Vísir - 17.10.1981, Blaðsíða 15
VtSIR
Laugardagur 17. október 1981
Laugardagur 17. október 1981
VISIR
15
99Paö er undirstööuatriöi
aö gefa ut bækur aö
sem flestra skapi
— segir Jóhann Páll Valdimarsson í Iöunni í Helgarblaösviötali
„Hvaö sem ööru liöur þá er
þetta áhættusöm starfsemi”,
segir Jóhann Páll. „Útgefendur
renna oft blint I sjóinn meö útgáfu
á ýmsum bókum. Þaö er oft alveg
útilokaö aö gera sér grein fyrir
hvort tiltekin bók sé söluvara eöa
ekki. Þaö er þvi alltaf mikiö álita-
mál hvaö eigi aö prenta stórt upp-
lag til aö byrja meö — þaö er oft
vonlaust aö spá. Þaö veröur aö
láta reyna á þaö”.
— Einhverjar gleöilegar und-
antekningar eru nú vafalitiö á
þessu?
„Jú, jú, þaö kemur vissulega
fyrir aö viö gefum út bók sem
selst mun betur en viö höfum
reiknaö meö. Þá erum viö auö-
vitaö fjarska ánægöir”. segir Jó-
hann og þaö vottar fyrir brosi á
andliti hans. En þaö hverfur jafn-
skjótt og þaö birtist.
Búast við hverju sem er
„En þaö er aö visu undantekn-
ing”.
— Svo hljóta nú einhverjar
bækur aö vera gulltrygg sölu-
vara, ef þannig má aö oröi kom-
ast?
„Jú þaö eru vissar bækur sem
aö viö erum vissir um aö munu
seljast vel. Akveönir höfundar
hafa lika tryggan kaupendafjölda
og þaö er auövitaö gott aö geta
reiknaö meö þvi. En þaö er aldrei
hægt aö stóla á eitt eöa neitt I
þeim efnum, útgefendur veröa aö
vera búnir undir hvaö sem er. Ég
gæti sagt þér ótal sögur af bókum
sem viö höföum reiknaö meö aö
yröu vinsælar, en hafa siöan ekki
átt upp á pallborðiö hjá lesend-
um. Og það get ég sagt þér, aö ef
bók klikkar i sölu þá er oft um
umtalsverðar upphæðir aö ræöa
sem viö töpum.
— Viltu nefna mér eitthvert
slikt dæmi?
„Það ætti ekki aö vera erfitt.
Viö gáfum út ákveöna barnabók i
fyrra sem var prentuð I svo-
nefndu fjölþjóölegu samprenti.
Auglýstum grimmt, en
samt...
Þetta var aö okkar mati góö
barnabók og viö töldum hana eiga
erindi til barna og geröum okkur
þokkalegar vonir um sölu. Þetta
er bók sem var unnin i samvinnu
viö alþjóöa náttúruverndar-
sjóöinn og fjallar um dýra-
tegundir sem aö annaðhvort eru
útdauöareöa Ibráöri hættu. Þessi
bók byggist annarsvegar upp á
sögu I léttum dúr, en inn á milli
komu kaflar sem var beinn fróö-
leikur um tilteknar dýrategundir
sem nefndar eru i sjálfri frásögn-
inni.
Nú þessi bók var ekkert óvenju-
Iega dýr i útgáfu en salan brást
algjörlega og þaö þýddi tap upp á
hátt á annan tug milljóna gam-
alla króna. Þaö þýöir ekkert aö
horfa framhjá þessu, maöur
veröur aö vera viöbúinn svona
skelli”.
— En má ekki bjarga viö
málunum meö auglýsingu?
„Ja, þú segir þaö. t þessu tilviki
auglýstum viö þessa tilteknu bók
mjög vel. Og ég tel reyndar að
sjónvarpsauglýsingin sem viö
geröum hafi verið einhver besta
auglýsing sem viö
siöasta ári.
geröum á
Margt getur brugðist
Okkur fannst þessi bók eiga er-
indi til lesenda og lögðum þess
vegna sérstaka áherslu á aö aug-
lýsa hana”.
