Morgunblaðið - 19.04.2004, Síða 4
FRÉTTIR
4 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Heimsferðir bjóða beint flug til Barcelona alla
fimmtudaga í sumar á hreint frábærum kjörum.
Þú getur valið um flugsæti eingöngu, flug og bíl
á frábærum kjörum eða eitt af okkar vinsælu
hótelum í
hjarta Barcelona. Bókaðu fyrir
1. maí og tryggðu þér bestu
kjörin.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Verð kr. 23.995
Flugsæti m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára,
m.v. 20. maí. Netverð. Sjá bækling
Heimsferða.
Verð kr. 59.990
Vikuferð, flug og gisting með
morgunmat og sköttum, m.v. 2 í herbergi,
Atlantis, 3. júní. Netverð.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
· Flug
· Flug og bíll
· Flug og hótel
Vikulegt flug – alla fimmtudaga í sumar
Barcelona
í sumar
frá kr. 23.995
UM 450 skátar frá öllum löndum
Evrópu sitja nú Evrópuþing skáta í
Laugardalshöll í Reykjavík en
þinginu lýkur á miðvikudag. Þetta er
í annað skipti sem þingið er haldið
hér á landi, síðast var það haldið hér
árið 1974.
Evrópuþing eru haldin á þriggja
ára fresti, og þar eru lagðar línurnar
fyrir skátahreyfinguna í Evrópu fyr-
ir næstu þrjú ár, teknar eru almenn-
ar ákvarðanir sem einstakar skáta-
hreyfingar ákveða svo hvernig þær
vinna úr. Settar eru fram tillögur,
málin eru rædd fram og til baka og
teknar ákvarðanir.
„Það er undir hverju landi komið
hvernig þau vinna úr því. Það fylgja
allir þessari stefnu, en löndin eru
mismunandi og aðstæður í þeim eru
mismunandi,“ segir Halla Helga-
dóttir, aðstoðarskátahöfðingi og for-
maður undirbúningsnefndar.
Evrópuþing skáta eru mjög stór
atburður, og þau lönd sem hafa
áhuga á að halda þingið sækja um
það með þriggja ára fyrirvara, segir
Halla. Þrjú lönd sóttu um að halda
þingið í ár, Ísland, Ísrael og Malta.
Halla segir Ísrael fljótlega hafa
dregist afturúr í kapphlaupinu
vegna ástandsins í landinu, en hörð
samkeppni hafi ríkt milli Möltu og
Íslands um hvort landanna fengi að
halda þingið árið 2004.
Halla segir að íslenskir skátar hafi
viljað halda þingið til að leggja sitt af
mörkum. „Þetta styrkir starfið okk-
ar mjög mikið, bæði hérna heima að
fá umfjöllun og fólk sjái hvað við er-
um að gera, en ekki síður fáum við
alþjóðlega viðurkenningu vegna
þess að við getum þetta þó að við
séum svona fámenn hreyfing.“
Skátum fer fækkandi í Evrópu
Meðal þess sem rætt verður á
þinginu er staða skátahreyfing-
arinnar í Evrópu, en félögum í henni
hefur fækkað jafnt og þétt und-
anfarin ár, segir Thérése Berm-
ingham, formaður Evrópustjórnar
drengjaskáta, WOSM. Hún segir að
hluti af vandamálinu sé að fólk álíti
skátahreyfinguna gamaldags.
„Okkur finnst það að sjálfsögðu
ekki sjálfum en engu að síður er
þetta vandamál. Við höfum margt að
bjóða fólki, sérstaklega þegar kemur
að því að kenna ungu fólki hvernig
samfélagið gengur fyrir sig, hvernig
á að umgangast annað fólk og fleira í
þeim dúr. Við þurfum bara að koma
þessum þáttum á framfæri við ungt
fólk,“ segir Bermingham.
