Vísir - 17.10.1981, Side 20
20
VÍSIR
Laugardagur 17. október 1981
Sveita
lif
hvad, hvar...?
Háskólabió/ Mánudags-
mynd: Klossatréö
Leikstjóri: Ermanno
Olmi
Itölsk/ gerð árið 1978.
„Tréklossatréö” er nokkurs-
konar lofsöngur um noröur-
-italskt bændafólk, nánar til-
tekiö Ibúa Lombardy-héraös, en
þar er Olmi einmitt fæddur.
Kvikmyndin greinir frá daglegu'
lifi nokkurra bændafjölskyldna
um siöustu aldamót. Bændurnir
eru leiguliöar og veröa aö skila
landeigandanum tveim þriöju
af uppskerunni og lifiö og
fátæktin ganga sinn vanagang.
Batisti bóndi á litinn dreng,
Minek, sem er svo greindur aö
sóknarpresturinn krefst þess aö
hann veröi sendur i skóla. Slikt
var þá fáheyrt meöal bænda.
Ekkjan Runk þvær þvott i ánni
og sér þannig fyrir sex börnum.
Ungt par giftist, fer til Milanó i
eins dags brúökaupsferö en þar
telja nunnur þau á aö taka aö
sér ársgamlan munaöarleys-
ingja. Þegar Minek brýtur
tréklossann sinn heggur faöir
hans tré sem auövitaö er eign
landeigandans og fyrir vikiö er
fjölskyldan gerö brottræk úr
sveitinni og þar meö sett á Guö
og gaddinn.
„Klossatréö” er ákaflega
ljóöræn mynd og Olmi sýnir
glöggt tilfinningar fólksins sem
hann fjallar um. Raunar má
segja aö hér sé á feröinni hljóö-
látt meistaraverk svo smáir eru
viöburöir söguþráöarins. Til
meiriháttar tíöinda teljast
slátrun svins, brúökaupsferöin
stutta og gullpeningsfundur
bónda nokkurs. Bóndinn sem
finnur myntina felur hana undir
hófi hests og þegar peningurinn
kemur ekki i leitirnar þegar
bóndi hyggst vitja hans lemur
hann hestinn og kallar hann
þjóf. Framferöi bóndans við
hestinn minnir raunar á sam-
band hans sjálfs viö landeigand-
ann.
Brottrekstur Batisti og fjöl-
skyldu hans sýnir glöggt hvert
vald landeigenda var og i brúö-
kaupsferöinni til Milanó veröa
ungu hjónin vör viö uppreisnar-
andann þó þau sjái aldrei neitt
sem raunverulega bendir til
uppreisnar. Þannig kemst póli-
tiskur boöskapur myndarinnar
til skila án þess aö hann sé
hrópaöur á torgum.
Olmi notar sjaldan leikara
heldur fólk sem fæst viö sömu
störf og lýst er 1 myndum hans.
Þaö eru því bændur og búalið
sem fara meö hlutverk i
„Klossatrénu”. Þaö á án efa
sinn þátt i þvi hve ákaflega
raunsæisleg myndin er. Þess
má geta aö leikarnir i „Klossa-
trénu” eru allir frá Bergamo,
fæöingarsveit Olmis.
Ermanno Olmi er án nokkurs
efa meöal hæfileikarikustu leik-
stjóra heims. Hann skrifar,
stjórnar, leikstýrir og myndar
sjálfur kvikmyndir sinar. Kvik-
myndaiðnaðinum hefur ekki
tekist aö læsa klónum i Olmi,
hann vinnur sjálfstætt og hefur
þvi oft á tiöum litiö fé handa á
milli. En þó „Klossatréö” hafi
ekki kostaö mikiö, mælt i gulli,
þá hefur Olmi kostaö öllu til sem
listamaöur og myndin veröur aö
teljast meö fágætum perlum I
sögu kvikmyndanna.
—SKJ
....Nýja Biósýnir nú víöfræga
gamanmynd 9 til 5. Myndin
greinir frá ofboö venjulegri
skrifstofuþarsemkarlmaöur er
yfirmaöur og hefur fjölda
kvenna aö undirtyllum. Yfir-
maöurinn er liklega heldur
verri en meöalyfirmaöurinn,
sniögengur konur viö stöðuveit-
ingar þuklar þær og sýnir þeim
litilsviröingu á alla kanta. Skrif-
stofustúlkurnar una ástandinu
afar illa og tilviljanimar haga
því svo a ö þær hafa brátt öll ráö
húsbóndans i hendi sér. Starfs-
stúlkurnar eru leiknar af Jane
Fonda, Lili Tomlin og Dolly
Parton en þaö er sú síðast-
nefnda sem slæri gegn og er oft
ákaflega fyndin. Góö gaman-
mynd.sem ættiaö vera viö allra
smekk..... HáskólabM sýnir
annan hluta af Superman.
Superman stendur enn sem fyrr
istórræöum og nú á hann i höggi
vib þrjá illvirkja sem allir búa
yfir sömu ofurorku og hann
sjálfur. En eins og strákurinn
sagöi: „Superman getur sko
allt” og þaö viröast krakkamir
kunna ab meta, gottef fullorönir
eru ekki sumir á sama báti þeg-
ar Superman er annars vegar....
