Morgunblaðið - 19.04.2004, Side 22

Morgunblaðið - 19.04.2004, Side 22
MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður MargrétVilhjálmsdóttir fæddist í Norðfirði 25. maí 1910. Hún lést í Seljahlíð 8. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Vil- hjálmur Benedikts- son, f. 19.2. 1877, d. 26.3. 1960, og Helga Jónsdóttir. f. 17.1. 1882, d. 25.4. 1952. Árið 1935 giftist Sigríður Guðm. Karli Þorfinnssyni, kaup- manni frá Selfossi, f. 15.9. 1903, d. 7.12. 1982. Hann var sonur hjónanna Þorfinns Jónssonar, f. 10.6. 1867, d. 10.3. 1935, og Guðlaugar Ein- arsdóttur, f. 31.8. 1873, d. 22.3. 1912. Börn Sigríðar og Karls voru: 1) Helga, f. 22.5. 1936, d. 3.1. 1978, gift Loga Guðbrandssyni, þeirra börn: a) Karl f. 28.6. 1962, kvænt- ur Jóhönnu Magnúsdóttur, þeirra börn: i) Helga ii) Erla iii) Berg- þóra. b) Hrafn, f. 8.3. 1967. c) Ás- hildur, f. 30.6. 1972, gift Sune Ras- tad Bahn, þeirra börn: i) Diljá ii) Magnús Logi iii) Katla og d) Sig- rún Birna 6.3. 1974, í sambúð með Eddy Giagnorio. 2) Þorfinnur Vil- hjálmur, f. 24.8. 1941, d. 26.7. 1990 I. kona Þorfinns, Helga Björg Yngvadóttir, þau skildu, þeirra börn: a) Yngvi Páll, f. 2.1. 1964, skilinn, hans börn: i) Þórdís Björg ii) Dagur Ingi. b) Sigríður Margrét, f. 16.8. 1967, gift Elíasi Bjarna Guð- mundssyni, þeirra börn: i) Helga Guðný ii) Vilhjálmur Grétar iii) Ingólfur Bjarni. II. kona Þorfinns, Ester Jakobsdóttir, þau skildu, sonur þeirra Aron Njáll, f. 15.7. 1973, í sambúð með Ástu Sif Gísla- dóttur. i) stúlka Aronsdóttir. III. kona Þorfinns, Margrét Rader, þau skildu, þeirra sonur Kristinn Máni, f. 20.9. 1982. 3) Gunnlaugur, f. 26.9. 1946, d. 23.1. 2004, hans kona Ásdís Ámundadóttir, þau skildu, þeirra sonur Guðmundur Reynir, f. 24.1. 1975. i) Jón Jör- undur. Seinni kona Gunnlaugs Ell- en Birgisdóttir, þeirra dóttir Ellen Alexandra, f. 15.10. 1989. Sigríður varð gagnfræðingur frá MA 1928 en vann og bjó í Norð- firði fram yfir tvítugt. Eftir það var hún húsfreyja í Reykjavík, lengst af í Hlunnavogi 4. Útför Sigríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elskuleg amma mín Sigríður Mar- grét Vilhjálmsdóttir er látin 93 ára að aldri. Hún var fædd og uppalin í Norðfirði þar sem faðir hennar var Vilhjálmur Benediktsson frá Mjóa- firði og móðir hennar Helga Jónsdótt- ir frá Gauksstöðum í Garði. Amma átti góða æsku með foreldrum sínum í Norðfirði, þar sem faðir hennar var verslunarstjóri og móðir hennar hús- freyja. Amma gekk í grunnskóla í Norð- firði og var góður námsmaður. Síðan fór hún til Akureyrar og varð gagn- fræðingur frá Menntaskóla Akureyr- ar 1928. Eftir það bauð Ingi T. Lár- usson henni stöðu við símstöðina í Norðfirði og tók hún því svo hún gæti verið sem næst foreldrum sínum. Með ömmu og Inga T. var góður vin- skapur og orti hann um hana þetta kvæði. Verði æviárin þín, elsku litla Sigga mín, alltaf heil en aldrei hálf, alveg eins og þú ert sjálf. Verði æviárin þín, elsku litla Sigga mín, björt og hlý sem brosið þitt, búið er nú kvæðið mitt. Föðurforeldrar ömmu, Benedikt Sveinsson og kona hans, Margrét Hjálmarsdóttir, bjuggu á Borgareyri í Mjóafirði og fór amma oft þangað, enda stutt að fara á bát frá Norðfirði yfir til Mjóafjarðar. Hin síðari ár var það draumur ömmu að fara til Norð- fjarðar og