Vísir - 12.09.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 12.09.1981, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 12. september 1981 VÍSIR ’ útgefandi: Reykjaprenth.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aðstoöarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammen Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson drup, Arni Sigfússon, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Ritstjórn: Siðumúli 14, sími 86611, 7 linur. Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, simar 86611 og 82260. marsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri: Gísli .--Afgreiðsla: Stakkholti 2—4, simi 86611. Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmynd- Áskriftargjald kr. 85 á mánuði innanlands ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. og verð i lausasölu 6 krónur eintakið. utlitsteiknun: Magnús Ölafsson, Þröstur Haraldsson. Visir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14. Safnvörður: Eirikur Jónsson. Halelúja Einhver kostulegasta uppá- koma sem Ríkisútvarpið hefur boðið upp á í langan tíma var við- tal Kaupfélagsstjóra KEA við viðskiptaráðherra í Vettvangs- þætti í fyrrakvöld. I fyrstu var hægt að álíta að hér væri um að ræða gamanmál, nýjan skopþátt, en fljótlega varð Ijóst að mönn- unum var f ull alvara og þeir voru þarna komnir í eigin persónu, Valur Arnþórsson og Tómas Árnason. Grafalvarlegur kaupfélags- stjórinn ávarpaði ráðherrann eins og bláókunnugan mann og varpaði fram spurningum, sem sjálfsagt hafa verið samdar á aðalskrifstofu SIS eða kontórn- um hjá Framsókn. Ekki mátti á milli sjá hvor var meira sam- mála, ráðherrann kaupfélags- stjóranum eða kaupfélagsstjór- inn ráðherranum. Það kom ekki á óvart. Framsóknarmenn hafa ekki orð á sér fyrir að rífast inn- byrðis, sér í lagi ekki þegar Sambandið er annars vegar. Hitt var undrunarefni margra hlustenda, hvað fyrir Ríkisút- varpinu vakti með þessu viðtali. Allir vita, að Samband íslenskra samvinnufélaga hefur legið undir ámæli undanfarna daga fyrir umdeildar en stórtæk- ar f járfestingar á sama tíma og forstjórar fyrirtækisins hafa grátið hástöfum undan slæmri f jármálastöðu og stórfelldu tapi á verksmiðjum sínum. Upplýs- ingar þeirra um „sérstaka sjóði" og vitneskjan um gífurlega veltu' kallar fram margvíslegar spurn- ingar. SíSerauðhringur, einokunar- samsteypa, sem ógnar eðlilegri samkeppni og heilbrigðri vald- dreifingu í fjármála- og við- skiptaheiminum. Allir vita að eitt stórt samasemmerki er milli Sambandsins og Framsóknar- flokksins og aukin umsvif þess fyrrnefnda tryggir pólitíska stöðu flokksins. Á móti hefur Framsóknarf lokkurinn það markmið í pólitísku starf i sínu að hlúa að SIS. En einmitt þegar umræðan um SIS, stöðu þess og f jármálavafst- •ur er að komast á skrið, kemur stærsti f jölmiðill þjóðarinnar til skjalanna með sitt frumlega inn- legg. Þar er ekki verið að taka SÍS forstjórana á beinið, þar er ekki verið að kref ja þá sagna um „sérstöku sjóðina", þar er ekki verið að spyrja um veltu Sam- bandsins í hlutfalli við önnur fyrirtæki i landinu. Nei, viðbrögð Ríkisútvarpsins eru þau, að af- henda kaupfélagsstjóra stærsta kaupfélagsins, varaformanni Sambandsins, afhenda honum hljóðnemann svo hann geti lagt nokkrar f ramsóknarspurningar fyrir Tómas Árnason viðskipta- ráðherra. Hvað kom svo fram í viðtalinu? Það eitt, hvað Sam- bandið var traust fyrirtæki, hversu