Vísir - 16.09.1981, Side 5

Vísir - 16.09.1981, Side 5
Miövikudagur 16. september 1981 Thatcher takmarkar launa- hækkanir „Stjórnir Efnahagsbandalags- rikjanna verða að taka höndum saman til þess að ráða bót á at- vinnuleysinu með þvi að glæða efnahagslif þeirra, samtimis þvi að þau taka félagsmálin”, segir Ivor Richard, talsmaður EBE i atvinnu- og félagsmálum. Akvörðun Thatcherstjórnarinn- ar um 4% launaþak þykir likleg til árekstra við launþegasam- tökin, en 6% launaþak i fyrra I umræðum á Evrópuþinginu um atvinnuleysi, sagði Richard, að á siðustu þrem árum hefði at- vinnulausum i EBE-löndunum fjölgað um 50% upp i 9 milljónir manna. — Sagði hann, að mönn- um hefði mistekist við atvinnu- sköpunina. „Frá þvi 1975 hefur vinnuaflið aukist tveim og hálf sinnum meira en atvinnumöguleikarnir,” sagði Richard og lagði á það á- herslu, ab ekki væri unnt að biða með atvinnuaukandi aðgerðir, þar til sigrast hefði verið á verð- bólgunni. 9 mllllónir ai- vlnnulauslr I þúsund Rússa úr Egyptalandl Kairo-stjórnin hyggst senda meira en 1000 sovéska borgara- lega sérfræðinga úr landi á eftir diplómötunum sovésku og siðustu hernaðarráðgjöfunum, sem sak- aðir eru um hlutdeild i samsæri gegn Sadat forseta. Eru þetta mestu hreinsunarað- gerðir Egypta á samskiptum þeirra við Rússa, siðan Sadat skipaði 17 þúsund hernaðarráð- gjöfum á burt frá Egyptalandi 1972. Þessir siðustu þúsund Rússar starfa við stáliðju, jarðabætur og viðhald Aswan-stiflunnar sovésku. Þeir eru leyfarnar af vináttusamstarfi Sovétmanna og Egypta, sem Nasser kom á fyrir nær 20 árum. Kairóstjórnin visaði sjö soveák- um diplómötum úr landi i gær og einum ungverskum. Sömuleiðis tveim sovéskum blaðamönnum. Sakaði hún Sovétstjórnina um að reyna að koma illu til leiðar i innanlandsmálum Egypta. Sagt var, að stefna bæri að þvi að fækka i sendiráði Sovétrikjanna i Kairó, en þar eru starfandi 41 diplómat, til jafns við starfs- mannahald egypska sendiráðsins i Moskvu, þar sem eru 10 dipló- matar. Eftir vopnahléð i Yom Kippur- striðinu við Israela, hefur Sadat- stjórnin hallað sér meira að vesturlöndum. EBE-löndunum Stjórn breska lhaldsflokksins virðist sigla beint til árekstra við hin öflugu verkalýðssamtök i Bretlandiineðþviaðboða 4% þak á launahækkanir opinberra starfsmanna á komandi ári. Rikisstjórn Margaretar Thatcher, með breytingum á ráð- herralista, kom saman til fundar i gær og undirstrikaði ásetning sinn um að fylgja sömu ströngu efnahagsstefnunni með þvi að á- kveða 4% takmarkanir á launa- hækkanir starfsmanna rikisins. Tilkynningunni um þetta var Kosningabandalag gætl sigrað í Bretlandi Frjálslyndi flokkurinn breski virðist nú ákveðinn að ganga til bandalags við hinn nýja flokk lýð- ræðisjafnaðarmanna i viðleitni til þess að ná meirihluta á þingi i næstu kosningum. Siðustu skoðanakannanir þykja benda til þess að slikt samstarf miðflokkanna gæti umbylt bresk- um stjórnmálum, þvi að i sam- einingu gætu þessir tveir flokkar náð yfirburða sigri i kosningum, ef fram færu eftir tvö eða þrjú ár. A ársþingi Frjálslynda flokks- Enn Baader-Melnhof Vestur-þýska lögreglan telur, að