sigla til Mjóafjarðar eins og hún hafði gert í æsku. Hún átti marg- ar minningar frá æskustöðvum sínum og sagði mér frá mörgu því sem gerð- ist í gamla daga. Amma og afi Karl kynntust í Norð- firði 1935. Þau eignuðust þrjú börn: Helgu, Þorfinn Vilhjálm og Gunn- laug. Afi var mikill ævintýramaður og hafði ferðast víða. Árið 1949 fluttu þau til Grimsby og bjuggu þar í tvö ár. Eftir að þau komu heim frá Bret- landi byggðu þau sér hús í Hlunna- vogi 4 í Reykajvík. Það var ævintýri að koma heim til ömmu og afa í Hlunnavogi 4. Húsið var mjög stórt og fallegt og gaman að leika sér þar. Það var hægt að fara í parís á eldhús- gólfinu, renna sér á útsaumuðu renni- brautinni hennar ömmu, skoða flotta gosbrunninn í stofunni, fara í feluleiki og leika sér á háaloftinu, en háaloftið var heimur út af fyrir sig með öllu sínu gamla dóti. Það var oft glatt á hjalla hjá ömmu og afa. Þau voru mik- ið spilafólk og var alltaf verið að spila brids. Bróðir afa var Einar Þorfinns- son, landsfrægur bridsmaður, þannig að heimilislífið mótaðist mjög mikið af þessari spilamennsku. Hin síðari ár kynntist amma líka mikilli sorg. Árið 1978 missti hún dóttur sína Helgu, afa 1982, pabba 1990 og að lokum nú bara fyrir tveim mánuðum mátti hún ganga í gegnum það að missa Gunnlaug. Amma bar harm sinn í hljóði og kveinkaði sér ekki. Aldrei sá ég hana gráta þótt hún gengi í gegnum þetta. Hún var glæsi- leg kona sem tekið var eftir hvert sem hún fór. Hún var geind og gaman að spjalla við hana. Hún var einnig mjög listræn, bæði teiknaði, málaði og bjó til listaverk úr leir. Það var gott að fá að kynnast ömmu, en það gerði ég aðallega eftir að ég flutti aftur til Reykjavíkur. Upp frá því fór ég reglulega til hennar og kynntist henni vel. Hún hafði frá mörgu að segja og við urðum nánari með hverju árinu. Hvíl þú friði elsku amma mín. Þín nafna Sigríður Margrét Þorfinnsdóttir. Nú er frost á fróni, frýs í æðum blóð, enda frostaveturinn mikli 1918. Átta ára stúlka býr með föður sínum og föðurbróður á Norðfirði sem er einangraður vegna spænsku veikinn- ar. Enginn má koma í þorpið, ekki einu sinni bátur með aðföng, engin áhætta er tekin. Þessi óhugnanlega inflúensa er í hámarki á landinu kalda og eirir engum, jafnt börn sem full- orðnir verða henni að bráð. Kveður kuldaljóð. Faðir tekur stúlkuna í göngutúr á morgnana til að fá í hana hita. Föðurbróðir kemur einn morg- uninn í svefnherbergi stúlkunnar, vefur hana í sængina og heldur á henni niður í eldhúsið sem er eina upphitaða herbergið í húsinu. Á leið- inni niður stoppa þau við hitamæli sem sýnir 18 gráða frost. Kári í jöt- unmóð. Næstu daga og vikur sofa þau saman í flatsæng í eldhúsinu. Áttatíu árum síðar rifjaði Sigríður Vilhjálmsdóttir þennan eftirminni- lega vetur upp og sagði svo eftir stutta þögn: „Veistu, ég minnist þess samt ekki að mér hafi verið kalt!