Vísir - 12.09.1981, Qupperneq 17

Vísir - 12.09.1981, Qupperneq 17
Laugardagur 12. september 1981 17 VÍSIR Slappað af á Grábræöratorgi Lagt upp i hringferö Kaupmannahafnar Texti og myndir Sæmundur Guövinsson fréttastjóri í Sirkus Benneweis Við kvöddum Tivoli meö söknuöi klukkan hálf átta og gengum til Sirkus Benneweis, sem er aöeins spottakorn frá. Þar stóö risavaxinn trúöur fyrir dyrum úti. Viö nánari athugun kom i ljós aö hann var á ein- hvers konar stultum, enda hlaut þaö aö vera. Þaö er enginn sem er svona ægilega hár vexti. Klukkan átta vorum viö sest i sætin inn i sirkusbyggingunni, sátum á þriöja bekk frá hring- laga sviöi, svo ekki var hætta á aö viö misstum af neinu. Kvöldið veröur okkur ógleymanlegt. Hljómsveit sat á svölum og spilaöi, hestar gerðu ýmsar listir, trúöarnir Vladko og Pepi sprelluöu af hjartans list og viö stóöum á öndinni þegar risastór indverskur fill leysti ýmsar þrautir. Sæljón skemmtu okkur meö ýmsum leikjum og ég grét af hlátri yfir flokki óheppinna fimleika- manna sem sýndu stökk með til- brigöum. Við héldum niöur i okkur andanum meöan loftfim- leikafólkiö sveiflaöi sér og stökk milli kaðla hátt yfir höfðum áhorfenda, en sem betur fer var haft öryggisnet undir. Svo var hlé og viö fórum fram og feng- um okkur gos og sælgæti. Franski dávaldurinn Eftir hlé var komið aö franska dávaldinum og töframanninum Dominque Webb og félögum. Þetta er frægur dávaldur sem dáleiddi einu sinni 700 manns á einu bretti, sem voru viö upp- töku á sjónvarpsþætti hans i Paris og ýmis fleiri afrek hefur hann unnið. Eftir aö hafa sýnt ýmis töfrabrögö, sem kom okkur til aö gapa af undrun, og svo dáleitt nokkra úr hópi áhorf- enda, var komið aö atriði sem fékk hárin til aö risa á höföum okkar og viö trúöum ekki eigin augum. Domin ique lét aöstoöar- stúlku sina setjast inn i kassa og breiddi teppi yfir. Siöan fékk hann áhorfanda til aö setjast á stól langt frá og breiddi lika yfir hann. Að svo búnu fór hann meö örstutta töfraþulu, teppunum var svipt af og þá var áhorfand- inn kominn I kassann en stúlkan sat á stólnum. Svipuð brögö og enn magnaöri lék hann lengi og viö sátum sem steinrunnin milli þess sem viö klöppuöum baki brotnu. En hvernig hann fór aö þessu er ráögáta. Eftir þetta spennandi kvöld i sirkusnum gengum viö heim á hótel, en komum þó viö i smur- brauösbúö og keyptum okkur sneiðar af hinu gómsæta danska smurbrauði og höföum meö okkur á hóteliö. Þreytt en ánægö lögöumst viö svo til svefns undir rekkjuvoöum hins ágæta fólks á Hebron. Verslaö á Strikinu Viö tókum laugardaginn snemma, boröuöum mikinn og góöan morgunverö og vorum svo komin út klukkan niu. Geng- um Vesterbrogade að Ráöhús- torgi og siðan inn i göngugöt- una, sem kölluö er einu nafni, Strikiö. Þar er verslun i hverju húsi og okkur sóttist feröin seint þvi viöa þurfti aö skoöa i glugga eöa lita inn fyrir og festa kaup á einhverju. Sumir keyptu ýmislegt handa sjálfum sér eöa ættingjum, en aðrir geröu meira aö þvi aö skoða. Þéir Halldór og Óli fóru hægt i sakirnar en allir keyptu þó eitthvað aö lokum. Enn var veðriö eins og best var á kosið, sólskin og bliöa og þaö var gott aö hverfa smástund frá ösinni á Strikinu og setjast niður yfir gosdrykkjum á