Sheran Oke, formaður Evrópu-
stjórnar kvenskáta, WAGGGS, tek-
ur undir þetta, og segir skátahreyf-
inguna nú vinna að því að finna lausn
á vandamálinu, auðvelt sé að sjá
vandamálið en ekki liggi ljóst fyrir
hvernig hægt sé að leysa það.
Richard Amalvy, starfsmaður
Evrópustjórnar drengjaskáta, segir
skátahreyfinguna gegna mikilvægu
hlutverki við uppeldi ungs fólks, og
að hreyfingin vilji gjarnan gera
meira en hún gerir í dag.
„Hlutverk okkar er að bregðast
við félagslegum þörfum og þrám
ungs fólks, en ekki síður að halda
áfram að styrkja verkefni sem snúa
að friðarmálum og uppbyggingu
friðsamlegs samfélags,“ segir
Amalvy.
Hundruð skáta á Evrópuþingi í Laugardalshöll
Línurnar lagðar fyrir næstu ár
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mikill fjöldi var viðstaddur setningu skátaþingsins í Gvendarbrunnum á laugardag.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Thérése Bermingham, formaður Evrópustjórnar drengjaskáta (t.v.), Guð-
mundur Pálsson, kynningarstjóri þingsins, og Halla Helgadóttir aðstoð-
arskátahöfðingi, höfðu í nógu að snúast meðan á þinginu stóð.
FIMM samtök sem framleiða,
flytja inn, dreifa og selja matvæli
birtu auglýsingu í Morgunblaðinu í
gær þar sem skorað er á stjórn-
völd að taka virðisaukaskatt af
matvælum í einu þrepi og leggja
niður vörugjöld af þeim.
Samtökin eru Samtök iðnaðar-
ins, SVÞ – Samtök verslunar og
þjónustu, Samtök ferðaþjónust-
unnar, Félag íslenskra stórkaup-
manna og Samtök atvinnulífsins.
Þau munu kynna nánar málstað
sinn á sameiginlegum blaðamanna-
fundi í dag og vildu í gær ekkert
tjá sig frekar en fram kom í aug-
lýsingunni, að sögn Andrésar
Magnússonar, framkvæmdastjóra
Félags íslenskra stórkaupmanna.
Samtökin segjast þar styðja
heilshugar áform ríkisstjórnarinn-
ar um að draga úr skattheimtu af
matvælum. Vilja þau um leið vilja
benda á þá leið að setja öll mat-
væli í sama þrep virðisaukaskatts
og fella af þeim vörugjöld sam-
tímis því að ákveðið verði hve mik-
ið lækka eigi núverandi 14% skatt
af flestum tegundum matvæla.
Ekki bera öll matvæli þann skatt
því t.d. ávaxtasafar, kolsýrt vatn,
maltöl, kökur, kakóduft, ídýfur,
gosdrykkir og súkkulaði beri
24,5% vsk.
Mistök að auka misrétti
Jafnframt benda samtökin á að
vörugjöld séu lögð á marga flokka
matvæla, sum séu í hærra þrepi
virðisaukaskattsins en önnur í því
lægra. Vörugjöldin séu varlega
áætluð um 1,5 milljarðar króna og
á þau leggist síðan virðisauka-
skattur, ýmist 14% eða 24,5%.
„Það væru mikil mistök, og
gagnstætt alþjóðlegri þróun, að
auka enn á misrétti í skattlagn-
ingu matvæla með því að nota ekki
tækifærið við fyrirhugaða breyt-
ingu og samræma álagningu virð-
isaukaskatts og afnema vörugjöld.
Þessi leið hefur nýlega verið farin
í Svíþjóð. Þar bera öll matvæli
sama virðisaukaskatt en vörugjöld
hafa verið felld niður,“ segja sam-
tökin í auglýsingunni og skora á
stjórnvöld að hverfa frá tvöföldu
kerfi neysluskatta á matvæli.
