur vel verið, að Endieott-fjöllin sóu full af þessu gula dufti þínu. Þetta er alveg ókannað land. Þú hefur aldrei komið þangað. Viltu koma með mér? Glettnin var horfin úr augum Stainpade. Ilann starði á Alan. — Hvort ég vii koma? Alan, þarftu að spyrja að því? Spurðu mig aftur. Segðu þetta allt sam- an aftur. Þeir tókust þótt í hendur og kinkuðu kolli brosandi í austur- átt. Síðustu trefjar þokunnar voru að eyðast. Ilvassar og tindóttar brúnir Alaskafjallanna risu mót bláum og heiðskírum himni, og morgunsólin gyllti snævi þakta fjallatoppanna. Öll orð voru þarf- laus og ónauðsynleg. Þeir skildu hvor annan til fulls og handtak- ið var sáttmáli þ':rra. V. kafli. Alan kom seint til morgunverð- ar þennan dag, og það voru að- eins tveir stólar auðir við borðið. Annar þeirra var hans stóll, en hinn stóli Mary Standish. Honum fannst snöggvast eitthvað ögr- andi við þennan auða stól. Hann kinkaði kolli til þeirra, sem næst- ir sátu, um leið og hann settist, og það kom ofuriítill glampi í augu hans um leið og hann mætti tiiliti unga verkfræðingsins. Hann rifjaði uþp í huga sínum, hvað þessi ungi maður hét. Hann hét Tueker. Hann var snotur í and- liti og hraustlegur útlits. Hver aul inn gat séð, að hann var meira en lítið hrifinn af Mary Standish. Og Alan ákvað með sjálfum sér að bæta eins fljótt og hann gæti fyrir vanrækslu sína og gera þau kunnug hvort öðru. Það mundi losa hann við óþægindi og ábyrgð, sem farin var að leggjast með nokkrum þunga á hann. Hann reyndi að leiða hugann að einkamálum sínum, en auði stóllinn andspænis honum rugl- aði hann stöðugt í ríininu. Fram að þessum -norgni hafði þessi stóll verið alveg eins og aðrir auðir stólar, en nú var eitthvað sérstakt við hann. Hann angraði hann í sífellu og minnti hann á atburði næturinnar. Ilann var að lokum einn við borðið. Tucker beið þó, unz hann hafði misst alla von um að sjá Mary Standish við borðið. Iíann reis á fætur og gekk fram að dyr- unum, en þar stanzaði hann. og Alan sá, að svipur hans breyttist snöggiega. Skýringarinnar var ekki langt að bíða. Mary Standish gekk í sama bili inn i salinn. Hún gekk fram hjá Tucker án þess að líta á hann og kinkaði kuldaiega kolli til Aians um leið og hún settist í sæti sitt. Hún var mjög föl. Roðinn, sem bloss- að hafði í kinnum hennar í gær- kvöldi, var með öllu horfinn. Lít- ili sólargeisli dansaði um hár hennar um leið og hún beygði höfuð sitt yfir diskinn, og Alan horfði á hann, og í sama bili ieit hún upp og augu þeirra mættust. Augu hennar voru skær og hvöss og laus við feimni. Það virtist ó- hugsandi, að slík augu byggju yf- ir blekkingum og undirferli. Ef þau hefðu dregizt saman andar- tak, eða brugðið fyrir í þeim skugga, mundi hann hafa tekið það sem sektarmerki. En hún horfði biátt áfram á hann. Hann kreisti iitla vasaklútinn í vasa sín- uim. — Sváfuö þér vei, ungfrú Stand ish? spurði hann rólega. — Nei, ekki rétt vel, svaraði hún svo hreinskilnislega, að hon- um hálfhnykkti við. — Ég reyndi að púðra yfir dökku baugana und- ir augunum, en mér vefur víst ekki tekizt það nógu vel. Er það þess vegna, sem þér spyrjið? Hann hélt nú á vasaklútnum í hendinni. — Þetta er fyrsti morg- uninn, sem ég sé yður við morg- unverðarborðið. Þess vegna bjóst ég við, að þér hefðuð sofið vel í nótt. Eigið þér þetta. ungfrú Standish? Hann horfði fast framan