Vísir - 17.10.1981, Blaðsíða 18

Vísir - 17.10.1981, Blaðsíða 18
Laugardagur 17. október 1981 18 Datsun 280 C diesel árgerð 1980 63000 km. — litur hvitur — útva sérflokki Tii sýnis hjá BILASALAN BUK s/f SÍÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVlK SlMI: 86477 Opið i dag til kl. 18 • sunnudag kl. 14-17 Sadofoss lím og þéttiefni Eigum ávallt fyrirliggjandi á lager: Þéttiefni — góiflím — veggiím — flísalím — trélím hobbylím — steinlím. Tréfylli sandsparsl — kittissprautur og frauðlista cft: byggingavörur________ Hringbraut 119 —Símar 10600 og 28600 Smurbrauðstofan BJORNINN Njólsgötu 49 — Simi 15105 E IANDSVIRKJUN Skoðunarferð að Sultartanga Landsvirkjun mun væntanlega láta hefja framkvæmdir við byggingu Sultartangastíflu árið 1982, og mun verkið væntanlega boðið út um áramótin 1981/1982. Landsvirkjun hyggst efna til skoðunarferðar, föstudaginn 23. október 1981 með fulltrúum þeirra verktaka er áhuga hafa á að bjóða í verkið, og eru þeir beðnir að tilkynna þátttöku sina á skrifstofu Landsvirkjunar fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 20.10.1981. Farið verður frá Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68, Reykjavík kl. 08:00 VÍSIR (slensk list í hávegum Nú síðast á listiónaöarsýningu í Danmörku — En hér heima? tslensk leirlist á sýningunni i Fredrikshavn Enn berast fregnir af afrekum íslenskra listamanna á erlendri grund, fimm grafik- listakonur slá i gegn i Noregi og sýning á list- iðnaði i Danmörku vek- ur athygli þarlendis og er þá aðeins það allra n.ýjasta talið. Listiönaöarsýningin sem um ræöir, stendur yfir um þessar mundir i Bangsbo-safninu i Fredrikshavn á Jótlandi. Þar hafa undanfarin átta ár veriö haldnar norrænar listiönaöar- sýningar undir nafninu Pejling. Danirhafa sýnt þrisvar, Noreg- ur og Sviþjóö t visvar hvort land, Finnland einu sinni en tsland ekki fyrr en nú, á niunda ári Pejling-sýninganna. Hefur skapað sér sess Pejling-sýningarnar hafa þegar skapaö sér viröingarsess i heimi norræns listiönaðar og þykir heiður aö hafa átt þar verk. Það mun lengi hafa verið ósk forráöamanna sýningarinn- ar, aö fá i'slenska sýningu en gengið stirölega þangaö til Nor- ræna húsið tók virkan þátt i skipulagi þess með milligöngu sinni núna. Norræna húsið sneri sér til Stefáns Snæbjarnarsonar innanhússarkitekts og hafði hann nokkurs konar yfirumsjón meö framkvæmdum, vali lista- verka og uppsetningu þeirra. Stefán tengdist listiönaöarsýn- ingunni í Hasselby, sem si'ðan var hér á Kjarvalsstöðum i sumar og vakti einróma aödá- un. Sýningin hófst þann 2. október og varir til 8. nóvember en þá verður húnflutttilListasafnsins i Tönder á Suður-Jótlandi. 1 tengslum viö þessa listiðnaðar- sýningu fer einnig fram annars konar kynning á Islandi, m.a. veröur sýnd kvikmynd AgUsts Guðmundssonar, Land og synir. 