— En hver er þá orsökin fyrir
þvi aö salan bregst?
„Þaö getur svo ótal, ótal margt
átt sinn þátt I þvi aö vandaöar
bækur hreyfast ekki. Stundum er
þaö útlit bókarinnar sem veldur,
en i þessu tilfelli hef ég á tilfinn-
ingunni aö þaö hafi veriö uppsetn-
ing bókarinnar sem hafi spillt
fýrir sölunni, þ.e. aö þessir fræöi-
legu textar hafi veriö settir inn á
milli sögunnar og þaö hafi
hugsanlega fælt fólk frá aö kaupa
hana.
— Ertu þá þar meö aö segja aö
það sé hægt aö pranga hverju sem
er inn á kaupendur ef útlitiö er
nægjanlega fallegt og aölaöandi.
„Nei, þaö segi ég ekki, ööru
nær. Ég tel nefnilega aö góð
káputeikning svo viö tökum
dæmi, örvi ekki endilega söluna á
einhverri bók góöri eöa vondri.
Hins vegar tel ég aö vond kápu-
teikning geti dregið verulega úr
sölu á annars góöri bók. Þaö
skiptir þvi máli aö vanda vel til
allra þátta bókaútgáfunnar og
reyna að átta sig á hvaö þaö örvar
sölu eöa veldur sölutegöu”.
Gróðasjónarmið og
markaðslögmál
— Nú erum viö búnir aö ræöa
nokkuö áhættuna, og afleiöing-
arnar sem þaö getur haft, ef sala
á bók bregst. Veröur þetta ekki til
þess aö þiö hjá Iöunni neyöist til
aö gefa út bækur eingöngu cftir
þvi hvort liklegt sé aö þær seijist
grimmt?
„Nei”, svarar Jóhann hiklaust.
„Auðvitaö er bókaútgáfa áhættu-
spil en það er ekki þar meö sagt
aö viö látum gróðasjónarmiðiö
eitt ráöa. Ef gróöinn einn skiptir
máli, gæfum viö eingöngu út þær
bækur, sem viö værum fyrirfram
vissir um að seldust vel, og þá
væri bókaútgáfa hörkubissness.
Þaö er til fjöldinn allur af bókum,
sem viö vitum aö myndu seljast
grimmt— en viö treystum okkur
ekki til aö leggja nafn okkar viö
þær.
Þaö hefur lika frá upphafi veriö
markmiö Iöunnar aö gefa út góö-
ar og vandaöar, frumsamdar
bækur Islenskra höfunda og ég
held aö sæmilega hafi verið staöiö
viö þaö. Það er hins vegar ekkert
launungarmál heldur markaös-
lögmál, aö sölubækurnar margar
hverjar, tryllarnir og ástar-
sögurnar borga útgáfu á þeim
bókum, sem seljast verr, en eru
tvimælalaust betri bókmenntir”.
Of fáar góðar bækur
Jóhann Páll notar hiklaust orö
og hugtök eins og „góöar” og
„vondar” bókmenntir. Hann slær
sjaldan fyrirvara: „aö sumra
mati”, eöa „ef svo má segja”.
Hann talar tæpitungulaust, fer
ekki I neinar grafgötur meö
skoöanir sinar. Þaö hefur enda
gefist honum vel, aö þvi er
viröist.
Jóhann Páll í Iðunni er fyrir þó nokkru síðan orðin vel-
þekktur í islenska viðskiptaheiminum, sem dugandi
bissnissmaður og harður. Hann ber þetta þó ekki bein-
linis með sér unglegur og strákslegur í útliti,
hreyfingarnar snöggar og augnaráðið kvikt: hann horfir
beint í augu manns, þegar hann talar og hlustar, hvort
sem það segir svo eitthvað um persónuleikann eða ekki.
Jóhann Páll er skilgetið afkvæmi íslenskrar bókaút-
gáfu — hann hefur alist upp innan veggja bókaforlagsins
Iðunnar og fengist við flest sem að bókaútgáfu lýtur. Nú
er hann sestur í forstjórastólinn og Iðunn hefur vaxið ört
undir hans stjórn og útgefnir titlar sem voru áður þrjátíu
og þóttu margir, eru nú orðnir nálægt eitthundraðogþrjá-
tíu.