vinstrisinna hryðjuverkahóp- ur, „Rauða herfylkingin” hafi staðið að árásinni á Frederick KrÖesen hershöfðingja, yfirmann bandariska herliðsins i Evrópu. — Hinn 58 ára gamli hershöfðingi slapp með skrámur. Rauða herfylkingin var betur kunn hér á árum sem Baader-- Meinhof-flokkurin, kenndur við stofnendurna, sem allir létu lifið i fangelsum. Þessi hópur hefur þegar lýst á hendur sér annarri á- rás á bandariska herstöð i V-- Þýskalandi, en það var sprengiá- rásin 31. ágúst i Ramstein, en i henni særðust 20 manns. Lögreglan segist hafa fundið skjöl með áætlunum um árásir á bandarisk mannvirki og starfs- fólk i V-Þýskalandi. Fundust þau i húsi, þar sem grunaðir hryðju- verkamenn úr Rauðu herfylking- unni höfðust við. Krösen hershöfðingi var á leið til vinnu sinnar i Heidelberg, en með honum voru i bilnum kona hans og tveir menn. Konan hlaut smáskrámur, en mennirnir sluppu, þegar skriðdreka- sprengju var varpað að bilnum og skotið var á hann. Það var Rauða herfylkingin, sem stóð að sprengjuárásinni á Alexander Haig, hershöfðingja, þáverandi yfirmann Nato-herj- anna, fyrir tveim árum i Belgiu. Þeir stóðu einnig að árásinni á herstöðina i Wiesbaden og hafa gert ýmsar tilraunir til ikveikju. Þessi sami hryðjuverkahópur réð Siegfried Buback, saksóknara, i V-Þýsklandi, bana fyrir fjórum árum, og myrti eihnig leiðtoga at- vinnurekenda, Hans-Martin Schleyer. ins, sem stendur yfir i Wales, leggur leiðtogi hans, David Steel, fast að þingsetum að samþykkja kosningabandalag við Lýðræðis- jafnaðarflokkinn, en þeir ganga til atkvæða um það mál i dag. — Steel sagði á kvöldfundi þingsins i gær, að engan tima mætti missa, ef slikt kosningabandalag ætti að geta boðið stóru flokkunum, íhaldsflokknum og Verkamanna- flokknum, byrginn. Fundinn i gærkvöldi sátu sem gestir Roy Jenkins og Sirley Williams, sem ásamt tveim öðr- um fyrrverandi ráðherrum Verkamannaflokksins, stofnuðu i vetur Lýðræðisjafnaðarflokkinn. —Flokkurinn hefur nú á félaga- skrá um 60 þúsund meðlimi og þarámeðal 16þingmenn úr Neðri málsstofunni. (Frjálslyndir hafa aöeins 11 þingmenn.) Skoðanakannanir á vegum MORI-stofnunarinnar gáfu til kynna, að kosningabandalag þessara tveggja flokka mundi hljóta 41% atkvæða i þingkosn- ingum meðan Verkamannaflokk- urinn mundi fá 31% og íhalds- flokkurinn 25%. mætt meðmiklum mótmælum frá leiðtogum úr verkalýðsforystunni og viðvörunum um, að af þessu hlytu að verða árekstrar. — Þessi ákvörðun snertir sjö milljónir manna. 1 fyrra setti stjórnin 6% þak á launahækkanir og leiddi það til 21 viku skæruverkfalla, sem enduðu með 7,5% hækkunum. Thatcher-stjórnin einbeitir sér gegn verðbólgunni á Bretlandi i efnahagsaðgerðum sinum, og féll hún niður i 10,9% (á ársgrund- velli) i siðasta mánuði. En stjórn- arandstæðingar kenna verðbólg- uráðstöfunum um atvinnuleysið, sem hefur vaxið i leiðinni. Um 3 milljónir manna eru atvinnulaus- ir á Bretlandseyjum, eða 12% vinnuaflsins. David Steel, leiötogi Frjáls- lyndra, er ákafur talsmaöur kosningabandalags viö Lýöræö- is ja f naöarf lokkinn. Vlll losna vlð

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.