Morgunblaðið - 19.04.2004, Page 24
MINNINGAR
24 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Gróa Axelsdóttirfæddist í Sand-
gerði 21. október
1924. Hún lést á gjör-
gæsludeild Landspít-
alans föstudaginn
langa 9. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
Gróu voru Axel Jóns-
son kaupmaður í
Sandgerði, f. 29. 7.
1893 á Akranesi, d.
12.7. 1961 í Sand-
gerði, og Þorbjörg
Ágústa Einarsdóttir
húsmóðir í Sand-
gerði, f. 5.8. 1896 í
Gerðakoti, Miðneshr., Gull., d. 11.7.
1960 í bílslysi í Hrútafirði. Alsystkin
Gróu eru: Einar, f. 14.6. 1922, d.
10.2. 1966, Jón, f. 14.6. 1922, d. 19.8.
2003, og Soffía, f. 19.8. 1923. Hálf-
systir Gróu, sammæðra, er Frið-
rikka Pálsdóttir, f. 8.3. 1918, d. 20.6.
1996.
Dóttir Gróu og Nurmanns Birgis
Jónssonar er Þorbjörg Ágústa, f.
16.2. 1949 á Borg í Sandgerði. Þor-
björg Ágústa var gift Gunnari Erni
Gunnarssyni og eru börn þeirra: a.
Vilhjálmur Jón, f. 8.11 1965, maki
Svanfríður Sigurlín Sturludóttir,
börn þeirra eru: Alexander Dan, f.
28.7 1988, og Sunna Guðríður, f.
30.12. 1994. b. Gunnar Guðsteinn, f.
Drífu Kristjánsdóttur er Sara
Jasmin, f. 27.6. 2001. 2) Ásmundur
Guðberg Vilhjálmsson, f. 4.2. 1954 á
Borg í Sandgerði, maki Ragnheiður
Björnsdóttir, sonur þeirra er Vil-
hjálmur, f. 20.2. 1985. Dóttir Ragn-
heiðar og stjúpdóttir Ásmundar er
Ragnheiður Bogadóttir, f. 22.1.
1977. 3) Axel Arndal Vilhjálmsson,
f. 2.6. 1959 í Keflavík, maki Krist-
björg Guðlaug Ólafsdóttir, börn
þeirra eru: a. Gróa, f. 1.8 1977, maki
Auðunn Pálsson, börn þeirra eru
Alexandra Ýr, f. 31.1. 1996, og Axel
Ingi, f. 15.8. 2000. b. Óli Garðar, f.
9.11. 1981. c. Vilhjálmur Arndal, f.
6.1. 1984. d. Ingunn Sif, f. 9.3. 1992.
Gróa var við nám í húsmæðra-
skólanum á Ísafirði veturinn 1943–
44. Eftir að námi lauk starfaði hún
m.a. sem þjónustustúlka í Reykja-
vík hjá Stefáni Helga Bjarnasyni,
þáverandi forstjóra Nýjabíós, og
konu hans Þóreyju Sigríði Þórðar-
dóttur. Gróa var húsmóðir í Sand-
gerði frá 1949 til 1961. Eftir andlát
Vilhjálms eiginmanns síns fluttist
hún til Keflavíkur og hóf störf á
Keflavíkurflugvelli, fyrst hjá amer-
íska hernum við ræstingar og síðar
hjá Íslenskum aðalverktökum, sem
starfsstúlka í eldhúsi og svo aðal-
ráðskona. Starfaði hún þar óslitið
frá 1965 til 1993 að undanskildum
árunum 1973–76 er hún vann sem
ráðskona á Héraðsskólanum á
Laugarvatni og Elliheimilinu Hlé-
vangi í Keflavík.
Útför Gróu verður gerð frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
12.10. 1968, maki Haf-
dís Sigurjónsdóttir,
börn þeirra eru: Gunn-
ar Örn, f. 19.5. 1991,
Þorvaldur Óskar, f.
