Morgunblaðið - 19.04.2004, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 21
betri en strætisvagnar og geti þannig aukið hlut
almenningssamgangna og unnið gegn „einkabíl-
ismanum“. Í þessum hugmyndum R-listans felst
því ákveðin uppgjöf gagnvart því kerfi almenn-
ingssamgangna sem við notum nú, enda hefur
stöðug barátta borgaryfirvalda gegn einkabíln-
um engu skilað öðru en því að aðstæður bíla-
umferðar versna stöðugt.
Samgönguáherslur vinstri meirihlutans eru
því hvorki til góðs fyrir þá sem kjósa að nota
einkabílinn né almenningssamgöngur. Engu að
síður virðast borgaryfirvöld ætla að halda áfram
á þessari röngu braut og nú með léttlestum sem
ganga skulu milli ákveðinna staða í borginni ut-
an hins hefðbundna vegakerfis. Kostnaður við
lagningu fyrir slíkar lestir eru 500 til 1.000 millj-
ónir króna á hvern kílómetra og þessa viðbót við
það kerfi almenningssamgangna sem við þekkj-
um skal greiða með því að draga enn úr og fresta
framkvæmdum við almenna gatnakerfið.
Ég hef efasemdir um það hversu raunhæfar
slíkar lausnir eru, enda held ég að þeir sem nota
strætisvagna í dag muni áfram kjósa þá fremur,
þar sem þeir munu alltaf aka víðar og fara nær
fleiri viðkomustöðum en lestir geta gert. Að auki
dreg ég í efa að borgarbúar séu tilbúnir að
leggja út í slíkt lestakerfi á kostnað afar brýnna
úrbóta og framkvæmda í samgöngu- og umferð-
armálum borgarinnar. Léttar lestir Árna Þórs
og félaga hans í R-listanum leysa því ekki um-
ræddan vanda, hvorki fyrir þá sem nota einka-
bílinn né almenningssamgöngur. Óskandi væri
hins vegar að borgaryfirvöld færu að einbeita
sér að raunverulegum lausnum í samræmi við
veruleikann sem við blasir og tryggja þannig
nauðsynlegar úrbætur og öryggi fyrir bílaum-
ferð, hvort sem þar er um að ræða einkabíla eða
almenningssamgöngur.
andann?
Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
’Óskandi væri að borgaryf-irvöld færu að einbeita sér að
raunverulegum lausnum í
samræmi við veruleikann
sem við blasir og tryggja
þannig nauðsynlegar úrbætur
og öryggi fyrir bílaumferð.‘
Morgunblaðið/Ómar
Sporvagnar eru áberandi í götumynd Gautaborgar. Greinarhöfundur telur léttlesta- eða sporvagnakerfi ekki lausn á samgönguvanda Reykvíkinga.
Þ
að rann á hann æði. Hann
hótaði mér að sprauta
mig og skipaði mér að
hætta að öskra. Aðal-
atriðið var að kúga mig.
Hann skipaði mér að sjúga. Þetta
var viðbjóðslegt.“
„Hann tók mig kverkataki, sló
mig og þrýsti mér niður á þröskuld-
inn og sagði í sífellu „ég skal nauðga
þér“; þetta var svo mikið hatur.
Hann vildi fyrst og fremst svívirða
aðra manneskju.“
Þetta eru lýsingar kvenna sem var
nauðgað og birtust í bók Sigrúnar
Júlíusdóttur, Hremmingar. Í lang-
flestum tilvikum nauðgana er það
karl sem kemur fram við konu af
slíku hatri og virðingarleysi. Þetta
er staðreynd sem við karlar þurfum
að horfast í augu við, að það eru kyn-
bræður okkar sem nauðga og sá með
því fræjum ótta og tortryggni sem
eitra samskipti kynjanna.
Um leið má þó hafa hugfast að
fæstir karlmenn nauðga nokkurn
tímann og í þeirri staðreynd eygjum
við von. Föstudaginn 23. apríl mun
Karlahópur Femínistafélags Íslands
standa fyrir átakinu Karlmenn segja
NEI við nauðgunum og er takmark
okkar að ná til sem flestra karla og
fá þá til að staldra við og velta fyrir
sér hvað þeir geti gert til að koma í
veg fyrir nauðganir. Bara það að
taka málið til umræðu í vinahópnum
getur haft mikið að segja, því þegar
hlutirnir eru hugsaðir til enda er
ekki hægt að réttlæta þennan of-
beldisverknað.
Það má ekki gleymast að nauðgun
er kynbundið ofbeldi. Það er stað-
reynd sem margir eiga erfitt með að
horfast í augu við. Fyrir skemmstu
urðu t.d. heitar umræður á einu fjöl-
sóttasta vefumræðukerfi landsins
vegna ritgerðar Guðrúnar M. Guð-
mundsdóttur. Í ritgerðinni beinir
hún sjónum sínum að ofbeldismönn-
unum sjálfum. Það var þó ekki rann-
sóknin sjálf sem þótti eftirtekt-
arverð, heldur var það titillinn, Af
hverju nauðga karlar?, sem stuðaði.
