Morgunblaðið - 19.04.2004, Qupperneq 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 9
www.ropeyoga.com
Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222.
www.feminin.is
Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16.
Mikið úrval
af fatnaði
frá
36-56Str.
Hörkjólar
- hörpils
- hörtoppar
Fyrir vorið
Laugavegi 63, sími 551 4422
Laugavegi 63, sími 551 4422
Sumarkápur,
Vattstungnir
sumarjakkar,
Glæsilegt úrval
Sendum lista út á land
Vor/sumar
2004
Vesti .... 4.360
Toppur ...1.380
Belti .....1.730
Buxur ... 5.230
Skór .... 6.110
UM 60 milljóna króna sportbíll af
gerðinni Porsche Carrera GT kom
til landsins í gær með fraktvél Blá-
fugls. Bíllinn, sem er fluttur inn af
Bílabúð Benna og keyptur af Íslend-
ingi sem hyggst selja hann aftur til
útlanda, er líklega sá verðmætasti
sem til landsins hefur komið. Aðeins
um 350 bílar af þessari tegund eru
framleiddir og mjög eftirsóttir.
Bíllinn er hannaður með það fyrir
augum að vindviðnám sé sem minnst
og stöðugleiki í akstri sem mestur.
Innbyggð vindskeið að aftan rís
sjálfkrafa við 120 km/klst. og þrýstir
afturhlutanum niður til að tryggja
veggrip og stöðugleika. Vélin er í
miðjunni þannig að þyngdarmiðjan
er mitt á milli fram- og afturhjóla.
Vélin er 10 ventla, 612 hestöfl og gír-
kassinn er sex gíra. Undirvagninn er
sömu gerðar og í kappakstursbílum
og hægt er að stilla hann á ýmsa
vegu.
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Porsche-bíllinn dýrmæti við vél Bláfugls á Keflavíkurflugvelli í gær. Hann
verður til sýnis á næstunni í umboðinu hjá Bílabúð Benna.
Dýrmætur Porsche
keyptur til Íslands
LYFJAFRÆÐINGAFÉLAG Ís-
lands (LFÍ) fagnar tillögu heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneytisins
um að lyfseðlar við sárasjúkdómi og
geðdeyfð takmarkist ekki lengur við
30 daga. LFÍ lýsir aftur á móti
áhyggjum sínum vegna tillagna
ráðuneytisins um lækkun á lyfja-
kostnaði og telur þær vera vanhugs-
aðar og að þeir eigi eftir að koma
verst niður á efnalitlum sjúklingum
að því er kemur fram í fréttatilkynn-
ingu LFÍ.
Þá telur LFÍ að þær stangist á við
lög um réttindi sjúklinga og þvingi
fólk í heilbrigðiskerfinu til að taka
upp vinnuaðferðir sem tíðkist í þró-
unarríkjunum.
LFÍ bendir á að í tillögunum um
lækkun álagningar í smásölu sé ekki
tekið tillit til afslátta sem apótek
veita en þeir nemi nú um 500 millj-
ónum á ári. Lækki almenn álagning
sé mjög sennilegt að apótek afnemi
eða lækki afslætti til sjúklinga.
Þá telur LFÍ að tillögur um við-
miðunarverð fyrir lyf með „sam-
bærileg meðferðaráhrif“ í þremur
lyfjaflokkum geti verið varasamar
þar sem sjúklingar bregðist mis-
munandi við lyfjum sem teljist til
sama flokks. Sú staða geti komið upp
að sjúklingur svari illa lyfi sem ódýr-
ast er í tilteknum flokki og hann
þurfi því að greiða mismun á verði
ódýrasta lyfsins og því lyfi sem hent-
ar honum betur.
Lyfjafræðingafélag Íslands
Tillögur heil-
brigðisráðuneytis
vanhugsaðar
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
STJÓRN Landverndar hefur sent frá
sér tilkynningu þar sem tillögu fjár-
málaráðherra um breytingar á gjald-
töku á gas- og dísilolíu er fagnað. Seg-
ir hún skynsamlegt, frá sjónarhóli
umhverfisverndar, að hverfa frá nú-
verandi kerfi kílómetragjalds á minni
ökutæki og miða gjaldtöku í meira
mæli við eldsneytisnotkun eins og
hugmyndir um olíugjald fela í sér.
Í tilkynningunni segir m.a.: „Stjórn
Landverndar telur nauðsynlegt að við
álagningu gjalda á eldsneyti sé tekið
ríkt tillit til umhverfissjónarmiða.
Notkun sparneytnari ökutækja sem
menga minna er til bóta fyrir um-
hverfi og heilsufar og er jafnframt
hagkvæm fyrir samfélagið.
Gjöldin eiga að hvetja til notkunar
á samgöngutækjum sem valda sem
minnstu álagi á umhverfið. Jafnframt
eiga gjöldin að endurspegla raun-
verulegan kostnað við notkun elds-
neytis og áhrif brennslu þess á um-
hverfið. Gjaldið á að beina eftirspurn
að ökutækjum sem nýta eldsneytið
sem best. Tillögur fjármálaráðherra
ganga í þessa átt. Notkun sparneytn-
ari ökutækja sem menga minna er til
bóta fyrir umhverfi og heilsufar.“
Tillaga um
olíugjald spor
í rétta átt