Morgunblaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. M enn eru núna að horfast í augu við það að óheftur vöxtur einkabíla- umferðar gengur ekki til lengd- ar,“ sagði þáverandi formaður samgöngunefndar Reykjavíkur, Árni Þór Sigurðsson, í tengslum við samgöngu- viku sem efnt var til á síðasta ári. Síðar í sama viðtali bætti Árni Þór því við að borgarbúar þyrftu að velta því fyrir sér hvort þeir vildu „búa í borg þar sem hver mislæg gatnamótin taki við af öðrum“. Árni Þór virðist þó ekki ætla að bíða eftir svari borgarbúa við þeim vangaveltum, því í síðustu viku kynnti hann nýjasta útspil sitt í baráttunni við þann mikla samgönguvanda sem ríkir í borg- inni. Þessi lausn kallast léttlestir og þær skal nú skoða sem raunverulegan kost til að bæta úr brýnum samgönguvanda í borginni. Árni Þór við- urkennir að kostnaður við léttu lestirnar sé mjög mikill og þær séu víða reknar með miklu tapi, en segir að til móts við það megi vel koma með því að „draga úr fjárfestingum í almenna gatnakerf- inu“ og fresta „framkvæmdum eins og mislægum gatnamótum“ svo eina ferðina enn sé vitnað í fyrrverandi formann samgöngunefndar og for- seta borgarstjórnar. Er hægt að „draga úr fjárfestingum í almenna gatnakerfinu“? Fjárfestingar í almenna gatnakerfinu hafa aldrei verið forgangsverkefni núverandi meiri- hluta í Reykjavík. Allt frá því vinstri meirihlutinn tók við völdum hefur það verið yfirlýst stefna þeirra í samgöngumálum að „sporna gegn óheftri aukningu einkabíla“ svo notuð séu þeirra eigin orð og í samræmi við það hefur umferðar- og samgöngumálum einfaldlega ekki verið sinnt sem skyldi af borgaryfirvöldum. Vegna þess er alls ekki hægt að draga úr fjárfestingum í al- menna gatnakerfinu, eins og Árni Þór hefur nú gert að tillögu sinni. Öðru nær, borgaryfirvöld þurfa að bæta til muna aðstæður og öryggi bíla- umferðar í Reykjavík, enda flestir borgarbúar orðnir langþreyttir á viðvarandi aðgerðaleysi í þessum mikilvæga málaflokki. Er hægt að „fresta framkvæmdum eins og mislægum gatnamótum“? Andstaða R-listans í Reykjavík við mislæg gatnamót ætti engum að koma á óvart, enda var hún eftirminnilega staðfest strax árið 1996 þeg- ar ein mikilvægasta samgöngubótin í borginni, mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og Miklubraut, var tekin út af skipulagi. Aftur voru rökin þau að „sporna gegn óheftri aukningu einkabíla“ líkt og það að minnka ekki þá miklu hættu sem akandi og gangandi umferð er búin á þessum fjölförnu gatnamótum myndi tryggja að fleiri notuðu almenningssamgöngur. Síðan sú ákvörðun var tekin hafa sjálfstæðismenn í borg- arstjórn ítrekað lagt til að hún verði endur- skoðuð og framkvæmdir verði hafnar við um- rædd gatnamót. Sú barátta skilaði því að gatnamótin voru aftur sett inn á skipulag 2000– 2001 en síðan hefur lítið gerst, þar til um mitt síðasta ár þegar R-listinn hélt því fram að ein- ungis stæði á ríkisvaldinu og fjármagni þaðan. Staðhæfing sem að sjálfsögðu var alröng, enda liggur ekki enn fyrir ákvörðun R-listans í málinu og nú hefur Árni Þór komið fram og lagt til að slíkum framkvæmdum við mislæg gatnamót verði enn frestað. Tillaga sem er úr öllu sam- hengi við nauðsyn slíkra framkvæmda, sér- staklega á mótum Miklubrautar og Kringlumýr- arbrautar. Léttlestir eru ekki lausnin Rök vinstri meirihlutans í Reykjavík fyrir því að skoða alvarlega þann kost sem léttlestir geta verið eru einkum þær að slíkur ferðamáti sé Leysa léttlestir va Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur F ramkvæmdastjóri Big Food Group- matvörukeðjunnar í Bretlandi lét hafa eft- ir sér að hann hefði áhyggjur af því að Tesco-keðjan væri orðin of stór á breskum markaði. Stærð hennar væri farin að ógna