Morgunblaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 13
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 13
HAMAS-samtök herskárra Palestínumanna hót-
uðu í gær grimmilegum hefndum gegn Ísraelum,
en um 200.000 Palestínumenn troðfylltu götur
Gazaborgar meðan á útför Abdel Aziz Rantisis,
leiðtoga Hamas á Gazasvæðinu, stóð. Ísraelar
réðu Rantisi af dögum í flugskeytaárás á bíl hans
úr herþyrlu í Gazaborg í fyrrakvöld.
„Þegar tækifæri gefst munum við svara fyrir
okkur með afdrifaríkum hætti. Það kemur að því,“
sagði Mahmud al-Zahar, einn æðstu talsmanna
Hamas, við syrgjendur. Hamas-liðar höfðu uppi
svipaðar hótanir er Ahmed Yassin, stofnandi og
andlegur leiðtogi samtakanna, var veginn af Ísr-
aelum í síðasta mánuði. Efnda þeirra hótana hefur
þó lítt orðið vart til þessa.
Eftirmaður Rantisis innan Hamas hefur þegar
verið valinn, en vegna ótta um að Ísraelar reyni
einnig að ráða nýja leiðtogann af dögum hafa sam-
tökin tilkynnt að ekki verði gefið upp hver hann sé.
Morðið á Rantisi hefur verið fordæmt víða um
heim að Bandaríkjunum undanskildum, en tals-
menn Bandaríkjastjórnar sögðu í gær að Ísraelar
„ættu rétt á því að verja sig“. Í yfirlýsingu frá
Hvíta húsinu segir að Hamas-samtökin séu
hryðjuverkasamtök og Ísrael hafi rétt til sjálfs-
varnar. Í yfirlýsingunni er Ísraelum þó bent á að
gæta vel að mögulegum afleiðingum gerða sinna.
Hamas-menn áfram skotmörk Ísraela
Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í
gær að „leiðtogar hryðjuverkasamtaka“ yrðu
áfram skotmörk Ísraela. Einn af ráðherrum rík-
isstjórnar Sharons sagði að Khaled Meshaal, yf-
irmaður Hamas í Damaskus, myndi hljóta svipuð
örlög og Rantisi. Ísraelar gerðu í fyrra misheppn-
aða tilraun til að ráða Rantisi af dögum. Í kjölfar
þeirrar árásar gerðu Hamas-samtökin sjálfs-
morðssprengjuárás sem kostaði 16 Ísraela lífið.
Nabil Shaath, utanríkisráðherra palestínsku
heimastjórnarinnar, útilokaði í gær að hægt yrði
eftir þetta að semja um frið við ríkisstjórn Ariels
Sharons. „Það er ekki lengur mögulegt að halda
áfram friðarferli … meðan Sharon situr á valda-
stóli í Ísrael og nýtur stuðnings bandarísku rík-
isstjórnarinnar,“ sagði Shaath í samtali við al-Ja-
zeera-sjónvarpsstöðina í Katar.
Hann sagði að sú stefna Ísraela, að ráða fólk af
dögum, takmarkaði verulega möguleika heima-
stjórnar Palestínumanna, undir forystu Yassers
Arafats, til samningaviðræðna. Hann bætti því við
að Palestínumenn hefðu mikla þolinmæði og
myndu berjast gegn hernámi Ísraela, morðum og
glæpum með öllum tiltækum ráðum.
Arabaríki, ýmis vestræn ríki og alþjóðasamtök
hafa gagnrýnt eða fordæmt morðið á Rantisi. Evr-
ópusambandið er í hópi þeirra sem fordæma vígið.
Haldið í Vegvísinn
Í yfirlýsingu frá ESB er minnt á að aftökur án
dóms og laga standist ekki alþjóðalög og að virðing
fyrir þeim ætti að vera meðal þeirra atriða sem
skildu að lýðræðislega kjörnar ríkisstjórnir og
hryðjuverkahópa. Í yfirlýsingunni segir jafnframt
að ESB telji að Vegvísirinn, fjölþjóðleg áætlun um
frið fyrir botni Miðjarðarhafs, sé enn í gildi.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, sagðist ótt-
ast að vígið myndi leiða til þess að átök Ísraela og
Palestínumanna myndu verða enn hatrammari.
Víg Ísraela á leiðtoga Hamas-samtakanna á Gaza vekur hörð viðbrögð
Óttazt er að átökin
verði enn hatrammari
AP
Palestínumaður hrópar vígorð gegn Ísrael og Bandaríkjunum í mótmælagöngu í írösku höfuðborg-
inni Bagdad í gær, vegna vígs Hamas-leiðtogans Abdel Aziz Rantisi, sem myndin á spjaldinu er af.
Gazaborg. AFP, AP.
IVAN Gasparovic náði um helgina
kjöri til forseta Slóvakíu. Í síðari
umferð forsetakosninga, sem fram
fór í landinu á laugardag, bar Gasp-
arovic sigurorð af hinum umdeilda
fyrrverandi forsætisráðherra lands-
ins, Vladimir Meciar.
Í valdatíð Meciars, sem stóð yfir
megnið af tíunda áratugnum, hafði
Gasparovic verið náinn samherji
hans og forseti slóvakíska þingsins
um skeið. En þeim sinnaðist og
Gasparovic yfirgaf herbúðir Meci-
ars fyrir tveimur árum. Þá voru
þrjú ár liðin frá því þjóðernissinna-
flokkur þeirra, HDZ, missti völdin í
hendur umbótasinnaðri samsteypu-
stjórn, sem nú hefur náð þeim ár-
angri að semja um aðild Slóvakíu
bæði að Atlantshafsbandalaginu og
Evrópusambandinu. Í byrjun apríl
gekk NATO-aðildin í gildi og ESB-
aðildin gerir það 1. maí.