8.10. 1992, og Þórður
Tindur, f. 16.11. 1996.
c. Rósalind María, f.
4.4. 1972, maki Ágúst
Erling Gíslason, börn
þeirra eru: Gabríel
Dan, f. 19.3. 2001, og
óskírt sveinbarn, f.
16.3. 2004. Að auki á
Þorbjörg Ágústa með
Haraldi Ásgeiri Gísla-
syni soninn Einar Þór,
f. 15.11. 1984.
Gróa giftist 16. júní 1951 Vil-
hjálmi Ásmundssyni, vélstjóra frá
Kverná í Grundarfirði, f. 20.5. 1926,
en hann fórst með vélbátnum Rafn-
keli GK-510 úti fyrir Reykjanesi 4.1.
1960. Börn Gróu og Vilhjálms eru:
1) Sigríður Vilhjálmsdóttir, f. 1.9.
1951 á Borg í Sandgerði, maki Már
Sigurðsson, börn þeirra eru: a. Má-
bil Gróa, f. 9.1.1970, maki Jón Örv-
ar Baldvinsson. Dóttir hennar og
Helga Árnasonar er Sigríður Alma,
f. 8.12. 1996. Fósturbörn eru Unnur
Helgadóttir, f. 7.4. 1988, og Alex
Baldvin Jónsson, f. 28.11. 1994. b.
Vilhjálmur, f. 17.8. 1972. c. Sigurð-
ur Ívar, f. 13.3. 1976, dóttir hans og
Ástkær móðir mín, Gróa Axels-
dóttir, lést á Landspítalanum að
morgni föstudagsins langa. Mamma
var dóttir Axels Jónssonar kaup-
manns í Sandgerði og Þorbjargar
Ágústu Einarsdóttur húsmóður. Ax-
el, sem ættaður var af Akranesi,
fluttist til Sandgerðis um 1910.
Starfaði hann fyrst sem verkstjóri
hjá Haraldi Böðvarssyni útgerðar-
manni, en setti síðar á fót eigin
verslun, sem hann rak um árabil
undir heitinu Axelsbúð.
Axel afi minn efnaðist sæmilega á
atvinnu sinni. Til sannindamerkis
um það reisti hann mikið og stórt
hús í útjaðri Sandgerðis og hlaut
það nafnið Borg. Þar ólst móðir mín
upp við alsnægtir svo að segja á
þeirrar tíðar mælikvarða. Heimilið
var mannmargt, því auk systkin-
anna ólu afi og amma upp tvö fóst-
urbörn, Gerðu dóttur Frissu, systur
mömmu, og Axel, son Jóns, bróður
hennar, svo ekki sé minnst á þá fjöl-
mörgu kostgangara sem þar dvöldu
um lengri eða skemmri tíma.
Mamma var einstaklega fríð kona.
Hún var meðalmanneskja á hæð og
samsvaraði sér vel, hárið var rauð-
birkið og þykkt, augun örlítið perlu-
löguð eins og hún hefði einhverju að
leyna, kinnbeinin ákveðin og varirn-
ar þykkar. Hún lagði rækt við sig,
fór í lagningu að minnsta kosti einu
sinni í viku og var alltaf með vel
lakkaðar neglur. Það gustaði af
henni hvar sem hún fór.
Árið 1950 kynnist móðir mín föð-
ur mínum, Vilhjálmi, ungum og
myndarlegum sjómanni frá Kverná
í Grundarfirði. Fella þau fljótlega
hugi saman og stofna heimili.
Mamma og pabbi bjuggu fyrst í
kjallaranum á Borg hjá afa og
ömmu, þar sem við systkinin fædd-
umst. Faðir minn var mjög ábyggi-
legur maður, einstaklega fastur fyr-
ir og heiðarlegur. Þá fór orð af
honum fyrir dugnað og atorkusemi.