í hana um leið og hann rétti að henni litla vasaklútinn. Húr- brosti snöggt, en það var engin giedi í brosinu. Það var aðeins 'venju- legt þakkarbros frá konu, og hann varð fyrir ofurlitium von- brigðum að finna ekki í því nokk- urn snefila f undirferli eða biyg'ð- un. — Já, þetta er vasaklúturinn minn. Hvar funduð j>ér hann? — Framan við dyrnar hjá mér stuttu eftir miðnætti. Hann var dálítið önugur í ináli. Hann hafði búizt við að komast að einhverri niðurstöðu um Mary Standish, en hún var hortum enn þá sama gátan. Þó var eins og brosið væri ekki með öllu dautt. á vörum hennar, og það var eins og blikaði á eitfchvað dúipt í aug- um hennar. O bes.i bjarmi í aug- unura var eins og hjá sakiausu barni. og þegar h ann horfði á hana, minnti hún hann á barn — ákaflega fallegt barn. Hann fann að hann hafði beðið fullkominn ó- sigur í þessari sálkönnun sinni. Ég þakka yður u rlega fyrir, herra Holt, sagði hún. — Þér get- ið ímyndað yður þakklieti mitt, þegar ég segi vður, að ég lief aðeins fjóra vasak'lúta með fnér hérna, og þetta er sá bezti. Hún fór að afchuga matseðilinn, og um leið og Alan gekk út úr salnum, heyrði hann, að hún bað þjóninn um ávexti og grænmeti. Blóðið sauð í æðum hans, en eng- in merki þess sáust í andliti hans. Hann fann, að hún fylgdi honum með augunum, og það olli hon- um óþæginda. En hann leit samt ekki við. Það var eitthvað bogið við hann, og hann fann það. Hann var heimskingi. Hann kveikti sér í vindli og bölvaði heimsku sinni í hljóði. Eitthvað sti'aukst við handlegg hans og hristi hönd hans, sem er miðvikudagur 3. desember — Sveinn Tungl í hásu'ðri kl. 8.18 Árdegisháflæði í Rvík kl. 1.02 IIEIL:SUGÆZlA HITAVEITUBILANIR Hlkynntet slma 15359 BILANASlMI Ratmagnsveito Reyk|a vlkur S skrifstofutima er 18222 Nœtur og helgidagavanla 18230. Skolphrelnsun allan sóljirhrlnglnn Svara® i slma 81617 og 33744 SLÖKKVILIÐIÐ og siúkrabifrelSlr - Slml 11100 SJÚKRABIFRE1Ð • HafnarflrBI slma 51336 SLVSAVARÐSTOFAN i Borgarspltai anuiri er opin allan sólarhrlnglnn ASelns múttaka slasaðra Slmi 81212 NÆTURVARZLAN i Storholtl er ot> In frð ménudegi tll fðstudags kl 21 S kvólöln fli kl 9 S morgn ana. Laugardaga og helgldaga tr» kl 16 a daglnn tH kl 10 » morgn ana KVÖLD og nelgldagavarzla iskna hetsl hvem vlrkan dag kl 17 og stendur tll kt 8 að morgni um heigar tré ki. 13 é laugardögum. I neyðartlfellum (ef ekkl nsst til heimiltslsknis) er tektð é mðtl vitjanabetSnvm i skrifstofu Iskna félaganna I sfma 11510 fri kl. 8—17 alla virka daga, nema laug ardaga. LÆKNAVAKT I HAFNARFIRÐI og GarSahreppl. Upplýslnger I lög- regluvarðsfofunnl, sfml 50131 og sfökkvlstöðinnl, sfml 51100, KÓPAVOGSAPÓTEK opiB virka daga frá kl. 9—19, laugard. frá kl. 9—14 helga daga frá kl. 13—15. BLÓÐBANKINN tekur á mótl bfóS gjöfitm daglega kt. 2—4. Næfcur- og helgidagavörzlu apó- teka vikuna 29.11. — 5. 