Hann hefur einnig verið býsna natinn við að leita nýrra
leiða í bókaútgáfu — nú síðast með því að reyna að gefa
út bækur á öðrum tíma árs en um jólaleytið. En lang-
stærstur hluti útgáfunnar er samt enn bundinn við jólin
og þess vegna þótti ekki úr vegi að spjaila við þennan
undradreng íslenskrar bókaútgáfu sem hefur þar að
auki orð á sér fyrir að prútta ekki við höfunda eða
þýðendur, heldur borga þeim sómasamlegt kaup.
Það er því ekki úr vegi að forvitnast um það fyrst hjá
Jóhanni Páli, hvort bókaútgáfa sé jafn gróðavænleg og
raun virðist bera vitni.
„Höfundar áttu helst aö leysa allskonar vandamál tiltekinna þjóöfé-
lagshópa...”
— Jóhann hvaö finnst þér um
gagnrýni bókamanna á ykkur
bókaútgefendur?
„Mér hefur fundist bera á alls-
kyns tilhæfulausri gagnrýni i
garö útgefenda. Þú kannast viö
þaö: aö viö gefum út of fáar góöar
bækur, of margar vondar og svo
framvegis.
Gagnrýni af þessu tagi finnst
mér bera vott um það eitt að
menn þekkja einfaldlega ekki
• nógu vel forsendur fyrir bókaút-
gáfu hér á landi. Þegar kvartað
er til dæmis yfir þvi aö viö gefum
ekki út nógu margar góöar bæk-
ur, þá er alveg horft framhjá
þeirri staöreynd aö viö erum al-
gjörlega háöir lögmáli markaös-
ins.
Styrkir finnast engir
Bókaútgáfufyrirtæki veröa eins
og önnur fyrirtæki aö standa
undir sér fjárhagslega. Viö höfum
enga styrki eða annaö slikt að
hlaupa i”.
— En hvaö gerist þá meö þær
bækur sem seljast litiö sem ekk-
ert? Leikrit og ljóöabækur, til
dæmis?
„Það ánægjulegasta er aö geta
sameinaö góða sölu og gott bók-
menntaverk þvi neita ég ekki. Og
viö gleöjumst mjög þegar aö þaö
fer saman.
Nú, varöandi leikritin og ljóöa-
bækurnar, þá er þaö rétt aö I
langflestum tilvikum eru slikar
bækur borðlagt tap. En — viö get-
um auövitaö ekki horft framhjá
þessum greinum bókmennta og
látið eins og þær séu ekki til”.
— Svona I framhjáhlaupi: Fáiö
þiö mörg handrit frá höfundum
inn á borö til ykkar á ári hverju?
„Við fáum mikiö af frumsömd-
um handritum, þau eru ekki undir
hundraðinu yfir áriö. En vel aö
merkja i sumum tilvikum fáum
viö kannski aöeins hugmynd að
bók eöa kannski örfáar blað-
siöur”.
— Og hvaö er gert viö allan
þennan fjölda?
„t langflestum tilvikum veitum
viö handriti eöa hugmynd viötöku
til frekari skoöunar. En viö höfn-
um meirihlutanum.
Á hverju skal tapa?
Þaö liggja tvær ástæöur til þess
aö viö höfnum handriti eöa hug-
mynd. Stundum er verkið einfald-
lega ekki nógu gott til þess aö þaö
réttlæti útgáfu. Svo er alltaf
nokkuö um handrit sem að okkur
finnst aö ættu aö koma út, en get-
um ekki gert okkur vonir um
miklar sölu i. Þá er okkur á hönd-
um það vandasama verk aö velja,
á hverju við erum tilbúnir til aö
tapa. Við viljum ekki tapa á bók-
um sem skipta litlu sem engu
máli”.
— Og ef viö snúum okkur aftur
aö bókmenntaumræöunni út frá
þvi?
