Vísir - 12.09.1981, Blaðsíða 20

Vísir - 12.09.1981, Blaðsíða 20
20 Laugardagur 12. september 1981 VISIR Boðin komu of seint Þá var svo mikil jaröanauö hér i hreppnum aö hann fékk hvergi ábýlisjörö, nema aö hann var hér á tveim grasbýlum eftir þaö. Þau voru hérna i fimm ár samtals. Síöast flutti hann I eitt af húsupum hérna niöri viö sjóinn, sem heitir Melstaöur, og var þar í tvö ár. Þá var þaö hús boöiö til sölu. Hann haföi, sem leigjandi, forkaupsrétt, en treysti sér ekki I kaupin. En svo kom orösending frá Gisla bónda á Fifustööum um aö honum væri óhætt aö ráöast I kaupin, þvi hann mundi lána honum þaö sem hann þurfti aö snara út. Valdimar reri hjá Gisla. En orösendingin kom hálftima of seint, og hann flutti aftur noröur i Djúp, fyrst i Hnifsdal og svo til Isafjaröar. Heföi hann setiö hér um kyrrt, þá er alveg óvist hver heföi oröiö ævi þeirra systkina, barna hans. Siöast gerist þaö, aö faöir minn ákveöur aö fara I kennaranám og gerist kennari. Svo viö ákveönar aöstæöur I ákveönu þorpi fer hann úti verkalýösmálin og þaöan úti stjórnmál. Hann haföi aldrei ætlaö sér annaö en aö vera kennari og ef til vill skólastjóri og skólamaöur. Svo þegar langt er liöiö á hans ævi, þá vill svo til aö þessi hreppur, sem hann haföi alist upp i, i fimm ár, kannski mestu mótunarárin, aö hann er hérum- bil allur á lausu, allar jaröir aö leggjast I eyöi. Þá tekur hann þessa jörö á leigu.” Ættgeng stjórnmál — Eru stjórnmálin ættgengt áhugamál, eöa sjúkdómur eöa hvaö viö eigum aö kalla þaö? „Nei, ég hef mjög mikinn áhuga á stjórnmálum og ég hugsa aö þaö sé uppistaöan I minum áhugaefnum. Ég les til dæmis sögu, heimspeki og slikt, útfrá pólitiskum áhuga.” — Tekuröu þátt I stjórnmálum sveitarinnar? ,,Já, viö gerum þaö nú eigin- lega allir. Þaö eru óbundnar kosningar hér og þeir sem veröa fyrir valinu veröa aö taka aö sér verkefnin. — Hefuröu oröiö fyrir valinu? „Já, ég var kosinn i hrepps- nefnd i slöustu kosningum og siöan kosinn oddviti i hrepps- nefndinni.” Hvi skyldi ég ekki teikna hús ef ég get það? Viö vikjum ögn aö hinni tækni- legu hliö búskaparins og hvernig Ólafur bóndi var undir þaö búinn aö takast á viö vélmenninguna. Slikan undirbúning haföi hann ekki, utan þaö sem unglingur 1 sveit kynntist á hans uppvaxtar- árum. Þá var önnur tiö og önnur tækni I notkun, en þó ekki meö öllu gagnslaus undirbúningur undir nútimatæknina. En Ólafi þykir illa staöiö aö menntun manna nú til dags, aö handtök til almennra verka eru ekki kennd. „Ég held þvi til dæmis fram, aö hluti af, viö skulum segja, eölis- fræöi og efnafræöi kennslu, ætti aö vera aö láta alla nemendur, bæöi stráka og stelpur taka 1 sundur einföldustu vélar og læra lögmál fræöanna útfrá þvi hvaö gerist i þessu tæki, ef ég geri þetta eöa hitt.” —Færi þaö ekki i bága viö lög verndaöan rétt faglæröra manna til aö gera viö alla skapaöa hluti? „Þaö getur vel veriö, en á aö vera nokkur slikur lögverndaöur réttur? Ég held ekki. Ég held aö eigi aö þjálfa alla uppi aö geta bjargaö sér sjálfir. Viö skulum taka dæmi. Arkitektar eru alltaf aö rifast yfir þvf aö fleiri fái aö teikna hús heldur en þeir. Mér finnst eiginlega sjálfsagt aö allir fái aö teikna hús, eins og þeim sýnist. En þaö er þá hlutverk bygginganefnda aö skera úr um þaö, hvort teikningin sé hæf til aö byggja hús eftir henni. Ef ég get teiknaö hús, án þess aö hafa arki- tektsréttindi, af hverju má ég þá ekki