Morgunblaðið - 19.04.2004, Side 14

Morgunblaðið - 19.04.2004, Side 14
Á laugardaginn var lauk þriggja daga æsi- spennandi keppni um Íslandsmeistaratitil kaffibarþjóna 2004, þar sem hellt var upp á nokkur hundruð bolla fyrir sérvalda dómnefnd. Landsliðið, fjórar konur og tveir karlar, var skipað þeim sem lentu í 6 efstu sætunum af þeim 24 sem tóku þátt. Konur voru í meirihluta kepp- enda eða 17, og segir hin norska Tone, sem er lög- giltur kaffidómari, að stór hlutur kvenna í svona keppni sé séríslenkt fyrirbæri, því annars staðar í heiminum þar sem hún fer og dæmir í kaffikeppni séu karlar ævinlega í meirihluta. En þegar úrslit voru kunngerð í Smáralindinni kom í ljós að karl- arnir tveir í nýskipuðu landsliðinu voru efstir og munaði aðeins einu stigi á þeim. Njáll Björgvinsson frá Te og kaffi bar sigur úr býtum og er þetta í fyrsta sinn sem karlmaður hamp- ar Íslandsmeistaratitli kaffibar- þjóna. Hann var að vonum eitt bros og veitti strax góðfúslega viðtal, hamingjukossum hlaðinn og löðr- andi í kampavíni. Njáll er hógvær ungur maður, aðeins 24 ára, og þvertók fyrir að vera í losti yfir hinni nýtilkomnu „frægð“. „Ég er búinn að vera mjög rólegur í allan dag og njóta þess að taka þátt í keppninni, en auðvitað er gaman að vinna. Þetta var jöfn og spennandi keppni og stemningin góð.“ Njáll segist hafa kynnst mjög slæmu kaffi í æsku og það hafi ekki verið fyrr en hann fór í heim- speki í Háskólanum um tvítugt að hann ákvað að byrja að drekka kaffi fyrir alvöru. „Einfaldlega vegna þess að það var ódýrara en að drekka kók. En síðan fór ég að vinna á veitingahúsi með skólanum og þá kynntist ég í fyrsta skipti alvörukaffivélum. Svo þegar ég fór að vinna á Te og kaffi fyrir þremur árum fór ég að fá virki- legan áhuga á þessum eðaldrykk.“ Hráefnið skiptir miklu máli Njáll tók nú í fjórða sinn þátt í þessari keppni og segir ófeiminn að í fyrsta skiptið sem hann var með hafi hann vakið sérstaka athygli fyrir að vera með annars flokks hráefni. „Þá áttaði ég mig á því hvað hráefnið skiptir miklu máli og ég hef lært mikið um kaffi síðan ég byrjaði að vinna hjá Te og kaffi. Undirbúningurinn að þessari keppni hjá mér hefur falist í enda- lausum tilraunum og smökkunum og hefur kostað mig mörg ógleði- kvöld, því maginn tekur ekki enda- laust við kaffi, án þess að gera upp- reisn.“ Njáll leggur mikið upp úr heild- arupplifuninni þegar kaffi er ann- ars vegar, og fyrir utan innihaldið þarf að vanda valið á kaffibollunum, tónlistinni sem spiluð er þegar heit- ur drykkurinn rennur niður í maga, o.s.frv. „Ég spilaði léttan djass með kaffinu sem ég bauð upp á í keppn- inni núna og lagði mig fram um að skapa gott andrúmsloft. Það er líka áríðandi að bera virðingu fyrir ferl- inu, alveg frá því baunin er hand- fjötluð og þar til einhver sýpur á kaffinu. Minn metnaður í kaffigerð er að gera jafn vel fyrir alla, hvort sem það er yfirmaður í dómnefnd eða Jón Jónsson af götunni.“ Njáll segist ekki vera kaffifíkill en hann verði þó að fá sinn kaffi- bolla á hverjum degi og að kaffi sé ómissandi þáttur í lífinu. Mjólkursamsalan er aðalstyrkt- araðili keppninnar og kostar m.a ferð Njáls til Ítalíu í júní, þar sem hann mun taka þátt í heimsmeist- arakeppninni fyrir hönd Íslands. „Ég hlakka mikið til og þar sem við höfum tvisvar lent í öðru sæti þar stefni ég auðvitað á að gera enn betur og sigra,“ segir Njáll að lok- um, en hann stefnir líka að því að klára heimspekinámið næsta vor, svo það er nóg að gera framundan. „Heitt og kalt“ Eðalkaffiuppskrift frá Njáli með sumarlegu ívafi: Blanda skal saman: Tvöfaldur espresso eða sterkt lag- að kaffi (6–8 cl) Heitt súkkulaði (10–12 cl), gert úr súkkulaði með miklu kakómagni, t.d. 70% Nói-Síríus. Appelsínukaffisíróp (má vera með öðru bragði, en appelsínubragðið gefur ferskt sumar-og-sólar-bragð). Ein vanilluískúla ofan á. Þessi drykkur er því heitur fyrst en kólnar svo og heldur samt áfram að vera góður.  