Vísir - 22.07.1981, Side 8
8
Miðvikudagur 22. júli 1981
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aðstoðarfréttastjóri: kjartan Stefánsson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel A.mmen
(irup, Árni Sigfússon, Friða Ástvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna
Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena
Schram, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir.
Blaðamaðurá Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sig-
mundur Ö. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés-
son. útlitsteiknun: Magnús Ölafsson, Þröstur Haraldsson, Safnvörður: Eirikur
Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611, 7 linur.
Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8, simar 86611 og 82260.
Afgreiósla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Áskrif targjald kr. 80 á mánuði innanlands og verð í lausasölu
5 krónur eintakið.
Visir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14.
Ekki Möðhetia enn
Það var óneitanlega broslegt
að hlýða á ummæli iðnaðarráð-
herra í hádegisfréttum í gær,
þegar hann lét í Ijós álit sitt á
ályktun þingflokks sjálfstæðis-
manna. Yf irlætið leyndi sér ekki,
og tónninn var líkastur því þegar
hastað er á óþekka stráka. I
stuttu máli heldur ráðherrann
því fram, að sjálfstæðismenn
leggi meir upp úr því að skamma
sig, heldur en Alusuisse og með
því séu þeir að svíkja íslenska
hagsmuni. Ennfremur þykir
honum illt að sjálfstæðismenn
skuli ekki taka mark á niðurstöð-
um endurskoðunarskrifstof unn-
ar um samningsbrot Alusuisse.
Rétt er að líta á þessa gagnrýni
og þá f yrst á þá síðarnef ndu. Iðn-
aðarráðherra hefur fullyrt að
Alusuisse hafi brotið samninga
og í yfirlýsingu ríkisstjórnarinn-
ar frá 16. júlí segir: ,,að Alusu-
isse hafi ekki staðið við samn-
ingslegar skuldbindingar sínar".
Þessar f ullyrðingar byggjast á
rannsókn Cooper og Lybrand og
er til þess vísað bæði í kynningu
ríkisstjórnarinnar og ummælum
ráðherra.
í sjálfu sér eru ekki bornar
brigður á niðurstöður endurskoð-
enda í ályktun þingflokks sjálf-
stæðismanna. Þvertá móti er þar
tíundað sérstaklega að í skýrslu
endurskoðendanna segi, að verð
á súráli til ISALS hafi verið
hærra en milli óskyldra aðila ef
miðað er við lægstu verð í slíkum
viðskiptum og nemi mismunur-
inn 16 milljónum dollara á því 5
1/2 ári, sem hér um ræðir.
Sjálfstæðismenn varast hins-
vegar að f ullyrða nokkuð um sekt
eða samningsbrot. Þeir telja að
enn séu ekki öll kurl til grafar
komin. Þeir vilja víðtækari at-
hugun áður en dómur er kveðinn
upp.
En það eru fleiri en stjórnar-
andstaða sjálfstæðismanna sem
eru þessarar skoðunar. Sjálf-
stæðisráðherrarnir þrír mættu á
þingflokksfundi og tóku þar
fram, að í ályktun ríkisstjórnar-
innar væri enginn dómur lagður á
málið og engin afstaða tekin til
skýrslu Coopers og Lybrand og
niðurstöðu hennar.
Ljóst er að framsóknarmenn
eru sömu skoðunar. Steingrímur
Hermannsson vísar málsókn á
bug og leggur áherslu á samn-
ingaviðræður við Alusuisse.
Varla væru þeir að hika við dóm-
stólaleiðina og skaðabótakröfur,
ef þeir teldu sekt mótaðilans
sannaða.
Gagnrýni Hjörleifs Guttorms-
sonar að þessu leyti hittir ekkl
aðeins fyrir stjórnarandstöðu
sjálfstæðismanna, heldur einnig
samstarfsmenn hans í ríkis-
stjðrninni.
Hitt atriðið í gagnrýni Hjör-
leifs, er hneykslan hans á því að
sjálfstæðismenn skuli deila á
hann persónulega, en það telur
ráðherrann árás á íslenska hags-
muni. Það er rétt hjá ráðherran-
um að ályktun þingf lokksins ein-
kennist mjög af gagnrýni á hann
sjálfan. Sú gagnrýni ber að-
f innslur í garð Alusuisse of urliði.
Ætla mætti að hann sé stærsti
sökudólgurinn en ekki Alusuisse.
Þetta telur ráðherrann sönnun
fyrir því að stjórnarandstaða
Sjálfstæðisf lokksins hafi stillt
sér upp við hlið Alusuisse.
Auðvitað er það alröng túlkun,
en hitt er þó öllu verra, ef ráð-
herrann lítur svo stórt á sig, að
hann setji samasemmerki milli
persðnu sinnar og íslenskra
hagsmuna.