„Þaö er ánægjulegt, aö augu
fólks skuli vera aö opnast fyrir
þvi aö útgáfufyrirtækin veröi aö
bera sig eins og önnur fyrirtæki
og aö nauösynlegt sé aö gefa út
tryggari sölubækur til aö útgáfa
vandaöri ritverka geti orðiö
stóráfallalaus”.
— Er þetta ekki tviskinnungur,
Jóhann? Aö gefa út rusl, sem
sumir nefna, tii aö kosta útgáfur á
bókmenntum?
Óbeit og fordómar
„Nú ertu aö fara út á hálan Is.
Iöunn gefur út spennusögur,
ástarsögur og fleiri slikar bækur,
þaö er alveg rétt. Og meö slikri
útgáfu erum við aö svara
ákveöinni þörf, sem svo sannar-
lega er fyrir hendi. Auðvitaö er
þetta afþreying en varla nokkuö
viö þaö aö athuga. Mér finnst hún
sjálfsögð. óbeit og fordómar
ákveðins hóps i garö slikra bóka,
fara ósegjanlega I taugarnar á
mér.
Viö vöndum ekki síöur til útgáf-
unnar á þessum bókum. Þaö er
mikilvægt aö þýöingar á þessum
bókum séu góðar, vegna þess aö
þær njóta mikillar útbreiöslu og
eru kannski gjarnan lesnar af
fólki sem hefur ekkert alltof góða
málkennd. Þess vegna er mikil-
vægt aö þessar bækur séu á góöu
máli”.
— En er blönduð útgáfa af
þessu tagi mjög æskileg þegar á
allt er litiö?
„Hún er aö minum dómi eina
mögulega leiöin i útgáfumálum
hér á landi.
Markaðurinn er smár
Þú veröur aö athuga aö
markaöurinn getur ekki vegna
smæðar sinnar staöiö undir bóka-
forlagi sem aö sérhæfir sig ein-
göngu i svokölluöum góöbók-
menntum án tillits til fjölda
kaupenda. Tekjurnar veröa aö
koma einhvers staöar aö. Aö min-
um dómi er þaö undirstööuatriöi
aö gefa út bækur aö sem flestra
skapi. Fólksfæöin hér leyfir ekki
mikla sérhæfingu.
Góörabókaútgáfa er kannski
möguleg erlendis þar sem
markaöurinn getur staöið undir
henni, en jafnvel þar gefast menn
upp. Og þegar þess er gætt aö
meðalupplag nýrrar bókar er
kannski eitthvað um 2.000 eintök
og þau mjatlast út á allt aö 10 ár-
um, jafnvel enn lengri tima, þá
séröu að dæmiö getur ekki gengiö
upp nema aö eitthvaö annaö komi
til, sem tryggir ákveöin aura-
ráö”.
— En geta bókasöfn ekki komið
þarna til skjalanna og keypt
ákveöinn fjölda bóka og þannig
tryggt aö útgáfa fari ekki á haus-
inn?
„I Noregi svo ég taki dæmi
kaupa bókasöfn allt aö 1.000 ein-
tök af hverri nýrri norskri bók. Ef
þetta væri raunin hér værum við
komnir langleiöina meö aö borga
útlagðan kostnaö viö útkomu
bókarinnar. Ef slikt fyrirkomulag
yröi tekiö upp hér, þá myndi þaö
þýöa gerbreytta stööu islenskrar
bókaútgáfu.
En eins og þetta er núna, þá er
það algerlega tilviljunum háö
hvernig bókasöfnin hér á landi
kaupa inn. Sum þeirra leggja
áherslu á vinsældir bókarinnar,
önnur taka miö af gæöunum”.
Auglýsingar komnar á
vafasamt stig
— Þú nefndir auglýsingagildiö.
Er ekki séö fyrir nægjanlega
miklu magni auglýsinga þegar
bækur eiga I hlut?
„Jú, það er svo sannarlega
óhætt aö segja aö bókaútgáfan sé
komin á vafasamt og jafnvel
hættulegt stig, þar sem aug-
lýsingarnar eiga I hlut. Þaö er vel
hugsanlegt aö þessi þróun sé farin
að vinna gegn bókaútgáfunni sem
slikri. Ég held aö meö þessari
griöarlegu auglýsingakeyrslu sé-
um við smám saman aö draga
bækurnar niöur á lægra plan”.