fráleitt það væri að reka áróður gegn hinni algóðu sam- vinnuhreyfingu og að tími væri kominn til að Byggðasjóður hlypi undir bagga með kaupfélögunum þegar þau f járfestu í dreif býlinu. Viðtalið var eitt stórt halelúja. Ef Ríkisútvarpið ætlar að halda áfram á þessari braut er ekki úr vegi, að fá Inga R. til að ræða við Svavar um árásir Alþýðublaðsins á þann síðar- nefnda og síðan má fá Ölaf G. Einarsson til að spyrja Geir Hallgrímsson um svik Gunnars Thor. Fyrir þá sem í dreif býlinu búa og sitja uppi með hin tíhöfðaða þurs SlS og Framsóknar eru ánægjulegir tímar framundan. Þeir slátra skjátunum í slátur- húsi SíS, og fá afurðarlánin með SIS tékka, þeir gera heimilisinn- kaupin í kaupfélaginu, því hinar búðirnar eru komnar á hausinn. Þeir geta opnað reikning í Sam- vinnubankanum og gengið í Framsóknarf lokkinn. Og síðast en ekki síst, þá hef ur oddvitinn, kaupfélagsstjórinn og varaformaður SÍS tekið að sér að taka viðtöl við flokksbræður sína þegar mikið liggur við. Hringn- um hefur verið lokað, halelúja! Konur frá Finnlandi ■ Þjóðleikhúsið: ' Kvinnorna pá Niskavuori ! eftir Hella Wuolijoki ■ Sænsk þýöing: Annie Sundmann ■ Tónlist: Kaj Chydenius | Leikstjórn/Endursk. handrits: ■ Kaisa Korhonen i Leikmynd: Thomas Gripenberg | Búningar: Maija-Lilia - Thomenius I Sýningarstjóri: Per Wager Hvisiari: Dolores Mikander Leikmunir: Peter Blom I Leikhljóö: Mans Fors ■ Lýsing: Torolf Söderquist I Ekki vil ég þykjast fróöari um | finnskt/sænskt leikhús en ég er meö því aö fara mörgum orö- | umum höfundinn aö kvinnorna | pa Niskavuori, Hella Wuolijoki 1 finnskt leikhús almennt eöa | þetta leikrit sérstaklega i þvi - samhengi. Satt best aö segja I imynda ég mér, aö auki, aö hafi ■ leikhdsskrif einhvern tilgang, þá sé hann ekki hvaö sist sá aö | kynna leikritfyrir væntanlegum I gestum og örva þá til umhugs- I unar, þegar þeir fara i leikhús. | Leikhússkrif geta, þó ekki sé _ nema meö þvi aö stinga upp á 1 annars konar skirskotun leik- | verks en þeirri, sem ljósust liggurfyrir — svo dæmi sé nefnt I — þröngvaö áhorfanda til aö | taka afstööu, i staö þess aö horfa nær meövitundarlaust á | þaö sem er aö gerast á sviöinu. ■ Hugmyndir — fráleitar eöa ekki, geta af sér nýjar hug- | .myndir. Aö leikhússkrif snúi fyrst og ■ fremst aö áhorfandanum kann vel aö vera misskilningur eöa e.t.v. minn einkaskilningur. En hversu mjög sem leitast er viö aö greina leiksýningu i þætti leikstjórnar, leiks, sviösmyndar o.s.frv. er þó, þegar öllu er hvolft á botninn, þaö sjálf leik- sýningin i heild sinni, sem skiptir máli. Og viöbrögöin eru persónubundin og tilfinningaleg á minum bæ alveg eins og á öör- um. Þaö er nú þaö góöa viö leik- hús, rétt eins og aörar list- greinar. Þaö veröur ekki mælt i metrum eins og vegalengdir. Nema e.t.v. sú kunnátta og tækni, sem listamaöurinn veröur aö hafa á valdi sfnu. Og þá er ég aftur komin aö Kvinn- orna p3 Niskavouri. „Vönduöog skemmtileg sýning”. „Skemmtileg” er tilfinningaleg lýsing en „vönduö”, þaö orö lýtur aö hinu sem á einhvern hátt er mælanlegt. Kvinnorna pá Niskavouri er gamanleikur, sem snýst upp i harmleik. Þaö er leikrit um samfélag sem er gegnum- stungiö þröngsýni og heföafestu og höfundurinn segir sögu af hinum eilifa þrihyrningi til aö koma lýsingunni til skila. Ung kona birtist á sjónarsviöinu, ólik, ekki aöeins I útliti heldur lika I viöhorfum, þvi fólki, sem þar er fyrir. Hún finnur þó sam- herja meöal þess, giftan mann og rlgbundinn i ættaróöalsband- inu lika. Honum vekur hún ást, öörum fordæmingu. Leiknum lýkur meö þvi aö elskhuginn stenst ekki þá freistingu aö hrista af sér ok uppruna, um- hverfis og eiginkonu. Móöir hans, imynd og boöberi rótfest- unnar og þess, sem hann er aö flýja, bitur á jaxlinn og mun ekki láta deigan siga. Eiginkona hans, niöurbrotin og vandlæt- ingafull, kiknar. 