Tíminn - 03.12.1969, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.12.1969, Blaðsíða 13
MroVIKUDAGUR 3. desember 1969. íVr(S IHIRy TÍMINN 13 HM-söfnun hafin Starfsmenn Egils Vilhjálmssonar h.f. ríða á vaðið ATf-Reykjavík, þribjudag. „Vegna hins mikla kostn- aðar leikmanna Handknatt- leikssambands íslands vegna þátttöku þeirra í HM í Frakk- landi, viljum við undirritaðir sýna hug okkár til leikmanna landsliðsins með þessari fjár- upphæð, 2.100,00 kr. og von- um, að fleiri fylgi á eftir. Starfsmenn hjá Agli Vilhjálmssyni h.f." Þeitta stutta og laggóða bréf barst fþróttasíðunni í gær ásaimt ofangreindri fj áruppihæð. Og þetta verður upphafið að HM- söfnun, sem íþróttasíða TÍMANS gengst fyrir, til styrktar landsliðs mönnum okikar. Á það hetfur ver- ið bent, hve gífurlega kostnaðar- samt það er fyrir íslenziku lands- liðstnenninia að taka þátt í lands- ieikjaferðum í HM, en sá kostn- aður er uim 20—30 þúsund krón- ur fyrir hvern liðstnann, og siík upphæð er ekki gripin upp af göt- unni. Hér er upplagt taekifæri fyr ir hina mörgu handknattleiksunn- endur að sýna huig sinn til leik- manna landsiiðsins í verki, eins og starfsmenn Bgils Vilhjálms- sonar h.f. orðuðu það, og taka þátt í fjársöfnun landsliðsmönn- um til handa. Mangt smátt gerir eitt stórt, 25 krónur, 50 krónur eða 100 krónur. Okkur munar lít- ið um það, en landsliðsmennina mi'kið. Mun Timinn taka á móti fram'lögum næstu vifcumar. Er bæði hægt að snúa sér tii af- greiðs'lu biaðsins í Bankastræti o<g ÁGÚST VALINN í LANDSLIÐIÐ Ágúst Ögmundsson ímyndaður hefndarhugur Birgir Lúðvíksson, fyrrv. form. Handknattleiksdeildar Fram, hefur beðið íþróttasíð- una að birta eftirfarandi: „Ég legg það ekki í vana minn að svara blaðaskrifum, en vegna þess, hve frjálslega blaðamaður Þjóðviljans fer með sannleikann í skrifum sín um um keppnisför Fram til Norðurlands, sé ég mig tilneydd an að svara honum nokkrum orðum. Það var ekki vegna neins hefndarhugs til Vals, að Fram tilkynnti landsliðsnefnd, að leikmenn félagsins gætu ekki tekið þátt í umræddum æfinga leik landsliðsins. Sannleikurinn er sá, að þá hafði umrædd keppnisför verið ákveðin viku áður og m. a. óúið áð kaupa far miða. Átti Fram afar erfitt með að breyta áætlun sinni, því að landsliðsnefnd talaði fyrst um þennan leik við okkur aðeins þremur dögum áður en hann átti að fara fram. Hefði Fram breytt áætlun sinni á síðustu stundu, hefði félagið brugðizt norðanmönnum, sem voru búnir að skipuleggja leiki og mót — með þátttöku Fram — með löngum fyrirvara. Stjórn Handknattleiksdeild- ar Vals leitaði ekki til Fram út af þessu máli, enda var það í verkahring landsliðs- nefndar, en það skal upplýst hér, að hvorki fyrr né síðar hefur Fram neitað að verða við beiðni Vals um að leika, enda hefur ávallt verið gott samstarf á milli þessara félaga. Ekki veit undirritaður hvað an blaðamaður Þjóðviljans fékk upplýsingar sínar, en honum láðist algerlega að snúa sér til þess aðila, sem hefði getað veitt honum allar upplýsingar um þetta, Handknattleiksdeildar Fram, og verður að átelja slík vinnubrögð harðlega- Virðingarfyllst, Birgir Lúðvíksson. ritstjórnarinnar á Lindagötiu 9a. íslenzkir handknattleiksmenn hafa á undanförnum ánutn unnið möng góð afrek og teljiast í dag á meðal 16 beztu handknaittterks- þjóða heims. Allar aðrar þjóðir verðlauna slíka afreksmenn. Einu verðlaunin, sem við getum veitt þeiim, eru þau, að þeir beri ekki fj'árhagslegan skaða af þátttöku sinni í keppni beztu handknatt- leiksþjóða heims. Klp-Reykjavík. Ein breyting verður á íslenzka landsliðinu í handknattleik, sem leikur við Noreg í Osló á morgun Og við Austurríki á sunnudag og nxánudag. Ágúst ÖgmundssoK Val. var valinn í stað Björgvins Björgvins sonar, Fram, sem gat ekki farið með liðinu vegna prófs, sem hann á að taka í Lögregluskólanum, og Auðun Óskarsson, FH, gaf ekki kost á sér í þessa ferð af fjár hagsástæðum og var því Ágúst, valinn, en Ágúst var fast- ur maður í landsliðinu þar til á síðasta ári er hann fótbrotnaði í Ieik við HG. ÍBK sigraði — Myndin er af íslandsmeist urum ÍBK í knattspyrnu, sem á mánudag sigruðu í innanhúss knattspyxnumóti Þróttar. í mótinu tóku þátt 6 lið, en íslamdsmeistararnir í innan- húss knattspyrnu, Akranes, voru ekki meðcl þeirra. Úrslit leikjanna uxðu þessi. Valur- Þróttur 5:3, Fram—Áxmann 3:0 KR-Víkingur 3:2, ÍBK — Breiðablik 3:0. í undanúrslit- um léku fyrst Valur og Fram og sigraði Valur eftir fram- lengdan leik 4:2, ÍBK sigraði KR 4:0. í keppninni um 3ja sætið léku KR og Fram, og sigraði KR 4:2. Framhald á bls. 14. rrcuit til orust BÓKAÚTGÁFAN ÖRN OG ÖRLYGUR H.F. BORGARTÚNI 21, SlMI 18660. EFTIR FRfMANN HELGASON, (ÞRÓTTAFRÉTTARITARA Spennandi bók um mikil átök, mlkla sigra og harða þjálfun. Þetta er bók um fjóra bardagaglaða menn, skráð af manni, sem öllum öðrum fremur skilur íþróttamenn, vonir þeirra, veikleika og styrk og þrot- lausa baráttu að settu marki. Þetta er bók sem yljar öllum um hjarta- ræturnar, strákum og stelpum, jafnt átta ára sem áttræðum. SPENNANDI BÓK UM SPENNANDI AUGNABLIK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.