Fimm heildarsamtök í þjónustu og
iðnaði skora á ríkisstjórnina
Matvæli beri eitt
skattþrep og vöru-
gjöld verði afnumin
EINAR B. Jónsson, verkfræðingur
hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thor-
oddsen, VST, segir að jafnt eigendur
fasteigna á Suðurlandi sem iðnaðar-
menn eigi að taka tillit til fregna um
væntanlega fleiri stóra jarðskjálfta á
næstu árum og bregðast við á réttan
hátt.
Einar hefur ásamt fleirum hjá VST
metið skemmdir á húsum eftir Suður-
landsskjálftana árið 2000 og verið í
eftirliti fyrir Viðlagatryggingu Ís-
lands. Hann segir að eftir nýja bygg-
ingarreglugerð fyrir nokkrum árum
eigi öll hús, sem síðan hafa verið
byggð, að þola stóra skjálfta mjög vel.
Háhýsin, sem nú sé t.d. verið að reisa
við Skúlagötu í Reykjavík, eigi að þola
skjálfta alveg jafnvel og einbýlishús á
Hellu.
Að sögn Einars hafa flestir brugð-
ist við á réttan hátt eftir skjálftana ár-
ið 2000 og byggt hús eða gert við þau
samkvæmt gildandi reglugerðum. Á
þessu séu þó því miður nokkrar und-
antekningar, líkt og gerist og gengur.
Einar segir mörg hús hafa verið
styrkt sérstaklega, t.d. hafi verið
steypt tíu sentímetra skel utan á hlað-
in hús. Einnig hafi verið endurnýjað-
ar gólfplötur undir timburhúsum sem
voru lítt járnbundnar. Þá hafi þurft að
rífa mörg hús vegna mikilla
skemmda.
Þó að bráðum fjögur ár séu liðin frá
skjálftunum eru enn að koma upp
skemmdir í húsum, sem talið var í
fyrstu að hefðu sloppið. Einar segir
þetta gjarnan uppgötvast þegar hús-
eigendur fara í viðhald að innan sem
utan. Sprungur komi t.d. í ljós þegar
skipta á um gólfefni eða veggklæðn-
ingar.
Húseigend-
ur og iðn-
aðarmenn
bregðist
rétt við
BANDARÍSKA verktakafyrirtækið
Bechtel hefur auglýst lausar til um-
sóknar þrjár yfirmannsstöður, sem
ráða á í meðan fyrirtækið reisir álver
Fjarðaáls (Alcoa) í Reyðarfirði, fram
til ársins 2007.
Eru það stöður almannatengsla-
fulltrúa, starfsmannastjóra og ráð-
gjafa í umhverfis-, öryggis- og heil-
brigðismálum. Umsóknarfrestur er
skammur, eða til 30. apríl, og í aug-
lýsingunum í atvinnublaði Morgun-
blaðsins í gær var tekið sérstaklega
fram að Bechtel legði áherslu á jafn-
rétti kynjanna við mannaráðningar.
Jarðvegsvinna við byggingu ál-
versins hefst upp úr miðju árinu en
reiknað er með að meginfram-
kvæmdir fari í gang sumarið 2005.
Talið er að um 1.500 störf skapist á
byggingartíma álversins.
Bechtel aug-
lýsir yfir-
mannsstöður
♦♦♦
♦♦♦
MANNANAFNANEFND kom ný-
lega saman og kvað upp tíu úrskurði
um ný nöfn og aðlögun þeirra að ís-
lenskri tungu. Samkvæmt úrskurð-
unum féllst nefndin á eiginnöfnin
Díómedes, Himinbjörg, Tindar og
Vígmar en hafnaði beiðnum um Mizt
og Daniel. Töldust þau nöfn hvorki
rituð í samræmi við almennar rit-
reglur né hefðu þau unnið sér hefð í
íslensku.
Þá féllst nefndin á aðlögun fjög-
urra eigin- og eftirnafna, þ.e. að Rose
verði Rós, Maria-Victoría verði María
Victoría, Alexandre verði Alexand-
ersdóttir og George verði Georgsson.
Daniel hafn-
að en Díó-
medes ekki