Við skulum ekki gera Hjörleifi
Guttormssyni upp óheiðarlegar
hvatir. En hann er stjórnmála-
maður, umdeildur eins og aðrir,
og þótt hann hossi sér á meintum
svikum Alusuisse í augnablikinu,
þá er það víðs f jarri að hann sé
kominn í dýrlingatölu. Menn
verða ekki þjóðhetjur í krafti
breskra endurskoðenda!
Hjörleif ur Guttormsson er ekki
persónugervingur íslenskra
hagsmuna, gagnrýni á vinnu-
brögð hans skerðir ekki rétt ís-
lendinga. Alþýðubandalagið
hefur ekki þá fortíð að forystu-
menn þess geti blásið sig út i
nafni íslensku þjóðarinnar.
Vinnubrögðin nú gefa þeim held-
ur ekki tilefni til þess.
r. ——
| Skilyrt framsaga
Nýlega var greinarhöfundur
beðinn að vera framsögumaöur
á fundi i sjálfstæðisfélagi utan
■ höfuðborgarinnar. Efnisvali
fylgdu engar kvaöir aðrar, en að
ræða eitthyað um forystumál
Sjálfstæöisflokksins, ,,þvi allir
eru sólgnir i að heyra um þau”,
| eins og komist var að orði.
1 fyrstu taldi undirrituð þetta
ofmælt, þvi fyrir mér eru þessi
atriði ekki flókin né vandleyst —
hvorki vandamál né glundroði,
I heldur úrlausnarefni sem um
I gilda þrautreynd „prinsipp”.
En sú almenna umræða, sem
nær eyrum minum bendir til
“ þess, að a.m.k. einhverjir velk-
I ist I vafa um aðalatriöi forystu-
■ mála innan Sjálfstæöisflokksins
— og þvi er hér stungið niður
| penna.
Andstæðingar látnir ráða
afstöðu
Reyndar er það fráleitt að
bera innri mál stjórnmálaflokks
á torg, koma flugum i munn
pólitiskra andstæöinga, sem
þeir sfðan matreiða og senda til
baka sem agn. Alltof margir
sjálfstæðismenn átta sig ekki á
þiessu og láta andstæöinga, með
skrifum og rógsherferöum ráða
afstöðu sinni.
Otlinur þessara mála eru
fremur einfaldar og affarasælla
að halda sig að einfaldari hlut-
um, en þeim flóknari. Að vfsu
lét einn þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins svo um mælt á um-
liðnu vori, aö varast bæri að ein-
falda vandamál flokksins um of,
en á móti má svara að varast
beri að flækja þau.
Styrkur flokksins að
standa saman
Rétt er aö glöggva sig aðeins
L—
FLOKKUR OG FORYSTA
á tilhögun mála. Landsfundur
Sjálfstæðisflokksins, sem er
haldinn annað hvert ár, fer með
æðsta vald i flokksmálum. Til
fundarins eru kosnir, sam-
kvæmt skipulagsreglum um eitt
þúsund fulltrúar úr flokksfélög-
unum alls staðar að af landinu.
Verkefni landsfundar, sem er
að hluta til eins og hvert annaö
þing eöa aðalfundur, er að fá yf-
irlit um flokksstarfið timabilið
frá seinasta fundi, kjósa for-
mann, varaformann og mið-
stjórn, sem fer meö vald lands-
fundar milli funda og móta
málaefnalega stefnu flokksins
og stjórnmálaafstöðu.
Styrkur Sjálfstæöisflokksins
hefur jafnan verið að standa að
baki þeim foringjum, sem
landsfundur kýs hverju sinni.
Þeim mun betur sem við stönd-
um saman milli funda — sýnum
flokkslegan trúnað og hollustu
hvert viö annað og foringja okk-
ar — þeim mun sterkari veröur
flokkurinn.
A sama hátt — ef við höldum
ekki hópinn eða látum af holl-
ustu viö þá, sem við höfum kosið
til aö fara fyrir liöi okkar, veik-
ist staðan. tJt yfir tekur þó, þeg-
ar sjálfstæðismenn taka nið um
eigin foringja ómelt, úr rógs-
dálkum malgagna pólitiskra
andstæðinga og halda á loft við
hvern sem er.
Vonlausstaða
Þaö voru þvi skelfiiegir at-
burðir, þegar varaformaður
Sjálfstæðisflokksins tók sig út úr
liöi, meö nokkra menn með sér
og gekk til samstarfs viö höfuð-
andstæðinga I landsmálum I
trássi viö meirihluta fiokksráðs,
miöstjórnar og þingflokks.