samkeppnisstöðu annarra matvöruverslana, áhrif ris- ans á birgja og framleiðendur væru of sterk og til lengri tíma litið myndu neytendur tapa á fákeppni. Þetta er athyglisvert – ekki síst í ljósi þess að breskur rekstrarmarkaður telur 27% markaðshlutdeild ógna samkeppnisumhverfinu. Hver skyldi svo staðan vera á Íslandi? Eitt fyrirtæki ræður yfir um 50% mat- vörumarkaðarins! Hafi Bretar áhyggjur – hvað megum við Íslendingar þá segja? Sá stóri gleypir okkur Hvers vegna skyldu menn óttast fáa en sterka á markaði? Því hefur í raun verið svarað ítrekað af ýms- um aðilum á markaði. Bent hefur verið á að fákeppnin leiði til þess að einkaaðilar hafi öruggan og vísan að- gang að peningum almennings. Geti m.ö.o. makað krók- inn í skjóli einokunar sinnar á markaði. Þetta sé nokk- urs konar skattlagning einkaaðila á borgara landsins. Sannarlega höfum við fylgst með grimmum átökum á þessu sviði. Gleymum því ekki að matvara er fólki lífs- nauðsyn. Matur er eitthvað sem allir verða að kaupa. Fyrir um 15 árum voru nokkuð margir aðilar á þessum markaði. Samkeppni þeirra í millum var hörð og kom neytendum til góða. Það er einmitt markmið sam- keppni – að glíman sú leiði til hagstæðs rekstrar og haldi verði í lágmarki án þess að tap verði á rekstrinum. Í dag eru aðeins örfáir keppendur eftir á íslenskum matvörumarkaði. Og einn þeirra drottnar yfir meira en helmingnum. Í þeirri stöðu hefur sá stóri algjört tang- arhald á keppinautum sínum og það sem alvarlegra er, einnig á birgjunum eða framleiðendum. Þekkt er sú að- ferð hinna stóru að bjóða vöru sína til skamms tíma á undirverði og pína þannig hinna minni þar til þeir logn- ast út af eða renna saman við risann. Í kjölfarið getur sá stóri hækkað verð sitt aftur og náð þannig til baka tapinu. Þetta eru þekktar ruðningsaðferðir sem lýkur aðeins með því að einn til tveir aðilar sitja eftir og hreinlega skipta markaðinum á milli sín. Í matvörunni hafa þessir aðilar því kjör og líf fólksins í landinu í hendi sér. Þeir mokgræða enda samkeppnin engin. Því miður virðist slíkt ástand vera að skapast hér á íslenskum matvælamarkaði og jafnvel fleirum. Og hvað er til ráða? Komum á virkri samkeppni Stjórnvöld setja leikreglur. Þeirra er síðan að sjá til þess að leikreglur séu virtar. Markmið þeirra er að halda uppi heilbrigðri og heiðarlegri samkeppni enda á hún að koma neytendum til góða. Í sviptingum síðustu missera hefur komið í ljós að keppendur leiksins hafa farið offari. Má segja að leikurinn hafi borist út fyrir leikvöllinn sjálfan. Fjármálaeftirlitið og Samkeppn- isstofnun hafa vart undan kærumálum. Eitt brýnasta verkefni stjórnmálanna er að koma leiknum aftur í eðli- Fákeppni mun bu Eftir Hjálmar Árnason Verslað í stórmarkaði. Greinarhöfundur segi landinu í hendi sér, enda sé matvara nokkuð AFTÖKUR ÍSRAELSMANNA Opinberar aftökur Ísr-aelsmanna á forystumönn-um svonefndra Hamas-sam- taka þjóna engum tilgangi. Þær vekja viðbjóð hjá fólki um allan heim og valda því, að það er ekki lengur hægt að sjá neinn mun á hryðjuverkasamtökum, sem starfa í hópi Palestínumanna, og opinber- um stjórnvöldum í Ísrael. Morðin eru jafn óhugnanleg á báða vegu. Sú var tíðin, að stjórnvöld í Ísr- ael nutu virðingar og málstaður gyðinga naut samúðar fólks, ekki sízt á Vesturlöndum. Það er því miður liðin tíð. Þeir harðlínumenn, sem stjórnað hafa Ísrael um nokk- urra ára skeið, hafa haldið þannig á málum, að það er erfitt að sjá nokkurn mun á öfgamönnum í Ísr- ael og öfgamönnum í Palestínu. Aftökur Ísraelsmanna á einstak- lingum í forystusveit Palestínu- manna breyta engu um deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs nema ef vera skyldi, að þær drægju úr lík- um á friði. Framan af var hægt að