Vísir - 12.09.1981, Blaðsíða 28

Vísir - 12.09.1981, Blaðsíða 28
VÍSIR • j Stjörnubíó: Gloria i Leikstjóri: John Cassavetes j Höfundurtónlistar: Bill Conti j Höfundur handrits: John Cassavetes j Stjórnandi j kvikmyndatöku: Fred Schuler j Aöalleikarar: Gena Rowlands j og John Adames Bandarísk, árgerö 1980. VerndarengiÍÍ á Hagkaupsslopp ... Lokahófið (Tribute) i Nýja BIói er kvikmynd gerð eftir Broadwayleikriti. Myndin fjall- ar um dauðvona mann sem reynir að sættast við son sinn. Sonurinn hefur löngum verið vanræktur af föðurnum og átök- in milli feðganna gefa Jack Lemmon gott tækifæri til að sýna leikhæfileikana. Ýmsum spurningum sem varpað er fram i myndinni og varða lifið, dauöann, siðferði og ábyrgð manna er hins vegar aldrei svarað en mest lagt upp úr þvi að reyna að koma tárunum út á áhorfandanum...... Fólskubragö Dr. Fu Manchu I Austurbæjar- blói er meðal siðustu mynda Peter Sellers og jafnframt með lélegustu myndum, sem þessi frægi gamanleikari lét sig i. Myndin segir frá tilraunum kin- verja nokkurs til að afla nauð- synlegra efna i kinalifselexir. Myndin er viða hroðvirknislega unnin og á köflum afar ófyndin. Fólskubragð Dr. Fu Manchu lengir vist lif fárra með hlátr- um..... Háskólabió sýnir Geim- Peter Sellers striöið (Star Trek) en i þeirri mynd eru þeir komnir á hvita tjaldið félagarnir Kirk og Spock sem frægir urðu af sjónvarps- þáttum vestur i Ameriku. Myndin hefur verið sýnd við mikla aðsókn i Bandarikjunum enda Kirk og Spock fastagestir á nær hverju heimili. Fyrir þá sem hafa gaman af visinda- skáldsögum i anda teikni- myndasagnanna er þetta kjör- in afþreying... Cattle Annie og Little Britches eöa Hugdjarfar stallsystureinsög myndin hefur verið nefnd á islensku er sýnd i Regnboganum. Myndin þykir svona rétt um meöallag hvað gæði snertir en það er einkum aö þakka ágætum leikurum, þeim Burt Lancaster, Rod Steiger og Amöndu Plummer. Myndin segir frá stúlkum sem halda i vesturátt um þær mund- irsem villta vestrið er því sem næst úr sögunni. Þær finna þó aflóga bófaflokk og reyna að bæta baráttuþrek flokksmeð- lima... John Adames og John Cassavetes ræðast við fyrir töku götuatrlðis I John Cassavetes er þekktast- ur fyrir myndir sinar „Faces” og ,,A Woman Under the Influ- ence”, en nýjasta mynd hans, „Gloria” á fremur litið skylt við þær fyrri. „Gloria” segir frá konunni Gloriu Swenson (Gena Row- lands) sem er einhversstaðar á aldrinum milli fertugs og fimm- utgs. Hún er fyrrverandi sambýliskona Mafiuforinjga, reykir talsvert, gengur um á klæðum sem minna mest á gömlu nælonsloppana frá Hagkaup (sloppar Gloriu eru raunar allir teiknaöir af Ungaro, tiskuteiknaranum fræga) og er enginn viövaningur i meðferð skotvopna. Gloria Senson á undir högg að sækja i viðskiptum sinum við Mafiuna þvi hún hefur tekiö aö sér sex ára gamlan son Mafiu- meölims sem tók upp á þvl að ræða of mikið viö FBI og CIA. Svoleiöis nokkuð þoldu yfir- menn hans ekki og förguðu þvi manninum og fjölskyldu hans allri aö soninum unga undan- skildum. Strákurinn heitir Phil (John Adames) og er bæði bráðskýr og harður af sér. Gloriu er ekkert gefið um krakka og vill framanaf ekkert með Phil hafa þó að á endanum gangi ekki hnifurinn á milli þeirra. Byrjunaratriði „Gloriu” eru ákaflega vel unnin, en þau lýsa ótta fjölskyldu Phils á siðustu augnablikunum, áður en Mafiu- gaurarnir ráöast inn i ibúð þeirra. Fjölskyldan hefur reyndar i hyggju aö komast burt úr New York, en þau veröa of m ■■ ■■ ■■ ■■ B| M M M ■■■■ M ■■ Wt ■■ ■■ ■■ M ■■ ■§ ■§ ■ JónsddUir. „Gloriu”. sein fyrir, vegna þess að mamma fór út aö kaupa I matinn, amma vill að krakkarnir ljúki við aö borða, krakkarnir vilja vita hvaö á að taka með og faðirinn er vægast sagt óttalegur ráðleysingi. Myndin tekur svo aðra stefnu, en gefið er til kynna i upphafs- atriðunum, þegar Gloria Swen- son kemur til skjalanna. Hún minnir mest á hetju úr teikni- myndasögu, alger súper-kona sem skýtur fjóra glæpahunda á götu úti og kallar á leigubil áður en siðasta skotið er þagnað. Gena Rowlands gæðir þessa óraunverulegu persónu lifi og fyrir þetta hlutverk hlaut hún tilnefningu til Óskarsverðlauna. Aðalleikarar „Gloriu” eru báðir góöir, hvor á sinn máta, og kvikmyndatakan skenjmti- leg einkum þegar persónurnar eru staddar I þröngu húsnæði. Söguþráður myndarinnar er eins ævintýralegur og framast er