Grábræöra- torgi. Þar sátum viö undir sól- hlifum og skoðuöum i innkaupa- pokana. En timinn leiö alltof hratt eins og áður og brátt tilkynnti Sig- urður meö myndugleik, aö nú yröum viö aö halda heim á hótel og siðan út á flugvöll og heim. „Fáum viö þá ekki aö fara aftur i Tivoli?” var spurt löngunar- fullt. En viö urðum aö halda áætlun og gengum þvi i átt að hótelinu. Vísir og Jessica Viö mættum ýmsum kunnug- legum andlitum frá Islandi og eigendur þeirra virtust allir þekkja Óla. En þaö voru raunar fleiri þekktar persónur I heim- sókn i Kaupmannahöfn þessa helgi, til dæmis hún Jessica úr Löðri og sömuleiöis Burt úr sömu þáttum. Þeir hjá danska sjónvarpinu náöu aö tala viö Jessicu en ekki okkur af þvi viö þurftum aö flýta okkur heim. Til þess aö minnast heimsóknar okkar sýndu þeir hins vegar mynd frá tslandi um kvöldið: „Folket pá vulkanöen”, hét hún. Viö hóteliö stigum viö upp i leigubila og ókum á flugvöllinn. Þar sáum viö mann sém allir þekktu og hann heilsaöi hópnum alúðlega. Þetta var dr. Kristján Eldjárn, fyrrverandi forseti ts- lands. Þaö var geysimargt fólk á flugvellinum og vélar stööugt aö fara og koma. Þegar kallaö var út i okkar vél vorum við alveg hissa hvaö þaö voru margir sem ætluöu meö. Vélin gæti aldrei tekiö þennan fjölda. En svo kom i ljós að til heimferöar var notuö 250 farþega þota Flugleiöa af geröinni DC-8 og okkur þótti ekki ónýtt aö fljúga meö svo stórri þotu. Heimferðin gekk eins og I sögu. Þá var Magnús Nordahl flugstjóri, Vilhjálmur Þóröar- son flugmaöur og Stefán Vil- helmsson fíugvélstjóri. A heim- leiðinni var spjallaö um þennan ævintýrasólarhring I Kaup- mannahöfn. 1 þessari stóru vél voru enn fleiri flugfreyjur en á leiðinni út, þær Ingibjörg Matthiasdóttir, Denise As- bjarnarson, Elisabet Hákonar- dóttir, Snjólaug Sturludóttir, Björg Jónasdóttir og Svanhildur Kristjánsdóttir. Þótt þær heföu mikið aö gera gáfu þær sér tima til aö svara öllu sem viö spurö- um, hvaö væri langt heim og þar fram eftir götunum. Flugstjór- inn lenti ekki siöur mjúklega en nafni hans Jónsson haföi gert I Kaupmannahöfn og á Kefla- vikurflugvelli biöu vinir og ætt- ingjar. Ogleymanlegri ferö var lokiö og viö þökkuöum Siguröi fararstjóra fyrir samveruna. Margir höföu lagt hönd á plóg- inn til aö gera þessa ferö mögu- lega og þar ber ekki sist aö nefna starfsliö Flugleiöa sem var allt af vilja gert til aö greiöa úr þeim vandræöum sem sköpuöust þegar ekki var hægt aö fara til Grænlands eins og ætlað var. Visisbörnin voru landi og þjóö til sóma i Kaup- mannahöfn, ekkert óhapp kom fyrir og allt er gott sem endar vel. —SG Verslaö á útimarkaöi viö Strikiö BRIDGESKÓLINN Námskeið fyrir alla, 10 kvöld, einu sinni í viku, 10 vikur hvert námskeið, hefst alltaf kl. 20.45 og , er í 2 til 3 klst í senn. Haustið er tímiqn tii að byrja V. /tt» KennslustSðiM': Borga BRIDGESKÓLINN Upplýsirígar og stcráning í síma 1-98HH7 Spilaklúbbur Wrhggeskólanema by$fr veturinn 23. miðvikudagskvöldum kl. 19,30 að Síðumúla 11. BRIDGESKÓLINN Byrjendanámskeið, mánudagar frá 28. sept. til 30. nóvember og námskeið fyrir aðra og lengra komna á þriðju- dögum frá 29. sept. til 1. desember. sept. og verður á BRIDGESKÓLINN

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.