“ Ég hitti Sigríði í fyrsta skipti þegar ég kom með barnabarni hennar, Yngva, í heimsókn í tilefni áttatíu ára afmælis hennar. Ég man að mér fannst hún ekki vera neitt sérstaklega gömul enda var hún ennþá í fullu fjöri, fór með strætó, saumaði í, spilaði brids, hitti vinkonur og reykti Salem lights. Ég var reyndar hissa á því að hún skyldi reykja en síðar komst ég að því að hún hafði byrjað á því um sjötugt, henni hafði nefnilega leiðst. Vilhjálmur, faðir Sigríðar, var frá Mjóafirði en foreldrar hans áttu glæsilegt norskt hús, Borgareyri, sem stendur ennþá. Sigríður var mik- ið í Mjóafirði hjá ömmu sinni og afa og átti góðar minningar þaðan. Móður- fólkið hennar var hins vegar frá Gauksstöðum í Görðum og framan af hafði hún lítið af því að segja. Sem ung kona fór hún utan í húsmæðra- skóla til að búa sig undir lífsstarfið og á 25 ára afmælisdaginn kynntist hún Karli Þorfinnssyni sem varð síðan eiginmaður hennar. Þau eignuðust þrjú börn en Sigríður lifði þau öll. Sigríður var myndarleg kona og settleg. Hún var ætíð huggulega til fara og yfir henni var reisn. Það er sú mynd sem ég geymi í huga mér af langömmu barna minna. Sigríður Vil- hjálmsdóttir hefur nú hlotið lang- þráða hvíld. Eyrún Ingadóttir. Kær frænka, Sigríður Vilhjálms- dóttir, hefur kvatt þennan heim í hárri elli. Sorgin knýr dyra, jafnvel þó vitað sé að hún væri hvíldinni fegin. Það er söknuður vegna þess sem liðið er og kemur aldrei aftur. Minningarnar hrannast upp. Allt frá æskuárum leit ég upp til þessarar frænku sökum glæsileika í útliti og framkomu, þetta var heimskona. Síð- ar átti ég eftir að kynnast mannkost- um hennar og hinu fölskvalausa hreinlyndi. Heimili hennar stóð alltaf opið hinum ýmsu skyldmennum utan af landi sem leið áttu í bæinn og hún var einnig sú sem hélt sambandi við ættmenni okkar í Danmörku og það- an komu þau hvert af öðru til þess að kynnast föðurlandinu í norðri. Faðir Sigríðar, Vilhjálmur föðurbróðir minn, bjó hjá fjölskyldunni í mörg ár eftir lát konu sinnar og ég var svo lán- söm að vera ein af þeim skyldmönn- um sem heimilið var opnað fyrir og bjó ég á glæsilegu heimili hennar og manns hennar, Karls Þorfinnssonar, sumarlangt þegar ég var unglingur. Tókst þá með okkur væntumþykja sem allar götur síðan óx og dafnaði. Sigríður og Karl voru glæsileg hjón og höfðu efni til þess að lifa lífinu með glæsileika. Þau ferðuðust mikið og óvenjulega mikið til útlanda á þeim árum sem slíkt var ekki algengt hér á landi og bjuggu þau í Bretlandi um tveggja ára skeið með öll börnin í lok fimmta áratugarins. Brennandi spila- áhugi einkenndi heimilislífið og var spilað bridge oft í viku hverri. Þegar aldraður föðurbróðir okkar beggja, Friðjón, sem bjó austur í Mjóafirði, kom í sínar árvissu heimsóknir og bjó á heimilinu í nokkrar vikur í senn var mikið spilað, sennilega á hverju kvöldi. Tjáði Friðjón mér að þessar heimsóknir í Hlunnavoginn yngdu sig upp, en hann kom árlega í þessar heimsóknir fram yfir nírætt og var ávallt velkominn. Þegar hann lést, í SIGRÍÐUR MARGRÉT VILHJÁLMSDÓTTIR ✝ Jóna KristínÁmundadóttir fæddist í Bolungavík 16. maí 1923. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 8. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Ámundi Halldórsson og Kristbjörg Jóns- dóttir. Systkini henn- ar: Ámundi Halldórs, 1916-1970. Jórunn Helga, f. 1920, maki Bjarni Hermann Finnbogason. Upp- eldisbróðir Jónu er Hafsteinn Sigurjónsson, f. 1940. Hinn 22. desember 1949 giftist Jóna Gunnari Ásgeiri Hjaltasyni listmálara og gullsmiði, 1920-1999. Foreldrar hans voru Hjalti Gunn- arsson og Ásta Ásgeirsdóttir. Jóna og Gunnar bjuggu flest sín hjú- skaparár á Hverfisgötu 30 í Hafn- arfirði og eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Hjalti, f. 9.9. 