unnt, en þaö spillir i engu ágætri skemmtun sem hafa má af kvikmyndinni. — SKJ. hvað, hvar...? Laugardagur 12. september 1981 ídag-íkvolci Myndlist Norræna húsið: I anddyri Norræna hússins stendur yfir sýning um Færeyska bátinn og hvernig hann hefur þróast. Bárður Jákúpsson, myndlistarmaður og starfsmaður Þjóðminjasafns Færeyja hefur sett sýninguna upp. Asmundarsalur: I Asmundardal að Freyjugötu 41, heldur Valgerður A. Hafstað mál- verkasýningu, sem standa mun til 21. sept. Opiö virka daga 16—22, en I dag og á morgun 14—22. Listmunahúsið: Tove Ólafsson, myndhöggvari, Kristján Daviðsson og Þorvaldur Skúlason sýna nokkur verka sinna. Þetta er næstsiðasta sýningarhelgi, ensýningunnilýkur 20. september n.k. Opið er milli 14—18 um helgina, lokað mánudaga og opið 10—18 hvunndags. Listaskáli ASt: Þar stendur yfir sýning á verkum margra helstu myndlistarmanna Grúsiu i tengslum við Sovéska daga á vegum M.I.R. Um helgina veröur opiö frá kl. 14—22, en sýningunni lýkur á sunnudagskvöldið. Eden, Hveragerði: I dag, laugardag, opnar Hörður Ingólfsson, myndlistarkennari sýn- ingu á verkum sinum. Allar myndirnar eru til sölu, en sýningunni lýkur 20. september n.k. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar: Það er opið i dag, laugardag 14—16. Listasafn islands: Þaö er opin um helgina frá kl. 13.20-16. Listasafn Einars Jonssonar: Það er opið alla sunnudaga og alla miðvikudaga 13.30—16 i vetur til nóvemberloka. Mokka café: Þar stendur yfir sýning á verkum bandarisku listakonunnar Karen Cross, en hún sýnir vatnslita- og akrýlmyndir. Djúpið: Hreggviður Hermannsson sýnir tússteikningar þar til 23. september Torfan: Þar eru sýndar ljósmyndir úr sýningum Alþýðuleikhússins. Galleri Langbrók: Griski myndlistarmaðurinn Sotos Michou sýnir þar verk sin. Nýja Galleriið, Laugavegi 12: Magnús Þórarinsson sýnir þar verk sin. Gallerlið er opið frá 14—20 alla daga. Árbæjarsafn: Opið skv. samkomulagi. Simi 84412 milli kl. 9—10. Kjarvalsstaðir: 1 vestursal: Septem ’81. Kristján Daviðsson, Þorvaldur Skúlason, Valtýr Pétursson, Guömunda Andrésdóttir Jóhannes Jóhannesson Karl Kvaran og Sigurjón Ólafsson sýna verk sln. A vesturgangi: Asa ólafsdóttir sýnir myndvefnað. Þetta er fyrsta einkasýning hennar hér á landi. A austurgangi: Hallsteinn Sigurðsson er með yfirlitssýningu á verk- um sinum. I austursal: Þar er um þessar mundir vinnustofa Kjarvals til sýnis, en hún er nýkomin heim eftir mikla viðgerð I Danmörku á kostnað Guð- mundar Axelssonar i Klausturhóium, og er sýningin á hans vegum. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 14—22. Tónlist Norræna húsið: 1 dag, laugardag, halda systkinin Guðrún Sigriöur Birgisdóttir og - Snorri Sigfús Birgisson tónleika i Norræna Húsinu kl. 16.30. Miðasala verður við innganginn. Þetta eru fyrstu tónleikar Guðrúnar Sigriðar hérlendis, en hún hefur haldiðtónleika I Paris á sl. ári. Hún hefur lokið tónlistarnámi héöan og frá Frakklandi i flautuleik og kammermúsik. Snorri Sigfús leikur með á pianó, en hann hefur undanfarið stundað kennslu við Tónlistarskól- ann og Tónmenntaskólann I Reykjavik. Flladelfla: I dag, laugardag, verða haldnir orgeltonleikar i kirkju Filadelfiu- safnaöarinsað Hátúni 2. Þar leikur Arni Arinbjarnarnarson orgelverk eftir J.S. Bach. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill, en þeir hefjast kl. 17.00. Leiklist Leikfélag Reykjavlkur: 1 kvöld verður frumsýnt leikritið Jóieftir Kjartan Ragnarsson I leik- stjórn höfundar og Asdisar Skúladóttur. Leikmynd er eftir Steinþór Sigurðsson. Simi miðasölu er 1 66 20. Nemendaleikhúsið: A morgun, sunnudag kl. 15.00 verður siðasta sýning á Sorglaus kon- ungsson eftir Suzanne Osten og Per Lysander i leikstjórn Þórunnar Siguröardóttur. Miðasala er i Lindarbæ milli kl. 15.00—17.00 I dag og frá kl. 13.00 á morgun.Simi 2 19 71. Þjóðleikhúsið: I dag kl. 15.00 verður aukasýning á tónleikum og danssýningu Grúsiskulistamannanna, sem dvaliðhafa hér á landi á Sovésku dögun- um. Uppselt var á sýningu þeirra i gærkvöldi, og þessi aukasýning ákveðin vegna fjölda áskorana. 1 kvöld kl. 20.00 sýnir Leikhús rauða hattarins frá Frakklandi gesta- leik: Andspænis erfiöum degi, og byggir sú sýning að mestu á lát- bragðsleiklist. Aðeins verður þessi eina sýning. Simi miðasölu er 1 12 00.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.