24 listamenn sýna Listamennirnir sem sýna handverk sitt á þessari sýningu eru 24 og eru gullsmiðirnir Hjördis Gissurardóttir, Jens Guöjónsson, Guöbrandur Jez- orsky, Jón Snorri Sigurðsson, leirlistarfólkið Kolbrún Björg- ólfsdóttir, Jönina Guönadóttir, Jóna Guðvaröardóttir, Elisabet Haraldsdóttir, Steinunn Mar- teinsdóttir, Borghildur óskars- dóttir, Edda óskarsdóttir, Rúna, Gestur Þorgrimsson, Sig- rún Ólöf Einarsdóttir glerlistar- maður og textilhönnuðurnir Guðrún Auðunsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Guðrún Gunn- arsdóttir, Ina Salome Hall- grimsdóttir, Sigriður Jóhanns- dóttir, Leifur Breiðfjörð, Hulda Jósefsdóttir, Ragna Róberts- dóttir, Aðalheiður Skarphéðins- dóttir og Eva Vilhelmsdóttir. Góðar móttökur Eins og getið var i upphafi, hefur þessi sýning vakið athygli ogfengið góðar móttökur i Dan- mörku. Einn gagnrýnendanna lætur þess sérstaklega getið hversu margar konur eiga gripi þarna en tekur þó fram að það eitt út af fyrir sig geri þessa sýningu ekki svo sérstaka held- ur hitt, hversu gæðagóð hún er og fjölbreytt. Þessi gagnrýn- andi getur þess að um sé að ræða nútimaleg listaverk, en nútimaleg á islenska visu, þ.e. listamennirnir sæki hugmyndir sinar til lands og menningar bæði hvað varðar efni og form : ,,í leir, gleri og málmum koma fram form, sem engum dytti i hug að móta, nema að hafa búið ilandi elds og sögumenningar.” Hugleiðing blaða- manns Undirrituð hefur um þó nokk- urt skeið tekið við fréttum af listafólki og listaverkum og er orðin þvi alvön að skoða erlend- ar blaðagreinar, þar sem ekki hvaö sist islenskri myndlist er hrósað i hástert. Þessar blaða- greinar eru fyrir löngu hættar að furða sig á, að þetta „litla landá Norðurslóðum” geti yfir- leitt nokkuð! Þvert á móti eru islenskir myndlistarmenn álitn- ir jafningjar sem skapa verk, er standa fullkomlega jafnfætis annarra þjóða listaverkum. Þetta kann enn að koma is- lenskum blaðalesendum á óvart enda eru blöð öllu latari við að halda þessum merkjum á loftá en t.d. merkjum iþróttamanna eða skákmanna. Mér þykir full ástæða til að benda á þetta ekki sist þessa dagana, þegar and stæðurnar eru svo ljósar sem þæreru, hvað varðar það álit og þá virðingu sem borin er fyrir okkar fólki utan landssteinana annars vegar og svo þá með- höndlan sem það fær hér heima hins vegar af þvi opinbera. I þessu sambandi má vel minnast þess, að islensk listhönnun er sist verri landkynning en bolti i mark knattspyrnuandstæðing- anna. Þess vegna skýtur það skökku við ef satt er, að ástæða þykir til að sækja hönnuði frá útlöndum þegar ljóst er, að jafngott, ef ekki betra fólk, er þegar fyrir hendi hér heima og þess vegna hefði verið ástæða t.d. til að gefa baráttudegi myndlistarmanna sem var á miðvikudaginn var meira rúm i fjölmiðlum en gert var, en sá dagur fór meira og minna fram hjá bæði dagblöðum og Rikisút- varpi. Enginn stuðningur hins opinbera Kjarabaráttumenn myndlist- arfólks hafa verk að vinna, ekki aðeins hvað varðar fjárhags- kjör heldur önnur kjör lfka. Hér erþarft.að benda á, svo dæmi sé tekið, að sú listiðnaðarsýning, sem nú er að auka hróöur okkar i Danmörku, hlaut alls engan styrk frá þviopinbera hér nema hvað Menntamálaráðuneytið sá ástæöu til að kosta för eins manns til að vera viðstaddur opnun sýningarinnar. Að ööru leytier þessi landkynning okkur að kostnaðarlausu. Sömu sögu er að segja um syninguna í Hásselby og raunar flestar aðrar sýningar erlendis, sem tsland hefur tekið þátt í — alls staðar hafa veriö um boð að ræða en ekki hitt, aö stutt hafi verið við bakiö á þeim, sem sýna, af íslenskum stjórnvöld- um. Einhvern veginn finnst manni timi vera til þess kom- inn, aö hér verði snúið blaöi. Ms

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.