1949, póst- maður í Hafnarfirði. 2) Ámundi, f. 1973. Barn þeirra: Kristjana Björg, f. 2001. Hilda Elisabeth, f. 1975, maki Björgvin Ólafsson, f. 1975. Börn þeirra: Guttormur Unnar, f. 1995 og Helga Rós, f. 1997. Rósa Matthildur, f. 1979, sambýlismaður Viðar Örn Guðnason, f. 1977. Barn þeirra: Guðni Grétar, f. 1999. Sölvi, f. 1990. 5) Ásgeir, f. 12.12. 1956, bifvélavirki í Reykjavík, maki Sól- veig Gunnarsdóttir f, 1960, leik- skólastjóri. Börn þeirra: Helga, f. 1979, sambýlismaður Birgir Örn Björnsson, f. 1976. Barn þeirra: Gunnar Björn, f. 1998. Ásta, f. 1981. Barn hennar: Sólveig Halla Herminio, f. 2003. Ingimar, f. 1986. Hjalti, f. 1989. Jóna ólst upp í Bolungavík til 12 ára aldurs en fluttist þá til Reykja- víkur. 1952 flutti hún til Hafnar- fjarðar og bjó þar alla tíð. Hún stundaði ýmsar íþróttir með KR, einkum handbolta. Jóna var lengst af húsmóðir í Hafnarfirði en vann frá 1968–1993 á Hótel Loftleiðum við framreiðslustörf. Hún var í fé- lagi Rotary-kvenna, félagi KR- kvenna og Hraunprýði, slysa- varnafélagi kvenna. Útför Jónu Kristínar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 7.10. 1950, vélvirki á Siglufirði, maki Anna K. Sæmundsdóttir, f. 1948, húsmóðir. Börn þeirra: Sæmundur Gunnar, f. 1974, sam- býliskona Alfa Sar- tori, f. 1980. Jóna Kristín, f. 1975. Dóttir Önnu er Sigríður Jó- hannsdóttir, f. 1969. 3) Sigurjón f. 13.4. 1952, skrifstofumaður í Reykjavík, maki Helga Vilhjálmsdóttir, f. 1956, sjúkraþjálfari. Synir þeirra: Vil- hjálmur Þór, f. 1974, Gunnar Ás- geir, f. 1975, maki Vigdís Þóris- dóttir, f. 1975. Synir hans: Daði Már, f. 1997 og Daníel Breki, f. 2000. Barn Vigdísar er Sigrún Am- ina Wone, f. 1997. Stefán, f. 1983. 4) Kristbjörg, f. 23.8. 1953, leikskóla- kennari, maki Guttormur Páll Sölvason, f. 1952, vélvirki. Börn þeirra: Jóna Kristín, f. 1975, sam- býlismaður Þór Sigurðsson, f. Elsku amma. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Þegar við komum til þín á spítalann í síðustu viku gerðu við okkur ekki grein fyrir því að þetta væri í síðasta sinn sem við sæjum þig. En þótt þú sért horfin frá okkur eigum við ennþá minningarnar um þig og afa á Hverf- isgötunni þar sem við systurnar eydd- um mörgum stundum þegar við vor- um litlar. Við eigum margar góðar minningar um ömmu og afa í Hafnó. Alltaf þegar við komum til þeirra byrjaði amma á því að bjóða upp á heimabökuðu kleinurnar sínar, sem voru bestu kleinur í heimi. Amma passaði alltaf upp á að eiga nóg af þeim enda voru þær uppáhald allra barnabarnanna. Amma og afi áttu mörg barnabörn og þegar við vorum öll samankomin á Hverfisgötunni gat orðið ansi mikið fjör í húsinu. Amma hafði nú bara gaman af látunum í okkur enda hafði hún alið upp mörg börn sjálf og var ýmsu vön. Þegar við systurnar vorum í pössun hjá ömmu fórum við oft í göngutúra með henni og það var eins og hún þekkti hvern einasta mann í bænum, hún heilsaði öllum og spjall- aði oft dálítið. Amma var mjög góð kona og var alltaf boðin og búin að hjálpa þeim sem minna máttu sín. Hún var vön að hugsa um aðra og því var það henni mjög erfitt þegar hún veiktist og lenti í hjólastól og þurfti að láta aðra hugsa um sig. Eftir að amma flutti á Hrafn- istu kom afi daglega til hennar og