Vísir - 12.09.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 12.09.1981, Blaðsíða 9
Laugardagur 12. september 1981 \Y\ VI * VISIR 9 Um SlS-valdid oo sættirnar Morgunblaöið hefur gert mik- ið veður út af fyrirhuguðum kaupum Sambands islenskra samvinnufélaga á fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækinu Freyja á Suðureyri. Blaðið hefur fléttað kaupunum saman við rekstrar- erfiðleika iðnverksmiðjanna á Akureyri og hjálparbeiðni SÍS forstjóranna til rikissjóðs vegna ástandsins þar nyrðra. Nú breytir það auðvitað engu um rekstrarerfiðleika iðnaðar- ins, hvorki hjá SÍS né öðrum, þótt fiskvinnsluhús séu keypt eða seld og fullljóst, að staða iðnaðarins, sem útflutningsat- vinnugreinar, veröur ekki leyst nema með meiriháttar aðgerðum til lengri tima. Út frá þessum sjónarhóli eru viðræður um kaup SIS á Freyju á Suður- eyri sjálfstætt mál og iðnaðar- vandanum óviðkomandi. Hitt er rétt hjá Morgun- blaðinu, að það vekur athygli, að SÍS hafi bolmagn til um- fangsmikillar fjárfestingar, á sama tima og það verður fyrir svo alvarlegu áfalli og gifurlegu tapi i iðnaðardeild sinni. Það vekur athygli, þegar þær skýr- ingar eru gefnar, að fjármagnið sé fengið úr „sérstökum sjóð- um”. Samband islenskra sam- vinnufélaga getur ekki kvartað undan fjármagnsleysi, eða óskað eftir fjárhagsaðstoð frá hinu opinbera, meðan sjóöir fyrirtækisins eru svo digrir, að þeir standa undir meiriháttar fjárfestingum. Stugguraf SIS En þótt Morgunblaðið gerist ákaft i umfjöllun sinni um málefni SÍS, er þar i sjálfu sér fátt ofsagt. Alltof lengi hefur Sambandið notið friðhelgi á opinberum vettvangi. Alltof lengi hefur veriö þagaö yfir þeirri ósvifnu, en ráðnu stefnu SIS aö sölsa undir sig atvinnu- starfsemi og eignir um land allt. Þeir sem unna frjálsum at- vinnurekstri, heiðarlegri sam- keppni og dugmiklu einkafram- taki hafa átt erfitt með að sætta sig við þá ójöfnu aðstöðu sem einkarekstur hefur búið við gagnvart samvinnurekstrinum. Almenningur, einkum út á landsbyggðinni hefur undrast þá fjármagnsfyrirgreiðslu, sem Sambandið og kaupfélögin virðast hafa aðgang að i gegn- um banka og opinberar stofn- anir. Það vekur athygli, þegar dreifbýlið er heimsótt, að sjálf- stæðu dugmiklu fólki stendur stuggur af SIS valdinu, ofur- valdi þess og kaupfélaganna. Sjálfstæðismenn I dreifbýlinu lita nánast á það sem sjálf- stæðisbaráttu að sporna gegn þessu sterka valdi. Yfirráð yfir atvinnutækjum, fjármagni, landbúnaðarsamtökum, sveita- stjórnum, öll á sömu hendi, hafa ekki veriö til farsældar fyrir byggðarlögin. Harðsvírað f jármálavald Nú er það gott og blessaö, þegar aðstandendur og stjórn- endur SIS hafa metnað fyrir hönd sins fyrirtækis og vilja veg þess sem mestan. En oft og tiðum sýnist samvinnuhreyf- ingin hafa misst sjónar á tilgangi sinum, og haga sér eins og harðsvirað fjármálavald, girugt og fégráðugt. SIS, kaupfélögin og dótturfyrirtækin öll eru fyrir löngu orðin var- hugaverður auðhringur á is- lenskan mælikvarða. Sambandinu hefur verið stjórnað af dugmiklum forstjór- um, sem vilja veg fyrirtækisins sem mestan. En styrkur SIS liggur þó fyrst og fremst i hinni pólitisku valdastööu, sem er einstæð aö þvi leyti að fyr- irtækið hefur á sinum snærum sérstakan stjórnmálaflokk. Framsóknarflokkurinn hefur komiö sér vel fyrir i stjórnkerf- inu, á tiðum sæti i rikisstjórn og stendur dyggan vörð um hags- muni SIS i stóru sem smáu. Meöan aðrir stjórnmálaflokk- ar leiöa Framsókn til valda, æ ofan i æ, getur enginn búist við þvi, að SÍS-veldið hnigni. Þvert á móti er gengið á lagiö, þurrk- uð upp öll samkeppni og byggðalög og fyrirtæki lögð undir Sambandið i skjóli dular- fullra „sérsjóða”. Og fólkiö i landinu — það situr uppi með sláturhús SIS, stór- verslun kaupfélagsins, f jarstýrð fiskvinnsluhús og náðarsam- lega fyrirgreiðslu i útibúi Sam- ri£stjórnar pistill Ellert B..Schram ritstióri ikrílar vinnubankans. Kaupfélags- stjórinn er sjálfsagt orðinn odd- viti, ef þá ekki fréttaspyrill i út- varpinu, þegar mikiö liggur við! Hagnýtar rannsóknir Rannsóknarráð hélt fróðlegan fund i vikunni, um stefnu i visinda- og tæknimálum. Rannsóknarstörf eiga erfitt uppdráttar að þvi er fjárveit- ingar varðar, enda þarf mikla þolinmæði og drjúgan skammt af þrautseigju til að biða eftir árangri af rannsóknarstörfúm og visindalegum