Morgunblaðið - 19.04.2004, Qupperneq 17
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 17
STUTTMYNDIN „Bjargvættur“ í
leikstjórn Erlu Skúladóttur gerir
víðreist í heimi kvikmyndahátíða.
Myndin hefur þegar unnið til einna
áhorfendaverðlauna sem besta er-
lenda stuttmyndin á kvikmyndahá-
tíðinni Austin Film Festival í Tex-
as.
Í mars fór Bjargvættur á 4 hátíð-
ir í Bandaríkjunum, 2 í Kaliforníu
(Tiburon International Film Festi-
val og Sonoma Valley Film Festi-
val), eina í Chicago (Women in the
Director’s Chair International Film
Festival) og síðan á Martha’s Vi-
neyard Independent Film Festival.
Að sögn leikstjórans Erlu Skúla-
dóttur verður hún á ferð og flugi
með myndina á næstu vikum. „Við
byrjum á hátíð í New York borg,
First Run Film Festival, og förum
síðan til San Francisco, en San
Francisco International Film Festi-
val er ein sú stærsta á vest-
urströndinni og verður 47. hátíðin
haldin í lok apríl. Á First Look Int-
ernational Film Festival hátíðinni í
Colorado hefur Bjargvættur verið
útnefnd til verðlauna sem besta
leikna stuttmyndin, en hátíðin fer
einnig fram í lok apríl.
Aðrar hátíðir, sem myndin tekur
þátt í og fara fram í maí eru Nash-
ville Film Festival, Syracuse Int-
ernational Film and Video Festival
og Forest Grove International Film
Festival.
Fyrsta evrópska kvikmynda-
hátíðin sem Bjargvættur fer á er
svo Oberhausen International
Short Film Festival í Þýskalandi,
en þar er myndin í samkeppn-
isflokki sem besta barna- og ung-
lingastuttmyndin,“ segir Erla
Skúladóttir.
Morgunblaðið/Arnaldur
Erla Skúladóttir, lengst til vinstri, ásamt íslensku og bandarísku samstarfsfólki sínu við kvikmyndina Bjargvætt.
Bjargvættur á 11 kvikmyndahátíðum
LÚÐRASVEIT Reykjavíkur heldur
tónleika í Borgarleikhúsinu annað
kvöld, þriðjudaginn 20. apríl kl.
20.30. Einleikari með lúðrasveitinni
er rússneski klarinettuleikarinn
Dimitri Þór Ashkenazy sem staddur
er hér á landi og fékkst til að leika
með sveitinni. Hann mun leika ein-
leik í Concerto For Band, verki
bandaríska klarinettuleikarans
Artie Shaw í útsetningu Daniels
Hauschens. Stjórnandi er Lárus
Halldór Grímsson.
Dimitri fæddist í New York 1969,
sonur hjónanna Þórunnar og Vlad-
imirs Ashkenazy. 1978 fluttist hann
með foreldrum sínum sem þá bjuggu
á Íslandi til Sviss, þar sem hann býr
nú. Hann hóf píanónám aðeins 6 ára
en skipt síðan yfir í klarinettuleik og
nam við Conservatory í Lucerne í
Sviss. Síðan þá hefur hann haldið
fjölda tónleika í heimalandi sínu og
utan þess bæði sem einleikari og
með sinfóníuhljómsveitum og
kammersveitum.
Á tónleikunum frumflytur lúðra-
sveitin einnig verkið „Hver tók ost-
inn minn“ eftir ungan meðlim Lúðra-
sveitarinnar, altósaxófónleikarann
Báru Sigurjónsdóttur, sem hefur
einnig útsett verkið og búið undir
hljómsveitarflutning. Bára hefur í
nokkur ár verið einn af einleikurum
Lúðrasveitar Reykjavíkur en þetta
er frumraun hennar í tónsmíð fyrir
blásarasveit.
Lúðrasveit Reykjavíkur
Dimitri Ashkenazy
einleikari á klarinett
Dimitri Ashkenazy leikur einleik
með Lúðrasveit Reykjavíkur.
VÍNARKVÖLD í hádeginu er yf-
irskrift síðustu hádegistónleika
Óperunnar á vormisseri, sem haldn-
ir verða kl. 12.15 á morgun, þriðju-
dag. Hulda Björk Garðarsdóttir
sópran, Snorri Wium tenór, Ólafur
Kjartan Sigurðarson baritón og
Davíð Ólafsson bassi flytja tónlist úr
óperettum, m.a. Leðurblökunni,
Sardasfurstynjunni og Kátu ekkj-
unni. Kurt Kopecky leikur á píanó.
Hádegistónleikarnir standa í um
40 mínútur.
Hulda Björk Garðarsdóttir í Brúð-
kaupi Fígarós.
Vínarkvöld
í hádeginu
„ÉG hefði átt að leggja harðar að
mér við dönskunámið“ er yfirskrift
fyrirlestrar dr. Auðar Hauksdótt-
ur sem hún flytur á vegum Stofn-
unar Vigdísar Finnbogadóttur í
erlendum tungumálum á morgun,
þriðjudaginn 20. apríl, kl. 16 í
stofu 101 í Lögbergi.
Í fyrirlestrinum verður fjallað
um niðurstöður þríþættrar meg-
indlegrar og eigindlegrar rann-
sóknar meðal íslenskra náms-
manna í framhaldsnámi í
Danmörku, sem unnin var á ár-
unum 1999–2003. Greint verður frá
viðhorfum nemenda til dönsku-
kennslu í ís-
lenskum grunn-
og framhalds-
skólum, þörfum
þeirra fyrir
dönskukunnáttu
vegna náms og
dvalar í Dan-
mörku og hvern-
ig þeir sjá sig í
stakk búna að
mæta þeim kröf-
um um dönskukunnáttu sem náms-
dvölin útheimtir. Loks verður rætt
um hugmyndir námsmannanna að
bættri dönskukennslu í ljósi
reynslu þeirra af námsdvöl í Dan-
mörku.
Á ári hverju hefja hundruð ís-
lenskra námsmanna framhaldsnám
í Danmörku og í því sambandi
gegnir dönskukunnátta þeirra lyk-
ilhlutverki. Samkvæmt upplýsing-
um Lánasjóðs íslenskra náms-
manna sóttu um 1500 íslenskir
námsmenn um lán eða styrk á
árinu 2003 vegna náms þar í landi.
Dr. Auður Hauksdóttir er dós-
ent í dönsku við Háskóla Íslands
og forstöðumaður Stofnunar Vig-
dísar Finnbogadóttur í erlendum
tungumálum.
Fyrirlestur um dönskukunnáttu
Auður
Hauksdóttir
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111