Morgunblaðið - 19.04.2004, Page 16
LISTIR
16 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Það er mikið ferðast í ljóðabók Ara
Trausta Guðmundssonar Í leiðinni.
Ljóðin eru flest ferðaljóð, skyndi-
myndir af fólki og
stöðum sem hinn
víðförli vísinda-
maður hefur sótt
heim frá Ekvador
til Norðurheim-
skautsins og oftar
en ekki á jöðrum
hins byggilega
heims. Þó má
skilja hér frá
ljóðabálk um
Múlakaffi sem túlkar kannski fyrst og
fremst alþýðuskap höfundar. Í sum-
um ljóðum er náttúran í fyrirrúmi en í
öðrum fólk og oft fólk við bágar að-
stæður og erfið kjör. Þetta er lagleg-
ur skáldskapur, myndrænn og skáld-
ið hefur auga fyrir því sem fyrir ber í
ferðum hans og þegar best lætur öðl-
ast hinar hversdagslegustu skyndi-
myndir persónulegan blæ og íhugul-
an. Um Café Fromme sem hefur
verið starfrækt í Köln frá 1893 eins og
stendur á snarpheitum kaffibolla,
yrkir Ari svo:
…
Hér sat faðir minn
teiknaði laufléttar Kölnarleikkonur
samdi titrandi ljóð um bláeyga
ástina
í blokkina sína
…
löngu áður en ég fæddist
…
Nú eru hér vel klæddar kaupkonur
með farsíma
á þönum
en
ástin til sölu í næstu búð
við bleik neonljós
…
Ég dreg upp blokk og blýant
…
til hvers?
…
Raunar er ljóðið Ara Trausta hug-
leikið yrkisefni, einkum af hverju
ljóðið lifir. Hann setur fram þá til-
gátu, eins og vísindamanni sæmir, að
það sé lífvera sem þróist líkt og aðrar
lífverur stig af stigi:
…
En líkt og
amöbur, þríbroddar, risaeðlur,
loðfílar, apar, menn
þróast eitt ljóð
af öðru
…
aftur og aftur.
…
Þess vegna lifir ljóðið.
…
Ari Trausti kemst einnig að því að
saman eru orð og fólk ,,görótt blanda“
og hann kallar ljóðlistina ,,andrými
lifandi manns“.
Ari Trausti segir einnig á einum
stað að gagnrýnendur séu ,,fyrirsjá-
anlegir“. Það má segja um þann sem
hér skrifar sem finnst kveðskapur
Ara ósköp ljúfur, góður og vandaður
en ljóð hans eru einnig nokkuð fyr-
irsjáanleg og koma engum á óvart.
BÆKUR
Ljóð
eftir Ara Trausta Guðmundsson. 88 bls.
Vaka-Helgafell 2004
Í LEIÐINNI
Frá Ekvador til
norðurheimskautsins
Skafti Þ. Halldórsson
Ari Trausti
Guðmundsson
Reykhólahreppur
stendur fyrir fjöl-
breyttri menn-
ingardagskrá á
Reykhólum í
Austur-
Barðastrand-
arsýslu á sum-
ardaginn fyrsta,
22. apríl.
Dagskráin
hefst með opnun myndlistarsýn-
ingar kl. 13 í Hjúkrunar- og dval-
arheimilinu Barmahlíð þar sem Guð-
mundur Björgvinsson mynd-
listarmaður mun sýna verk sín.
Kl. 14 hefst síðan dagskrá í
íþróttasal Reykhólaskóla þar sem
Eivör Pálsdóttir söngkona frá Fær-
eyjum og Þórunn Valdimarsdóttir
sagnfræðingur og rithöfundur koma
fram.
Eivör syngur eigin lög og annarra
og Þórunn mun lesa úr verki sem
hún er með í smíðum um Matthías
Jochumsson, en hann fæddist ein-
mitt í Reykhólasveit á 19. öld. Að-
gangur er ókeypis.
Í Hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Barmahlíð hefst kl. 15 sama dag
árlegur Barmahlíðardagur þar sem
seldar verða kaffiveitingar og
sýndar ýmsar hannyrðir sem íbúar
heimilisins hafa unnið.
Sérstakur heiðursgestur verður
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, sem auk
þess að skoða Barmahlíð mun njóta
menningarviðburða sem í boði eru.
Þetta er í annað sinn sem Reyk-
hólahreppur stendur fyrir menning-
aruppákomu á sumardaginn fyrsta,
en sama dag í fyrra lásu tveir rithöf-
undar úr verkum sínum og tveir tón-
listarmenn léku á hljóðfæri.
Áhugasömum má benda á að
Reykhólar eru einungis í 230 km
fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og
er bundið slitlag á veginum nær alla
leiðina. Allir eru hjartanlega vel-
komnir á hátíðina að sögn heima-
manna.
Tónlist, myndlist
og sagnfræði
Eivör Pálsdóttir Þórunn
Valdimarsdóttir
Jón Kristjánsson
Menningardagskrá á Reykhólum
Efnt var til ritþings um bækur
Arnaldar Indriðasonar í Gerðu-
bergi á laugardag og var hvert
sæti skipað og ríflega það, því
sumir urðu að standa ef þeir vildu
ekki verða af umræðunum. Örn-
ólfur Thorsson bókmenntafræð-
ingur stýrði umræðum en spyrlar
ásamt honum voru Katrín Jak-
obsdóttir bókmenntafræðingur og
Kristín Árnadóttir framhaldsskóla-
kennari. Margt fróðlegt kom fram
í umræðum við höfund hinna
geysivinsælu bóka um rannsókn-
arlögreglumanninn Erlend og fé-
laga hans en einnig hafa aðrar
bækur vakið mikla ánægju eins og
Bettý sem út kom fyrir síðustu jól.