teikna þaö?” Innreið tækninnar — Lituröu öll störf sömu augum? Ef þú treystir þér til aö skera upp mann, hvers vegna skyldir þú þá ekki skera hann upp? „Já, ef sjúklingurinn er fús til aö láta mig skera sig upp — og aöstandendur hans, skulum viö segja hvers vegna skyldi ég þá ekki skera hann upp? Tökum innreiö tækninnar á þetta land til dæmis. Þegar fyrstu bátavélarnar koma hér 1904, þá er hér ekki nokkur maöur, sem kann til nokkurs hlutar. Menn settust bara niöur og lásu sér til og aörir fylgdust meö, og áður en viö vissum af, vorum viö búnir aö vélvæöa allan flotann. Sama er aö segja um fyrstu rafvirkjunina. Menn eins og Bjarni I Hólmi og þessir snillingar þarna i Skafta- fellssýslunum, þeir náöu sér i danska bæklinga, fóru sjálfir aö smiöa hlutina og fóru svo aö setja upp rafstöövar hingað og þangaö um allt landiö.” Fótfestulausir menn og fatlaðir — Er eftirsjón aö þeim tima? „Ég held að þaö sé eftirsjón aö þeim tima, vegna þess aö maöur sem er þrengdur svo strax I upp- hafi aö hann passar ekki nema inni eitthvaö ákveöiö starf, hann missir eiginlega alla fótfestu I lifinu ef þróunin eöa eitthvaö annaö veröur til þess aö taka þetta starf frá honum. Að minu áliti er sá maöur eiginlega fatl- aöur. Hann er geröur fatlaöur af þjóöfélaginu.” — Er þá meiri hlutinn af fslendingum fatlaöir i þessum skilningi? „Þaö er aö minnsta kosti unniö aö þvi aö þrengja sviöiö, bæöi at- hafnasviö og þaö sviö sem ein- staklingurinn getur fundiö full- nægju á. Ég held aö fæstum dugi - aö vinna eitt þröngt starf alla ævina. Menn eiga aö geta leitaö á mismunandi miö. Ahugamálin breytast og þroski manns, eftir þvi sem árunum fjölgar. Hvers vegna eiga menn þá ekki aö geta leitaö inná ný sviö, nema meö einhverjum óskapa harmkvæl- um. Aö þurfa til dæmis aö hafa fjögra ára nám aö baki, til þess aö fá aö greiða náunganum eöa klippa hann.” Að geta verið allt mögulegt — Ertu aö brjótast undan þvi sviöi, sem þér var útmarkaö, hérna? „Já, ég hef alltaf haft áhuga á aö vera bóndi, vegna þess aö ég tel þaö vera siöasta sviöiö, sem býöur einstaklingnum uppá þetta svigrúm, aö geta eiginlega veriö allt mögulegt. Og maöur veröur aö lieyja sér þekkingar á talsvert mörgum sviöum, til þess aö geta veriö sæmilegur bóndi. Þaö er ekki nóg aö kunna bara á vélar, i nútimabúskap verða menn lika aö hafa ákveöna liffræöilega þekkingu og þar á meöal á efna- fræöi. Menn veröa aö gera sér grein fyrir hvaö er aö gerast á öllum sviöum, i jaröveginum, I skepnunum og svo framvegis, ef mönnum á aö búnast sæmilega.” — Attu von á aö þú eigir eftir aö láta til þin taka á viöari vettvangi I þjóömálum, heldur en þú hefur gert fram aö þessu? „Nei, ég held aö ég hafi enga köllun til þess.” — Helduröu aö hún eigi eftir aö koma? „Ég veit þaö ekki, ég er svo upptekinn viö þaö sem ég þarf aö gera hér á þessu athafnasviði, - sem ég hef valiö mér, aö ég held og muni ekki hafa neina löngum til þess aö fara aftur yfir á allt annaö sviö. Metnaðurinn er eini hæfileiki sumra stjórnmálamanna — Ef grannar þinir og félagar þrýstu fast á þig aö sinna ykkar sameiginlegu málum á vettvangi „Mér er sagt aö svona fari fyrir Matthiasi Jóhannesen”. „Aörir en þeir, sem olnboga sér rúm meö kjafti og klóm, komast ekki áfram f pólitik". „Ég trúöi einlæglega aö menn meintu slagoröin: bætt kjör hinna lægst launuðu". „Ég hef heimt mina Paradis” þjóömála, mundir þú láta undan? „Ég held