— Lægra plan?
„Já, eins og þú veist þá er lang-
stærstur hluti bóksölunnar bund-
inn viö desembermánuö.
80% af almennri bóksölu
Þá fara um 80% af allri al-
mennri bókasölu fram. Astæðan
fyrir þessu er auövitaö sú aö hér
hefur skapast sú hefö aö gefa
bækur til jólagjafa. En þessi
gifurleg sala þennan eina mánuö
hefur haft þaö i för meö sér að út-
gefendur leggja áherslu á aö
koma út sem flestum bókum þá
og auglýsa sem mest. Og til þess
aö sumar bækur hreinlega kafni
ekki i jólaflóöinu, þá er gripiö til
þess ráös aö auglýsa þannig aö
eftir þvi veröi tekið. Þetta er vita-
hringur sem erfitt er aö losna
úr”.
— Hefur það veriö reynt? Hefur
þú reynt aö breyta þessu i þinni
útgáfustefnu?
„Við höfum á undanförnum ár-
um veriö aö reyna aö dreifa út-
gáfunni heldur meir, heldur en
áður hefur veriö og gefum gjarn-
an bækurnar út fyrr að haustinu
heldur en venjulegt var.
Stuðla að dreifðari útgáfu
Ennfremur gaf Iöunn út I vor
sem leið nokkrar bækur, sem
undir venjulegum kringum-
stæöum, heföu komiö út um jóla-
leytiö. Þetta var tilraun af okkar
hálfu beinlinis gerö meö þaö fyrir
augum aö stuöla aö dreiföari út-
gáfu sem myndi væntanlega
draga úr þessu mikla auglýsinga-
magni um jólaleytiö”.
— Og hvernig gekk það?
„Þaö gekk ekki nægilega vel.
Það verður aö hafa i huga aö fleiri
aöilar veröa aö koma til, raunar
allir sem um bækur og bókmennt-
ir fjalla.
Einn gagnrýnandi sagði...
Hiö sorglega var aö bæöi blöö,.
bóksalar og bókagagnrýnendur
brugöust hrapallega og einn
gagnrýnandi sagði viö mig aö þaö
væri miklu betra aö afgreiöa
þetta allt I einni kippu þessa tvo
siöustu mánuöi ársins. Þaö væri
ómögulegt aö vera aö fjalla um
bækur allt áriö um kring. Þetta
lýsir þessu nokkuö vel.
Nú, maöur heföi mátt ætla aö
bóksalar héldu bókunum aöeins
fram fyrst þær voru nýjar af nál-
inni en á þvi var mikill mis-
brestur. I mörgum bókaverslun-
um lentu þær fljótt upp i hillu,
meö kjölinn fram eins og eldri
bækur. Þetta gekk jafnvel svo
langt aö kaupendum sem báðu
um einhverja af þessum bókum
var tilkynnt i ákveðnum bóka-
verslunum aö hún væri uppseld.
Auglýsingar sífellt meiri
og meiri
Þaö gefur auga leiö aö ef fram
heldur, sem horfir, þá verður
auglýsingamennskan sifellt
stærri hluti af bókaútgáfunni.
Eins og nú er þá týnast ákveönar
bækur i jólabókaflóöinu, þær
veröa útundan i umræöunni og
umræöan sjálf veröur yfirborös-
kennd, vegna þess hve flýtirinn er
mikill og færibandaafgreiöslan
látin sitja i fyrirrúmi”.
Þaö er greinilegt aö * Jóhann
Páll er ekki ánægöur meö núver-
andi ástand mála á bóka-
markaðnum. En hann talar ró-
lega og yfirvegað um máliö og er
greinilega tilbúinn i hvaöa slag
sem vera skal ef nauösyn krefur.
Bardagaaöferöirnar eru honum
kannski ekki aö skapi en hann
hefur ekki i hyggju þrátt fyrir þaö
aö gefa sinn hlut i baráttunni.
Bókmenntagagnrýnin
Og ég beini spjallinu inn á
„sakleysislegri” brautir, spyr um
álit hans á bókmenntagagnrýni.
