Vísir - 22.07.1981, Page 28
Krakkarnir i Vinnuskóla Kópavogs blésu heidur betur nýju lifi ! Hlíðargarðinn I Kópavogi, i gær.
Garðurinn hefur hingað til verið litið notaður en I gær efndu krakkarnir til útiskemmtunar undir stjórn
Marteins Sigurgeirssonar hjá Vinnuskólanum. F jölmenni lét ekki á sér standa og komu um eitt þúsund
manns ! garðinn til að taka þátt i skemmtunum og útileikjum sem undirbúnir höfðu verið. Pylsur voru
grillaðar, mini-golf þreytt, koddaslagur og vöflur gerðu mönnum dagamun. Allur ágóði af þessari
skemmtan mun renna tií byggingar hjúkrunarheimilis aldraðra iKópavogi. —ÓM/Visism. Þó.G.
• •••
GRILLPYLSUR OG KODDASLAGUR
Hvad meö
nýjan
Peugeot?
visiR:
Ferðablað
á morgun
Peugeot 104 GL
(verö80.000kr)
Dreginn út
24. juli
Vertu Vísis-áskrifandi
Sími 86611
veöurspá
dagsins
Suðurland og Suð-Vesturmið:
Norð-vestan gola i dag en
skýjað i nótt og sums staðar
litilsháttar súld með morgn-
inum.
Faxaflói og Faxafióamiö:
Norð-vestan og vestan eða
kaldi og þykknar smám
saman upp i dag, súld öðru
hverju i nótt.
Breiðafjöröur, Vestfirðir,
Breiðafjarðarmið og Vest-
fjarðamið: Vestan gola og
siðar suö-vestan kaldi, skýjað,
sums staðar súld siðdegis. Dá-
lítil súld i nótt.
Strandir og Norðuriand vestra
til Austurlands að Glettingi og
Norð-Vesturmið til Austur-
miöa: Hæg breytileg átt og
léttskýjað að mestu til lands-
ins, vestan gola og siðar kaldi
og skýjað á miðunum.
Austfirðir og Austfjarðamiö:
Norðan kaldi, léttskýjað til
landsins en skýjað á miðum i
dag. Vestan gola og léttskýjað
i kvöld og nótt.
Suð-Austurland og Suð-
Austurmið: Norð-vestan gola
og sums staðar kaldi og létt-
skýjað, þykknar upp með
vestan golu vestan til i nótt.
önundur Ásgelrsson:
Kallar Svan
„kvlsllng”
önundur Ásgeirsson fyrrver-
andi forstjóri Olis hefur nú rofið
þagnarmúr sinn og sent frá sér
yfirlýsingu. Yfirlýsing þessi er að
mestu svar við greinargerð
stjórnar Olis frá i fyrradag.
önundur segir i yfirlýsingu
sinni að greinargerð stjórnarinn-
ar sé röng i' átta atriðum, sem
hann tilgreinir.
bá greinir hann frá að hann
styðji örn Guðmundsson i deil-
unni um hvort hann eða Svan
Friðgeirsson skuli starfa áfram i
fyrirtækinu, og segist hafa lýst
þvi yfir við stjörnina, ,,að nauð-
synlegt væri að undirróðursmað-
urinn og „kvislingurinn” Svan
Friðgeirsson viki, tilþess að unnt
verði að koma á starfsfriði innan
fyrirtækisins”.
—SV
Puttaferðalangarnir eru horfn-
ir af þjóðvegunum og fara nú um
landið með áætlunarbifreiðunum
á sérstökum vildarkjörum.
betta kemur fram i aukablaði
Visis um ferðamál sem fylgir
blaðinu á morgun. Efnið er fjöl-
breytt mg má til dæmis nefna að
svo virðist sem æ fleiri kjósi aö
fljúga til einhvers staðar á land-
inu og fara siðan styttri ferðir
þaðan. En ekki að aka fleiri
hundruð kilömetra eftir misjafn-
lega greiðfærum hringveginum.