aö, hlutirnir gerist ekki þannig hér á landi. Annaö- hvort telja menn sig hafa einhverja köllun til þess aö leita eftir völdum og áhrifastööum og hella sér I þann slag, og ég held aö þaö komist ekki aörir áfram I pólitikinni en þeir sem eru reiöu- búnir til þess aö olnboga sér rúm meö kjafti og klóm.” — Er þaö hæfileiki númer eitt, sem til þarf til aö vera stjórn- málamaöur? „Þaö er ég ekki aö segja, enda segi ég ekki aö viö fáum endilega hæfustu stjórnmálamennina til forustu. Mér sýnist að I nútim- anum sé metnaöurinn þaö eina, sem sumir þessara manna hafa til brunns aö bera.” Of marga ber af leið — Er þá oröin þörf á aö koma á einhverju ööru formi til aö velja menn til forustu? „Já. En ég held aö þú rekir þig á þaö viöa, og þú sérö það nokkuö oft koma fram i fjölmiölum, aö þeir menn, sem aö sumu leyti eru hæfari til þess aö taka aö sér stjórn ákveðinna mála eöa viö- fangsefna, aö þeim óar viö þess- um tima, sem þarf aö fara i aö slást fyrir þvi sem þarf aö komast á til aö þeirra áhrifa fari aö gæta. Svo er þvi ekki að leyna, aö i þessum pólitisku átökum ber ef- laust marga menn af þeirri leiö, sem þeir upphaflega mörkuöu sér. Menn byrja kannski þátttöku i þessu sem einlægir hugsjóna-' menn, en tapa áttum i slagnum. Og þegar þeir loks komast upp I þá stööu, sem þeir gætu fariö aö beita áhrifum sinum á, þá eru þetta útbrunnin kerti. Þá er þeim nóg aö klæöa stööuna og hafast ekki aö.” Þreytandi blabla og f jölmiðlakjaftæði — Varstu oröinn þreyttur á aö hrærast innan um þessi kerfi fyrir sunnan? Ertu i skjóli hérna? Já. Já, ég var þaö. Ég var oröinn þreyttur á öllu þessu biablabla, öllu þessu kjaftæöi, sem er I kringum alla hluti, fundum, ráðstefnum, fjölmiöla- kjaftæöi sem aldrei kemur þó neitt útúr, aldrei er fylgt eftir. Mér finnst vera oröiö alltof mikiö af blaöurskjóöum, sem vasast uppi i skjóli þess aö hér er lýö- ræöi, málin þurfi aö ræöa og svo framvegis. En svo er aldrei gert annaö en aö ræöa, málin aldrei leidd til neinnar niöurstööu. Og þaö er kannski þjóöarlöstur Islendinga, aö þó að málin séu leyst, þá er haldið áfram aö rifast um þau eins og ekkert hafi gerst. Menn eru ennþá aö rifast um þaö hvort hafi verið rétt aö byggja ál- verksmiöjuna. Menn eru ennþá aö rifast um hvort þaö hafi verið rétt aö ganga I NATO, eöa hvort viö höfum verið blekktir i þaö, Eina spurningin sem gæti átt rétt á sér I sambandi við þaö er hvort viö ættum aö ganga úr NATO. Og þá veröum viö aö gera okkur grein fyrir hvaöa afleiöingar þaö heföi fyrir okkur ef viö gengjum úr NATO.” — Eigum viö aö ganga úr NATO? „Þótt viö ætluöum okkur ekki annaö en aö veröa algjörlega hlutlaus þjóö, þá dettur mér ekki i hug aö halda aö þaö yröi tekið þannig af nágrannaþjóöunum i kringum okkur. Fjandskaparaðgerðir Þvi aö þaö, aö ganga úr ákveönu bandalagi, raska þvi jafnvægi, sem menn teldu sig hafa skapað. Þaö hlyti aö leggjast út sem fjandskaparaðgerö, hvort sem hugarfar okkar væri þannig eöa ekki. Þaö gæti mjög hæglega komiö niöur á okkar mörkuöum og aöstööu á mörkuöum. — Úrsögn þin úr þessu sam- félagi þessara blaörara þarna fyrir sunnan, var þaö fjand- skaparaögerö? „Ég held aö blaöriö sé nú ekki’ bundiö viö vinstri hópana.” — Ég átti ekki viö úrsögn þina úr Alþýðubandalaginu, heldur aö þú yfirgafst stjórnmálavafstriö og fluttir hingaö? „Vissulega þýddi þaö þaö, aö ég gaf eiginlega upp alla von um aö maöur gæti nokkru breytt meö þvi