Cannonball Run er þaö sem
sumir myndu kalla hreinustu
endaleysu en þó brandarar
myndarinnar séu sundurlausir
eru þeir oft á tiöum alveg yfir-
máta spaugilegir.... Gamla Bió
er nú sjötiu óg fimm ára og af-
mælismyndin er Fantasia Walt
Disneys. Fáar teiknimyndir
hafa orðiö frægari eða hlotið
mári vinsældir enda Fantasi'a
ofurhugljúf mynd. Þaö má kall-
Sólveig K.
Jónsdóttir.
skrifar
ast happ ef ein frambæriieg
mynd fyrir börn finnst i kvik-
myndahúsum borgarinnar og
nú þegar sýningum á Hringa-
dróttinssögu hefur veriö hætt er
óhætt aö mæla meö Fantasiu
sem bestu myndinni fyrir þá
sem ungir eru....
Minek kemur heim með brotinn
tréklossa.
í vinnu frá niu til fimm, Jane Fonda, Dolly Parton og Lily Tomlin.
Myndlist
Galleri Djúpiö:
Ivan Török, leikmyndateiknarinn velþekkti, opnar málverkasýningu
i dag kl. 15.00.
Listaskáli ASt:
Þar er yfirlitssýning á myndvefnaði hins ágæta vefara, Asgerðar
Búadóttur. Listaskálinn er opinn daglega frá kl. 14—22.
Norræna húsiö:
í sýningarsal i kjallara stendur yfir sýning tslenskrar grafikur á
verkum sextán grafiklistamanna. A laugardagskvöld kl. 20.30 flytja
þau Snorri Sigfús Birgisson (pianó) og Manuela Wiesler (flauta)
nokkur verk fyrir sýningargesti.
t anddyri er sýning á prjónlesi dönsku listakonunnar Aase Lund
Jensen.
Kjarvalsstaöir:
A laugardag kl. 14.00 opnar i vestursal sýning á franskri grafik, og
meðalhöfunda eru Picasso, Chagall og Miró. Við opnunina leikur Hall-
dór Halldórsson frönsk lög á pianó.
Sama dag opnar i forsölum sýning á verkum nemenda I skóla
Heimilisiönaöarins.
Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 14—22.
Listasafn íslands:
Listasafnið heldur mikia yfirlitssýningu á verkum Kristjáns Daviös-
sonar, listmálara, og spannar sýningin allt málaraskeiö Kristjalis, frá
þvi hann er fimmtán ára gamall og fram á okkar daga.
Nýlistasafniö:
A sunnudagskvöld kl. 20.00 fremur Kristinn Harðarson gerning
(performance).
Galleri Langbrók:
Þar stendur yfir sýning á verkum Langbrókara. Galleriið er opið alla
virka daga milli kl. 12—18.
Torfan:
Ljósmyndir úr sýningum Alþýðuleikhússins hanga þar á vegg,
gestum til bæði fróðleiks og skemmtunar.
Listasafn Einars Jónssonar — Hnitbjörg:
Safnið eropið sunnudaga og miðvikudaga milli kl. 13.30—16.00.
Ásgrimssafn:
Safnið er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga milli kl.
13.30—16.00.
Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar:
Safnið er opið laugardaga, þriðjudaga og fimmtudaga milli kl.
14.00—16.00 alla dagana.
Leiklist
Alþýöuieikhúsið:
STERKARI EN SÚPERMAN — laugardag kl. 15.
STJÖRNLEYSINGINN — laugardag kl. 23.30 — Fáar sýningar eftir.
STERKARI EN SÚPERMAN — sunnudag kl. 15.
Miðasölusimi i Hafnarbiói 1 64 44.
Leikfélag Reykjavikur:
BARN 1GARÐINUM — laugardag kl. 20.30 — Allra siöasta sýning.
SKORNIR SKAMMTAR — laugardag kl. 23.30 i Austurbæjarbiói.
ROMMÍ — laugardag kl. 29.30.
Miöasölusimi I Iðnó 1 66 20 — I Austurbæjarbiói 1 13 84.
Þjóðleikhúsið:
HÓTEL PARADÍS — laugardag kl. 20.00
DANS A RÓSUM — sunnudag kl. 20.00
ÁSTARSAGA ALDARINNAR —sunnudag kl. 20.30á Litla sviðinu.
Miðasölusimi 1 12 00.
Tónlist
Austurbæjarbió:
Pina Carmirelli fiðluleikari og Arni Kristjánsson pianóleikari koma
fram á vegum Tónlistarfélagsins á laugardaginn kl. 14.30.
Norræna húsiö:
Manuela Wiesler og Snorri Snorrason leika á laugardagskvöldi á
sýningunni islensk grafik. Þau leika verk eftir Atla Heimi, Þorkel og
Ravel.
Fóstbræöraheimiliö:
Skemmtikvöld fóstbræðra hefjast á laugardaginn kl. 20.30. Söngur,
grin og gaman. Fjáröflun fyrir Bandarikjaferö.
Fíladelfiukirkjan:
Antonio Corveiras heldur orgeltónleika á laugardag kl. 17. Verk eftir
gamla meistara.