KEPPNI|Nýkrýndur Íslandsmeistari kaffibarþjóna Morgunblaðið/Júlíus Vandvirkni: Njáll leggur mikið upp úr góðu handbragði. Íslandsmeistari kaffibarþjóna: Njáll Björgvinsson ásamt Hirti Matt- híasi Skúlasyni frá Kaffitári sem lenti í öðru sæti í keppninni. khk@mbl.is Léttur djass með kaffinu DAGLEGT LÍF 14 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ                                Spurning: Í fréttum og blaðagrein- um er stundum talað um klínískar rannsóknir, t.d. í sambandi við lyf eða aðra meðferð. Stundum er sagt að það vanti klínískar rann- sóknir eða kannski vanti betri klínískar rannsóknir. Mig langar að vita hvað þetta þýðir nákvæm- lega. Svar: Klínik og klínískur er eitt af þessum erlendu orðum sem ekki hefur tekist að þýða á íslensku og þess vegna er erlenda orðið notað. Orðið klínik er dregið af gríska orðinu kline sem þýðir rúm og vís- ar þannig til rúmliggjandi sjúk- linga. Þetta orð hefur marg- víslegar merkingar sem vísa þó oftast til sjúklinga eða umönnunar sjúkra. Orðið klínik getur t.d. þýtt sjúkrastofnun eða einhvers konar vinna með sjúklinga. Þegar er- lendir textar eru þýddir á íslensku er samt oftast hægt að sleppa orð- um eins og klínik eða klínískur án þess að það komi að sök. Í sam- bandi við rannsóknir þýðir orðið klínískur venjulega að viðkomandi rannsókn sé gerð á fólki, sjúku eða heilbrigðu. Við þróun nýrra lyfja er byrjað á rannsóknum í til- raunaglösum, á ræktuðum frum- um, einangruðum líffærum úr dýr- um og lifandi dýrum. Slíkar rannsóknir eru oft kallaðar for- klínískar vegna þess að þær eru gerðar áður en viðkomandi lyf eða efni er gefið mönnum. Ef for- klínískar rannsóknir gefa góða raun er hafist handa við klínískar rannsóknir, fyrst á heilbrigðum sjálfboðaliðum. Klínískar rann- sóknir á lyfjum skiptast í nokkur stig, fyrst er nýtt lyf gefið fáein- um heilbrigðum sjálfboðaliðum, síðan litlum hópum sjúklinga, stórum sjúklingahópum og að lok- um eru gerðar ýmiss konar rann- sóknir á sjúklingum eftir að lyfið er komið á markað. Klínískar meðferðarprófanir (clinical trials) eru rannsóknir þar sem sjúkling- um er slembiraðað (raðað af handahófi) í hópa sem ýmist taka nýja lyfið, eldri lyf eða lyfleysu. Slíkar rannsóknir eru oftast tví- blindar sem þýðir að hvorki sjúk- lingar né þeir læknar sem meta árangur meðferðarinnar vita hvað hver tekur, en þetta er gert til að minnka hættuna á að sérstakar væntingar eða t.d. mikil trú á ágæti nýs lyfs hafi áhrif á nið- urstöður rannsóknarinnar. Rann- sóknir af þessu tagi sem ekki upp- fylla skilyrði um slembiröðun og tvíblindun eru venjulega lítils virði. Allar rannsóknir á sjúkling- um eru í eðli sínu klínískar og til viðbótar við lyfjarannsóknir má nefna sem dæmi samanburð á ár- angri mismunandi skurðaðgerða, samanburð á árangri skurð- aðgerðar og geislunar og leitar að efnum í blóði eða þvagi sem hafa forspárgildi fyrir sjúkdóm eða hjálpa til við sjúkdómsgreiningar. Hugtakið klínískar rannsóknir hefur því mjög víðtæka merkingu og felur í sér allar rannsóknir sem gerðar eru á fólki og tengjast sjúkdómum beint eða óbeint.  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Heilsa. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhanns- sonar: elmag@hotmail.com. Orðið klínik er dregið af gríska orðinu kline sem þýðir rúm og vísar þannig til rúmliggjandi sjúklinga. Hvað eru klínískar rannsóknir?  MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.