til dæmis aö öðlast meiri áhrif. öll þjóöfélagsþróun á Vestur- löndum finnst mér hafa einkennst af svokallaöri útfærslu lýöræöis- ins, sem hefur I rauninni ekki breytt neinu verulegu, ööru en aö þaö er miklu, miklu meira blaöur. Kjaftæöi og þvaöur, sem okkur kemur ekkert viö. Endalaus yfir- hellingur úr fjölmiðlum. Meiningarlaus slagorð Meöal fjölmiöla tel ég þá þær stéttir manna, sem hafa aö viö- fangsefni aö búa til fréttir og alls- konar ráöstefnur, og vesen, sem 1 rauninni kemur ekkert útúr. Og til aö taka eitt dæmi úr raunveruleikanum þá get ég sagt aö þegar ég byrjaöi i Alþýöusam bandinu 1971, þá trúöi ég þvi ein- læglega aö þaö ætti aö taka þaö verkefni alvarlegum tökum, aö þoka heldur i jafnréttisátt i launum og menn meintu þetta fræga slagorö um „bætt kjör hinna lægst launuöu.” En þegar ég var búinn aö starfa þar i nokkur ár, þá sýndu tölur þaö óyggjandi aö þróunin var öll heldur á hinn veginn. Ég held, aö þegar til kastanna kom, þá vildu menn engu breyta. Þeir lægst launuðu ná aldrei neinu fram, i hlutfalli viö aöra hópa þjóðfélagsins, fyrr en menn gera sér grein fyrir þeirri spurn- ingu, eru launahlutföllin rétt i dag? og breyta þá samkvæmt þvi. Eöa, ef þau eru ekki rétt, hvernig ætliö þiö þá aö vinna aö þvi aö breyta þeim? Þetta hafa alþýðu- samtökin gersamlega neitaö að horfast i augu viö.” Lykill að vanda- málum tilverunnar — Hvaö réöi vali þinu á náms- efni, þegar þú valdir hagfræöina og haföir þú þá ekki gert þér grein fyrir löngun þinni til aö fást viö þaö sem þú gerir núna? Jújú, ég haföi alltaf gert þaö, enda haföi ég aldrei hugsaö mér aö veröa embættismaöur, á neinn hátt. Ég hef frá þvi ég man eftir mér, spekúlerað i lifinu og til- verunni. A sinum tima tók maöur trú á aö efnahagslifið væri undir- rót alls I þjóöfélaginu, marxiska trú, sem sagt á aö efnahagsmálin væru afgerandi um framvindu þjóðfélagsins. Ég vildi bara reyna aö ná tökum á aö skilgreina þessi lögmál. Hinsvegar sannfæröist ég um þaö, þegar frá leiö aö Marxism- inn er eins og önnur spekikerfi, tilgáta en ekki visindi.” — Er þaö yfirleitt svo um flest- ar stjórnmálastefnur eöa kerfi? „Já, ég held aö öll heimspeki- og trúarbragöakerfi — og marxisminn fellur auövitaö undir þaö — og pólitisk kerfi, ef þau eru nokkuö annað en angi af heim- spekikerfum eöa trúarbragöa- kerfum, þetta er kannski allt þaö sama, aö þetta eru engin óbrigöul visindi á borö viö þyngdarlög- máliö eöa afstæöiskenninguna eða eitthvaö slikt. En þetta geta veriö ágætar vinnutilgátur, sem settar eru fram til þess aö glöggva skilning manna á vissum sviöum, meöan menn taka þær ekki alvarlegar en svo aö þeir fari ekki aö trúa þvi aö þeir hafi fengið lykil aö öllum vandamálum tilverunnar.” Paradísarheimt — Hefur þú, Olafur Hannibals- son, heimt þina Paradis? „Paradis. Já, ég held aö ég megi segja þaö. Siðan ég komst til vits og ára hef ég lagt svipaöan skilning I lifiö, eins og mér viröist Laxness vera aö lýsa meö þessari för Steinars I Steinahliöum. Aö ménn fara langt yfir skammt og leita þess, sem er heima. En þar fyrir veröur leitin aö eiga sér staö. Steinar heföi sennilega aldrei oröiö hamingjusamur meö þvi aö vera heima og hlynna aö garöbroti alla tið, hann þurfti aö fara alla leiö til Utha til þess aö vita hvar Paradis var. Já, ég hef heimt mina Paradis. —SV Texti og myndir: Sigurjón Valdimarsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.