Nokkrir tóku titil ritgerðarinnar
nærri sér og töluðu um að í
honum fælist karlhatur og
að þetta væri ofstæki, við-
bjóður og hatursáróður af
verstu gerð.
Við þurfum að komast yfir
þennan þröskuld í um-
ræðunni og beina sjónum
okkar að ofbeldismönnunum
en ekki aðeins að fórn-
arlömbunum. Við verðum að geta
rætt þessi mál af alvöru og horfst í
augu við þá staðreynd að fyrst og
fremst eru það karlar sem nauðga,
án þess líta á það sem árás á okkur
alla. Upphafsskref í því ferli er að
taka þetta til umræðu í okkar vina-
hópum og átta okkur á því að nauðg-
un er undir öllum kringumstæðum
óviðunandi glæpur sem markar
fórnarlambið út ævina. Að því loknu
þurfum við að takast á við hinar
ýmsu goðsagnir sem tengjast nauðg-
unum eins og að konur kalli yfir sig
nauðganir á einhvern hátt, t.a.m.
með klæðaburði, áfengisdrykkju eða
hátterni. Því miður er slíku of oft
haldið fram. Með slíkum goðsögnum
gerum við fátt annað en að réttlæta
ofbeldið og gerum lítið úr körlum og
konum um leið. Segjum einfaldlega
NEI við nauðgunum.
Karlmenn
segja NEI við
nauðgunum
Eftir Arnar Gíslason og Gísla Hrafn Atlason
Höfundar eru í karlahópi Femínista-
félags Íslands.
’Er takmark okkar að ná tilsem flestra karla og fá þá
til að staldra við og velta
fyrir sér hvað þeir geti gert
til að koma í veg fyrir
nauðganir.‘
legt horf. Þurfi Samkeppnisstofnun meira fjármagn til
að taka á málum ber henni að fá það fé. Þurfi laga-
breytingar ber að koma þeim á. Á vegum við-
skiptaráðherra er unnið að úttekt á þeirri spurningu
hvort hér sé orðin fákeppni á neytendamarkaði. Lík-
lega skynja allir hver niðurstaða þeirrar úttektar
verður. Ef Bretar óttast 27% risa á markaði hljótum
við að vera skelfingu lostin yfir 50% trölli sem ræður
daglegu lífi okkar og kjörum. Við hljótum að skoða
hvort ekki sé ástæða til að endurskoða samkeppnislög
með það í huga að enginn megi verði stærri en 20–25%
á markaði. Þannig fáum við virka samkeppni. Þannig
fáum við fleiri aðila til að keppa um hylli neytenda sem
aftur njóta góðs af í vöruverði til lengdar.
Samvinnufélögin endurvakin?
Í Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð, Írlandi og
fleiri ríkjum hafa samvinnufélög dafnað að und-
anförnu og starfa þar þúsundum saman. Hér á landi
hafa menn vart þorað að nefna slíkt rekstrarform eftir
að Sambandið leið undir lok. Ekki skulu raktar hér
ástæður fyrir falli Sambandsins aðrar en þær að menn
hugsanlega sofnuðu á verðinum. En það þýðir þó ekki
að samvinnuformið sé úrelt. Reynsla grannríkja okkar
sýnir að svo er ekki. Hafa ber í huga að samvinnu-
félagaformið hefur það meginmarkmið að skapa fólk-
inu góð lífsskilyrði með lágu vöruverði. Í hinni miklu
gróðabylgju, sem hér hefur átt sér stað að und-
anförnu, spyrja menn í vaxandi mæli hvort ekki sé
tímabært að hleypa nýju lífi í samvinnufélögin. Grund-
vallarmunur á þeim og einkafélögum er sá að sam-
vinnufélögin skila hagnaði sínum til fólksins er þau
þjóna. Í raun með svipuðum hætti og sparisjóðirnir
eiga að gera samkvæmt stofnskrá. Ég trúi því að al-
menningur vilji sjá hér a.m.k. þann möguleika að sam-
vinnufélög starfi í samkeppni við einkafélög. Varpað
hefur verið fram þeirri athyglisverðu hugmynd að
samvinnufélög taki að sér rekstur ýmissa þátta í vel-
ferðarkerfinu, auk matvöru o.s.frv. Er þar kominn val-
kostur til hliðar við einkaframkvæmd og ríkisrekstur.
Hlutverkið er að veita góða þjónustu, á sanngjörnu
verði og láta svo hagnað renna í einhverju formi aftur
til samfélagsins.
Grundvallarskilyrði þessa er að leikreglur séu skýr-
ar þannig að samkeppnin nái að njóta sín. Þróun síð-
ustu ára bendir til þess að við séum að missa frjáls-
ræðið úr höndum okkar og yfir í hættulega fákeppni á
mörgum sviðum. Við því verður að bregðast.
uga okkur
’Þurfi Samkeppnisstofnunmeira fjármagn til að taka á mál-
um ber henni að fá það fé. Þurfi
lagabreytingar ber að koma þeim
á.‘
Höfundur er alþingismaður Framsóknarflokksins.
Ljósmynd/Scanpix
ir að stórir aðilar á matvörumarkaði hafi líf og kjör fólksins í
sem allir þurfi að kaupa.