athugunum. Bráðlæti stjórnmálamannsins gerir það að verkum, að rannsóknir eiga undir högg að sækja, einkum ef þær eru svo- kallaöar undirstöðurannsóknir. Visindamenn hafa lengi viljað skilgreina rannsóknir sinar, annars vegar sem undirstöðu- rannsóknir og hinsvegar hag- nýtar rannsóknir. Fyrir venju- legan leikmann er erfitt að géra þar greinarmun á, þvi allar rannsóknir hljóta að hafa hag- nýtt gildi, fyrr eöa siðar. Auð- vitað leiöa þær ekki allar til jákvæðrar niöurstöðu, en hag- nýtið er þá meðal annars fólgið i þvi, að útiloka og beina at- hyglinni frá einni leið yfir á aðra. Ekkert tæki, jafnvel ekki ein- földustu handbrögð eru sjálf- sögð, nema vegna þess að vis- indamenn eða kunnáttumenn hafa rannsakað, uppgötvað og sannreynt ágæti aðferðarinnar. Ekkert kemur af sjálfu sér, þegar tækni er annarsvegar. Stóriðjuskattur Fjármagnsskortur hefur staðið rannsóknum á Isiandi fyrir þrifum. A ráðstefnu Rannsóknarráðsins var at- hyglisvert að sjá linurit og töfl- ur, sem gefa til kynna, að um 90% alls fjármagns sem til rannsókna rennur kemur frá hinu opinbera, en litið sem ekk- ert frá einkaaðilum. Þetta er ólikt þvi, sem gerist annars- staðar, þar sem einkaaðilar styðja og efla rannsóknarstarf- semi meö ráöum og dáð. öll stórfyrirtæki hafa t.d. rannsóknarstofur á sinum veg- um. Auk almenns skilningsleysis hér á landi, er hægt aö kenna slæmri fjárhagsstöðu einkafyr- irtækja á tslandi um litið fram- lag af þeirra hálfu til rannsóknastarfsemi. Jónas Haralz benti á, að meðan sú stefna væri ráðandi á tslandi, aö fyrirtæki mættu ekki skila hagnaði, sfð aröur væri af hinu illa, þá væri ekki viö þvi aö búast að atvinnulífiö gæti lagt stóran skerf af mörkum, jafnvel þótt fullur skilningur væri á mikilvægi rannsókna. A ráðstefnunni voru menn þó bjartsýnir á að betri timar væru framundan og sett var fram sú hugmynd, að á móti hverju framlagi frá atvinnulifinu eða einkaaöilum, kæmi jafn stórt framlag frá rikinu. Ennfremur skutu sérfræðingar OECD fram hugmynd um stóriöjuskatt, sem rynni beint til rannsókna- og visindastarfa. Undir þessar tillögur var tekið af ráðherrum, sem mættu á ráðstefnuna. Ingvar Gislason sat lengi i Rannsóknarráði, Steingrimur Hermannsson var fram- kvæmdastjóriráösins um árabil og Hjörleifur Guttormsson hef- ur sjálfur unnið að visindaleg- um rannsóknum. Ahugamenn um rannsóknir i þágu atvinnu- lifsins mega þvi reikna með góðum stuðningi af hálfu rikis- valdsins. Þeir fara sjálfir Það hefur ekki fariö framhjá neinum, að forysta Sjálfstæðis- flokksins hefur setið á svoköll- uöum sáttafundum aö undan- förnu. Fyrir hinn almenna sjálf- stæöismann eru það góö tlöindi, ef forystumennirnir tala saman og er það raunar ekki vonum fyrr. Orðeru til alls fyrst. Engin lausn er i þvi fólgin, að blása sig út yfir svikara og sökudólga árum saman og hóta brott- rekstrum og bönnum i tima og ótima. Sjálfstæðisflokkurinn er i eöli sinu margbrotinn og viðfemur flokkur og meðan hann neglir ekki stefnu sina niður og setur menn i flokkslega spennitreyju eftir niöurnjörvuð- um forskriftum, þá verður flokkurinn að búast við og viöurkenna svigrúm og fram- hjáhlaup. Flokkur sem boöar frelsi einstaklingsins, getur ekki sett þv* frelsi svo fastar skorður i innra starfi, að það sé i mót- sögn við inntak stefnunnar. Hitt er annað, að þeir sem kjós, að hlaupast undan merkjum, taka upp samstarf við aðra flokka eða bjóða fram sjálfstætt i striöi við flokkinn sjálfan, geta ekki búist við þvi að fá lárviðar- sveiga I þakklætisskyni. Enginn : hefur talað um að reka þá, en þeir sem sjálfir kjósa að bjóöa fram sjálfstætt eða hlita ekki meirihlutaákvörðunum, segja sig einfaldlega úr lögum við flokk sinn. Þeir fara sjálfir. Viðræðúrnar 'sém fram hafa farið i vikunni skipta hinsvegar engum sköpum. Þær eru meira til aö sýnast eins og að þeim er staðiö. Það fer enginn að efna til fundar I ráðherrabústað með pompi og pragt, eöa efna til heiðarlegra sáttatilrauna frammi fyrir augunum á alþjóð. Sættir ber ekki þannig aö. Sjálf- sagt geta menn sæst á að vera ósammála og ákveðiö að tala saman engu aö siður, en það er deginum ljósara, að meðan nú- verandi rikisstjórn situr, getur engin sameining eöa bræðralag átt sér stað i Sjálfstæðisflokkn- um. Svo einfalt er það. EllertB. Schram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.