eyddi lunganum úr deginum með henni. Hún og afi voru alltaf mjög samrýmd og amma missti mikið þeg- ar afi dó. Amma hafði alltaf gaman af því að fá fólk í heimsókn, sérstaklega lang- ömmubörnin sín. Gunnar Björn vissi hvar amma geymdi nammiskálina og kyssti hana einn koss áður en hann fékk sér úr skálinni. Hann fékk líka oft að standa á stólnum hjá ömmu þegar við fórum í rúnt um gangana á Hrafnistu. Amma hafði alltaf mikinn áhuga á því sem við vorum að gera, spurði hvernig gengi í skólanum og vildi hjálpa okkur eftir fremsta megni. Við munum sakna þín, elsku amma, og sakna þess að keyra suður í Hafn- arfjörðinn að heimsækja þig. Núna ertu komin til afa og vonandi líður þér vel. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Helga og Ásta. Elskuleg amma okkar verður borin til grafar í dag og viljum við minnast hennar með nokkrum orðum. Það eru margar minningar sem koma upp í huga okkar þegar við hugsum til hennar. Það var alltaf svo spennandi þegar amma og afi komu í heimsókn til okkar á Melaveginn, en þau voru alltaf með stóra nammipoka með sér frá útlöndum. En það var ekki bara handa okkur þremur heldur handa öllum í götunni, því það mátti ekki skilja neinn eftir útundan, enda var hún „Jóna amma“ þeirra líka. Amma og afi voru mikið útivistar- fólk og voru þau dugleg að fara með okkur á skíði, bæði í Bláfjöll og svo einnig Kerlingafjöll, en þá var öll stórfjölskyldan með, og var þá amma duglegust að vera með yngstu börnin í barnalyftunni. Eftir að við fluttum í Hafnarfjörðinn hittum við ömmu og afa miklu oftar og fórum við þá að kynnast þeim betur. Amma var mjög ákveðin en samt svo ljúf, og vildi hún öllum vel. Það var skemmtilegt að sjá hvernig hún var við pabba en hann var eini tengdasonur hennar og hélt hún mikið upp á hann. Ef hann svo mikið sem ræskti sig þá var hún rokin til að ná í eitthvað gott fyrir hálsinn. Amma kom oft í heimsókn til okkar og reyndi hún alltaf að sjá til þess að við héldum herbergjum okkar hrein- um – líka undir rúmunum! Hún vildi alltaf hafa hreint og fínt í kringum sig, og þegar hún gat ekki lengur séð um það sjálf að þrífa Hverfisgötuna þá vildi hún frekar fá hjálp frá okkur heldur en að fá einhverja húshjálp. Fyrir átta árum fengum við þá leið- inlegu frétt að amma þyrfti að fara í stóra aðgerð, en eftir hana varð lífið hjá henni erfitt. Hún gat aldrei sætt sig við hjólastólinn og alla þá hjálp sem hún þurfti að þiggja frá öðrum. Hún talaði oft um það hvað henni þætti leiðinlegt að geta ekki hjálpað öðrum eins og hún var vön að gera og að geta ekki leikið við langömmu- börnin sín. Það var mjög erfitt að horfa upp á þessa athafnakonu, sem var alltaf á ferðinni, allt í einu fasta í hjólastól og geta ekki bjargað sér sjálf. Hún var mjög heppin að hafa Gunnar afa, en hann fór alltaf tvisvar á dag að heimsækja hana á Hrafnistu, svo fékk hún auðvitað reglulega heim- sókn líka frá börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Amma saknaði afa alveg afskap- lega mikið eftir að hann lést og talaði hún oft um það að hún vildi vera hjá honum. Síðustu dagar ömmu voru mjög erfiðir og skiptumst við á að halda í höndina á henni. Amma fékk svo ósk sína uppfyllta en sú ósk var að JÓNA KRISTÍN ÁMUNDADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.