Vísir - 01.08.1981, Side 5
Laugardagur 1. ágúst 1981
VÍSIR
BILA A BILASÖLUM
skorinort: „Hvað, heldurðu að
ég þori að setjast upp i svona
druslu” sagði sölumaðurinn.
Kristin ók Fiat Sigurjóns út af
stæðinu og fór aftur til vinnu
sinnar.
Hlýtur að fara að koma
Þetta gerðist allt milli
klukkan tvö og hálf þrjú. Segir
nú ekkert af málinu fyrr en eftir
vinnu þennan sama dag. Kristin
fer þá bilasöluna rétt fyrir
klukkan fimm og innir eftir
rennireið sinni. Samtal hennar
við starfsmenn bilaölunnar var
á þessa leið: „Ég er komin að
sækja bilinn”. „Já, heyrðu
biddu aðeins....” segir sölu-
maðurinn. Og eftir svolitla
stund: „Heyrðu ég finn ekki
lyklana. (Hér roðnar sölu-
maðurinn litillega) Sérðu bilinn
úti ? ”. Kristin neitar þvi.
„Heyrðu viðskulum leita” segir
sölumaður og nú hefst mikil leit
um allt svæðið. Billinn finnst
auðvitað ekki. „Ég verð að tala
við hann Guðmund” segir hann
og kallar á hann. Siðan hnippir
hann i Kristinu og segir:
„Heyrðu ég sá manninn, sem
fór á bilnum. Hann hafði áhuga,
gerði tilboð og allt. Þú ert
örugglega búin að selja bilinn.
Þaö er ekki nema hálftimi siðan
hann fór. Hann er ábyggilega
bara að láta skoða hann”.
Og nú er Guðmundur kominn:
texti: óskar
Magnússon
„Já ég sá manninn. Hann
sagðist vera að kaupa bil handa
konunni, hann er bara að sýna
henni bilinn. Það er ekki nema
hálftimi siðan hann fór”.
Kristin spyr nú hvort bilnum
hafi ekki verið stolið og svarið:
„Nei nei, þessi kall mundi aldrei
stela bil. Biddu bara aðeins”.
„Við ættum kannski að
hringja á lögguna?"
Kristin biður og biður i um
það bil hálftima. Sölumennirnir
eru hætti að skipta sér af henni.
Loks kemur sölumaðurinn:
„Heyrðu er hann ekki kominn
enn? Við ættum kannski að
hringja i lögguna? Segjum alla-
vega Kristmanni frá þessu.
Kristmann er kallaður til hann
segir sama og hinir, að ekki sé
nema hálftimi siðan billinn var
tekinn. Krístin er enn látin af-
skiptalaus en fimmtán minútum
siðar er hún orðin þreytt á bið-
inni og aðgerðarleysinu. Hún
gefur sig fram og segir bila-
sölunum hvers lags sé. Á leið
sinni út rak hún augun i litið
spjald á stærð við lok á skókassa
þar sem stóð efnislega á þá leið,
að engin ábyrgö sé tekin á bilum
á stæðinu.
,,Hva, er hann ekki á
planinu?"
Nú segir af Sigurjóni. Hann
fer á Borgarbilasöluna rétt fyrir
Bilarnir komnir á stæði Visis. Aætlun „Stuldur” hafði tekist fullkomlega.
klukkan fimm. Billinn hefði þá
átt að vera búinn að vera i
vörslum bilasölunnar i tvo og
hálfan tima. Sigurjón sér ekki
vagninn sem eðlilegt er og spyr
sölumenn hressilega hvort þeir
séu búnir að selja bilinn. „Selja
bilinn? Nei hei”. Var svarið viö
þvi. „Nú ég sé hann nefnilega
ekki á planinu” segir Sigurjón
og bilasalinn hoppar upp á stól
og skyggnist út yfir svæðið. Þá
kemur annar sölumaður til
sögunnar. Sá man eftir Kristinu
og giskará, að liðinn muni hátt i
Myndir:
Þráinn
Lárusson og
Þórir Guö-
mundsson
klukkutimi siðan hún fékk að
reyna bilinn. Þeir leggjast nú á
eitt til að róa hinn órólega bil-
eiganda. „Hún hefur áreiðan-
lega farið meö hann inn i skúr til
að skoða hann” segir einn sölu-
maðurinn. Sigurjón heldur ró
sinni og segist ef til vill munu
koma aftur rétt fyrir klukkan
sjö en að öðrum kosti ekki fyrr
en daginn eftir. Sigurjón fer
siðan heim og þangaö er hringt
rétt fyrir klukkan sjö til að biöja
um númerið á bilnum þvi
hringja átti i lögregluna. Sigur-
jón sagði þá hvernig málum var
háttað. Bilasalinn tók þessu
ekki illa. Sigurjón sagði það sem
sina skoðun, að ef hann hefði
ekki spurt um bilinn þá heföu
þeir eflaust ekkert vitað um að
hann var horfinn. Þvi var ekki
mótmælt.
Sögulok?
Þessi tilraun var ekki gerð til
að klekkja á einstökum bilasöl-
um. Liklega er nokk sama á
hvaða bilasölur heföi verið farið
þvi all flestar hafa sama fyrir-
komulag á þessum hlutum. Hér
er einungis vakin athygli á máli
þessu til að úr megi bæta. Aug-
ljóst er nú þegar aö ekki krefst
mikillar fyrirhafnar að fara
fram á persónuskilriki þeirra
sem vilja reyna bila á bilasölum
og jafnvel æskja einhverra lág-
markstryggingar. Þótt ekki sé
ástæða til að apa alla hluti eftir
svo kölluðum „hinum Norður-
löndum”, má geta þess að i
Kaupinhöfn var maður krafinn
um tryggingu þegar hann vildi
fá að prófa reiðhjól. —óM
Nei, ég sé hann ekki á planinu. Kristin komin að vitja um Miniinn, sem Sigurjón tók.
Hann hlýtur að vera hérna...