Árið 1957 ræðst hann í að byggja
tveggja hæða íbúðarhús í Suðurgötu
6 í Sandgerði.
Gróuhús, eins og húsið sem pabbi
byggði er gjarnan nefnt meðal eldri
Sandgerðinga, var fullklárað vorið
1959, rétt áður en Axel bróðir fædd-
ist. Í kjölfarið fluttum við inn og
framtíðin brosti við okkur. En ein-
mitt þegar hamingja mömmu var
sem mest dundi ógæfan yfir. Pabbi
var vélstjóri á Rafnkeli GK-510, ný-
smíðuðu stálskipi frá Austur-Þýska-
landi. Að morgni 4. janúar 1960
sekkur báturinn rétt undan Reykja-
nesi og áhöfnin, alls sex menn allir í
blóma lífsins, ferst. Þetta var skelfi-
legt áfall fyrir lítið byggðarlag eins
og Sandgerði. Svo að ekki sé talað
um fjölskyldurnar, eiginkonurnar
og börnin, sem misstu fyrirvinnu
sína.
Í mömmu tilviki var áfallið þó tvö-
falt. Því einmitt í þann mund er hún
var að rétta úr kútnum eftir fráfall
pabba lendir móðir hennar, sem að
öðrum ólöstuðum var kjölfestan í lífi
mömmu, og Gerða uppeldissystir
hennar, í alvarlegu bílslysi og deyja.
Ég var sex ára er þessir atburðir
gerðust og man ennþá angistarópin
í mömmu, er hún fékk fréttirnar af
slysinu, eins og þeir hefðu gerst í
gær.
Á þessum árum nutu sjómenn
takmarkaðrar tryggingaverndar.
Þegar áföll eins og þessi urðu, varð
því jafnvel stundum að sundra fjöl-
skyldum, koma börnum tímabundið
í fóstur hjá vinum og vandamönn-
um. Vegna dugnaðar pabba og
atorkusemi átti mamma hús sitt
nánast skuldlaust. Þurfti hún því
ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Arf-
ur eftir foreldra hennar hjálpaði líka
til að brúa brýnustu neysluþörfina.
Mamma var heimavinnandi er
pabbi fórst. Þótt hún væri tiltölu-
lega vel sett fjárhagslega var aug-
ljóst að hún gæti ekki verið það
mjög lengi. Í Sandgerði var ekki
auðugt um atvinnu fyrir konur með
ungbörn á þessum árum. Úr ráði
varð því að mamma seldi hús sitt og
flutti til Keflavíkur. Í því sambandi
skipti mestu máli, að þar var systir
hennar, Soffa, búsett. Bjuggum við
fyrst í Smáratúni 26 og svo á Hóla-
braut 16.
Mamma fékk fljótlega vinnu,
fyrst hjá ameríska hernum við ræst-
ingar og svo hjá Íslenskum aðal-
verktökum við eldhússtörf. Árin liðu
ótrúlega fljótt. Við börnin uxum úr
grasi, fluttum af heiman. Eftir áföll-
in var mamma eðlilega svolítið
óstyrk, jafnvel kjarklaus. Svo efldist
hún, varð ákveðnari. Í kjölfarið óx
starfsábyrgðin, hún varð ráðskona
með um þúsund manns í mat á dag.
Mamma var alla tíð mjög vel liðin af
samstarfsmönnum sínum svo ekki
sé minnst á þá fjölmörgu sem borð-
uðu hjá henni dag hvern. Enn í dag
hittir maður jafnvel menn sem
minnast eldamennsku hennar með
söknuði.
Árið 1993 lét mamma af störfum
fyrir aldurssakir. Í þakklætisskyni
fyrir vel unnin störf greiddu Ís-
lenskir aðalverktakar henni þó
áfram laun í eitt ár. Eftir að form-
legri starfsævi lauk dvaldi mamma
mikið hjá dætrum sínum, þeim Sig-
ríði og Þorbjörgu. Undi hún hag sín-
um tiltölulega vel, stolt af börnum
og barnabörnum sínum.