12 1969, Borgar-Apótek og Rcyk.iavíkur- Apótek. Næturvörzlu í Keflavík 3. des. annast Guðjón Klemensson. FÉLAGSLÍP Sáiarrannsóknarfélagið í Hafnarf. heldur fund i kvöld kl. 8,30 í Al- þýðuhúsinu. Guðmundur Gíslason Hagalín rithöfundur og Hafsteinn Björnsson rithöfuivdur annast fundarstjórn. / Jólafundur kveimadeildar slysa- varnafélagsins í Rcykjavík verður 4. des. kl. 8,30. Til skeniml- unar: Sýnikennsla á jólamat, upp- lestur Birgir Kjartansson alþm. Ýmislegt fleira. Austfi rðingafélagið í Reykjavík heldur spila og skemmtikvöld í Miðbæ við I-Iáaleitisbraut föstu- daginn 5. des. kl. 8,30. Stjórnin. Kvenfélag Áspreslakalls. Jólafundurinn verður n. k. fimmtu- dag kl. 8 e. h. í Asheimilinu Hóls- vegi 17. Dregiö verður i happ- drætlinu og sýndar litmyndir írá Aðalvík. Kafíidrykkja. Borgfirðingafélagi'ö mynnir á spilakvöld 6. des. að Skipholti 70, kl. 8,30. Takið með ykkur gesti. Kvenfélagið Ðylgjan. Munið fundinn fimmtudagínn 4. des. kl. 8,30 að Bárugötu 11. Spil- að bingo. Innanlaiidsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (2 ferðir) til Vestmanna- eyja, Isafjarðar, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar og Egilsstaöa. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir) til Vest- mannaeyja, Patreksfjarðar, ísa- fjarðar, Egilsstaða og Sauðár- króks. Sólheimum 27. Mánud. — Föstud. kl. 14.00 — 21.00. Bókabíll. Mánudagar Arbæjarkjör, Arbæjarhverfi kl. L30 — 2,30 (Börn) Austurver, Háaleitisbraut 68 kl. 3.00 — 4,00. Miðbær, Háaleitisbr. kl. 4,45 — 6,15. BireiSholtskjör. Breiðliolts- hverfi kl. 7,15 — 9,00. GENGISSKRÁNING Nr. 161 — 1. desember 1969 1 Bandar. dollar 87,90 88,10 1 Sterlingspund 210,60 211,10 1 Kanadadollar 81,70 81,90 100 Danskar kr. 1.172,64 1.175,30 100 Norskar kr. 1.229.80 1.232,60 100 Sænskar kr. 1.700,14 1.704,00 100 Finnsk mörk 2.092,87 2.097,65 100 Franskir fr. 1.576,70 1.580,30 100 Belg. fr. 176,90 177,30 100 Svissn fr. 2.034,14 2.038,80 100 Gyllini 2.436,20 2.441,70 100 Tékkn.kr. 1.220,70 1.223,70 100 V.-Þýzk in. 2.382,60 2.388,02 100 Lírur 14,03 14,07 100 Austurr.sch. 339,42 340,20 100 Pesetar 126,27 126,55 100 Reikningskrónur- , Vöruskiptal. 99.86 100,14 1 Reikningsdollar- Vöruskiptal. 87,90 88,10 1 Reikningspund- Vöruskiptal. 210,95 211,45 ELUGÁÆTLANIR Flugfélag íslands h.f,; Milli- landaflug: Gullfaxi fór til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 09:00 í morgun. Vélin er væntanleg aftur til Keflavíkur kl. 18:40 í kvöld. Fokker friendship flugvél félags- ins fer til Kaupmannahafnar um Vaga og Bergen kl. 12:00 í dag. Gullfaxi fer tii Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 09:00 á föstudag. SÖFN OG SYNINGAR BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR Aðalsafn, Þin.ghollsstræti 29 A. MánU'd. — Föstud. kl. 9.00 — 22.00 Laugard. kl. 9,00 — 19,00. Sunnud. kl. 14,00 — 19,00. Hólmgarði 34. Mánud. kl. 16,00 — 21,00. Þriðjud. — Föstud. kl. 16,00 — 19,00. HofsvaUagötu 16. Mánud. — Föstud. kl. 16.00 — 19,00. Miðvikudagar Álftamýrarskóli kl. 13,30 — 15,30. Verzlunin Herjólfur kl. 16,15 — 17,45. Kron við Stakkahlíð kl. 18.30 — 20,30. Fimmtudagar Laugalækur/Hrísateigur kl. 13,30 — 15.00. Laugarás kl. 16,30 — 18,00. Dalbraut/KIeppsvegur W. 19,00 — 21,00. Föstudagar Breiðholtskjör, BreiÖholtshv. kl. 13.30 — 15,30. Skildinganesbúðin, Skerjaf. kl. 16,30 — 17,15. Hjarð- arhagi 47 kl. 17,30 — 19,00. Lárétt: 1 Loka 5 ílát 7 Þegar 9 Lokka 11 Vond 13 Þak 14 Tæp 16 Tveir eins 17 Aldraða 19 DýT. Krossgáta Nr. 441 Lóðrétt: 1 Samkoma 2 Tónn 3 í uppnámi 4 Bjartur 6 Skrár 8 Fiska 10 Smáu 12 Skrökvuðu 15 Ambátt 18 1500. Ráðning á gátu nr. 440. Lárétt: 1 Úthafi 5 Agn 7 Vá 9 Nasl 11 Eta 13 Sto 14 Gufu 16 Ös 17 Alins 19 Ærlega. Lóðrétt: 1 Útvcga 2 Ha 3 Agn 4 Fnas 6 Klossa 8 Atn 10 Stöng 12 Afar 15 UU 18 IE.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.