„Mér finnst allt i lagi aö þaö
komi fram”, segir hann eftir
nokkra umhugsun, „aö mér
viröist eins og gagnrýnendur séu
afskaplega háöir tiskusveiflum. A
hverjum tima veröur til einhvers
konar mælikvaröi sem lagöur er á
flestar bækur. Upp á siökastið
hefur þaö helst verið nýrealism-
inn sem hefur átt upp á pallboröið
og þess krafist samkvæmt þess-
um mælikvaröa að höfundar leysi
I bókum sinum, vandamál tiltek-
inna hópa I þjóöfélaginu: ein-
stæöra mæöra, barna, kvenna
yfirleitt og svo framvegis. Þetta
gildir ekki sist um barnabækur.
Þær verða aö hafa aö geyma
lausnir á alls konar vandamálum
og til skammst tima átti ævin-
týriö alls ekki upp á pallboröiö.
Ég verö aö segja eins og er að
mér finnst þessi krafa ganga allt
of langt.
Ævintýrið að koma aftur
Þaö hefur aöeins rofaö til aö
undanförnu. Fantasian viröist
aftur eiga möguleika og ævintýriö
er aftur aö komast i sviösljósiö.
Umræöan er aö komast I raun-
særri stig og þaö er aö losna um
einstrengingsháttinn”.
— Ertu ekki bara sem útgefandi
aö hella úr skálum reiði þinnar
yfir þvi, sem þér finnst vera
ósanngjörn gagnrýni?
„Nei.þaö get ég ekki fallist á.
Umræöan um svokallaö fjöl-
þjóölegt samprent er ágætt dæmi
um þessa umræöu.
Fjölþjóðlegt samprent
„Fjölþjóölegt samprent” hefur
fengið i bókmenntaumræðu af-
skaplega neikvæöa merkingu. Viö
veröum aö gera okkur grein fyrir
þvi aö þaö er afskaplega mis-
jafnt, góöar bækur og vondar.
Það er alveg rétt sem sumir hafa
bent á aö i ákveönum bókum hafa
öll séreinkenni veriö þurrkuö út,
þannig aö þeim mætti beinlinis
dreifa hvar I heimi sem er bara
með þvi aö skipta um lesmál. En
viö getum i rauninni metiö hvaöa
bók sem vera skal á þennan hátt,
án tillits til þess hvernig hún er
prentuö. Fjölþjóölegt samprent
er i rauninni ekkert annaö en þaö
aö nokkrir útgefendur taka sig
saman um aö gefa út ákveöna bók
og prenta hana sameiginlega og
meö þvi móti lækkar útgáfu-
kostnaöurinn. Ég fæ ekki annaö
séö en að þetta sé öllum til hags-
bóta aö bókaveröi sé þannig
haldiö I lágmarki.
Gefur meiri möguleika
Svo er annaö sem vel má hafa i
huga. Fjölþjóölega samprentiö
er ákveöinn tæknilegur möguleiki
sem gerir okkur hér á Islandi
kleift að gefa út vandaöar bækur,
sem viö hefðum ekki meö nokkru
móti ráöið viö aö öörum kosti. Ég
hugsa þvi þegar á allt er litiö, aö
fjölþjóöaprentiö sé tvimælalaust
mikill ávinningur”.
— En svo vilja margir halda þvi
fram, að fjöiþjóðlega samprentiö
hafi þær afleiöingar, aö börn
nenni ekki aö lesa lcngur, en láti
sér nægja aö skoöa myndirnar.
„Nú ertu sjálfsagt aö tala um
teiknimyndasögur. Auövitaö eru
teiknimyndasögurnar misjafnar.
Við veröum aö gera okkur grein
fyrir þvi aö myndin, myndmáliö
skipar mikinn sess i dag.
Teiknimyndasögurnar
engin orsök ólæsis.