Mamma var alla tíð tiltölulega
heilsuhraust. Í byrjun árs 2002 fékk
hún hins vegar blóðtappa í heila og
eftir það minnkaði þrekið svolítið.
Lyfin, sem hún þurfti að taka,
fóru auk þess afar illa í hana. Smám
saman ágerðist þrekleysið og hún
hætti að geta hugsað um sig sjálf. Í
framhaldi ákvað mamma því að
selja íbúð sína og flytjast á elliheim-
ilið Hlévang í Keflavík. Þetta voru
mikil viðbrigði fyrir mömmu og átti
hún erfitt með að sætta sig við hlut-
skipti sitt. Eigi að síður lét hún sig
hafa það. Hún neitaði að gefast upp
og fór reglulega í sjúkraþjálfun.
Þrátt fyrir það lét bati á sér
standa. Um síðir varð mömmu ljóst
að henni myndi ekki takast að end-
urheimta starfsþrek sitt. Líkaminn
var að bila. Smám saman vék reiðin
yfir áföllunum – vangetunni að
bjarga sér – fyrir æðruleysi yfir
takmörkum læknavísindanna. Hún
var sátt, þakklát fyrir lífið sem Guð
gaf henni. Fyrir það líf er ég, sonur
hennar, einnig þakklátur. Megi
minning mömmu skína á okkur af-
komendur hennar um ókomin ár.
Ásmundur G. Vilhjálmsson.
Kæra móðir, við dætur þínar,
Þorbjörg og Sigríður, kveðjum þig
með söknuði. Í lifandi lífi varst þú
ávallt reiðubúin að leiðbeina okkur
og hjálpa. Fyrir það þökkum við í
dag, nú þegar þú ert til moldar bor-
in, um leið og við minnumst þín með
þessum orðum Þórunnar Sigurðar-
dóttur skálds:
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
Þorbjörg Ágústa Birgisdóttir,
Sigríður Vilhjálmsdóttir.
Elsku mamma. Það hvarflaði ekki
að mér þegar ég fór með þig á
sjúkrahúsið að þetta væri þín síð-
asta ferð og að þú kæmir ekki heim
aftur. Við vorum búin að fara nokkr-
ar ferðir áður en alltaf komstu til
baka. Þú ætlaðir að fara austur að
Geysi um páskana og vera þar í bú-
stað. Þangað áttum við að koma og
fá hjá þér kaffi útbúið eins og þér
einni var lagið. En tími þinn var
kominn.
Þú varst og verður alltaf stór
hluti af lífi mínu. Pabbi deyr þegar
ég var 6 mánaða og þú stendur ein
uppi, ekkja með fjögur börn. Aldrei
heyrði ég þig kvarta yfir hlutskipti
þínu í lífinu. Það sem skipti þig máli
voru börnin þín og síðan barnabörn-
in og barnabarnabörnin. Þó þú
þyrftir fljótlega að fara að vinna ut-
an heimilis bar heimili okkar þess
ekki merki, alltaf vannst þér tími til
að sjá um að allt væri nýstrokið og
fínt, ísskápurinn fullur af mat og
dunkar fullir af kaffibrauði. Ég
kynntist því ungur að allt þurfti að
vera af bestu gerð hvort sem það
var hráefni í mat, klæðnað eða eitt-
hvað til að skreyta heimilið okkar. Í
hugann koma búðarferðir í Keflavík,
ekki mátti kaupa allt á sama stað,
hver verslun hafði sína sérstöðu,
þannig átti að kaupa bjúgun í Sölva-
búð og saltkjöt í Nonna og Bubba.
Þó svo að þú værir eina fyrirvinnan
var ekkert slegið af kröfum, þannig
varst þú enda barst þú oft af í
klæðnaði og útliti.