1 mjög stuttu máli sagt. Mér þótti þetta leikrit ekki stórbrotiö hvaö þaö varöar aö sitja eftir löngu eftir aö tjaldiö fellur. Né i þvi aö vekja mér nýjar hugmyndir eöa segja mér ný sannindi. Á meöan á sýning- unni stóö kom mér ýmislegt i hug um hjónaband, samband einstaklinga hvor viö annan og þátt uppruna i hverjum og ein- um. Ég efaöist um réttmæti þess aö gera eiginkonuna svo fyrirfram dauöadæmda, og fann aldrei hversu sterkt samband eiginmanns og ástkonu hlýtur þóaö hafa veriö, mér hryllti viö þvi þegar eiginkonan notaöi börnin sin sem si"öasta hálm- stráiö I baráttunni um hjóna- bandiö. Og ég dáöist aö Hella Wuolijoku fyrir aö hafa skrifaö þetta leikrit áriö 1936. En, samt sem áöur, þegar tjaldiö féll, var mér sjálf sýn- ingin, dcki leikritiö, minnistæö- ast. Sviöiö var nýtt til hins itr- asta (tókuöu eftir simalinunum sem suöuöu nær óhugnanlega?) og snjölllýsing breyttistund og staö átakalaust. Atriöin flæddu inni hvert annaö skilmerk en þó án skila. Leikararnir báru allir meö tölu meö sér fádæma kunn- áttu og tækni, raddir þeirra komu úr iörum likamanna og bárust um allt hús án þess aö af- skræmast, látbrögöum var aldrei ofaukiö, og hver hreyfing var I takt viö oröin sem féllu. Mér dettur i' hug samspil texta og hreyfinga nuddkonunnar svo dæmi sé nefnt. Eöa þá næmi sem ið aö baki atriöinu, þegar eiginkonan kemur i herbergi ástkonunnar um miöja nótt og rúmiö er enn volgt eftir leiki manns hennar og „hinnar kon- unnar”. í staö þess aö beina oröum sinum aö henni, eöa aö öörum nærstöddum, staröi eiginkonan á óumbúiö rúmiö allan timann, sem hún talaöi. Þannig mættiáfram telja atriöi, sem lýstu af kunnáttu og næmi fyrir þeim tilfinningum sem veriö var aö túlka. Lýstu af þessu tvennu, sem má ekki án hins vera. Ég sé varla ástæðu til að nefna einstaka leikara. Og þó. Marta Laurent I hlutverki móðurinnar, gömlu húsfreyj- unnar, sem tókst aö koma til skila bæöi skilningi og andúð, Laila Björkstam i hlutverki eiginkonunnar var oft og tiðum makalaus, ekki sist hvemig henni tókst aö túlka innibyrgöar tilfinningar, sem brjótast fram án þess aö nokkuð sé hægt viö því aö gera. Elskendurnir, Tom Wentzel og Johanna Ringbom. Af smærri hlutverkunum, Gerda Ryselin i hlutverki prófastfrúar. Allteru þetta leik- arar, sem ég myndi hlakka til aö sjá aftur á sviöi. Og hvaö sem er, sem Kaisa Korhonen, leik- stjórialls þessa, dettur I hug aö taka sér fyrir hendur. 1 upphafi þessarar greinar sagöist ég ætla aö min leikhús- skrif snúi fyrst og fremst aö áhorfendum. Þegar sá er til- gangurinn, eru slik skrif e.t.v. marklaus ef væntanlegir áhorf- endur eru engir til, þe. þegar, um gestaleiki er aö ræöa. Þess- um er þó ætlaöur sá tilgangur aö hvet ja alla til aö sjá gestaleiki. Og aö láta sýningu frá Sænska leikhúsinu i Helsingfors ekki frá sér fara, ef annaö tækifæri býöst. Þaö gefur nýjar hug- myndir um, hvernig hægt er aö gera hlutina. Fyrir þaö er sjálfsagt og kurteist aö þakka. Ms J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.