Aörir fjölmiölar hafa valdið
byltingu á þessu sviði, og teikni-
myndasaga, fjölþjóölega prentuð
eöa ekki er ákveöiö svar bókaút-
gefenda viö þessari þróun. Þaö
að börn veröi ólæs, held ég hins
vegar aö sé hrein og klár fjar-
stæða og út i hött aö benda á
teiknimyndasögur sem einhvern
sökudólg I þeim efnum. Þaö
marka ég af börnum sem að ég
þekki sjálfur, sem hafa grúft sig
yfir teiknimyndasögurnar og
oröiö fluglæs og siöan tekiö til viö
mun textameiri bækur.
Það má nú reyndar nefna aö ég
sá þaö einhvers staöar aö þaö
væru ekki nema um 5% Banda-
rikjamanna sem keyptu og læsu
bækur að staöaldri. Ég held aö
ástandið sé nú þannig hjá okkur
aö viö þurfum ekki aö hafa veru-
legar áhyggjur”.
Jóhann er þó ekki aö velta
vandanum frá sér meö þessum
oröum: hann bendir á nauösyn
þess aö vel sé hugaö aö öllu þvi,
sem aö bókum og börnum lúti.
Ég er voðalega frekur
Maöur fær þaö enda ósjálfrátt á
tilfinninguna aö hann sé einn
þeirra manna, sem láti býsna fátt
framhjá sér fara og mér segir svo
grunur um aö þaö komi varla
maöur inn fyrir dyr hjá Bókaút-
gáfunni Iðunn án þess aö Jóhann
Páll viti af þvi.
Og ég spyr hann hvort hann sé
einræðisherra i hjarta. Þá brosir
Jóhann.
„Ég er voöalega frekur”,
viðurkennir hann fúslega. „Mér
finnst aö bókaútgáfa sé þess eðlis,
aft þaö sé nauösynlegt aö hafa
puttana i sem flestu sem hana
varðar”.
— Þaö fer þá kannski ekkert
framhjá þér iþeim efnum? Lestu
allt, sem útgáfunni berst af inn-
lendum handritum og bókum til
þýöingar?
„Nei, þaö geri ég ekki enda er
þaö slikur ógnarfjöldi. Við erum
minnst þrir hér á forlaginu sem
lesum flest allar bækur sem til
greina kemur aö gefa út ennfrem-
ur leitum viö út fyrir forlagiö”.
— Ertu góöur atvinnurekandi?
„Þaö vona ég, já. Viö höfum
veriö heppnir meö starfsfólk og
helst vel á þvi þrátt fyrir aö allir
vinni hér undir miklu álagi. Þaö
held ég ab segi sina sögu”.
Að geta gert kröfur
— En peningahliöin, kvartar þú
ekki eins og aörir bókaútgef-
endur.
„Þaö er undirstööuatriöi I öll-
um atvinnurekstri, aö greiða fólki
góö laun fyrir þá vinnu sem þaö
innir af hendi. Aöeins þannig
getur atvinnurekandi gert kröfur
um góð vinnubrögð. Höfundar og
þýðendur hafa alltaf kvartað yfir
eilifum barlómi útgefenda og þvi
hvernig viö þá er prúttaö. Ég hef
reynt aö snúa þessu viö og prútta
frekar um bókagerðarkostnaöinn
en reyni frekar aö hlifa höfundum
og þýöendum viö barlómnum”.
Jólin yfirvofandi
Fyrr en varir er timinn floginn
frá okkur og spjalliö búiö aö taka
of langan tima. Þaö telst vist til
höfuðsynda nú á timum, þegar
timinn er peningar og flýtirinn
fyrir öllu. Og jólin eru svo
sannarlega i nánd innan veggja
Bókaútgáfunnar Iöunnar,- þrátt
fyrir allar viröingarveröar til-
raunir, hefur litiö miöaö i þá átt
aö breyta jólabókaflóöinu I lygn-
an straum áriö um kring.
Um leiö og viö Jóhann kveðj-
umst, ræöum viö aðeins um jóla-
bókaflóöiö alræmda og hann fer
ekki dult meö þá skoðun sina aö
þetta fræga flóö er komiö út I
hreinar öfgar.
„Jólabókaflóöiö og allt sem þvi
fylgir er hreinlega aö æra
þjóöina’* segir hann aö endingu,
og er siöan rokinn burt.
Til aö skipuleggja jólabóka-
fíóöiö.
—jsj