Veöriö hér
09 har
Veðrið klukkan sex I morgun:
Akureyri léttskýjað 4, Bergen
þokumóða 11, Helsinki al-
skýjað 16, Kaupmannahöfn
skýjað 13, Osló léttskýjað 18, •
Reykjavlk skýjað 9, Stokk-
hólmur rigning 14, bórshöfn
alskýjað 10.
Veðriö klukkan 18 I gær:
Aþena léttskýjað 26, Berlin
hálskýjað 17, Chicago al-
skýjað 12, Feneyjar alskýjað
24, Frankfurtrigning 17, Nuuk
súld 6, London skýjað 23,
Luxemburg rigning 15, Las
Palmas léttskýjað 28,
Mallorka léttskýjað 24,
Montrealskýjað 25, New York
mistur 32, Parls alskýjað 19,
Rómheiðrikt 23, Malagaheið- ,
rikt 26, Vin rigning 15.
LOKI
segir
Kvennaframboðskonur
segjast munu leggja megin-
áherslu á ýmis „sérmál
kvenna” og nefna til sög-
unnar, „skólamál, menn-
ingarmál, skipulagsmál og
dagvistunarmál”. Ég hélt nú
að efnahagsmáiin væru sér-
stök einkamál kvenna.
Klemmdlst undir bil sinum:
Meðvltundarlaus
I ivo sólarhringa
brjátiu og sex ára gamall
maður varð undir bifreið sinni i
gærmorgun er hann vann við-
gerðir á henni i bilskúr við
heimili sitt á Selfossi. Er að
honum var hann þá fluttur á
sjúkrahús Selfoss en siðan á
G jörgæsludeild Borgar-
spitalans.
Slysið gerðist þannig að
tjakkur er hélt bilnum uppi að
Wuta losnaði undan honum og
lenti maðurinn undir framan-
verðum bílnum en þar hafði
hann legið við viðgerðir. Börn
mannsins komu að honum en
hann svaraði ekki er þau
kölluöu og höföu þau þá sam-
band við móöur sina er var við
vinnu á Selfossi. Hún hafði strax
samband við lögregluna og að
sögn þeirra liöu i hæsta lagi um
10 minútur frá þvi börnin komu
að föður sínum og þangað til
búið var að losa hann undan
bflnum. Ekki er vitað hversu
lengi hann hefur verið
klemmdur undir bilnum en
hann hóf viögerðir snemma um
morguninn en tilkynnt var um
slysið klukkan 11.30
Vakthafandi læknir á Gjör-
gæsludeild Borgarspitalans
sagði að liðan mannsins væri ó-
breytt, hann væri enn með-
vitundarlaus. —HPH.
AAiðvikudagur 22. júlí 1981
síminn er86611
Kynferðlsiega brenglaðlr menn hreiia siúikur I unglingavlnnunni:
Flella slg klæðum I
augsýn slúlknannal
Stúlkur i unglingavinnu hjá
Reykjavikurborg hafa óþyrmi-
lega orðið varar við kynferðis-
lega brenglaða menn sem halda
sig I öskjuhliöinni. Svo rammt
hefur kveðið að þessu að mcnn
hafa komið og flett frá sér klæð-
um frammi fyrir stúlkunurn og
sýnt af sér aðra undarlega
hegðun.
Hér er einkum um að ræða
menn á miðjum aldri. Kannast
stúlkurnar við sömu menn sem
eru á ferðinni dag eftir dag og
jafnvel sumar eftir sumar.
Gröfasta atferlið var nýlega
er nokkrar stúlkur voru að
störfum i öskjuhliðinni að
maður einn um fertugt sem stóð
spottakorn frá þeim leysti frá
sér og tók að fitla við kynfærin
allnokkra stund i augsýn stúlkn-
anna.
Stúlkurnar eru frá 15 ára aldri
og hefur þessi hegðun mann-
anna vakið mikinn ugg i þeirra
hópi. „Við þorum varla að
ganga einar um vinnusvæðið”,
sagði ein þeirra i samtali við
Visi, ,,en við höfum þó ekki
orðið fyrir beinni áreitni. Mikil
brögð eru að þvi að menn hangi
þarna daglangt og glápi á
okkur, sérstaklega á sólskins-
dögum þegar við erum létt-
klæddar við vinnu”.
— KS