telja sér trú um, að Sharon og hans menn gætu komið á friði vegna þess, að þeir gætu haldið öfgaöflum innan Ísraels í skefjum. Nú er svo komið, að það er engin leið að gera sér vonir um að núver- andi ríkisstjórn í Ísrael semji um frið við Palestínumenn. Innan Ísraels er hins vegar að koma fram á sjónarsviðið ný kyn- slóð innan Verkamannaflokksins, ungt fólk, sem átti mikinn þátt í Oslóarsamkomulaginu á sínum tíma, fólk, sem talar af skynsemi og raunsæi. Ísrael er lýðræðisríki og þar fara reglulega fram lýðræð- islegar kosningar. Vonir manna um frið hljóta að vera bundnar við að þessi nýja kynslóð nái völdum í kosningum og taki upp breytta stefnu. HEIMILISLAUST FÓLK Það er óþolandi blettur á ís-lenzku velferðarþjóðfélagi að um 100 einstaklingar séu heim- ilislausir og sofi úti við eða í yf- irgefnum húsum eða gömlum hreysum eins og Steingerður Ólafsdóttir blaðamaður gerði rækilega grein fyrir í Tímariti Morgunblaðsins í gær. Það er óþolandi blettur á íslenzku vel- ferðarþjóðfélagi, að umræður um þetta vandamál blossi upp á nokk- urra mánaða eða missera fresti án þess að nokkuð sé að gert. Það er hneyksli, að hópur fólks, sem á við geðsýki að stríða, skuli vera á götunni. Það er hneyksli að fólk, sem hefur orðið vímuefnum að bráð, hvort sem um er að ræða áfengi eða önnur eiturlyf, skuli vera á götunni. Það er ekki hægt að una við það, að hin opinberu kerfi kasti þessu vandamáli á milli sín án þess að nokkur lausn fáist. Það er Reykja- víkurborg til skammar, að borg- aryfirvöld skuli ekki fyrir löngu hafa gripið til bráðabirgðaráðstaf- ana til þess að tryggja þessu fólki húsaskjól á meðan leitað er var- anlegri lausna á vandamálum þess. Fyrir allmörgum árum vakti það hneykslan um allan heim, þegar í ljós kom, að geðsjúkt fólk hafði verið rekið út af sjúkrahúsum í stórborgum í Bandaríkjunum og hafðist við á götunum. Sami veru- leiki blasir nú við hér án þess, að fólk geri sér grein fyrir að það sama er að gerast fyrir augunum á okkur og við hneyksluðumst á í fari Bandaríkjamanna fyrir nokkr- um árum. Stjórnvöld með borgarstjórann í Reykjavík og heilbrigðisráðherr- ann í broddi fylkingar eiga nú að leysa þennan vanda strax til bráðabirgða. Það er nóg til af hús- um og það er nóg til af peningum til þess að tryggja þessu fólki húsaskjól. Þegar sú bráðabirgða- lausn er komin til framkvæmda getur opinbera kerfið á Íslandi tekið sér einhvern tíma til að finna varanlegri lausn. Við Íslendingar getum ekki ver- ið þekktir fyrir að láta þetta ástand standa deginum lengur. SÖGULEGUR SAMNINGUR Það er vissulega rétt, sem for-ráðamenn Orkuveitu Reykja- víkur og Hitaveitu Suðurnesja hafa sagt, að samningur þeirra við Norðurál er sögulegur. Þessar tvær orkuveitur hafa tekið höndum saman um að tryggja raforku til stækkunar Norðuráls. Þetta er í fyrsta sinn frá stofnun Landsvirkj- unar að önnur orkufyrirtæki koma að samningum sem þessum. Þessi þróun er til marks um að orkugeirinn í íslenzku atvinnulífi er að styrkjast mjög, breikka og dýpka. Nú er ekki lengur bara einn aðili, sem hefur bolmagn til þess að gera slíka orkusölusamninga. Sú staðreynd segir mikla sögu. Jafnframt er ljóst að þær virkj- anaframkvæmdir, sem ráðizt verð- ur í á vegum þessara tveggja orku- fyrirtækja, svo og stækkun Norðuráls, munu hleypa nýjum krafti í atvinnulífið hér á suðvest- urhorninu. Fyrir fjórum áratugum var lagt upp með að skjóta fleiri stoðum undir íslenzkt atvinnulíf, sem þá byggðist nær allt á útgerð og fisk- vinnslu, með stofnun Landsvirkj- unar, byggingu Búrfellsvirkjunar og með samningum um álverið í Straumsvík. Nú fer ekki á milli mála, að nýr kapítuli er að hefjast í þessari sögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.