Þegar ég fetaði í fótspor pabba og
fór á sjóinn varstu mjög hrædd um
mig, hringdir að jafnaði tvisvar á
dag í Tilkynningarskylduna til að
athuga með mig. Þú vildir vernda
mig og leið þér aldrei vel á meðan
ég stundaði sjómennsku.
Ég hef hugsað mikið síðustu daga
um stundirnar sem við áttum um
síðustu verslunarmannahelgi, þegar
við vorum tvö ein heima hjá mér.
Ég úti að mála pallinn og þú að sjá
til þess að ég fengi nóg að borða. Þú
náðir þér vel á strik í veikindum
þínum þá, margar ferðir komst þú
út á pall til að athuga með mig eða
sast á stól inn í stofu og fylgdist
með. Það var langt síðan við höfðum
verið svona tvö ein eins og við vor-
um svo oft áður fyrr. Ég skildi að ég
hefði verið eigingjarn á þig sem
barn og á vissan hátt fann ég að þú
hafðir yfirfært það á mig seinni ár-
in.
Eftir að pabbi drukknaði þurftir
þú að vinna mikið. Þér virtist líða
vel þegar þú hafðir nóg að gera, það
eitt að geta bakað og eldað fyrir
aðra var þitt líf og yndi alla tíð.
Hugsun þín um aðra kom á undan
sjálfri þér. Að sjá til þess að ekkert
skorti á heimilinu og standa þig sem
góður gestgjafi var þér mikils virði.
Elsku mamma mín, ég þakka þér
fyrir allar okkar stundir og allt sem
þú hefur gert fyrir mig og mína fjöl-
skyldu.
Þinn sonur
Axel.
Elsku tengdamamma. Í 27 ár ertu
búin að vera stór hluti af lífi mínu
og nú ertu farin. Margar minningar
hafa skotið upp kollinum síðustu
daga, þær sem standa upp úr er sú
mikla ást sem þú sýndir okkur öll-
um. Þú varst yndisleg amma, ekkert
var nógu gott fyrir barnabörnin og
fannst mér oft að nú mætti kannski
stoppa en það var ekki tekið í mál.
Þú varst mér góð tengdamamma,
leiðbeindir mér hvort sem það var
við uppeldi barnanna eða matar-
gerð. Ófá skiptin komstu heim til
okkar og tókst til við heimilisstörfin,
þér fannst þetta allt of mikið fyrir
eina manneskju. Samband þitt og
Axels var einstakt, þú umvafðir
hann með allri þinni ást og hlýju og
vildir allt fyrir hann gera. Missir
hans er mikill, þú varst hans eina
foreldri og góður vinur.
Elsku Gróa, nú er komið að leið-
arlokum og vil ég þakka þér allt
sem þú hefur gefið okkur með ást
þinni og hlýju.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð
(Þórunn Sig.)
Guð blessi minningu þína.
Þín tengdadóttir,
Kristbjörg.
Elsku amma mín. Þetta er svo
erfitt að kveðja þig í síðasta skipti.
Ég kveð þig með miklum trega og
söknuði. Ég á erfitt með að sætta
mig við að þú sért farin en ég verð
að trúa því að þér líði betur núna.
Þú fórst á sjúkrahúsið enn og aftur
en ég hélt bara að þú kæmir aftur
heim hress eins og öll hin skiptin.
Þegar ég hugsa um þig og til
æskuára minna kemur margt
skemmtilegt fram. Ég var mikið hjá
þér í Keflavík en einnig ferðuðumst
við mikið saman. Við fórum margar
rútuferðir til Reykjavíkur, á Geysi
og Laugaland og Vestmannaeyjar
líka. Ég fékk alltaf að fljóta með
enda var það alltaf gaman. Í rútu-
ferðunum átti ég alltaf að vera yngri
en ég var svo ég fengi frítt en ég var
nú ekki alltaf sátt við það en ég
gerði nú það sem þú sagðir. En
svona varstu bara þú, passaðir upp
á peningana og fáu skiptin sem ég
skutlaði þér í Kaskó til að versla, en
þú þurftir alltaf að fara á fleiri staði
til að kaupa ákveðna hluti en einnig
vegna þess að þér fannst svo gaman
að versla.
