Vísir - 01.08.1981, Page 14

Vísir - 01.08.1981, Page 14
vísm Laugardagur 1. ágúst 1981 Út um hvippinn og hvappa inn... 12^ I : v l Vilmundur Gylfason. r-’fzSSms>, 1 ííöri» í5SSgHÉí Ekki gleyma ad taka til... Afmælisbarn vikunnar sem nu fer i hond verður Vilmundur Gylfason alþingismaður. Hann á afmæli þ. 7. ágúst: „Þú er góðhjartaður, fjörugur og fyndinn og mjög öflugur i skapgerð. Þú ert atorkusamur við verk, unir best að vera ætið önnum kafinn. Þú ert einlægur og tryggur, þar sem þú tekur þvi, en langrækinn ef þú reiöist. Asthneigður ertu og ástriðuheitur, en skyldir vanda vel til maka. ef vel á aö fara.” Sunnudagurinn á morgun er sá 7. eftir Trinitatis og þann dag mettaði Jesús 4 þúsund manns og á raunar alls ekki illa við að Verslunarmannahelgin skuli falla á þann dag. Verslunarmenn fengu sinn fyrsta almenna fridag 13. september 1894 og var haldin hátfð að Artúni við Elliðaár. Árið 1897 var svo ákveðið að fridagur þeirra skyldi vera á fóstum mán- aðardegi, gamla þjóðhátiðardeg- inum frá 1874 , 2. ágúst. Eftir 1930 komst sú regla á sem enn gildir, að fridagurinn sé fyrsta mánudag i ágúst. Nú er mánudagurinn fyrir löngu orðinn fridagur alls vinnandi fólks eins og allir vita og njóta. Þá er bara að muna að ganga vel um landið — og ekki gleyma að taka til eftir sig eftir gistingu eða snæðing úti i náttúr- unni. - ..................... m • Útimarkaðir eru hollastir. Fyrringarbæli Nútima þjóðfélög vestursins eru sannköllur firringarbæli. Jafnvel innkaupaleiðangrar ýta undir firringuna. Svo segja a.m.k. bandarískir sál- fræðingar sem hafa kannað ástandið i stórmörkuðum. t eina tið gat það verið hin besta upplyfting að skreppa út i búð, spjalla við kaupmanninn og hina viðskiptavinina. Sumum húsmæörum var slíkt ,,skrepp” einu tengslin við umheiminn — segja sálfræð- ingarnir. En nú til dags er þetta breytt likt og flestannað: að- eins 10% þeirra sem versla i stórmörkuðum rabba við hitt fólkið í búðinni. Til saman- burðar geta sáifræðingarnir þessaðá útimörkuðum tali 2/3 þeirra við aðra jafnframt þvi sem þeir gera innkaupin. 84% stórmarkaðskúnna eru einir á ferð og aðeins helmingur þeirra segir aukatekið orð við manninn á kassanum. Á úti- mörkuðum hins vegar, eru 75% i fylgd með öðrum, oft fleiri en einum og þar ræðir fólk um daginn og veginn — ekki aðeins um verðlag og framboð, heldur lika einka- málin. Stórmarkaðarnir eru, segja sálfræðingarnir, algjör firringarbæli. Útimarkaðir og smáverslanir eru sálinni miklu heilsusamlegri. M£K EiMHVE/i VEKA A£> ÍTURTa WuR

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.