Margir voru einnig spenntir að
heyra lesið úr nýjustu bók Arn-
aldar sem væntanleg er á mark-
aðinn í haust.
Að ritþinginu loknu var síðan
opnuð sýning á ýmsum munum
sem tengjast bókum Arnaldar og
gefa skemmtilega mynd af sögu-
sviði þeirra og tíma. Lögreglan í
Reykjavík hefur sett upp morð-
vettvang samkvæmt lýsingu í upp-
hafskafla Mýrarinnar og býður
upp á leiðsögn um sýninguna.
Sýningin um glæpasögur Arn-
aldar Indriðasonar stendur til 9.
maí.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hvert sæti var skipað í salnum í Gerðubergi og þeir síðustu inn urðu að standa.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Arnaldur Indriðason ásamt Katrínu Jakobsdóttur, Kristínu Árnadóttur og
Örnólfi Thorssyni.
Fjölmennt á ritþingi um Arnald
Hjallakirkja í Kópavogi. Tónleikar
þriðjudaginn 20. apríl kl. 20.30.
Flutt verður Messe Solennelle í A
dúr Ópus 12 fyrir kór, einsöngvara,
orgel, hörpu og selló eftir César
Franck. Í þessari messu er m.a. að
finna upphaflegu gerðina af hinni
þekktu mótettu Panis angelicus.
Flytjendur: Kór Hjallakirkju.
Kristín R. Sigurðardóttir sópran,
Gréta Jónsdóttir mezzosópran,
Snorri Wium tenór og Gunnar
Jónsson bassi. Lenka Máteóvá á
orgel, Elísabet Waage á hörpu og
Bryndís Halla Gylfadóttir á selló.
Stjórnandi er Jón Ólafur Sigurðs-
son.
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Á MORGUN
Skáldaspírukvöld
á Jóni forseta
annað kvöld,
þriðjudaginn 20.
apríl, er helgað
smásögum í tilefni
af viku bókarinn-
ar og útkomu
smásagnasafnsins
23. apríl. Eftir-
taldir höfundar
bókarinnar lesa úr verkum sínum:
Ágúst Borgþór Sverrisson, Krist-
rún Helga Gunnarsdóttir, Stefán
Máni, Gerður Kristný, Rúnar Helgi
Vignisson, Sigurbjörg Þrastardóttir,
Einar Örn Gunnarsson, Kristín
Marja Baldursdóttir og Hlín Agn-
arsdóttir.
Lesturinn hefst kl. 20 og eru allir
velkomnir.
Smásagnakvöld
á Jóni forseta
Sigurbjörg
Þrastardóttir
Kristín Marja
Baldursdóttir
Gerður
Kristný
Út er komin bókin Norden och Eur-
opa 1700–1830. Synvinklar på öm-
sesidigt kulturellt inflytande. Rit-
stjóri er Svavar Sigmundsson.
Ritið hefur að geyma greinar sem
byggjast á fyrirlestrum sem haldnir
voru á norrænni ráðstefnu Félags
um átjándu aldar fræði 14.–15. júní
2002. Ráðstefnan var haldin í Odda,
Háskóla Íslands. Haldnir voru þrett-
án fyrirlestrar, þar af átta af Íslend-
ingum en fimm frá öðrum Norð-
urlöndum. Hér eru birtar ellefu
greinar, sjö á ensku, tvær á dönsku
(með útdráttum á ensku) og tvær á
sænsku (með útdráttum á frönsku).
Þetta var fyrsta norræna ráðstefnan
sem félagið efndi til en það hefur nú
starfað í tíu ár. Greinarnar fjalla um
hin ólíkustu svið átjándu aldar fræða
þar sem Upplýsingin er vissulega
áberandi þáttur. Áhrif hennar hafa
verið rannsökuð hér á landi af mikl-
um krafti undanfarinn áratug og hef-
ur árangur þess birst á ráðstefnum
félagsins með ýmsum hætti.
Félagið hefur haldið úti vefritinu
Vefni undanfarin ár þar sem greinar
um átjándu aldar efni hafa birst, og
á heimasíðu félagsins eru birtir út-
drættir úr flestum fyrirlestrum sem
haldnir hafa verið á vegum félags-
ins. Félaginu þótti rétt að freista
þess að færa út kvíarnar og var ráð-
stefnan og ritið Norden och Europa
1700–1830 árangur þess. Ritið er
fyrsta prentaða ritið sem félagið gef-
ur út. Með því eru margvísleg áhrif
Upplýsingarinnar á Íslandi kynnt fyrir
öðrum þjóðum og lesendur geta
fræðst hér um ýmsa þætti í andlegu
lífi átjándu aldar manna á Norð-
urlöndum.
Átjándu aldar fræði eru vaxandi
fræðigrein á Norðurlöndum eins og
víða í heiminum og hér má lesa um
nokkra þætti þeirra frá norrænum
sjónarhóli. Bókin á ekki aðeins er-
indi við þann breiða hóp hér sem
sýnt hefur starfi Félags um átjándu
aldar fræði áhuga á undanförnum ár-
um heldur alla þá sem láta sig sögu
átjándu aldar varða.
Útgefandi er Háskólaútgáfan í
samvinnu við Félag um átjándu aldar
fræði. Bessi Aðalsteinsson annaðist
umbrot en kápu hannaði Kristinn
Gunnarsson. Prentsmiðjan Guten-
berg prentaði. Útgáfan er styrkt af
KB-banka. Verð: 3.900 kr.
18. aldar fræði