Sigur Gasparovic var öruggur;
hann hlaut 59,9% atkvæða en Meci-
ar tæplega 40,1%. „Á svona miklu
forskoti átti ég ekki von,“ sagði
Gasparovic sjálfur um úrslitin.
Kjörsókn var aðeins 43,5%.
Meciar hafði fengið mest fylgi í
fyrri umferð kosninganna 3. apríl,
en þá féll úr leik Eduard Kukan,
frambjóðandi burðarflokks ríkis-
stjórnarinnar, kristilegs demókrata-
flokks Mikulas Dzurinda forsætis-
ráðherra. Kukan var
utanríkisráðherra í stjórninni og
fékk lítið eitt færri atkvæði en
Gasparovic, sem nú situr óvænt
uppi sem sigurvegari.
Fastlega hafði verið búizt við því
að Meciar myndi fara með sigur af
hólmi í síðari umferðinni, en að sögn
stjórnmálaskýrenda virðast kjós-
endur hafa hlustað á áskoranir
þeirra sem vöruðu við afleiðingum
þess fyrir landið ef Meciar, sem
þrátt fyrir vinsældir sínar heima
fyrir á sér mjög vafasaman orðstír í
augum umheimsins, kæmist í þjóð-
höfðingjaembættið.
„Erlendis nýt ég viðurkenning-
ar,“ voru líka þau orð sem Gasp-
arovic valdi að beina til kjósenda áð-
ur en kjörstaðir voru opnaðir.
Gasparovic tekur formlega við af
Rudolf Schuster, fráfarandi forseta
sem sigraði Meciar í síðustu for-
setakosningum árið 1999, 15. júní
næstkomandi.
Forsetakosningar í Slóvakíu
Óvæntur sig-
ur Gasparovic
Bratislava. AFP, AP.
Ivan Gasparovic Vladimir Meciar
ASHLEY Carpenter, 37 ára
gamall atvinnulaus Breti,
var á föstudag dæmdur í 16
mánaða fangelsi fyrir að
hafa sprengt um 2.000 bíl-
dekk. Hann mun hafa viljað
hefna sín á ökumönnum sem
hann telur oft sýna sér til-
litsleysi.
Talið er að herferð hjól-
reiðamannsins hafi valdið
tjóni er nemi um 250.000
pundum, um 32 milljónum
ísl. króna.
Vildi senda öku-
mönnum skilaboð
„Í desember í fyrra léstu
örvæntingu og reiði yfir því
sem þér fannst vera tillits-
leysi bílstjóra gagnvart þér
sem hjólreiðamanni og gang-
andi vegfaranda ýta þér út í
furðulega herferð sem ekki
á sér fordæmi,“ sagði Steph-
en Lennard, dómari í
Bournemouth í sunnanverðu
Englandi. Hann sagði Carp-
enter hafa viljað „senda öku-
mönnum skilaboð“. Á 10 eða
11 dögum hefði hann
sprengt með brýndu skrúf-
járni alls 1.728 hjólbarða á
548 farartækjum í Bourne-
mouth og grannbænum
Christchurch. „Umfang
tjónsins og fjárhagslegu af-
leiðingarnar eru með ólík-
indum,“ bætti Lennard við.
Verjandi Carpenters segir
skjólstæðing sinn vera „fé-
lagslega heftan“ einfara.
Hjólreiða-
maður
hefnir sín
London. AFP.
RÚSSINN Roman Abramovítsj,
sem búsettur er í Bretlandi, er nú
talinn vera ríkasti maður á Bret-
landseyjum en eignir hans eru
metnar á 7,5 milljarða punda, um
990 milljarða króna. Abramóvítsj,
sem er 37 ára, er talinn vera 6. rík-
asti maður í Evrópu og 22. ríkasti
maður heims, samkvæmt lista sem
Sunday Times tekur saman árlega.
Hertoginn af Westminster verður
nú að láta sér lynda að skipa annað
sæti á listanum yfir ríkustu menn
Bretlandseyja en eignir hans eru
metnar á 5 milljarða punda, um 660
milljarða króna. Kaupsýslumaður-
inn Philip Green, sem keypti versl-
unarkeðjuna Arcadia á sínum tíma
eftir að hafa um tíma verið í sam-
starfi við Baug, er í 4. sæti á listan-
um en eignir hans eru metnar á 3,6
milljarða punda. Þriðji á listanum
er Hans Rausing frá Svíþjóð, sem
telst eiga 4,95 milljarða punda, en
hann á Tetra Pak. Alls hafa eignir
ríkustu manna landsins aukist úr
155,8 milljörðum punda á síðasta
ári í 202,4 milljarða nú eða um 30%.
Milljarðamæringum hefur einnig
fjölgað úr 21 í 30.
Abramóvítjs, sem hefur auð sinn
að mestu af rússneska olíufyrirtæk-
inu Sibneft, hefur að mestu dvalið í
Lundúnum frá því hann keypti
knattspyrnuliðið Chelsea í fyrra.
Reuters
Abramovítsj-hjónin klappa kát á
heimavelli Chelsea í Lundúnum.
Abramovítsj
ríkastur
Sendum til fyrirtækja
í hádeginu • Magnafsláttur
Upplýsingar í síma
552 2028 og 552 2607
www.graennkostur.is