Líf þitt snerist bókstaflega í
kringum okkur, fjölskylduna þína.
Þú tókst alltaf á móti okkur með ný-
bökuðum kökum og sérstaklega
með sódakökunum þínum sem pabbi
og bræður mínir elskuðu. Ég var
alltaf velkomin til þín og leið alltaf
rosalega vel hjá þér. Þú varst alltaf
ánægð þegar við komum við hjá þér
og vantaði aldrei ástúð og hlýju sem
á sér enga líka.
Að skrifa minningargrein um þig
er virkilega erfitt enda margar og
góðar minningar sem standa eftir.
Elsku amma, þú átt eftir að skilja
eftir stórt skarð í lífi okkar allra og
er ég innilega þakklát fyrir þær
stundir sem við áttum saman.
Ég vona að þér líði betur núna og
sért loksins búin að hitta afa aftur
eftir margra ára aðskilnað.
Ég kveð þig nú elsku amma og
vona að við hittumst aftur seinna á
æðri stað.
Ástar- og saknaðarkveðja.
Þín
Gróa.
Elskuleg amma mín er horfin af
vettvangi lífsins. Hún varð tæplega
80 ára og hafði lifað langa og
viðburðaríka ævi. Hún missti mann
sinn Vilhjálm í greipar ægis árið
1960, en hann fórst með mb. Rafn-
keli. Þá, einungis 36 ára, stóð hún
ein uppi með fjögur börn og orðin
fyrirvinna heimilisins líka. Villi afi
hafði komið þeim ágætlega fyrir og
það létti ömmu róðurinn á erfiðum
tíma í lífi hennar. Hún giftist aldrei
aftur en helgaði líf sitt börnum sín-
um og starfi, en hún átti að baki
langan starfsferil hjá Íslenskum að-
alverktökum, þegar hún hætti þar
1993. Hún var dugleg, samviskusöm
og mikil reglumanneskja. Ævi
hennar var oft á tíðum þyrnum
stráð, en uppgjöf var ekki til í henn-
ar orðaforða.
Ég bjó hjá henni frá 14 ára aldri, í
sjö ár, og fekk notið stuðnings henn-
ar og festu, sem leiddu mig á
menntabrautina og verð ég henni
ávallt þakklátur fyrir það. Árin hjá
henni einkenndust af þessum kost-
um sem hún bjó yfir. Hún kenndi
mér að gefast ekki upp þó á móti
blási og láta ekki deigan síga þó
eitthvað bjáti á, og það mun ég held-
ur ekki gera nú á þessari kveðju-
stund. Það hefði ekki verið henni
ömmu minni að skapi, heldur taka
því sem að höndum ber hverju sinni
og horfa fram á við, beinn í baki.
Svo amma mín, ég veit að Guð
tekur þér höndum tveim og að núna
líður þér vel í skjóli hans, og fyrir
það er ég þakklátur, eins og fyrir öll
árin sem við áttum saman. Ástar-
þakkir fyrir samfylgdina, elsku
amma mín, og fyrir alla þá góðvild
og gæsku sem þú sýndir mér og
fjölskyldu minni í gegnum árin. Þín
verður ávallt minnst í bænum okk-
ar, og minning þín mun lifa í hjört-
um okkar.
Lát Guðs almáttugs ástarvæng
yfir skyggja þína sæng.
Hinsta kveðja frá okkur Svan-
fríði, Alexander og Sunnu.
Þinn
Vilhjálmur.
GRÓA
AXELSDÓTTIR