Hvort sem tilgangurinn er
réttlætanlegur eða ekki, þá er
slik staða vonlaus á sviöi stjórn-
mála. Þrir menn ráðherrar i tíu
manna stjórn, án þess aö hafa
þingstyrk að baki sér verða eins
og fangar. Enginn stjórnarsátt-
máli getur breytt þvi.
Beygja sig fyrir komm-
únistum
Hiö sorglega er lika, að þeir
sjálfstæöismenn sem nú sitja i
rikisstjórn virðast hafa beygt
sig i flestu tilliti fyrir sjónar-
miðum og vilja alþýðubanda-
lagsmannanna þar. En þeir
sýnast fara fram af öllu meiri
hörku en hinn stjornarflokkur-
inn, enda þótt ekkert vanti á að
framsókn standi vörö um sér-
hagsmuni sina að vanda. Þvi
aðeins geta sjálfstæðismenn
lagt ut i stjórnarsamstarf við
kommúnista, að þeir hafi fullan
þingstyrk að baki sér.
Þegar rætt er um sættir i Sjálf-
stæðisflokknum, hefi ég ekki
annað, til mála að leggja en
segja þeim flokksbræðrum, sem
sjálfviljugir fóru i herleiðinguna
að koma aftur til baka úr henni
— inn i sinn eigin flokk, efla
hann og ganga þar fram til sig-
urs gegn okkar höfuöandstæö-
ingum.
Víglínaner klár
Við berjumst fyrir sjálfstæð-
isstefnunni, sem grundvallast á
valddreifingu, séreignaskipu-
lagi, stéttasamvinnu, einka-
framtaki og einstaklingsfrelsi.
Okkur ber þess vegna að berjast
gegn miðstýringu, söfnun valds
á fáar hendur og forsjárstefnu,
en þetta er allt á stefnuskrá
kommúnista. Sem sjálfstæöis-
menn hljótum við að takast á
viö kommúnista, en ekki veita
þeim brautargengi eins og nú
viðgengst vegna fulltingis nokk-
urra sjálfstæðismanna.
1 jafnstórum flokki og Sjálf-
stæðisflokknum, er eðlilegt, að
ekki séu allir á einu máli, en þar
eru þaö málefnin en ekki menn-
irnir sem velja skal um. Per-
sónudýrkun er einkenni annarra
flokka. En lýðræöislegar niður-
Björg Einarsdóttir
fjallar um innri mál
Sjálfstæðisflokksins f til-
efni af þeim umræðum
sem fram hafa farið um
forystumál hans. Björg
segir að formennskan
liggi ekki á lausu, hins-
vegar vanti kandidat í
varaformennsku. Flókn-
ara sé málið ekki.
stöður á afgreiðslu mála ber að
hafa i heiðri.
Einfaldar útlinur
Hásumar er og ferðalög ■
manna leiða til aukinna sam- |
skipta. Nú riöur á að dreng- .
skapur og félagslegt- og flokks- I
legt siðgæði ráði ferðinni. t I
haust munum við svo aftur _
safnast saman til starfa og hitt- I
ast heilshugar á landsfundi i I
október.
Þar eigum við að kjósa I
flokknum forystu aö vanda. I
Staðan nú er sú, að varafor- .
maður flokksins hefur lýst þvi I
yfir, að að óbreyttu gefi hann |
ekki kost á sér til þeirra starfa. '
Af þvi leiðir að finna ber kandi- |
dat i það starf.
Á sama hátt hefur núverandi '
formaður Sjálfstæðisflokksins I
sagt, aö við óbreyttar forsendur .
gefi hann kost á sér til for- I
mennsku á ný og að hann telji I
það raunar skyldu sina. 1 þessu ,
felst aö þar vantar ekki kandi- I
dat.
Einhverjum kann að þykja
þetta einföld framsetning á þvi, I
sem hefur verið þyrlað upp sem ■ ■
stórmáli og stórvanda — en svo 1
einfaldar eru útlinurnar og eftir |
þeim er einlægast að feta sig. i
Leiðtogi frjálsra afla
1 hlutarins eöli liggur að leið- ■
togi sjálfstæðismanna er leiö- |
togi hinna frjálsu afla i landinu. ■
Hver sem fyrir valinu verður i
hljótum við aö fylkja okkur að |
baki hans, bægja burt lágkúru- .
legum viðhorfum og sameinast I
öðrum lýðræðisflokkum um ör- I
yggis- og varnarmál þjóðarinn- .
ar.
Meö þetta veganesti og von ■
um aö bjartara verði um aö lit- 1
ast i landsmálum á haustdög- |
um, er væntanlega réttast að i
framhalda sumarfrium.